Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
Rafvirkjar
LED flóðkastarar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Atli Steinarsson blaða-
maður lést á Landspít-
alanum í fyrrakvöld, 88
ára að aldri.
Atli fæddist í Reykja-
vík 30. júní 1929. For-
eldrar hans voru Stein-
arr St. Stefánsson
fulltrúi og eiginkona
hans, Ása Sigurðar-
dóttir húsmóðir. Atli
lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands
1950. Hann innritaðist í
læknadeild HÍ sama ár
en hóf jafnframt störf
sem blaðamaður við
Morgunblaðið og starfaði síðan óslitið
sem blaðamaður til starfsloka. Atli
starfaði hjá Morgunblaðinu til ársins
1975. Hann fór þá á Dagblaðið og var
þar til 1981. Þá fór hann á fréttastofu
útvarpsins og var þar til 1986. Sam-
hliða rak Atli og rit-
stýrði ásamt konu
sinni, Önnu, Mosfells-
póstinum um sex ára
skeið. Á árunum 1988
til 1997 var Atli búsett-
ur í Bandaríkjunum og
var þar sjálfstætt
starfandi blaðamaður.
Atli gerðist blaðamað-
ur hjá Sunnlenska
fréttablaðinu þegar
hann sneri heim og var
þar til ársins 2005.
Atli starfaði mikið
fyrir Blaðamannafélag
Íslands og sat í stjórn
þess frá 1956-1975. Hann var hand-
hafi blaðamannaskírteinis nr. 1. Atli
var einn af fjórum helstu hvatamönn-
um að stofnun Samtaka íþróttafrétta-
manna árið 1956, enda var hann lengi
umsjónarmaður íþróttafrétta Morg-
unblaðsins. Hann var formaður sam-
takanna níu fyrstu árin. Hann var um
langt skeið í stjórn ÍR og varastjórn
ÍSÍ. Sjálfur var Atli góður íþrótta-
maður á yngri árum. Hann var Ís-
landsmeistari í sundi og keppti á Ól-
ympíuleikunum í London 1948.
Atli var sæmdur heiðurskrossi
Íþrótta- og ólympíusambands Íslands
2006 og gerður að heiðursfélaga ÍR
2007. Einnig var hann sæmdur gull-
merki Blaðamannafélags Íslands.
Eiginkona Atla var Anna Bjarna-
son blaðamaður en hún lést árið 1998.
Þau eignuðust fjögur börn, Önnu Sig-
ríði, Ásu Steinunni, Gunnar Þór og
Atla Steinar. Barnabörnin eru tólf
talsins og barnabarnabörnin átta.
Atli Steinarsson starfaði við Morg-
unblaðið í aldarfjórðung. Við leið-
arlok þakkar blaðið Atla góð störf og
sendir fjölskyldu hans innilegar sam-
úðarkveðjur.
Andlát
Atli Steinarsson blaðamaður
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Lánasjóður íslenskra námsmanna
mun ekki taka við greiðslu með ávís-
un frá og með næstu áramótum.
Ákvörðun sjóðsins ætti ekki að koma
neinum á óvart því ávísanir eru að
mestu horfnar úr viðskiptaumhverfi
landsins.
„Við höfum ekki tekið við ávís-
unum í einhvern tíma, hvorki ís-
lenskum né erlendum,“ segir Finnur
Árnason, forstjóri Haga, en fyrir-
tæki Haga taka við hvers konar
greiðslukortum auk þess að taka við
íslenskri sem erlendri mynt. Sömu
sögu er að segja hjá Festi en þessi
tvö fyrirtæki reka stærstu smá-
vöruverslanir landsins á borð við
Bónus og Krónuna.
Bankarnir hættir útgáfu
Stóru viðskiptabankarnir eru
hættir útgáfu og innlausn ávísana,
nema Arion banki í undantekning-
artilvikum. Með tilkomu rafrænna
aðferða er greiðslumiðlun hvort
tveggja í senn einfaldari og örugg-
ari, að sögn Rúnars Pálmasonar,
upplýsingafulltrúa Landsbankans,
en bankinn hætti útgáfu og sölu
ávísanahefta til einstaklinga og fyr-
irtækja og innlausn innlendra ávís-
ana 15. ágúst á síðasta ári. Þá hætti
bankinn jafnframt að selja erlendar
ávísanir frá og með 1. október á
þessu ári og hættir að kaupa erlend-
ar ávísanir frá og með næstu ára-
mótum. Ástæðan er að sögn Rúnars
einkum sú að notkun erlendra ávís-
ana, jafnt ferðatékka og við-
skiptatékka, hefur dregist mjög
saman á undanförnum árum.
Edda Hermannsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Íslandsbanka, segir að
bankinn hafi hætt með ávísanahefti í
október árið 2015.
„Eftirspurn eftir ávísana-
heftum var ekki mikil á þeim tíma
og því ákveðið að hætta útgáfu
þeirra,“ segir Edda.
Arion banki gefur einn bank-
anna út ávísanir ef sérstaklega er
óskað eftir því.
