Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
✝ ÞórhallurHróðmarsson
fæddist í Kiljar-
holti, Mýrum, A-
Skaftafellssýslu 15.
september 1942.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 27. októ-
ber 2017.
Foreldrar hans
voru Ingunn
Bjarnadóttir frá
Einholti á Mýrum og Hróðmar
Sigurðsson frá Reyðará í Lóni.
Systkini Þórhalls eru Margrét
Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Bjarni Eiríkur Sigurðsson,
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir,
Óttar Hrafn Hróðmarsson og
Hallgrímur Hróðmarsson.
Hann kvæntist
Önnu Jórunni Stef-
ánsdóttur haustið
1969. Börn þeirra
eru Stefán Ingimar,
f. 1974, og Vilborg
Una, f. 1976.
Þórhallur ólst
upp í Hveragerði.
Hann varð stúdent
frá Mennta-
skólanum á Laug-
arvatni og tók
kennarapróf úr stúdentadeild
Kennaraskólans. Hann var
kennari við Garðyrkjuskóla rík-
isins á Reykjum í Ölfusi í rúm 30
ár.
Útför hans verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag, 10.
nóvember 2017, klukkan 14.
Tengdaforeldrum mínum,
Þórhalli og Önnu Jórunni, kynnt-
ist ég fyrir tæplega tuttugu ár-
um. Allt frá fyrsta degi voru þau
með eindæmum elskuleg og hafa
stutt okkur Stebba og drengina í
öllu því sem við höfum tekið okk-
ur fyrir hendur.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
um til Hveragerðis fyrir hartnær
áratug, upphófst mikill samgang-
ur og dágóðar upphæðir lagðar
inn í minningabankann. Hvers-
dagslegu augnablikin standa án
efa upp úr, einkum hinar fjöl-
mörgu og vinsælu pulsuferðir
drengjanna með afa sínum.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta samvista
við Þórhall öll þessi ár – meiri öð-
lingi hef ég ekki kynnst. Hér að
lokum fylgir kvæði, Hamingju-
forskrift, sem hann orti til okkar
Stebba en Þórhallur hafði yndi af
því að semja ljóð og lög. Guð
blessi þig, elsku tengdapabbi.
Heyrst hefur gjarnan, þar hamingjan
fer,
heimsæki’ hún útvalda fáa,
en gættu þess vandlega’ að gerlegt
það er
að gleðja sig yfir því smáa.
Afstaða mannanna ólík víst er,
efnið, umhverfið, vinnan,
en hamingjutilfinning hugurinn ber
og hún kemur bara að innan.
Í núinu lifir, hve naumt sem það er
þess nýtur, ef ekki er kviðið
því ókomna, ellegar obbi þess fer
í eftirsjá þess sem er liðið.
Forskrift að hamingju fólgin er í
fjölskrúði sólarlagsins,
að hlúa að minningu hlýrri og því,
að hlakka til morgundagsins.
(Þórhallur Hróðmarsson)
Kristín Arna Hauksdóttir.
„Laufblöð á moldu mynda
krans og minningar söngfugla
hljóma.“ Þessar ljóðlínur Krist-
jáns Hreinssonar koma í huga
minn og verða kveðjuorðin til
söngvaskáldsins Þórhalls sem og
þakklæti.
Þórhallur var samferðamaður
og góður söngfélagi í Kirkjukór
Hveragerðis – og Kotstrandar-
kirkju til margra ára og söng þar
til kallið kom svo fyrirvaralaust.
Held að hann hafi verið methafi í
mætingu á æfingum og kirkjuat-
höfnum en þannig maður var
Þórhallur, trúr því sem hann tók
að sér. Annað ómetanlegt sem
hann gerði fyrir kórinn var að sjá
um að hafa nótur með texta ætíð
tilbúnar fyrir athafnir. Meðan ég
var í kórstarfinu kynntist ég vel
hans þægilega viðmóti. Hann var
ekki hávaðasamur en glettinn og
góður maður orðsins, í vísum og
ljóðum. Þar fóru vel saman hæfi-
leikar þeirra hjóna, Önnu Jór-
unnar og Þórhalls, og einhvern-
veginn eru störf þeirra svo saman
tvinnuð í félagsstörfum þeirra í
Hveragerði að aldrei verður full-
þakkað.
