Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Asíuferð DonaldsTrump
Bandaríkja-
forseta síðustu
daga hefur, líkt
og flestar opinberar heim-
sóknir valdamesta manns
heims, vakið töluverða at-
hygli. Markmið Trumps var
einkum það að fullvissa
bandamenn sína í Asíu um
stuðning Bandaríkjastjórnar,
auk þess sem hann vildi
tryggja sér stuðning Xis
Jinping, forseta Kína, í
kjarnorkudeilunni við Norð-
ur-Kóreu, á sama tíma og
fundur forsetanna gaf tæki-
færi til að ræða samband
Bandaríkjanna og Kína nán-
ar.
Markmiðið er verðugt. Lít-
ið hefur þokast í kjarnorku-
deilunni, og þau skref sem
stigin hafa verið hafa hvorki
dregið úr getu Norður-
Kóreumanna til þess að þróa
kjarnorkuvopn né knúið þá
til þess að ganga til samninga
um friðsamlega afvopnun
sína. Hugsanlegt er að ítök
Kínverja hjá Kim Jong-un
hafi verið ofmetin. Engu að
síður virðist sem eina leiðin
til þess að leysa deiluna án
stríðsátaka liggi í gegnum
Peking, enda er Norður-
Kórea háð Kína um flest í ut-
anríkisviðskiptum sínum, þó
að Rússar eigi þar einnig sinn
hlut og hafi því miður ekki
verið mjög hjálplegir að
undanförnu.
Þá er athyglisvert að sjá
hversu mjög bæði Trump og
Xi hafa lagt áherslu á gott
samband Bandaríkjanna og
Kína, sér í lagi þegar haft er í
huga það hvað Trump gagn-
rýndi ráðamenn þar hart í að-
draganda forsetakosning-
anna í fyrra. Nú kveður við
annan og meiri sáttatón, og
hefur Xi goldið líku líkt.
Það er þó ekki víst að
skjallbandalag forsetanna
tveggja muni hjálpa til við að
leysa kjarnorkudeiluna við
Norður-Kóreu. Trump virð-
ist þó hafa fengið Xi til þess
að staðfesta það að markmið
Kínverja væri sem fyrr það,
að Norður-Kóreumenn létu
öll kjarnorkuvopn sín af
hendi. Xi lagði þó áherslu á,
að slíkt yrði ekki gert nema
með samningum.
En er sú leið fær? Í ávarpi
Trumps til suðurkóreska
þingsins aðfaranótt miðviku-
dags gagnrýndi hann stjórn-
arfarið í Norður-Kóreu harð-
lega, á sama tíma og hann
lýsti því yfir að
Bandaríkin væru
tilbúin til þess að
vísa „veginn að
betri framtíð“.
Fyrsta skrefið í
því ferli yrði þó alltaf að vera
algjör kjarnorkuafvopnun
Norður-Kóreu, á þann hátt
að hægt yrði að staðfesta og
sannreyna að geta Pyon-
gyang-stjórnarinnar til fram-
leiðslu slíkra vopna væri ekki
lengur til staðar.
Viðbrögðin í Norður-
Kóreu, þar sem ríkisfjöl-
miðlar sökuðu Trump um að
vilja „tendra kveik kjarn-
orkustyrjaldar“ með heim-
sókn sinni, benda ekki til
þess að stjórnvöld þar á bæ
séu tilbúin til þess að stíga
þau skref til sátta sem Trump
þó bauð upp á, enda líta þau
vafalaust svo á, að slíkt væri
ekkert annað en algjör upp-
gjöf fyrir óvinum ríkisins.
Hafa má í huga, að kjarn-
orkumál Norður-Kóreu og
hin grimmdarlega kúgun
norður-kóreskra stjórnvalda
á þegnum sínum eru í vissum
skilningi ekki tvö aðskilin
mál, heldur einungis greinar
af sama meiði alræðisríkis-
ins, sem leitast við að undir-
oka sem flesta. Minnsti „ósig-
ur“ á alþjóðavettvangi gæti
því einfaldlega orðið upphaf-
ið að endalokunum fyrir vald-
hafana í Pyongyang sem farið
hafa svo grimmilega með
þjóð sína.
Óttinn við þetta er án efa
meginástæða þess að Kim
Jong-un gengur jafn langt og
raun ber vitni í kjarnorku- og
eldflaugabrölti sínu. Hann
telur að á meðan honum tekst
að skekja vopnin og halda
uppi baráttu með orðum við
önnur ríki, einkum Bandarík-
in, þá geti hann haldið völd-
um og lifað áfram í vellyst-
ingum á meðan landar hans
líða sáran skort. En ef Kín-
verjar, og að vissu marki
einnig Rússar, beita hann
hörðum þvingunum, mun
þrengja mjög að honum. Þá á
hann á hættu að verða velt úr
sessi ef hann gefur ekki eftir.