„Bankinn er enn með ávísana-
hefti fyrir þá viðskiptavini sem sér-
staklega óska eftir slíku. Einnig er
hægt að nálgast bankatékka hjá
gjaldkera. Þetta er þó þjónusta sem
lítil eftirspurn er eftir í dag eins og
gefur að skilja,“ segir Haraldur
Guðni Eiðsson, forstöðumaður sam-
skiptasviðs Arion banka.
Ávísanir að deyja út
Ávísanahefti Risaeðla úr fortíðinni sem er við það að deyja út.
Allir nema Arion banki hættir
Verslanir taka ekki við ávísunum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands
telur rétt að fresta heimild sjóðs-
félaga lífeyrissjóðanna til að ráðstafa
hluta af lífeyrisiðgjaldi sem til-
greindri séreign. Ástæðan er óvissa
sem skapast um innheimtu iðgjalda
og þar með réttindi sjóðsfélaga vegna
þeirrar túlkunar Fjármálaeftirlitsins
að sjóðsfélagar geti ráðstafað sér-
eigninni til annarra lífeyrissjóða.
ASÍ og Samtök atvinnulífsins
sömdu um aukin lífeyrisréttindi í
kjarasamningum í janúar á síðasta
ári. Meðal annars var gert ráð fyrir
að menn gætu undirbúið sveigjanleg
starfslok með því að ráðstafa viðbót-
ariðgjaldinu í tilgreinda séreign hjá
lífeyrissjóðunum. Lög áttu að fylgja í
kjölfarið. Þau hafa enn ekki verið
sett.
Byrjað var að bjóða upp á þessa
séreign í júlí í sumar og hafa margir
nýtt sér heimildina. ASÍ og SA voru
ósammála þeirri túlkun Fjármálaeft-
irlitsins að fólk gæti ráðstafað sér-
eigninni inn á reikning hjá öðrum líf-
eyrissjóðum en sameignarsjóði
viðkomandi.
Innheimtukerfi í uppnámi
„Við komumst alltaf að sömu nið-
urstöðu. Að óbreyttu mun þessi túlk-
un Fjármálaeftirlitsins leiða til þess
að innheimtukerfi lífeyrissjóðanna
lendir í uppnámi. Það hefur tryggt að
rétt iðgjald sjóðsfélaga berist frá at-
vinnurekanda og þar með lífeyris-
réttindi hans. Með þessari túlkun veit
sjóðurinn ekki hvað er að gerast.
Hann má ekki taka svar atvinnurek-
andans gilt og verður að leita til laun-
þegans sjálfs. Það mun hafa mikinn
kostnað í för með sér,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Hann segir að það sé hlutverk ASÍ
að standa vörð um réttindi launþega
sem samið var um í þessum kjara-
samningi. Miðstjórn ASÍ leggi til að
frestað verði ráðstöfun hluta iðgjalda
í tilgreinda séreign og hún öll lögð í
sameignarsjóðinn, þar til lögum hafi
verið breytt og með því tryggt að fyr-
irkomulagið sem samið var um gangi
upp. Tekur hann fram að iðgjöldun-
um sem þegar hafi verið ráðstafað í
tilgreinda séreign verði ekki breytt.
Jafnframt tekur Gylfi fram að ekki
liggi fyrir svar hins aðila samnings-
ins, Samtaka atvinnulífsins, við til-
lögu ASÍ.
Ráðstöfun iðgjalda í
séreign verði frestað
Miðstjórn ASÍ óttast um iðgjöld og réttindi sjóðsfélaga
Ákveðið hefur verið að prófkjör um
efsta mann á lista Sjálfstæð-
isflokksins fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar á vori komanda
verði haldið laugardaginn 27. jan-
úar næstkomandi. Að loknu leið-
togakjörinu mun kjörnefnd stilla
upp framboðslistanum að öðru
leyti.
Stefnt var að leiðtogakjöri í októ-
ber eða nóvember en því var frest-
að vegna alþingiskosninganna í lok
október. Stjórn Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, lagði fram tillögu um
27. janúar og var einhugur um þá
tillögu á fjölmennum félagsfundi
sem haldinn var í gærkvöldi.
Gísli Kr. Björnsson, formaður
Varðar, segir að þátttaka verði með
sama sniði og í síðustu prófkjörum,
flokksbundnir sjálfstæðismenn
kjósi. Auglýst hefur verið eftir
framboðum í kjörnefnd.
Leiðtogakjör sjálfstæðismanna 27. janúar
„Enn og aftur vinnur forysta Al-
þýðusambands Íslands þvert
gegn hagsmunum sinna eigin
félagsmanna,“ skrifar Vil-
hjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, í op-
inni færslu á Facebook-síðu
sína, og gagnrýnir afstöðu ASÍ.
Gegn hags-
munum
VILHJÁLMUR BIRGISSON
Umferðarflæði um miðbæinn á að batna verulega við
það að í gær var opnað fyrir umferð um nýja Geirsgötu
og ný gatnamót hennar við Lækjargötu og Kalkofns-
veg. Geirsgata er nú komin í sína framtíðarlegu ofan á
bílakjallara sem byggður hefur verið á uppbyggingar-
svæðinu í Austurhöfn. Frágangur gangstétta við ný
hús á svæðinu er fyrirhugaður á næsta ári og er það í
takt við uppbyggingu á svæðinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opnað fyrir umferð á nýrri Geirsgötu