Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 11

Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 11
skottlokið sé langur stallur til móts við afturrúðuna. Það hjálpar eflaust einhverjum ef ég nefni Audi A7 í þessu sambandi. Að því sögðu minnti afturendinn, ljósin og heildarsvip- urinn allur undirritaðan einna helst á seinni ára gerðir Maserati Quattro- porte. Fyrir fáeinum misserum hefðu slík hugrenningatengsl milli Kia og Maserati þótt á mörkum brjálsemi og veruleikafirringar, en hvað get ég sagt – Kia eru bara að gera dúndurgott mót með þessum bíl. Fallega hannaður, vel búinn Það er ekki nóg að vera fallegur ásýndum ætli bíll að keppa við að- albílana í E-flokki og þessu hafa Kia gert sér grein fyrir. Efnisvalið og hönnunin er til stakrar fyrirmyndar inni í Stinger, bæði fyrir farþega og ökumenn. Framsætin eru þokkalega djúp „bucket-sæti“ svo sem hæfir aflmiklum bíl, en til fyrirmyndar þótti mér að við hlið annarra stillinga á sæti var hnappur sem þrengir hlið- arnar að ökumanni svo hann situr sem pikkfastast, jafnvel þegar farið er geyst í krappar beygjur. „Cut-off“ stýrið er fallegt og þægilegt auk þess sem stýringin er hreint fyrirtak, að- gerðaskjárinn stór og skýr, og mér þótti býsna smart að ekki einasta sýnir bíllinn hámarkshraðann hve- nær sem skilti þar að lútandi ber fyr- ir augu, heldur les hann einnig skilti sem banna framúrakstur og gefur stöðuna til kynna í samræmi við það, bæði í mælaborði og á skjánum. Þessi búnaður er reyndar þegar til staðar í öðrum Kia-bílum, alltént nýj- asta Sportage, og er til fyrirmyndar. Stinger steinliggur á veginum og er stórskemmtilegur akstursbíll. Hentar vel til hraðaksturs Þeir lesendur sem eru nógu gamlir til að muna þá tíð þegar maður tók ekki myndir á símann sinn heldur á apparöt er kölluðust „myndavélar“ og fór í framhaldinu með filmur úr téðum vélum til framköllunar. Ef vel tókst til að mati starfsfólks framköll- unarstofunnar í það skiptið var sett- ur límmiði á ljósmyndina sem á stóð: „Hentar vel til stækkunar“. Þegar ég var á dögunum staddur á Mallorca við reynsluakstur á Stinger hefði ég vel getað hugsað mér að hafa á mér límmiðann sem á stæði „Hentar vel til hraðaksturs“ því ég hefði um- svifalaust splæst einum slíkum á bíl- inn. Hér verður þó að taka fram að hér er helst átt við Stinger í GT út- færslu, sem býr yfir 370 hestöflum og upptaki sem drífur hann í 100 km/ klst á 4,9 sekúndum. Alveg hreint frábærlega skemmtilegur bíll, í sem stystu máli sagt. Stinger var tekinn til kostanna á margvíslegum vett- vangi, inni í smábæjum, úti á hrað- brautum og meira að segja á kapp- akstursbraut, og alls staðar naut hann sín með miklum ágætum. Fjöðrunin er frábær, allt frá mjúkri fjöðrun í Comfort-stillingu og yfir í vel stífa hraðakstursfjöðrun í Sport+ stillingu. Brembobremsur í Stinger GT sáu svo um að hemla eins og best verður á kosið. Í þessu sambandi verður þó að benda á að Askja mun bjóða upp á bílinn í tveimur útfærslum og sitt er hvað þegar allt er sett upp á strik, Stinger GT Line og Stinger GT. Sá fyrrnefndi er fjórhjóladrifinn með 2,2 lítra díselvél, 200 hestöfl, sem er sú sama og Sorrento-jeppinn frá Kia skartar. Upptakið er 7,6 sek- úndur í 100 km/klst. Kia Stinger GT er aftur á móti bensínbíll með 3300 rúmsetrimetra sprengirými, sturlað vélarhljóð og 370 hestöfl sem dreifast á hjólin fjög- ur og sem fyrr sagði 4,9 sek. í hund- raðið. Þó GT Line bíllinn sé enginn skussi þá er GT einfaldlega á öðrum stað í tilverunni og þar er Kia að láta að sér kveða með þeim hætti að eng- in leið er að hunsa Stinger. Bíll sem breytir landslaginu Kia eru semsagt komnir með bíl sem á fullt erindi inn í hóp skemmti- legustu og bestu kraftbílanna í E- flokki. Stóra fréttin er sú að ef þú ætlar að fá þér jafn öflugan bíl og Stinger GT þá þarf að leita í hóp Benz E 43 AMG, BMW M5 eða Audi S6 – semsagt sérútgáfurnar af þýsku þrenningunni – og þar sleppurðu aldrei með verðmiða undir 15 millj- ónum á meðan Stinger GT kostar um 10 millur. Þjóðverjarnir komast þar af leiðandi ekki hjá því að líta um öxl því það er nýr aðili fluttur í bæinn og hann mun að öllum líkindum setja talsvert mark á landslagið á næstu mánuðum og misserum. Innviðirnir eru óneitanlega fallegir og sportlegir; fágun og töffaraskapur í jöfnum hlutföllum. Séð er til þess að farþegar í aftursæti hafi loftflæði og loft- gæði í lagi. Hér þarf ekki að væsa um nokkurn mann. Aftursætin eru þægileg og fótarýmið geysimikið. Þrír fullorðnir komast fyrir með bílbelti en það fer talvert betur um tvo eins og sjá má á hönnum aftursætisbekksins í bílnum. Flott útlit vekur athygli en það er mátturinn og dýrðin undir húddinu sem fær pyngjuna til að opnast og léttast í framhaldinu. Vélarhljóðið í GT gerðinni er hreint út sagt unaðslegt. Skottrýmið er 406 lítrar sem er vel ásættanlegt fyrir þennan bíl en eykst upp í rúmlega 1100 ef aftursætin eru lögð niður. Það færist til bókar sem býsna gott fyrir sportlegan fólksbíl. 19 tommu álfelgurnar fara Kia Stinger vel enda má það ekki minna vera þegar 370 hestöfl knýja farartækið. Hönnunin nýtur sér ekki síður vel ásýndar þegar bíllinn er á ferð. MORGUNBLAÐIÐ | 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.