Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
✝ Valdimar ÞórHergeirsson
fæddist í Reykjavík
9. ágúst 1930. Hann
lést á líknardeild
Landspítala í Kópa-
vogi 28. október
2017.
Foreldrar hans
voru Hergeir Krist-
ján Elíasson skip-
stjóri, f. 7.1. 1901,
d. 23.1. 1959, og
Ragnheiður Guðmunda Þórð-
ardóttir húsmóðir, f. 10.11.
1901, d. 21.6. 1969. Systkini
Valdimars eru Haukur, f. 1931,
d. 2014, ekkja hans er Stein.
Kolbrún Egilsdóttir, Herdís, f.
1935, d. 2009, eiginmaður henn-
ar var Einar H. Ágústsson, d.
2015, Elías, f. 1938, eiginkona
hans er Valgerður Anna Jón-
asdóttir. Fjölskyldan bjó lengst
af á Kaplaskjólsvegi 5, sem nú
er Víðimelur 74.
Valdimar kvæntist 24. desem-
ber 1974 Kristínu Þórunni Frið-
riksdóttur skrifstofumanni, f.
12.8. 1936, d. 13.6. 1996. Faðir
hennar var Friðrik Jónsson bú-
fræðingur, f. 1906, d. 1992, og
móðir hennar Sigríður Þórð-
ardóttir kennari, f. 1901, d.
1975. Framan af bjuggu þau í
Neðri-Hvestu í Arnarfirði en
Valdimar í hagdeild Fram-
kvæmdabankans og kenndi við
Samvinnuskólann á Bifröst.
Hann brautskráðist sem stúdent
frá Verzlunarskóla Íslands 1952
og sem viðskiptafræðingur frá
Háskóla Íslands 1956. Hann
stundaði framhaldsnám í við-
skipta- og hagfræði í Bandaríkj-
unum og Þýskalandi og réðst til
starfa hjá Verzlunarskóla Ís-
lands árið 1960, þar sem hann
var kennari og yfirkennari uns
hann lét af störfum árið 2000
fyrir aldurs sakir. Hann sinnti
þó kennslu og sérverkefnum
fyrir skólann næstu fjögur árin.
Ennfremur var hann settur
skólastjóri Verzlunarskólans
1990-1991. Þá var hann stunda-
kennari við viðskiptadeild Há-
skóla Íslands um 20 ára skeið. Á
sumrin, á 8. og 9. áratug síðustu
aldar vann Valdimar sem far-
arstjóri erlendis, einkum á
Spáni fyrir ferðaskrifstofurnar
Sunnu og Samvinnuferðir.
Valdimar skrifaði kennslurit um
hagfræði og bókfærslu. Hann
sat í undirbúningsnefnd fyrir
stofnun Samtaka versl-
unarskólakennara og í starfs-
hópi á vegum mennta-
málaráðuneytis um námskipan á
framhaldsskólastigi ásamt því
að skrifa greinar og halda er-
indi og námskeið um mennta-
mál, sér í lagi á sviði við-
skiptagreina.
Útför Valdimars fer fram frá
Neskirkju í dag, 10. nóvember
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
síðar í Drápuhlíð
46, Reykjavík. Börn
Valdimars og Krist-
ínar eru: 1) Ragnar
Þór tölvunarfræð-
ingur, f. 1969, maki
Brynja Bald-
ursdóttir kennari,
f. 1969. Börn þeirra
eru Silja Rós, f.
1993, og Valdimar
Þór, f. 1995. 2) Alda
Björk dósent, f.
1973, maki Guðni Elísson pró-
fessor, f. 1964. Dætur þeirra eru
Steinunn Kristín, f. 2003, og Úlf-
hildur, f. 2008. Sonur Valdimars
og Kirstenar Friðriksdóttur fv.
kennara og kennslustjóra, f. 8.5.
1942, er Örn hagfræðingur, f.
1968, maki Aðalheiður Ósk Guð-
björnsdóttir félagsráðgjafi, f.
1964. Börn þeirra eru Guðbjörn,
f. 1999, Ársól, f. 2000, Friðrik
Kári, f. 2002, og Daníel Örn, f.
2005. Stjúpdóttir Valdimars og
dóttir Kristínar eiginkonu hans
er Brynja Tomer þýðandi, f.
1963. Faðir hennar var Eugene
Richard Tomer stærðfræðingur,
f. 1932, d. 2007. Börn Brynju eru
Anna Kristín Cartesegna, f.