Vefari gæti verið eitt starfs-
heiti Þórhalls en hann tvinnaði
saman ótal lög og ljóð úr eigin
hugarfylgsnum og annarra. Vef-
síða hans geymir þann vefnað.
Við áttum síðan samleið með
Hverafuglum, sem er kór eldri
borgara í Hveragerði. Þar líkt og
áður var hann boðinn og búinn að
hafa nótur með texta tilbúnar
fyrir kórfélagana, nutum við
söngfuglarnir ómældrar sam-
vinnu þeirra hjóna.
Tollatríó er kennt við Þórhall
og var tríóið ætíð tilbúið að kæta
og bæta þegar Hverafuglar voru
að skemmta sér og öðrum.
Mörgu öðru mætti bæta við en
fyrst og fremst vil ég þakka fyrir
að hafa átt hann að vini til margra
ára. Vinátta hans kom vel í ljós
þegar hann setti svo falleg eft-
irmæli í bundið mál um manninn
minn þegar hann kvaddi í vor.
Nú er kvaddur mætur, hljóð-
látur, hæfileikaríkur maður og
skilur eftir minningar sem er
dýrmætur fjársjóður. Önnu Jór-
unni og fjölskyldu sendi ég um-
vefjandi samúðarkveðjur.
Jóna Einarsdóttir.
Enginn fær flúið sitt skapa-
dægur. Þegar frétt berst um lát
samferða- og samstarfsmanns til
margra ára flæða fram minning-
ar um liðna tíð. Maður er minntur
á að mannsævin er fljót að líða og
að við höfum ekki ótakmarkaðan
tíma hér á jörðu.
Þórhallur ólst upp á miklu
menningarheimili í Hveragerði
þar sem bókmenntir og tónlist
var höfð í hávegum. Faðir hans
var kennari og rithöfundur og
móðir hans þekkt tónlistarkona
og lagahöfundur. Æskuheimilið
hefur áreiðanlega haft mikil áhrif
á áhugamál og hugðarefni Þór-
halls er hann ólst upp í bænum
undir Hamrinum þar sem allir
þekktu alla á þeim tíma. Tónlist
var einnig alla tíð í hávegum höfð
á heimili þeirra hjóna, Önnu Jór-
unnar og Þórhalls, og húsbónd-
inn spilaði á hljóðfæri og samdi
lög.
Leiðir okkar Þórhalls lágu
fyrst saman í barna- og miðskól-
anum í Hveragerði, eins og hann
hét þá, en aldursmunur var, svo
ekki vorum við bekkjarbræður.
Að loknu landsprófi lá leið okkar
aftur saman í Menntaskólanum
að Laugarvatni. Síðan liðu árin
við nám og störf. Síðar réðst Þór-
hallur sem kennari, og seinna
varð hann yfirkennari við Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í
Ölfusi og þar áttum við ánægju-
legt og farsælt samstarf í um ald-
arfjórðung. Þórhallur var einnig
staðgengill skólastjóra í náms-
leyfi hans 1986-1987. Frá þeim
árum er margs að minnast við
störf að frekari uppbyggingu
skóla og staðar og þróun og efl-
ingu námsins, m.a. með nýjum
námsbrautum og endurmenntun.
Það var gott fyrir skólastjóra, í
önnum dagsins, að hafa sér við
hlið yfirkennara sem hægt var að
treysta fyrir margvíslegum verk-
efnum.
Þórhallur var mjög góður ís-
lenskumaður og gott að hafa
hann til taks er lesa þurfti yfir
ritað mál. Þórhallur átti það líka
til að setja saman vísur ef svo bar
undir, sem skemmtan var að. Er
tölvutæknin fór að ryðja sér til
rúms á tíunda áratugnum fékk
Þórhallur mikinn áhuga á þessari
nýju tækni. Bæði skólinn og nem-
endur nutu góðs af því. Mörgum
hjálpaði hann einnig sem voru í
vandræðum með tölvur sínar.
Erlend samskipti skólans voru
margvísleg, t.d. þátttaka í nor-
rænum, evrópskum og alþjóðleg-
um garðyrkjusamtökum, nem-
endaskipti og náms- og
kynnisferðir með nemendur til
annarra landa. Þórhallur var
betri en enginn í að aðstoða í öllu
því starfi. Mikill gestagangur var
á Reykjum og margir vildu heim-
sækja og skoða stað og skóla og
kynnast starfsemi skólans.
