Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 14

Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is bjuggu um 2.600 manns á Ísafirði um síðustu áramót. Tvöfalt fleiri en í fyrra Samtals rúmlega þrjú þúsund starfsmenn voru skráðir á starfs- mannaleigum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Það eru nærri tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra, þegar 1.527 starfs- menn voru skráðir hjá leigunum. Sandra Árnadóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir útlit fyrir að þessi aukning haldi áfram á síðustu tveimur mánuðum ársins. Eftirspurnin sé enda mikil. „Það dró aðeins úr fjöldanum milli september og október. Þetta tók þó enga dýfu. Flestir starfsmanna hjá leigunum vinna í byggingar- og mannvirkja- gerð. Hluti þeirra starfar þó á hjól- barðaverkstæðum og í atvinnugrein- um tengdum ferðaþjónustu og í sláturhúsum en fjöldinn í öðrum at- vinnugreinum er hverfandi.“ Þá hafa samtals 1.624 útsendir starfsmenn verið skráðir á fyrstu tíu mánuðum ársins. Til samanburðar voru þeir alls 996 í fyrra. Það sam- svarar 63% aukningu milli ára. Útsendir starfsmenn koma á veg- um fyrirtækja í Evrópu og vinna að ákveðnum verkefnum, yfirleitt um skemmri tíma. Boðvald og verk- stjórn er á hendi erlenda fyrirtæk- isins. Útsendir starfsmenn eru al- mennt á launaskrá erlendu fyrir- tækjanna. Má í því efni rifja upp að í gildi er tvísköttunarsamningur milli Íslands og margra erlendra ríkja. Leigja starfsmenn gegn gjaldi Starfsmannaleigur leigja starfs- menn gegn gjaldi til að sinna störf- um á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn þess. Þessir tveir hópar geta skarast. Þegar erlend starfsmannaleiga sendir starfsmann til Íslands gilda þannig ekki ein- göngu lög um starfsmannaleigur um störf þeirra heldur einnig að hluta til reglur um útsendan starfsmann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnu- málastofnun er slík skörun óverulegt brot af heildinni. Haft var eftir Gísla Davíð Krist- jánssyni, sérfræðingi hjá Vinnu- málastofnun, í Morgunblaðinu í júní að tölur um fjölda útsendra starfs- manna og starfsmanna hjá starfs- mannaleigum frá síðustu uppsveiflu, 2004-2008, væru ekki samanburðar- hæfar við tölur síðustu ára. Í fyrsta lagi hefðu núverandi lög um útsenda starfsmenn ekki tekið gildi fyrr en 2007. Í öðru lagi hefði Evrópusam- bandið tekið miklum breytingum á tímabilinu. Aðildarríkjum hefði fjölgað úr 15 í 27 í tveimur lotum, 2004 og 2007. Gengu ríki Austur- Evrópu þá í ESB og tengdust þannig Íslandi í gegnum EES-samninginn. Fleiri en á síðasta þensluskeiði Var líka haft eftir Gísla Davíð að starfsmannaleigur hefðu verið nýtt fyrirbæri í uppsveiflunni 2004-2008. Umsvifin hefðu þá verið minni. Aðflutningur erlendra ríkisborg- ara á þátt í að landsmönnum hefur fjölgað úr 338.349 í byrjun árs í 346.750 undir lok 3. ársfjórðungs. Það er fjölgun um 8.400 manns. Haldi aðflutningurinn áfram mun íbúatalan senn fara yfir 350 þúsund í fyrsta sinn í sögu landsins. Íbúaþróunin bendir til að spár um að hingað myndu flytjast þúsundir erlendra ríkisborgara til að starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði hafi verið réttar. Erlendir ríkis- borgarar töldust vera um 36.700 í lok 3. ársfjórðungs, sem er metfjöldi. Hvað snertir aðflutning íslenskra ríkisborgara er útlit fyrir að þetta ár verði það þriðja frá aldamótum þar sem aðfluttir eru fleiri en brottflutt- ir. Alls hafa tæplega 11.700 fleiri ís- lenskir ríkisborgarar flutt frá land- inu en til þess á öldinni. Mesti aðflutningur í sögu landsins  Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta aldrei jafn margir  Fjöldinn fyrstu níu mánuði ársins er kominn fram úr gamla metárinu 2006  Við það bætast þúsundir útsendra starfsmanna Búferlaflutningar frá Íslandi 1. janúar 2000 til 30. september 2017 Aðfluttir umfram brottflutta *Til og með 30.9.2017 Heimild: Hagstofa Íslands +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 .000 Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017* 250 6.620’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17* Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2017 -11.660 36.264 2005-2007 -329 14.576 2015-2017* -1.161 13.551 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Starfsmannaleigurogerlendþjónustufyrirtæki Heimild: Vinnumálastofnun 2017 2014 2015 2016 Október Jan.