1986, Sóley Ragna Ragn-
arsdóttir, f. 1996, og Sæmundur
Ragnarsson, f. 1997.
Á námsárum sínum vann
Valdimar var einstakur maður,
gegnheill, leysti sín verk eins vel
og mögulegt var. Okkar vinátta
hófst í Spánarferð stúdenta 1978.
Þá kynntist ég fyrst Kristínu eig-
inkonu hans og börnum. Um
haustið þegar ég byrjaði í við-
skiptafræði lést móðir mín
skyndilega. Valdimar og Kristín
opnuðu faðm sinn. Kærleikur
þeirra var mér ómetanlegur
styrkur. Valdimar bauð mér svo
að kenna í Versló um miðjan vet-
ur 1980. Upp frá því hittumst við
oft um helgar og hefðin myndað-
ist. Við fórum í sund, gufu, heita
pottinn. Ísbúðin á heimleið í
spjallið á Grenimelnum, farið yfir
stöðuna, þjóðmálin og hugðarefn-
in. Valdimar hafði skemmtilega
sýn á flest mál. Lærimeistarinn
gaf ráðin, en mitt var valið. Aldrei
dæmt, hver og einn varð að
ákveða lífsleiðina og taka ábyrgð-
ina.
Kristín var einstakur kokkur
og gestgjafi. Hún galdraði fram
það besta í mat. Minningin um
allar veislurnar, gleðina og hlát-
urinn lifa. Ógleymanlegar eru
ferðirnar á skíði, í golf og sólina.
Valdimar var aldrei iðjulaus í sól-
inni, oftast undir sólhlífinni að
læra ítölsku eða spænsku.
Stóra áfallið í lífi Valdimars var
þegar Kristín greindist með
krabbamein og lést aðeins 59 ára
1996. Allt breyttist. Valdimar
tókst á við sorgina á sinn hátt,
æðrulaus og hljóður.
Eftir andlát Kristínar kom
Valdimar til okkar Dísar eftir
sundið. Einn kaldur, spjallið,
helgarsteikin með brúnu sósunni
og aðalbláberjasultunni. Valdi-
mar kom oftast með spænska
rauðvínið. Lambakjötið í sér-
stöku uppáhaldi. Eftirréttir í
ýmsum útfærslum og koníakið
fullkomnaði kvöldið. Ég sé fyrir
mér bros og glampa í augum
„hvenær á að opna veitingastað-
inn“. Vinátta okkar var eins og
hún verður best, nærveran góð
hvort sem það var talað eða þag-
að, gefið og þegið, oftast hlegið og
glaðst. Þorláksmessuskatan með
fjölskyldunni á Grenimelnum var
fastur liður.
Valdimar var einstaklega
vinnusamur, þrautseigur og
kenndi ótrúlega marga tíma í
Versló og flækti bókfærsluna fyr-
ir mörgum á fyrsta ári í viðskipta-
fræðinni. Aldrei sama prófið,
lagði metnað í erfiðu dæmin, nán-
ast enginn fékk 10 í einkunn – oft
svo erfið að hann átti sjálfur fullt í
fangi með að leysa þau. Líklega á
Valdimar heimsmetið í krítar-
skrift á töfluna. Enn er þess
minnst að skrifað var með ann-
arri og þurrkað út með hinni.
Valdimar var fararstjóri stúd-
enta VÍ í áratugi. Sýndi þar oft
ótrúlega hæfni í mannlegum sam-
skiptum þegar nemendur voru
búnir að koma sér í miserfið mál.
Það væri eflaust hægt að skrifa
skemmtibók um þau ævintýri.
Valdimar naut góðrar heilsu til
síðustu ára. Það kom því á óvart
fyrir rúmum mánuði síðan að
krabbamein hafði heltekið hann.
Valdimar gerði sér grein fyrir að
hverju stefndi og sagði glettinn:
„Líklega fer að styttast í að ég
taki plássið mitt í himnaríki“.
Dýrmæt kveðjustund á líknar-
deildinni. Eftirrétturinn ís og
Carlos I. Lyktað, smakkað, svip-
ur ánægju og góðar minningar.
Kveðjuorðin þín „farðu vel með
þig og við sjáumst aftur á góðum
stað“.
Ég þakka allt og allt, kæri vin-
ur. Minning þín og lífsviðhorf lifa.