Í mörg ár bjuggu þau hjón á
Reykjum, í Fífilbrekku, og þá var
stutt á milli heimila okkar. Börn
okkar ólust upp samtímis og þar
varð til vinátta sem varað hefur
allt til dagsins í dag. Við hjónin og
börn okkar, Fjóla, Kristín og
Unnsteinn, minnumst margra
ánægjulegra samverustunda
bæði á Reykjum og síðar á heim-
ili þeirra hjóna í Hveragerði.
Nú á þessari kveðjustundu
þökkum við Þórhalli samfylgdina
og sendum Önnu Jórunni og
börnum þeirra hjóna, Vilborgu
Unu og Stefáni Ingimar, og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Megi minningin
um góðan dreng lifa um ókomin
ár.
Guðrún og Grétar J.
Unnsteinsson.
Hvað sem hver segir
byggir friður á réttlæti
Hvað sem hver segir
er fegurðin ekki skraut
heldur kjarni lífsins
Já gefðu mér rödd
gefðu mér spámannsrödd
til að bera fegurðinni vitni
Gefðu mér rödd
til að bera réttlætinu vitni.
(Sigurður Pálsson)
Það er vandasamt verkefni að
minnast okkar ástsæla kórfélaga,
þess fjölhæfa listamanns sem
Þórhallur Hróðmarsson var. Við
vonum að hann brosi örlítið og
taki viljann fyrið verkið.
Það er gæfa sönglífsins í
Hveragerði að hjónin Þórhallur
og Anna Jórunn settust þar að.
Hæglátur, ljúfur, greiðvikinn,
glettinn og hjartahlýr eru orð
sem koma upp í hugann. Þórhall-
ur var ókrýndur konungur kórs-
ins í huga okkar. Sem betur fer
var Þórhallur ekki skaplaus og
sterkar skoðanir hafði hann á
ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann
fékk mikinn arf í vöggugjöf, fal-
lega bassarödd, samdi ógrynni af
fallegum lögum og ljóðum. Hann
átti ekki langt að sækja hæfileik-
ana því móðir hans var Ingunn
Bjarnadóttir tónskáld. Öllu þessu
miðlaði hann til okkar af sinni
óeigingjörnu hógværð. Afkom-
endur og tengdabörn þeirra
hjóna laðast öll að tónlistargyðj-
unni.
Í haust fengum við lag frá hon-
um til að syngja á aðventukvöldi.
Það er góð minning. Þórhallur
var alltaf með bestu mætingu á
æfingar og athafnir. Eitt sinn
kom til tals að greiða kórfélögum
framlag frá sóknarnefnd fyrir
sönginn, þá stóð hann upp og
sagði með sinni festu en hóg-
værð: „Þá er ég hættur í kórnum,
ég er að þessu mér til ánægju en
ekki til að fá laun.“ Síðan hefur
þetta ekki verið orðað. Ómetan-
legt starf var að hreinskrifa nót-
ur, bæta inn texta svo hvert orð
félli rétt að nótum. Síðustu ár
voru tónleikar kórsins teknir upp
að hans frumkvæði og settir á
geisladisk í fallegri umgjörð sem
hann hannaði. Af og til hefur kór-
inn ferðast utan bæði í söng- og
skemmtiferðir. Of sjaldan naut
Þórhallur þess að vera með í
þessum ferðum en stóð vaktina
heima. Í dagsferðum hér heima
var hann ætíð hrókur alls fagn-
aðar með vísum, gátum og gam-
anmálum.
Fyrir langt og gott samstarf
viljum við þakka af heilum hug.
Söknuðurinn er mikill hjá okkur
kórfélögum en mestur er hann
hjá ykkur, elskulega fjölskylda.
Megi kærleikurinn umvefja ykk-
ur og „minningar og myndir
moldin aldrei hylur“.
Við þökkum fyrir Þórhall.
F.h. Kirkjukórs Hveragerðis-
og Kotstrandarsókna,
Svava Gunnarsdóttir.
Góður vinur og bekkjarfélagi
frá menntaskólaárum er fallinn
frá. Fráfall hans kom ekki á óvart
vegna langvarandi veikinda en
var samt högg sem enginn átti
von á.