Og hann á líka á hættu að
velta úr sessi ef barátta
orðanna snýst upp í eitthvað
enn alvarlegra. Vonandi leys-
ist deilan án þess, en komist
harðstjórinn áfram upp með
að ögra umheiminum gæti
það endað með beitingu
vopnavalds. Þess vegna er
svo mikilvægt að góður ár-
angur verði af för Trumps um
Asíu.
Heimsókn Trumps
til Asíu þjónar marg-
háttuðum tilgangi}
Er „vegurinn að
betri framtíð“ fær?
Þ
ann 31. okt. sl. greindi Hagstofa Ís-
lands frá því, að í júlí hefði afla-
verðmæti allra íslenskra fiskiskipa
verið rúmlega 8,3 milljarðar króna,
(8.300.000.000). Hagstofan greindi
einnig frá því, að neysluvísitalan hefði hækkað
í september um 0,47% en á mannamáli þýðir
það, að verðtryggðar skuldir heimilanna hafi
hækkað um 8,9 milljarða á einum mánuði. Já,
þú lest rétt, lesandi góður, á einum mánuði
hækkuðu skuldir heimilanna um 8,9 milljarða
króna, (8.900.000.000). Sem sagt, skuldir heim-
ilanna í boði verðtryggingarinnar hækkuðu 600
milljónum meira á einum mánuði en sem nem-
ur aflaverðmæti alls íslenska fiskiskipaflotans.
Tvö af fimm megninstefnumálum
Flokks fólksins
Afnám verðtryggingar af neyslulánum og húsnæðislið-
inn út úr neysluvísitölu voru tvö af fimm meginstefnu-
málum Flokks fólksins fyrir nýgengnar alþingiskosn-
ingar. Eðlilega sýnist sitt hverjum og þá sérstaklega
þeim sem fá greiddar fúlgur fjár fyrir að telja okkur trú
um að verðtryggingin þurfi að vera um kyrrt, þeim
sömu og vildu telja okkur trú um að við myndum enda á
pari við Norður-Kóreu, ja, eða fá viðurnefnið Kúba norð-
ursins, ef við samþykktum ekki að greiða Icesave þegj-
andi og hljóðalaust.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir hvern sem er að neita
að horfast í augu við mikilvægi þess að taka húsnæð-
isliðinn út úr vísitölunni og afnema verð-
tryggingu af neytendalánum strax. Hags-
munir heimilanna og unga fólksins okkar
eru ótvíræðir og engin möguleg afsökun
fyrir því að hengja bæði belti og axlabönd á
þá sem fara með allt auðmagnið í landinu,
fjármálastofnanir sem hafa þurrausið ís-
lenskan almenning og svipt þúsundir fjöl-
skyldna heimilum sínum.
Nei og aftur Nei
Er eðlilegt að verðtrygging á húsnæð-
islánum heimilanna skili fjármálakerfinu og
fjármagnseigendum hærri upphæð en afla-
verðmæti alls íslenska fiskiskipaflotans skil-
ar þjóðarbúinu? Mitt svar: Nei, að sjálf-
sögðu ekki, enda er þetta svo mikið rugl að
það nær ekki nokkurri átt.
Kjarasamningar framundan
Það er von mín, að komandi ríkisstjórn, hver sem hún
kann að verða, viðurkenni þá gríðarlegu kjarabót sem
felst í afnámi verðtryggingar og húsnæðisliðar út úr
vísitölu. Ég tel að það muni liðka verulega til fyrir kom-
andi kjarasamningum og koma í veg fyrir þær miklu
kjarabótakröfur sem þar verða lagðar fram að öllu
óbreyttu. Kjarabætur sem verða settar fram í ljósi ný-
legra fordæma Kjararáðs.
Inga Sæland
Pistill
Úrbóta er þörf strax!
Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Það bíður nýs ráðherra um-hverfis- og auðlindamálaað taka ákvörðun umnæstu skref varðandi
stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Þetta segir Bergþóra Njála Guð-
mundsdóttir, upplýsingafulltrúi
ráðuneytisins. Nefnd um forsendur
fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs
skilaði umhverfis- og auðlinda-
ráðherra lokaskýrslu sinni á þriðju-
daginn. Skýrslunni er ætlað að vera
grundvöllur fyrir áframhaldandi
umræðu og ákvarðanatöku varðandi
verndun miðhálendisins.
Umræður um þjóðgarð á
miðhálendinu hafa staðið yfir um
árabil. Í stefnuyfirlýsingu fráfarandi
ríkisstjórnar sagði að unnin skyldi
sérstök áætlun um vernd miðhá-
lendisins, en ekki var þar kveðið upp
úr um stofnun þjóðgarðs sér-
staklega. Segja má að með skýrsl-
unni sé þjóðgarðshugmyndin komin
skrefi nær því að verða að veruleika.