Dýpsta samúð til barna og fjöl-
skyldu.
Þorvaldur Ingi Jónsson.
Verslunarskóli Íslands naut
mikillar þjónustu Valdimars Her-
geirssonar og í svo mörg ár að
margur nemandinn á erfitt með
að ræða um skólann án þess að
nafn Valdimars skjóti upp kollin-
um. Valdimar kom að stofnun
Hagfræðideildar Verslunarskól-
ans bæði hvað varðar námsskipu-
lag og kennslu og hafði frá upp-
hafi forystu þar um langt skeið.
Hann hafði ákveðna skoðun á því
hvað ætti að kenna og hvernig
kennslan ætti að vera, til þess að
bestur árangur næðist, og nem-
endur hans voru fljótir að átta sig
á hvað ætti að gera í tímunum og
hvað ekki mætti gera. Valdimar
kenndi einnig um tíma í Við-
skiptadeild HÍ og skapaði þannig
tengsl milli skólanna sem höfðu
talsverð áhrif á þróun Verslunar-
skólans.
Valdimar var vinsæll meðal
kennara og nemenda og með af-
brigðum vinnusamur og lét víða
til sín taka bæði innan VÍ og utan.
Sumarið var svo langt að hann
varð að gerast fararstjóri erlend-
is til þess að fá svalað athafnaþrá
sinni og raunar féll honum það
starf svo vel að hann lagði ríka
áherslu á að fá tækifæri til að
sinna því starfi erlendis hvert
sumar. En Valdimar var ekki að-
eins yfirkennari og aðalkennari
VÍ heldur hafði hann oft forystu í
félagslífi kennara, sem mótaðist
nokkuð af þeirri staðreynd að
kennarastofan var svo þröng að
kennarar gátu lítt hreyft sig án
þess að segja „fyrirgefðu, ég þarf
að snúa mér við“. Heimili hans
mun hins vegar hafa verið vel bú-
ið og rúmgott og nutu kennarar
þess oft þegar þeir vildu gera sér
glaðan dag.
Valdimar gegndi störfum
skólastjóra VÍ frá febrúar 1990 út
maí 1991 meðan sá sem þetta rit-
ar var í leyfi frá störfum. Því
starfi gegndi hann af sömu trú-
mennsku og jafnan einkenndi
störf hans. Nú er langri starfsævi
Valdimars lokið og við hjónin fær-
um börnum hans og ættingjum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þorvarður Elíasson,
fyrrverandi skólastjóri VÍ.
Liðin eru rösklega 50 ár síðan
ég kynntist Valdimar Hergeirs-
syni. Ég var að hefja störf sem
kennari við Verzlunarskóla Ís-
lands, lítt reyndur og ögn ráðvillt-
ur. Valdimar var yfirkennarinn,
alltaf til staðar og öllum hnútum
þaulkunnugur, enda hafði hann
ugglaust bundið ófáa þeirra sjálf-
ur. Það er skemmst frá því að
segja að Valdimar reyndist alla
tíð ósérhlífinn og ráðagóður sem
leiðbeinandi, sanngjarn og lipur
yfirmaður og bráðskemmtilegur
starfsfélagi. Fyrir þetta vil ég
þakka. Það er mikil gæfa að fá að
kynnast og vinna með góðu fólki,
fólki sem gefur meira en það
heimtar. Verði Valdimar spurður
hvað hann hafi unnið sinni veröld
til þarfa er af nægu að taka.
Við Alexía óskum vini okkar
góðs leiðis til ókunnra stranda og
sendum ástvinum hans einlægar
samúðarkveðjur. Þeir missa mik-
ils sem mikið hafa átt.
Friðrik Sigfússon.
Þegar ég byrjaði að kenna við
Verslunarskólann upp úr 1980
var enn kennt í gamla skólahús-
inu við Grundarstíginn og líka
tveimur öðrum húsum þar í
grennd. Kennarastofur voru
tvær, hvor í sínu húsinu og báðar
litlar. Maður varð þess fljótt
áskynja að góður andi ríkti meðal
kennaranna og sumir þeirra
spauguðu reyndar með að and-
rúmsloftið mætti til með að vera
gott því að þrengslin væru slík að
hver sæti á annars hnjám. Nú eru
flestir af þessum gömlu kennur-
um komnir yfir móðuna miklu en
þeir voru margir á svipuðu reki
og Valdimar Hergeirsson sem nú
hefur nýlega kvatt þennan heim
en hann átti svo sannarlega sinn
góða þátt í að styðja að góðum
starfsanda á Grundarstígnum.