Minningarnar um Þórhall eru
allar bjartar. Hann var óvenju
léttur í lund og sá ég hann aldrei
skipta skapi. Alltaf glaður, flaut-
andi eða raulandi og á yngri árum
mjög léttur í spori.
Við vorum samtíða í fjögur ár á
heimavist Menntaskólans á
Laugarvatni. Þar myndaðist eig-
inlega systkinasamband á milli
okkar bekkjarsystkinanna. Þeg-
ar við áttum fjörutíu ára stúd-
entsafmæli héldum við upp á það
norður á Hofsósi þar sem ein
bekkjarsystir okkar var við störf.
Þórhallur varð samferða okkur
hjónunum og fórum við yfir Kjöl.
Það var góð ferð og áttum við
saman margt gott spjallið og
ræddum þá um gleði og sorgir
síðustu 40 ára. Þegar norður kom
fengum við að gista í litlu húsi
með tveim svefnherbergjum og
tilkynnti Þórhallur að hann hefði
fengið að vera í barnaherberginu
hjá okkur Guðna.
Þórhallur var alla tíð mikill
músíkunnandi og var hann sí-
starfandi á því sviði. Þau hjónin
hann og Anna Jórunn voru sam-
hent í að leggja mikið af mörkum
til alls menningarlífs Hvera-
gerðis. Þórhallur var vel hag-
mæltur og gat bæði ort og þýtt.
Hann bjó meðal annars til marg-
ar litlar bækur með skemmtileg-
um vísnagátum, sem urðu vinsæl-
ar og bera snilli hans og húmor
gott vitni.
Hann átti það líka til að þýða
kveðskap og fórst það vel úr
hendi en þar vil ég sérstaklega
nefna kvæðið Spor í sandi eftir
Mary Stevenson. Þetta setti hann
í litla bók eins og hann gerði við
vísnagáturnar og færði vinum og
vandamönnum. Þetta er fjársjóð-
ur sem gaman er að grípa til þeg-
ar við á.
Ljóðið Spor í sandi segir frá
manni sem dreymir að Drottinn
sýndi honum lífsferil hans sem
spor í sandi þar sem hann sér
tvenn samhliða spor í sandinum
og hafði Drottinn gengið við hlið
hans. En svo veitir maðurinn því
athygli að stundum eru bara ein
spor í slóðinni og að þannig hafi
það verið á erfiðustu stundum lífs
hans. Maðurinn spyr Drottin
hverju það sætti að hann hefði
ekki gengið sér við hlið þegar
hann þurfti mest á stuðningi að
halda og Drottinn svarar þá:
Þar sem í fjörunni finnst þér
fótsporin vera tvenn,
við hönd mér þig löngum leiddi,
líkt og ég geri enn.
Þar för eftir eina fætur
fjaran einungis ber
það var á þrautastundum,
þegar ég hélt á þér.
Ég veit að þau Anna Jórunn
áttu saman gott líf og þau eign-
uðust börn og barnabörn sem öll
eru myndarfólk og hafa verið
þeim til mikillar gleði. En þau
gengu líka í gegnum erfiðleika og
sorgir í lífinu, missi og heilsuleysi
svo textinn í ljóðinu gæti vel átt
við hann sjálfan enda ber hann
vitni um skilning og samhygð.
Að lokum sendum við bekkj-
arsystkini Þórhalls Önnu Jórunni
og fjölskyldu þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og
þökkum fyrir kynnin við góðan
dreng.
Fyrir hönd ML 62,
Guðrún S. Þórarinsdóttir og
Guðni Á. Alfreðsson.
Á ferð okkar í þessum heimi
mætum við fólki, svipað eins og
skip sem mætast í hafi. Stundum
liggja leiðir saman til lengri eða
skemmri tíma, stundum hittir
maður fyrir fólk sem er unun að
hafa kynnst og svo í öðrum til-
fellum fólk sem maður hefði helst
viljað vera án að hafa mætt í til-
verunni.
Kynni mín af Þórhalli Hróð-
marssyni voru í fyrri flokknum. Á
þeim tveimur árum sem við störf-
uðum saman fyrir tæpum áratug
tókst á milli okkar mikill og góð-
ur vinskapur. Ekki síst var það
vegna þess að hann bað mig að
útsetja fyrir sig nokkur af lögum
sínum, sem ég gerði með glöðu
geði.
