Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 29

Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 fékk leyfi frá störfum og tók að sér starf á öðrum vettvangi. Þá kom í framhaldinu í minn hlut, sem formaður Skólanefndar, að vinna náið með Valdimari í stuttri skólastjóratíð hans, sérstaklega eftir að ég tók við formennskunni 1991. Það samstarf var einkar ánægjulegt og farsælt. Valdimar hafði ríka réttlætiskennd, sem hann vék ekki til hliðar, þótt það kynni að valda honum sjálfum óþægindum. Slíkir mannkostir mættu vera algengari. Sumir samferðamenn auðga líf manns. Valdimar var einn þeirra. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum og starfa með honum. Börnum hans færi ég samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Árni Árnason. Vetur er genginn í garð, kemur út úr fallegu hausti og stingur okkur í hjartastað með sorgar- fréttum. Það hefur fækkað í Verzlóhópnum. Yfirkennarinn, hagfræðikennarinn og félagi okk- ar í þrjá áratugi, Valdimar Her- geirsson, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Það er eins og gerst hafi í gær þegar hann mætti einn mánu- dagsmorgun inn í stofu til okkar bekkjarfélaganna í 5-Y og hótaði að reka okkur öll. Ríflega helm- ingur bekkjarins hafði nefnilega tekið sér það bessaleyfi að mæta ekki í skólann laugardaginn þar á undan (á þessum árum var kennt á laugardögum), heldur skreppa frekar á Bifröst í smá hópeflis- og námsferð. Ekki varð úr fleiri slík- um ferðum þann veturinn. Valdimar kenndi okkur félög- unum bæði í 5. og 6. bekk og til þess að komast í mjúkinn hjá hon- um seinna árið fengum við hann til að vera yfirþul og dómara í vikulegum kosningum okkar í „Maður vikunnar“. Í upphafi stóð til að hafa stuttan lestur í byrjun tímans sem endaði þannig að hálfur hagfræðitíminn fór í uppá- komuna í hverri viku. Það voru aldrei færri en 10 einstaklingar sem hlutu kosningu fyrir eitt og annað sem þurfti að lesa upp ásamt stigafjölda og fleiri upplýs- ingum, sem tilheyrðu kosningun- um. Valdimar, þessi ljúfi maður, umbar alltaf fyrirferðina í bekkn- um og uppátækin sem voru ansi mörg. Hann var engu að síður ákveðinn og lét heyra í sér þegar honum fannst of langt gengið. Hann kunni þá kúnst svo vel að halda uppi aga en fíflast með okk- ur á sama tíma og ávann sér þannig ævilanga virðingu okkar og væntumþykju. Valdimar var orðheppinn mað- ur og því var hann fenginn til að gera formála í fyrstu bók Spé- grímu sem kom út vorið 1987. Okkur langar að vitna í þennan formála Valdimars þegar hann hélt að hann væri að kveðja okkur nemendur sína árið 1987: „Það þarf sterk bein til að þola góða daga og veitir ekki af í enda- lausu kapphlaupi um að taka út skemmtilegasta tíma ævinnar og sleppa skaðlaust frá. Brotnum beinum er sópað í öskustóna af hreinsunardeildinni – þótt annað megi kyrrt liggja – og eftir standa aðeins þeir sem hafa heilsu til að halda áfram á sömu braut að njóta lífsins í góðum félagsskap. Farvel Frans – samferðamað- ur.