Þegar Valdimar kom ungur
maður heim frá námi í Bandaríkj-
unum var hann ráðinn kennari að
Verslunarskólanum. Hann var
svo kennari þar um langt skeið og
raunar lengst af yfirkennari.
Kennslugreinar hans voru hag-
fræði og bókhald og skyldar
greinar og var kennsla hans ann-
áluð. Snerpa kennarans og hraði
þótti með eindæmum og gjarnan
var sögð sú gamansaga og hann
hefði svampinn í annarri hendinni
en krítina í hinni þegar hann færi
hamförum við töfluna. Nemendur
kunnu ábyggilega vel að meta
Valdimar og eitt sinn varð ég vitni
að því að nemendur í sjötta bekk
tolleruðu þennan aldurhnigna
læriföður sinn á glöðum vordegi
eftir lok síðustu kennslustundar.
Í mörg ár fór hann líka sem far-
arstjóri í útskriftarferðir með
nemendur en það sýnir á sinn
hátt traustið sem nemendur báru
til hans og hversu mikilla vin-
sælda hann naut meðal þeirra.
Þar sem Valdimar var yfir-
kennari kom í hlut hans að annast
margvísleg störf fyrir utan sjálfa
kennsluna eins og til dæmis
skipulag prófa og umsjón með
framkvæmd þeirra. Manni varð
fljótt ljóst að dugnaður og ósér-
hlífni einkenndu Valdimar við öll
störf. Gott fordæmi hans orkaði
þannig að allir, sem undir stjórn
hans voru settir, hlutu ósjálfrátt
og yfirleitt möglunarlaust að
leggja sig fram. Hann var líka
sérlega hispurslaus í framkomu
og umgekkst alla sem jafningja.
Þarf ekki að tíunda það hve góð
áhrif slíkt viðmót hefur á hverjum
vinnustað.
Þegar kennarar gerðu sér
dagamun og samkomur af ein-
hverju tagi voru haldnar var
Valdimar jafnan veislustjóri og
fórst það vel úr hendi. Hann var
glaður og reifur og kunni ágæt-
lega að skemmta bæði sér og öðr-
um. Honum var greinilega ljóst
að kennurum er hollt að velta af
sér reiðingnum stöku sinnum rétt
eins og öðrum dauðlegum mönn-
um.
Ég kveð nú þennan gamla vin
og samstarfsmann og votta fjöl-
skyldu hans samúð mína að leið-
arlokum.
Gunnar Skarphéðinsson.
Haustið 1968 var ég í hópi
nemenda sem voru að hefja nám
við Verzlunarskóla Íslands og
áttu framundan samveru í sex ár
til stúdentsprófs. Það skipti máli
fyrir okkur, sem mörg hver vor-
um bara fjórtán og fimmtán ára,
hvaða kennara við fengjum. Þeir
myndu ráða miklu um það hvern-
ig til tækist í náminu. Valdimar
Hergeirsson, sem jarðsettur er í
dag, varð einn aðalkennari okkar
öll árin og fyrir okkur sem höfð-
um gaman af tölum, bókfærslu,
reikningsskilum og hagfræði var
það mikið lán. Hann náði að
kveikja áhuga á þessum fögum og
viðhalda honum, sem varð til þess
að ég og fleiri úr Verzló héldum
áfram námi og unnum vinnu
tengda því til margra ára.
Valdimar var stundum hálf-
feiminn í kennslunni, en færðist
allur í aukana þegar hann náði að-
eins að flækja dæmin og fá fram
skoðanaskipti um hvað væri rétt
útkoma, hvort sem var í bók-
færslu eða hagfræði og oft var
andrúmsloftið létt í kennslustof-
unum við Grundarstíg. Hann náði
jákvæðum og góðum samskiptum
við flesta nemendur og þegar við
fórum í stúdentaferðalag var
hann fararstjóri hópsins. Áður en
við fórum út benti hann okkur í
ferðanefndinni á að deila ekki út
öllum peningunum sem við höfð-
um safnað, heldur eiga varasjóð,
því alltaf gætu komið upp óvænt
atvik og útgjöld í ferð stórs hóps.