Mér er þó sérstaklega minn-
isstætt þegar hann kom til mín
með lag eftir móður sína, Ingunni
Bjarnadóttur, við texta eftir Ein-
ar Ólaf Sveinsson undir nafninu
Haustvísur til Maríu. Ég gerði
einfalda en nokkuð fallega út-
setningu við þetta magnaða lag
og á allri minni lífstíð hef ég ekki
fengið eins miklar og innilegar
þakkir fyrir verk mín eins og frá
Þórhalli fyrir þessa litlu útsetn-
ingu mína sem ég tileinkaði hon-
um.
Lagið var frumflutt af Kirkju-
kór Hveragerðiskirkju, það er á
disknum „Barbörukórinn“ sem
gefinn var út 2012 og það birtist á
prenti í bókinni Söngvaseiður 15
árið 2009.
Þótt leiðir skildi höfðum við
allnokkurt samband, reglulega
skrifuðumst við á á netinu og allt-
af stóð til að hittast. Héðan af
verður það víst að vera hinum
megin.
Ég kveð þennan góða vin minn
með þökk fyrir að hafa kynnst
honum. Hann á sér sinn stað í
hjarta mínu.
Smári Ólason.
Elsku Þórhallur, það var svo
margt sem ég átti eftir að segja
þér, maður heldur alltaf að tím-
inn sé nægur. Til dæmis veit ég
ekki hvort ég sagði þér nokkurn
tímann hversu góður bróðir og
vinur þú varst alltaf. Ég hef verið
að rifja upp minningar og ég á
ekkert nema góðar minningar
um þig. T.d. heima í Hraunteigi
þegar við vorum börn, sumarið
okkar í sveitinni hjá Grétu systur
okkar og árin sem við unnum
saman á Garðyrkjuskólanum. Þú
varst líka alltaf tilbúinn að hlusta
og deila gleði og sorgum. Svo
gafstu mér fyrstu tölvuna mína
og kenndir mér á hana gegnum
símann, hjálpaðir mér með að
setja árbókina mína á netið og
svo margt margt fleira eins og
fyrir síðustu jól þegar þú settir
upp og prentaðir fyrir mig aðal-
jólagjöfina frá okkur Pétri og
þóttist með því vera að borga
gamlan greiða. Það eins og allt
sem frá þér fór bar vitni um frá-
bæra smekkvísi og vandvirkni.
Það var líka svo gaman að fylgj-
ast með þér þegar þú varst að
vinna við tölvuna og hummaðir
eins og afi í Hólabrekkunni. Þú
varst sífellt að semja, bæði tónlist
og ljóð, og gafst öllum aðgang að
verkunum þínum á vefsíðunni
þinni. Ég hef verið að hlusta á
diskana með lögunum þínum og
ljóðunum, sem þú gafst mér. Það
er svo gott að hlusta á þig þessa
dagana og vita að þessar perlur
get ég alltaf sett í spilarann þeg-
ar ég þarf á huggun að halda.
Elsku bróðir, takk fyrir allt og
allt.
Anna S. Hróðmarsdóttir.
Þórhallur
Hróðmarsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS MAGNÚSSON
verkfræðingur,
Deildarási 6,
lést þriðjudaginn 7. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristrún Guðbergsdóttir
Magnús Bergur Magnússon Ingunn Eyjólfsdóttir
Jónína Guðný Magnúsdóttir Bjarni Þór Árnason
Súsanna Hrund Magnúsd. Daníel Harðarson
Magnús Orri Magnússon
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÖRN INGÓLFSSON,
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Bogahlíð 8, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
8. nóvember.
Lóa Gerður Baldursdóttir
Þórdís Arnardóttir Gunnlaugur Sigurjónsson
Herdís B.A. Diederichs Jürgen Diederichs
Örn Ingi Arnarson Sigríður Ákadóttir
Baldur Arnarson Zoë Robert
og barnabörn
Ástkær mágur okkar og vinur,
HEINZ DIETER GINSBERG,
lést á hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi,
mánudaginn 30. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Hilmar Guðlaugsson Jóna Steinsdóttir
Kristín J. Guðlaugsdóttir
Gylfi Þór Þorsteinsson