Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Litlu mátti muna að veruleg seink- un yrði á jólabókaflóði landsmanna í ár. Tafir og mistök í prentsmiðju í Finnlandi settu útgáfuna í uppnám. Fjölmargar bækur þurfti að endur- prenta með tilheyrandi kostnaði. „Eins og fram hefur komið eru fleiri og fleiri bækur í jólabókaflóð- inu prentaðar erlendis. Flestar eru prentaðar í BookWell í Finnlandi sem hefur prentað íslenskar bækur í meira en áratug. Við höfum langa og góða reynslu af þeim,“ segir Eg- ill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. „Í vor var okkur kynntur nýr tækjabúnaður prentsmiðjunnar sem átti að auka afköst hennar til muna. Auk þess áttu gæðin að verða enn meiri en áður. Því miður virðist sem Finnunum, sem líklega prenta um eða yfir 100.000 íslenskar bækur nú fyrir jólin, hafi ekki tekist að ná valdi á nýja tækjabúnaðinum því snemma í haust fóru að koma upp alvarlegir hnökrar í verksmiðjunni. Þannig skilst mér að ekki hafi verið prentuð ein einasta bók í tvær vikur á meðan þeir reyndu að koma bún- aðinum í lag. Þetta hafði að sjálf- sögðu í för með sér verulega röskun á afhendingartíma til okkar og ann- arra útgefanda,“ segir Egill og bæt- ir við að það sé fyrst núna sem bæk- ur séu farnar að skila sér á umsömdum tíma. Þurftu að plasta bækur á ný „Bækurnar uppfylltu ekki allar þær gæðakröfur sem við gerum. Þegar fyrstu bækurnar komu í hús þurftum við að láta endurprenta bæði heilu upplögin og kápu. Út- koman var ekki ásættanleg og við létum lagfæra allt sem ekki var 100%. Plastpökkunin uppfyllti ekki gæðakröfur og við þurftum að end- urplasta yfir 30.000 eintök hér á landi.“ Heil upplög jólabóka reynd- ust vera gölluð Morgunblaðið/Hari Jólabækur Yfir 100.000 bækur sem prentaðar eru í Finnlandi komu seint til landsins vegna mistaka. Endurprenta þurfti margar bækur og plasta á ný.  Tafir á prentun jólabóka í Finnlandi  Heilu upplögin voru endurprentuð Til lykta er leidd fyrir dómstólum deila tveggja kvenna, frænkna, um eignarrétt á íslenskum þjóð- búningi, svo- nefndum upp- hlut. Hæstiréttur taldi að konan sem sótti málið hefði ekki náð að sanna eignarrétt sinn. Konan sem höfðaði málið taldi sig hafa fengið upphlutinn ásamt skrauti að gjöf þegar hún var fimm ára. Móðir hennar hefði tekið munina til varðveislu og verið heimil notkun þeirra en borið að afhenda sér þá þegar hún yrði fullvaxta. Konan sagðist ekki hafa gengið eftir mununum fyrr en löngu seinna og þá án árangurs. Þegar móðir hennar lést hefði sér fyrst orðið ljóst að móðirin hefði gefið systur sinni þessa muni. Hæstiréttur segir að ekki verði annað ráðið en móðirin hafi talið sig eiga munina enda hafi þeir lengi verið í hennar vörslu. Dótturinni hafi ekki tekist að hnekkja þeim lík- um fyrir eignarrétti sem komu fram í málinu. Frænkan heldur upp- hlutnum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Við höfum skoðað ýmis úrræði til að draga úr hættu af völdum kanínanna í dalnum,“ segir Smári Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, spurður um aðgerðir sem lagðar voru til í lok október á síðasta ári til að takmarka fjölda og draga úr hættu vegna kanína á tiltölulega af- mörkuðu svæði í neðanverðum Elliðaárdalnum, norðvestan við Stekkjarbakka. Í minnisblaði sem lagt var fram af skrifstofu umhverfisgæða og lagt var fyrir á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar fyrir rúmu ári er m.a. lagt til að fækkað verði í stofni kanína á svæðinu. „Þetta er nokkuð stór stofn og bú- ast má við því að hann sé að stækka núna í ljósi þess að haustið er búið að vera óvenju milt. Við munum þó að svo stöddu ekki grípa til þess að fækka þeim heldur leita annarra leiða til að koma í veg fyrir slys á fólki og dýrum.“ Við lagningu nýs hjólastígs um Elliðaárdal verður að sögn Smára t.d. lögð sérstök áhersla á lýsingu. „Nýr hjólastígur sem mun liggja fyrir ofan núverandi göngu- og hjóla- stíg mun uppfylla allar almennar kröfur um lýsingu og gott betur. Þannig má takmarka slysahættuna af völdum kanína á svæðinu en nýr hjólastígur mun liggja þar sem nú- verandi reiðstígur er og því nær mik- illi kanínubyggð við Stekkjarbakka.