“ Ekki varð aftur snúið. Vin- skapur hafði myndast á milli okk- ar í SexY og Valdimars sem hefur nú náð til æviloka hans. Við höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að geta dregið hann og nokkra aðra kennara ár- lega með okkur á Holtið undan- farin 30 ár. Eftir liggja ófáar ræð- ur og skál sem við höfum tekið með Valdimar svo ekki sé minnst á „Bjórinn“; einkennislag bekkj- arins sem við syngjum, meira af innlifun en hæfileikum. Á þessum árlega hittingi okkar var eins og tíminn stæði í stað og bekkurinn með kennurum okkar kominn aft- ur í skólann. Sama gjammið og frammíköllin og alltaf þurfti Valdimar að siða okkur til á sinn einstaka hátt, kvartaði sáran und- an því að fá ekki frið til að tala og við hlýddum, svona stundum. Horfinn er mikill maður, lífs- kúnstner, kennari og félagi. Fjölskyldu hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Minning hans lifir. Fyrir hönd 6-Y í Verzló, árg. 1987, Daði Friðriksson og Halldór S. Kjartansson. Þegar fréttir bárust af andláti Valdimars Hergeirssonar þá leit- aði hugurinn til áranna sem leiðir okkar Valdimars lágu saman í Verzlunarskólanum. Maður velti m.a. fyrir sér hvað hann hefði kennt mörgum nemendum bók- færslu, hagfræði og skyldar greinar í gegnum árin. Þeir skipta þúsundum. Valdimar og Verzlunarskólinn áttu samleið í um hálfa öld. Hann hóf nám við skólann 1945 og út- skrifaðist sem stúdent vorið 1952. Að loknu stúdentsprófi lagði Valdimar stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands og háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1960 var Valdimar ráðinn til starfa við Verzlunarskóla Íslands og lét af störfum sem yfirkennari árið 2000 sökum aldurs en sinnti ýms- um kennslustörfum til ársins 2004. Sjálfur lýsti hann fyrstu kynn- um sínum af Verzlunarskólanum þannig að árið 1945 þegar hann hóf nám við undirbúningsdeild skólans, sem þá var við Grund- arstíg, hefði hann komið á hjóli í skólann. Ekki vildi betur til en svo að hann týndi lyklinum að lásnum. Hann leitaði því til skóla- stjóra og bað um aðstoð. Skóla- stjóri sagði þá: „Kannski kemst þú ekkert héðan. Ætli við sitjum ekki bara uppi með þig.“ Það má segja að sú hafi verið raunin því Valdimar var tengdur skólanum í rúm 50 ár, fyrst sem nemandi í sjö ár og síðan sem kennari og yf- irkennari í 44 ár. Þegar Valdimar var ráðinn að skólanum þá var það til að sinna kennslu og jafn- framt að hafa umsjón með og endurskoða námsefni í viðskipta- greinum í skólanum. Valdimar var mjög gagnrýninn á kennslu við skólann á þessum tíma og sagði að það skorti framsýni og að kennsluaðferðir væru staðnaðar. Valdimar var dáður kennari en þótti oft kröfuharður og fara hratt yfir námsefnið. Fyrrver- andi nemendur hans sögðu stund- um að hann hefði skrifað á töfluna með annarri hendi og þurrkað út jafnóðum með hinni. Hann var þannig gerður að öllum þótti ein- staklega vænt um hann, jafnt nemendum sem samstarfsmönn- um. Það var áberandi undanfarin ár, þegar árlegur stúdentafagn- aður var haldinn, að þá spurðu eldri nemendur ætíð hvort Valdi- mar myndi ekki örugglega mæta. Jafnan myndaðist röð af fyrrver- andi nemendum við borðið þar sem hann sat. Við erum þakklát fyrir öll þau ár sem við áttum með Valdimar og þökkum fyrir það brautryðj- andastarf sem hann skilaði skól- anum. Samúðarkveðjur frá Verzlun- arskóla Íslands. Ingi Ólafsson skólastjóri. Í dag kveðjum við samstarfs- félaga okkar og vin til margra ára, Valdimar Hergeirsson. Valdimar hóf ungur störf í Verzl- unarskólanum eftir að hafa lokið framhaldsnámi í hagfræði og stjórnun. Valdimar var mikill fengur fyr- ir skólann en hann var yfirkenn- ari í áratugi ásamt því að kenna viðskiptagreinar. Nemendur nutu góðs af eldmóði hans í kennslustofunni og margir sem minnast þess hve hratt og mikið hann gat skrifað á krítartöflurn- ar. Það var kappsmál hjá hinum metnaðarfulla kennara að nem- endur Verzlunarskólans væru vel undirbúnir fyrir frekara nám sem og þátttöku í