Í skýrslunni, sem lesa má í
heild á vef ráðuneytisins, er að finna
heildstætt yfirlit um miðhálendið og
náttúru þess, stefnumörkun sem
fyrir liggur, verndun, auðlindir, nýt-
ingu, innviði og hagsmuni sem þar
er að finna. Fjallað er um mismun-
andi sviðsmyndir fyrir þjóðgarða á
miðhálendinu og frekari verndun
innan miðhálendisins. Þá er í skýrsl-
unni greining á áskorunum og tæki-
færum sem tengjast frekari friðun
miðhálendisins.
Í skýrslunni er jafnframt farið
yfir helstu sjónarmið sem komu
fram á fundum umhverfis- og auð-
lindaráðuneytisins með sveitar-
stjórnum sem eiga land innan
miðhálendisins. Rætt er um sér-
kenni og fjölbreytni þjóðgarða sem
verndarsvæða sem og íslenska lög-
gjöf um þá. Loks er fjallað um fjár-
mögnun þjóðgarðs og þá umræðu
sem átt hefur sér stað um hvernig
styrkja megi stofnanir sem fara með
umsjón verndarsvæða á landinu
öllu.
Fjórði þjóðgarðurinn
Miðhálendisþjóðgarðurinn yrði
fjórði þjóðgarðurinn hér. Fyrir eru
þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatna-
jökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull. Sá síðastnefndi var
stofnaður á grundvelli heimildar í
náttúruverndarlögum en um hina
tvo gildir sérstök löggjöf.
Ákvæði í náttúruverndarlögum
heimilar að friðlýsa megi sem þjóð-
garða stór náttúrusvæði sem eru lítt
snortin og hafa að geyma sérstætt
eða dæmigert lífríki, jarðminjar og/
eða landslag. Einnig skal líta til
mikilvægis svæðis í menningarlegu
eða sögulegu tilliti þegar tekin er
ákvörðun um stofnun þjóðgarðs. Í
þjóðgörðum eru bannaðar allar at-
hafnir og framkvæmdir sem hafa
varanleg áhrif á náttúru svæðisins,
nema þær séu nauðsynlegar til að
markmið friðlýsingar náist. Frjálsa
för fólks samkvæmt almannarétti er
aðeins hægt að takmarka á afmörk-
uðum svæðum í þjóðgörðum þar
sem það er nauðsynlegt til að
vernda plöntur, dýr, menningar-
minjar eða jarðminjar. Landsvæði
þjóðgarða skulu vera í ríkiseign
nema sérstakar ástæður mæli með
öðru og um það náist samkomulag
milli ráðherra og landeigenda.
Einstakt á heimsvísu
Í umfjöllun um náttúruminjar á
hálendinu segir m.a. í skýrslunni:
„Sem jarðfræðileg heild er mið-
hálendi Íslands einstakt á heims-
vísu. Náið samspil elds og íss síð-
ustu 2,6 milljónir ára hefur skapað
þar heild sem á engan sinn líka á
jörðinni.“ Um menningarminjar
segir: „Margvíslegar menningar-
minjar eru á miðhálendinu. Ekki
hefur farið fram heildstæð skráning
minjanna af hálfu stjórnvalda. Í
skýrslu sem unnin var af hálfu
Fornleifastofnunar Íslands árið
1996 var tekið saman yfirlit yfir
fornleifar á miðhálendinu út frá
skráðum heimildum. Samkvæmt yf-
irlitinu eru minjastaðirnir alls 1.193.
Helstu flokkar minja eru búskapar-
minjar (t.d. býli, sel, gripahús, beit-
arhús, kvíar og smiðjur), leitar-
mannaminjar (réttir, sæluhús og
náttstaðir), samgönguminjar (leiðir,
oft varðaðar, ferjustaðir og vöð,
kláfferjur og brýr), þjóðsagnastaðir
(t.d. huldufólksbústaðir), minjar um
útilegumenn og annað (t.d. námur,
legstaðir, kuml, orrustustaðir og
landamerki).“
Þá segir í skýrslunni að á mið-
hálendinu séu þegar nokkur al-
þjóðlega viðurkennd mikilvæg nátt-
úruverndarsvæði eins og Guðlaugs-
tungur, Eyjabakkar, Þjórsárver og
Mývatn sem öll eru á svokölluðu
Ramsarsvæði. Nú sé unnið að því að
tilnefna og fá hluta af Vatnajökuls-
þjóðgarði og gosbeltinu viður-
kenndan á heimsminjalista
UNESCO á grundvelli samspils jök-
ulsins og eldsumbrota. Þá sé Torfa-
jökulssvæðið, sem umlykur Frið-
land að Fjallabaki, á yfirlitsskrá yfir
hugsanlegar heimsminjatilnefningar
Íslands í framtíðinni. Þegar farið
verður að skoða það svæði betur er
líklegt að það muni teygja sig norð-
ur fyrir Veiðivötn og suður í Mýr-
dalsjökul og Eyjafjallajökul.
Skrefi nær þjóðgarði
á miðhálendinu
Kort/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Miðhálendið Afmörkun miðhálendisins miðast við línu dregna á milli
heimalanda og afrétta. Þjóðgarðurinn yrði samkvæmt þessu afar víðlendur.