-okt. Starfsmannaleigur 4 9 30 30 35 Starfsmenn 22 165 1.527 2.032 3.002 Erlend þjónustufyrirtæki 5 18 54 48 110 Útsendir starfsmenn 91 341 996 467 1.624 Pólskir ríkisborgarar Aðfluttir umfram brottflutta 2017 Aðfluttir Brottfluttir Mismunur 1. ársfj. 570 180 390 2. ársfj. 1.670 150 1.520 3. ársfj. 1.310 340 970 2017 alls 2.880 Heimild: Vinnumálastofnun 390 1.520 970 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru rúmlega 6.600 fleiri en brottfluttir á fyrstu níu mánuðum ársins. Með sama áframhaldi verður þessi tala um tvöfalt hærri í ár en í fyrra. Þetta má ráða af tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga. Samkvæmt þeim stefnir í metár í aðflutningi erlendra ríkisborgara. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar um- fram brottflutta voru áður flestir ár- ið 2006, eða 5.535. Þeir eru sem áður segir rúmlega 6.600 fyrstu níu mán- uði ársins. Að auki hafa komið hing- að rúmlega 4.600 erlendir starfs- menn sem útsendir starfsmenn eða sem starfsmenn starfsmannaleigna. Samtals eru þetta um 11.000 er- lendir ríkisborgarar. Til samanburð- ar búa ríflega 10.000 manns í Mos- fellsbæ og alls um 14.000 manns á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Gengið er út frá því að óveruleg skörun sé í hópum útsendra starfs- manna og starfsmanna starfsmanna- leigna og að þeir séu ekki taldir með sem aðfluttir erlendir ríkisborgarar. Það er byggt á upplýsingum frá Hagstofunni og Vinnumálastofnun. Almennt ekki taldir til íbúa Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð- ingur á Hagstofunni, segir þetta til skoðunar. Almennt séu útsendir starfsmenn og starfsmenn starfs- mannaleigna ekki taldir með sem að- fluttir erlendir ríkisborgarar. „Við erum með hóp erlendra starfsmanna sem kemur í skamman tíma að vinna. Sá hópur kemur til dæmis ekki í þjóðskrána. Þeir finn- ast hins vegar í staðgreiðsluskrá, enda fá þeir greidd laun á Íslandi. Þeir eru hins vegar ekki taldir hluti af mannfjölda á Íslandi,“ segir hann. Pólverjar eru fjölmennir í hópi að- fluttra erlendra ríkisborgara. Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu tæplega 2.900 fleiri Pólverjar til landsins en frá því. Til samanburðar Haukur Hjaltason, for- stjóri, athafnamaður og matreiðslumeistari, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mið- vikudaginn 8. nóv- ember síðastliðinn, 77 ára að aldri. Haukur fæddist í Reykjavík 6. mars 1940 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Hjalta Jónssyni verksmiðjustjóra og Jóhönnu Gústu Bald- vinsdóttur, húsfreyju og gistiheimilisstýru. Haukur lærði matreiðslu á Hótel Sögu, stundaði nám við Hótel- og veitingaskóla Íslands, útskrifaðist sem matreiðslumaður 1964 og öðl- aðist meistararéttindi 1967. Hann var yfirmatreiðslumaður á Hótel KEA á Akureyri og í Tjarnarbúð 1964-65, aðstoðaryfirmatreiðslu- meistari á Hótel Loftleiðum 1965- 66 en stofnaði og rak síðan eigin veitingastaði 1966-74, Sælkerann í Hafnarstræti, Óðal við Austurvöll og Nautið í Austurstræti 12a. Sæl- kerinn var einn fyrsti skyndibita- staður landsins. Haukur hefur starfrækt innflutn- ingsfyrirtæki frá 1969. Hann var meðeigandi veitingahúsa Asks 1979-82 og stjórnarformaður þeirra. Þá starfrækti hann tilraunabú í nautgriparækt 1982- 86. Haukur sat í stjórn Hafskips 1979- 83, var stjórnar- formaður fjölskyldu- fyrirtækjanna Dreif- ingar ehf. frá 1969, Skúlagötu 30 ehf. frá 1981 og Kjötbankans ehf. frá 2005. Haukur sat í stjórn Junior Chamber í Reykjavík 1974-75 og var út- nefndur senator Juni- or Chamber og forseti Senatsins 1986-87. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar KR 1978-82, í stjórn Heimdallar 1971-73 og í stjórn SUS 1973-75. Hann var virk- ur í starfi KR. m.a. skíðadeildar, og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um efna- hagsmál, stjórnmál og fagleg mál- efni. Eftirlifandi eiginkona Hauks er Þórdís Jónsdóttir, fyrrv. flugfreyja og fjármálastjóri. Dóttir Hauks og Þórdísar er Charlotta María. Börn Hauks frá því áður eru María, Guð- jón Heiðar, Svava og Kolbrún. Son- ur Þórdísar og uppeldissonur Hauks er Jón Daði Ólafsson. Útför Hauks fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13. Andlát Haukur Hjaltason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.