Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 20

Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Evrópusambandið varaði við því í gær að Bretar yrðu að ná samn- ingum um helstu ágreiningsatriði um útgöngu þeirra úr sambandinu fyrir lok nóvembermánaðar, til þess að hægt yrði að ræða viðskipta- samband Bretlands og sambandsins eftir útgönguna. Michel Barnier, aðalsamninga- maður ESB, sagði í ræðu sem hann flutti í Róm að tíminn væri af skorn- um skammti, en ný viðræðulota, hin sjötta í röðinni, hófst í gær í Brussel, höfuðborg Belgíu. Lotan verður ein- ungis í tvo daga en ekki fjóra eins og hinar fyrri, og lýkur henni því í dag. „Fundur Evrópuráðsins í október lagði áherslu á að halda yrði dampi í viðræðunum og ég er sama sinnis,“ sagði Barnier og bætti við að „stund skýrleikans“ væri á næsta leiti. AFP Brexit Viðræður um útgöngu Breta hafa lítið þokast áfram á þessu ári. Ýta á eftir samningum Athygli vestrænna fjölmiðla í heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Kína hefur eink- um beinst að þeim móttökum sem forsetahjónin hafa fengið þar, en þeim hefur verið fagnað gríðarlega hvar sem þau hafa komið. Þá virðist sem áhersla beggja ríkja með heim- sókninni hafi verið að treysta hin persónulegu bönd sem myndast hafa með þeim Trump og Xi. Það vakti til dæmis sérstaka athygli að í opinber- um kvöldverði sem haldinn var í fyrrakvöld var sýnt myndband þar sem barnabarn Trumps, Arabella Kushner, söng ballöðu á mandarínsku og vann hún hug og hjarta kvöldverðargesta. Þá hafa bæði Trump og Xi hrósað hvor öðrum í há- stert meðan á heimsókninni hefur staðið. Heimsókn Trumps til Kína sögð vel heppnuð og íburðarmikil AFP Trump og Xi skjalla hvor annan í hástert Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Xi Jinping, forseta Kína, við því í gær að tíminn til þess að leysa kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu væri senn á þrotum. Trump nýtti einnig tækifærið til þess að kvarta undan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, en tók fram að hann kenndi fyrirrennurum sín- um í starfi um frekar en Kínverjum. Var viðskiptahallinn hálfgert leiðar- stef Trumps í kosningabaráttu sinni, þar sem hann sagði Kínverja hafa gengið á lagið. Hann hefur hins veg- ar mildast síðan í afstöðu sinni til Kínverja, og var heimsókn hans nýtt til þess að undirrita nýja viðskipta- samninga á milli stórveldanna tveggja, sem metnir eru á um 250 milljarða bandaríkjadala. Lagði Trump á það sérstaka áherslu að Kínverjar gætu leyst kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu á einfaldan og skilvirkan hátt. „Ég kalla eftir því að Kína og ykkar frá- bæri forseti muni leggja hart að sér til að svo megi verða,“ sagði Trump meðal annars. Er það í samræmi við þá skoðun sem ríkjandi er innan Bandaríkja- stjórnar, að Kínverjar hafi efnahag Norður-Kóreumanna í hendi sér, en þeir eru langstærsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Xi sagði fyrir sitt leyti að Kínverj- ar hefðu þá stefnu að Kóreuskaginn yrði aftur laus við kjarnorkuvopn, en lagði áherslu á að deiluna við Norð- ur-Kóreu yrði að leysa með samn- ingum. Trump segir tímann senn á þrotum AFP Móttaka Þessi skólabörn heilsuðu Melaniu Trump með virktum.  Viðskiptasamningar undirritaðir á milli Kína og Bandaríkjanna Theresa May, forsætisráð- herra Bretlands, skipaði í gær Penny Mordaunt sem undir- ráðherra þróun- araðstoðar í utanríkisráðu- neytinu eftir að Priti Patel sagði af sér á miðvikudaginn. Ástæður afsagnarinnar voru þær að Patel hafði hitt Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, á laun þegar hún var þar í fríi í sumar, auk þess sem hún heimsótti Gólanhæðir í trássi við stefnu breskra stjórnvalda. Patel er annar ráðherrann til þess að segja af sér í nóv- embermánuði eftir að Michael Fallon varnarmálaráðherra sagði af sér 1. nóvember síðastliðinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. BRETLAND Penny Mordaunt tekur við af Patel Priti Patel Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins felldi í gær tillögu um að veitt yrði áframhaldandi leyfi fyr- ir framleiðslu og sölu illgresiseyð- isins glýfosats innan ríkja sam- bandsins. Féll tillagan á jöfnum atkvæðum þar sem einungis 14 af 28 meðlimum Evrópusambandsins samþykktu hana. Glýfosat er virka efnið í mörg- um eiturefnum sem notuð hafa verið til þess að vinna bug á ill- gresi og er plöntueitrið Roundup þar einna þekktast. Segja gagn- rýnendur efnisins meðal annars að það sé krabbameinsvaldandi og mengi auðveldlega grunnvatn þar sem það sé notað. Núgildandi leyfi rennur út 15. desember nk. að öllu óbreyttu og hafa umhverfisverndarsamtök fagnað niðurstöðu framkvæmda- stjórnarinnar. Hefði tillagan verið samþykkt hefði nýtt leyfi gilt til næstu fimm ára. Hefur verið tek- ist á um leyfið síðan í júní á síð- asta ári. EVRÓPUSAMBANDIÐ Leyfi fyrir notkun glýfosats ekki veitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.