Til þess kom þó ekki í óhappalítilli
ferð og undir lok hennar var sjóð-
urinn óhreyfður. Valdimar var þá
beðinn að semja við hótelið um
lokaveislu síðasta kvöldið og úr
varð eftirminnileg garðveisla sem
menn minnast enn.
Af nýstúdentunum 1974 vorum
við mörg sem hugðum á nám í við-
skiptafræði við HÍ, þar sem
Valdimar kenndi bókfærslu á
fyrsta ári. Hann hvatti okkur til
að nýta kunnáttu okkar úr Verzló
og taka próf í bókfærslu í HÍ
strax um haustið. Ég held ekki að
hann hafi verið orðinn leiður á
okkur, en hann áttaði sig á því að
það myndi fækka mjög í hópnum
og að kennslan yrði kannski
þægilegri. Þetta gekk eftir. Við
vorum nokkur sem kláruðum
aðalsíu fyrsta ársins áður en við
hófum eiginlegt nám við Háskól-
ann. Nýttum tímann í staðinn til
að vinna með náminu og tókum
lítið af námslánum.
Það voru alltaf fagnaðarfundir
þegar við hittum Valdimar á ár-
gangamótum Verzlunaskólans á
næstu árum og áratugum. Hann
hélt oft utan um þessi mót, var
alla tíð mikill og góður talsmaður
skólans, gladdist ef vel var mætt
og átti í okkur hvert bein. Greini-
legt var líka að hann fylgdist með
því hvernig okkur vegnaði í starfi
og leik. Í einu af samtölum okkar
seinni árin þegar hann vissi að
eitt af verkefnum mínum, sem
endurskoðanda, var að endur-
skoða ársreikninga Verzlunar-
skóla Íslands hafði hann á orði að
það hlyti að vera auðvelt og
skemmtilegt verk. Flestir sem
kæmu að stjórnun, fjármálum og
bókhaldi skólans væru hans fyrr-
verandi nemendur, kynnu sitt fag
og hefðu hlotið gott veganesti út í
lífið. Vissulega var það alveg rétt
hjá honum því hann skilaði á sín-
um langa kennsluferli mörgum
góðum nemendum frá sér.
Ég vil færa fjölskyldu Valdi-
mars Hergeirssonar innilegar
samúðarkveðjur og mun alla tíð
minnast hans með hlýhug og
þakklæti.
Reynir Vignir.
Kennarastofan í Versló á átt-
unda áratugnum var sérstakur
heimur sem tók tíma fyrir ný-
græðing að átta sig á. Þessi heim-
ur kom nokkuð á óvart. Þarna var
hvorki eiginhagsmunapot né
harka, heldur jákvætt andrúms-
loft, húmanísk viðhorf og and-
rúmsloft fræða. Fólkið sem ný-
græðingarnir kynntust á
kennarastofunni í Versló á þess-
um tíma og hafði mótað andrúms-
loft skólans hefur smám saman
týnt tölunni. Meðal ógleyman-
legra einstaklinga, sem horfnir
eru á braut, eru dr. Jón Gíslason
skólastjóri, Lýður Björnsson,
Þórhallur Guttormsson og nú
Valdimar Hergeirsson yfirkenn-
ari.
Valdimar var brautryðjandi í
kennslu viðskipta- og verslunar-
greina við Versló, starfaði þar
sem kennari og yfirkennari í 40 ár
og sem aðjunkt við HÍ um tvo
áratugi. En umsvif hans og
áhugasvið voru ekki bundin við
hagfræði. Valdimar vildi kynnast
heiminum og ferðaðist víða, og
ekki síst var hann maður orðsins.
Í víðri merkingu. Honum fannst
ekki nóg að heimsækja lönd.
Hann vildi líka þekkja sögu
þeirra og vera mæltur á tungu
landsmanna. Hann hafði allmörg
tungumál á valdi sínu, bæði róm-
önsk og germönsk. Og honum
veittist létt að halda tækifæris-
ræður og semja vísur til flutnings
á mannamótum, eða heilu kvæð-
in.
Valdimar og Kristín kona hans
voru höfðingjar heim að sækja. Í
heimboðum þeirra voru hlýja,
gleði og húmor við völd og ekkert
var til sparað til að gera heimboð-
in eftirminnileg. Það var alltaf til-
hlökkunarefni að heimsækja
höfðingshjónin á Grenimelnum.
Eftir lát Kristínar breyttist auð-
vitað lífsmynstrið hjá Valdimari
og hann lagði m.a. töluverða
stund á gönguferðir innanlands.
