Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Síða 6

Ægir - 01.09.2017, Síða 6
6 Í grein hér í Ægi að þessu sinni fer Ólafur S. Ástþórsson hjá Hafrann- sóknastofnun yfir stöðu mála hvað varðar íslensku rannsóknaskipin og þörf fyrir endurnýjun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. „Nútíma hafrannsóknir verða ekki stundaðar án öflugra og sér- útbúinna hafrannsóknaskipa sem henta hinum aðkallandi og fjöl- breyttu verkefnum sem þar um ræðir. Til þess að efla rannsóknir hvað varðar sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda á tímum loftslags- breytinga og til að halda stöðu sinni sem fiskveiðiþjóðir hafa Norð- urlöndin á undanförnum árum unnið markvisst að endurnýjun rannsóknaskipa sinna. Hvað Ísland snertir hafa stjórnendur Haf- rannsóknastofnunar margsinnis s.l. áratug vakið athygli á mikilvægi þess að endurnýja rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson sem nú er að verða 50 ára gamalt. Lítið hefur hins vegar þokast í þeim efnum,“ segir Ólafur í grein sinni og rekur síðan hvað er að gerast í þessum málaflokki í nágrannalöndunum Færyjum, Noregi, Danmörku, Sví- þjóð og Finnlandi. Í öllum löndunum eru ýmist í smíðum eða hafa verið tekin í notkun í ár ný og sérhæfð skip. Á meðan er pattstaða hér á landi, ef svo má segja. Nú er það svo að í vaxandi mæli höfum við Íslendingar lagt áherslu á þekkingaruppbyggingu hvað varðar haf- og fiskirann- sóknir. Stjórnvöld hafa um langt skeið nánast alfarið fylgt þeirri ráð- gjöf sem vísindamenn hafa sett fram varðandi sókn í fiskistofna. Í stóru heildarmyndinni hefur þessi vísindalegi grunnur verið hafður til marks um, bæði hér innanlands og erlendis, hvernig Íslendingum hafi tekist að byggja sína fiskistofna upp. Vissulega heyrast líka raddir sem gagnrýna hversu nákvæmlega stjórnvöld fylgja þessari ráðgjöf en þær eru líka nauðsynlegt aðhald fyrir alla aðila sem að þessu málum koma; rannsóknaraðila sem stjórnvöld. En farsælar nútímarannsóknir verða ekki byggðar á hálfrar aldrar gömlum skipum, það hljóta allir að sjá. Elstu togarar landsmanna eru að hverfa úr flotanum einn af öðrum þessi misserin og flestir þó ívið yngri en rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson, svo dæmi sé tek- ið. Og þykir mörgum furðulegt að svo gamlir togarar hafi verið að bera uppi veiðarnar. Því hlýtur það að vera áhyggjuefni ef ekki er samfella í endurnýjun hafrannsóknaskipanna samhliða og hvergi nóg er að vísa til endurnýjunar Árna Friðrikssonar á sínum tíma en hafa ber í huga að það skip er nú orðið 17 ára gamalt. Margt hefur setið á hakanum í þjóðfélaginu á undanförnum ár- um sem rekja má til bankahrunsins margumtalaða. Fjárþörf er í heil- brigðiskerfinu, samgöngukerfinu, hjá menntastofnunum og þannig má áfram telja. Vera kann að lítil umræða um endurnýjun hafrann- sóknaskipanna sé ekki bara til marks um aðra forgangsröðun í fjár- festingum innviða heldur ekki síður þann óstöðugleika sem verið hefur í stjórnmálum um nokkurra ára skeið. Við þær aðstæður er hætt við að langtímasýn víki til hliðar. Það er hins vegar svo að ís- lenskur sjávarútvegur er hvergi nærri á útleið, ef svo má segja. Þar eru ótalmörg tækifæri enn ónotuð en ef stjórnvöld ætla að byggja áfram á traustum vísindalegum grunni fyrir greinina þá þurfa tæki til haf- og fiskirannsókna að komast framar á forgangslistann. Svo stór þáttur er þetta mál í því að tryggja að Ísland verði áfram fisk- veiðiþjóð, eins og við hljótum öll að vilja. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Endurnýjun í rannsókna- skipaflotanum þolir ekki bið R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.