Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Síða 14

Ægir - 01.09.2017, Síða 14
14 Þann 11. desember verða liðin 60 ár frá stofnun Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (SVN). Af því tilefni hefur Smári Geirsson tekið saman sögu Sílarvinnslunnar sem kemur út innan skamms. „Efniviðurinn í þessa bók, sem verður um 300 síður, kemur úr ýmsum áttum. Að hluta byggi ég á sögu sem skráð var fyrir 50 ára afmæli fyrirtækis- ins en ýmsu hefur verið breytt og miklu bætt við. Ég hef legið yfir fundargerðum og skýrslum frá fyrstu tíð og stuðst við fréttir og blaðaskrif í gegnum tíðina auk viðtala við fjölda fólks,“ segir Smári. Hann segir lagða áherslu á ríkulegt myndefni í bókinni og þar njóti hann nálægðar Skjala- og myndasafns Norðfjarðar auk þess að hafa aðgang að mönnum sem hafa verið duglegir að taka myndir í gegnum tíðina. Óviðbúnir síldinni Smári segir að stofnun Síldar- vinnslunnar megi meðal annars rekja til þess að á sjötta áratug 20. aldarinnar, þegar síld fór að veiðast úti fyrir Austurlandi, hafi Austfirðingar engan veginn verið tilbúnir til að taka á móti þessu silfri hafsins. Þegar sett var upp söltunarstöð í Nes- kaupstað árið 1952 hafði ekki verið söltuð síld þar í 20 ár. Þá var lítil fiskimjölsverksmiðja á staðnum sem gat brætt 30 tonn á sólarhring sem var allt of lítið til að hægt væri að taka á móti miklu af síld með góðu móti. „Menn vildu ekki una þessu og niðurstaðan varð sú að stofna hlutafélag um byggingu síldarverksmiðju. Það var Sam- vinnufélag útgerðarmanna (SÚN) sem hafði forgöngu um málið en það rak á þessum tíma fiskvinnslustöð í bænum. Það þótti hins vegar skynsamlegra að stofna hlutafélag um nýja síldarverksmiðju en að stækka þá litlu verksmiðju sem fyrir var í eigu SÚN.“ Smári segir SÚN hafa lagt til 300 þúsund króna hlutafé og eignast 60% hluta- fjár hins nýja félags, en bærinn og 32 aðrir hluthafar áttu sam- anlagt 40%. „Þetta var mikið mál fyrir byggðarlagið á þess- um tíma og tilkoma verksmiðj- unnar var í reynd forsenda þess að Neskaupstaður gat orðið síldarbær,“ segir Smári. Uppgangur Strax og hlutafélagið hafði ver- ið stofnað í desember 1957 var ráðist í byggingu síldarverk- smiðjunnar sem tók til starfa rúmu hálfu ári síðar, í júlí 1958. Á fyrstu vertíð verksmiðjunnar 1958 var tekið á móti rúmlega 4000 tonnum sem þykir ekki 60 ára saga Síldarvinnslunnar gefin út Nýjasta skip Síldarvinnslunnar Beitir NK á loðnumiðunum 2016. Ljósm. Hilmar Kárason. S a g a n

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.