Hann var mikill göngugarpur.
Við hjónin fórum í ýmsar göngur
með honum, t.d. um Móskarðs-
hnúka, Hengilinn og Leggjar-
brjót, og eitt sinn alla leið frá
Laxnesi yfir í Hvalfjörð, nokkurt
torleiði á köflum sem sem gekk
nærri undirrituðum en Valdimar
skokkaði léttilega þótt heita ætti
að hann væri þá kominn af létt-
asta skeiði.
Við hittum Valdimar síðast fyr-
ir rúmum tveimur mánuðum,
skömmu áður en við hjónin fórum
til Spánar. Honum fannst náttúr-
lega miður að geta ekki brugðið
sér með okkur, en hann átti orðið
erfitt um gang. Hann sagði okkur
reyndar við þetta tækifæri að
hann ætlaði að gera hlé á spænsk-
unáminu þennan veturinn. Það
má því segja að hann hafi haldið
áfram að auka færni sína í tungu-
málum fram á síðustu stund. Á
árum áður hafði hann ævinlega
notið þess sem Spánarstrendur
höfðu upp á að bjóða, jafnt íþrótt-
ir á borð við sjóskíði sem kræs-
ingar spænskra veitingastaða,
þar sem eftirrétturinn ásamt
kaffi og koníaki var í forgrunni.
Valdimar var gott dæmi um lær-
dómsmann, eiginlega renesans-
mann sem hafði áhuga á flestu í
heimi okkar. Óskandi væri að
framhaldsskólar okkar færu að
nýju að leggja áherslu á alhliða
fræðslu í anda gömlu húmanist-
anna og fræðaranna sem nú eru
að hverfa á brott.
Við hjónin erum þakklát fyrir
góðu stundirnar og vináttuna.
Valdimars verður saknað af
stórum hópi vina, ættingja, sam-
kennara og herskara nemenda.
Við sendum fjölskyldu Valdimars
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ólafur Halldórsson.
Valdimar Hergeirsson kom til
starfa við Verzlunarskóla Íslands
fjórum árum áður en árgangur
minn hóf nám við skólann haustið
1964. Samleið okkar var því orðin
löng og farsæl, nú þegar hann lést
á 88. aldursári.
Valdimar var ekki einungis yf-
irkennari við skólann frá önd-
verðu heldur kenndi hann okkur
einnig rekstrarhagfræði og bók-
hald. Ég lærði margt af honum í
þeim efnum en kynni okkar voru
þó ekki einungis tengd náminu.
Félagslífið í skólanum átti þar
einnig sinn þátt. Þar reyndist
Valdimar sérstaklega lipur í sam-
skiptum og hafði gott lag á okkur
unglingunum. Það var fyrir þann
hæfileika og vegna spænsku-
kunnáttu sinnar sem hann var
óumdeilt valinn fararstjóri í stúd-
entaferð árgangsins til Spánar í
júní 1970.
Þegar ég kom heim frá há-
skólanámi og hafði hafið störf
sem hagfræðingur hjá Verzlunar-
ráði Íslands fékk hann mig til
stundakennslu í rekstrarhag-
fræði á móti sér enda stutt að fara
yfir götuna eftir vinnu á Laufás-
veginum. Þar átti ég fullt í fangi
með að fylgja honum eftir. Valdi-
mar var afkastamikill kennari
sem gat strokað út af töflunni
með vinstri hendinni það sem
hann hafði skrifað með þeirri
hægri.
Síðar tók ég að mér fram-
kvæmdastjórn fyrir Skólanefnd
Verzlunarskóla Íslands. Það var
viðbót við starf mitt hjá Verzlun-
arráðinu. Það leiddi okkur saman
enn á ný og að þessu sinni vegna
þess að dr. Jón Gíslason lét af
skólastjórn árið 1979. Að margra
dómi var Valdimar óumdeildur
arftaki hans sem skólastjóri. Það
fór þó svo að Valdimar var afhuga
starfinu, m.a. vegna starfa sinna á
sumrin á vegum ferðaskrifstofa í
Spánarferðum. Hann hélt hins
vegar yfirkennarastarfinu áfram
ótrauður.
Næstu tímamót í samskiptum
okkar urðu 1990 þegar þáverandi
skólastjóri Verzlunarskólans
Valdimar Þór
Hergeirsson