“ Kanínuveggir Til tals hefur komið að setja upp lága kanínuveggi í dalnum til að hefta för kanínanna m.a. við hjóla- stíga. Ekki væri um að ræða neinn Berlínarmúr, að sögn Smára, heldur lága, smekklega veggi. Jafnframt bendir hann á að sett verði upp var- úðarskilti fyrir hjólandi og akandi umferð. Spurður hvort kanínan eigi sér einhvern náttúrulegan óvin í dalnum segir Smári helst að einstaka minkur gangi á stofninn eða villikettir sem ráðist á smærri kanínur. Annars sé fátt sem haldi aftur af stærð stofns- ins. „Talning hefur ekki farið fram síð- an 2015 þegar þær voru um 70. Það væri áhugavert að telja þær aftur í vetur,“ segir Smári en talning fer al- mennt fram síðla veturs þegar stofn- inn er í lágmarki. Morgunblaðið/Golli Dýr Kanínurnar í Elliðaárdalnum eru orðnar ansi margar og þó sumir njóti þess að klappa þeim og gefa mat eru þær öðrum til mikils ama. Veggir, skilti og betri lýsing til varnar kanínum  Til greina kom að fækka í kanínustofninum í Elliðaárdal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blikur eru á lofti varðandi nokkrar þekktar eldstöðvar landsins, að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings við Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Ekki er hægt að segja fyrir um það með löngum fyrirvara hvort, hvar eða hvenær gýs næst. Eldstöðvarnar eru betur vaktað- ar nú en nokkru sinni fyrr og stöðugt er fylgst með því hvort þær bæra á sér og sýna merki um aðsteðjandi eldgos. Í sumum eldstöðvanna er nú í gangi atburðarás sem allt eins getur end- að með eldgosi í fyllingu tímans. Þensla í þekktum eldstöðvum „Það hefur verið þensla í Bárð- arbungu og Grímsvötnum frá síð- ustu gosum í báðum eldstöðvunum,“ sagði Páll. Mælanleg þensla byrjaði bæði í Grímsvötnum og Bárðar- bungu strax eftir eldgosin. Þessar eldstöðvar undir Vatnajökli eru því báðar í þeim ham að hlaða sig eftir síðustu eldgos, að sögn Páls. Þær eru að öllum líkindum að búa sig undir næsta kafla í umbrotunum. Eldgosið í Holuhrauni, sem kom úr Bárðarbungueldstöðinni 2014-2015, var tiltölulega stórt. Sama má segja um Grímsvatnagosið 2011 sem var óvenju stórt og það stærsta sem lengi hefur sést frá eldstöðinni. Hekla, nafntogaðasta eldfjall Ís- lands í aldanna rás, hefur líka þanist út frá því hún gaus árið 2000. „Það yrði enginn hissa þótt Hekla gysi fljótlega. Það gæti líka dregist. Við þekkjum ekki hversu lengi eld- fjöllin þola að þenjast án þess að gjósa,“ sagði Páll. Öræfajökull sýnir merki Nýr meðlimur í klúbbi þeirra eld- fjalla sem eru að þenja sig er Öræfajökull, en í honum er Hvanna- dalshnjúkur sem er hæsti tindur Ís- lands. Landmælingar staðfesta þensluna og henni fylgir skjálfta- virkni. Gígbarmar öskju Öræfajök- uls eru í um 1.800 metra hæð. Hann hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var mikið hamfaragos og lagði sveit- ina Litla-Hérað í rúst – gerði hana að Öræfum. Ekki er vitað hvað eldstöð getur þanist lengi áður en hún gýs. Haldi þenslan áfram í fyrrgreindum eld- stöðvum má reikna að það endi með eldgosi eða gangainnskoti. Það get- ur þó dregist lengi að eldur komi upp. Endar ekki alltaf með eldgosi Þekkt eru tvö nýleg dæmi um að þensla hafi ekki leitt til eldgoss. Fyrra dæmið var þensla sem varð við Hrómundartind, austan við Hengil. Svæðið þar þandist út í fjög- ur ár, 1994-1998, með tilheyrandi skjálftavirkni. Skyndilega hætti þenslan mjög greinilega. Síðara dæmið var við Upptyppinga á ár- unum 2007-2008. Þar var þensla í gangi í heilt ár og hætti svo snögg- lega. Páll kveðst telja að jöklafýlan sem fundist hefur af Jökulsá á Fjöll- um undanfarið og aukin rafleiðni í ánni sé tilkomin vegna jarðhita- virkni, líklega í Kverkfjöllum. Hverasvæðið sé líklega að losa sig við vatn og það hafi oft gerst áður. Þekktar eldstöðvar eru nú að þenjast út og undirbúa sig  Þensla leiðir ekki alltaf til eldgosa, eins og tvö dæmi frá síðustu áratugum sýna Morgunblaðið/RAX Holuhraun Hraunstraumurinn kom upp á yfirborðið um langan veg frá Bárðarbungu. Eldgosið var tiltölulega stórt og rann mikið hraun.PállEinarsson  Deilt um eignar- hald á búningi Upphlutur Íslensk- ur þjóðbúningur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.