atvinnulífinu. Valdi- mar hafði mikil og góð tengsl bæði við háskólastigið og atvinnu- lífið. Hann kenndi viðskiptagrein- ar við Háskóla Íslands í mörg ár sem hafði mikil áhrif á hvernig kennsla viðskiptagreina þróaðist innan Verzló. Þá minnast menn þess að mörg fyrirtæki höfðu samband við Valdimar þegar þau vantaði gott starfsfólk sem kunni vel til verka í skrifstofustörfum. Valdimar var alltaf reiðubúinn að aðstoða og leiðbeina nýjum kennurum með vinsemd og hlýju. Við sem yngri erum og vorum bæði nemendur Valdimars og svo samkennarar minnumst þess sér- staklega hversu umhugað honum var um velgengni okkar í kennslustofunni. Einnig minnti hann okkur reglulega á mikilvægi þess að halda uppi mikilli og góðri kennslu í hagfræði í skólanum, þar sem nemendur lærðu al- mennilega að reikna. Valdimar tók virkan þátt í félagslífi starfsmanna Verzló. Skipti þá engu hvort um var að ræða skemmtikvöld, vorferðir, menningarferðir á erlenda grund eða árshátíðir. Alltaf var Valdi- mar mættur og skemmti sér og öðrum. Þá stóð heimili hans og Kristínar samstarfsfélögum og vinum ávallt opið. Við kveðjum Valdimar Her- geirsson með miklu þakklæti og virðingu og vottum aðstandend- um innilega samúð. Blessuð sé minningin um góð- an vin og samstarfsfélaga. Fyrir hönd kennara viðskipta- deildar Verzlunarskóla Íslands, Tómas Bergsson og Guðrún Inga Sívertsen. Valdimar Hergeirs, mikli læri- faðir og velgjörðarmaður okkar systkina, er fallinn frá. Það kann að hljóma undarlega en maður gæti sagt „löngu fyrir aldur fram“ þrátt fyrir að hann hafi verið kominn á níræðis aldur. Valdimar var síungur í huga og hugsun og hefði getað kennt leng- ur þó hann hafi verið 74 ára þegar hann kenndi síðast í afleysingum í Verzlunarskólanum. Það heyrðist aldrei í honum „heimur versnandi fer“ og tók hann breytingum og þróun fagnandi. Hann nýtti sér til dæmis tæknina eftir að hann hætti vinnu og fór í fjarnám og lærði þau tungumál sem hann hafði ekki lært fram að þeim tíma. Valdimar er einn af þeim sem við getum klárlega kallað vörðu á lífsleið okkar. Hann var ekki bara skemmtilegur og hnyttinn maður heldur líka frábær kennari og vinur. Hann reyndist okkur alltaf vel og hafði mikil áhrif á stefnu okkar í lífinu. Hann varð vinur okkar eftir útskrift og átti ómet- anlegan og stóran þátt í að hvetja okkur og koma okkur áfram hvort sem var í skóla eða vinnu með hinum ýmsu lofræðum. Hann var líka alltaf hreinskilinn og heiðarlegur og á endalaust af sprenghlægilegum vel meinandi setningum. „Þetta er ekki nógu gott fyrir þig“ jafnvel „þessi er ekki nógu góð(ur) fyrir þig“ heyrðist frá honum. „Ertu ekki að verða búin(n) í þessum háskóla? Mig vantar kennara. Hvað getur þú kennt?“ Og á tímum stensl- anna: „Þú verður að vélrita þetta fyrir mig. Þeir sem hafa ekki ver- ið hér skrifa alltaf hik og bik en ekki hek og bek“ og að sjálfsögðu gerði maður það fyrir Valdimar samhliða námi. Við erum óendan- lega þakklát fyrir að hafa átt sam- leið með Valdimari sem kennara, vini, velgjörðarmanni og sam- starfsmanni. Í okkar huga var hann einstak- ur, skemmtilegur, persónulegur og góður maður. Elsku Brynja og systkini, við vottum ykkur innilega samúð með þakklæti fyrir kæran og traustan vinskap Valdimars. Klara og Gísli Hjálmtýsbörn. ✝ Ólína Annafæddist á Gaul í Staðarsveit 8. apríl 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 3. nóv- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Pét- ursson, f. 6. maí 1894 á Hrófbjarg- arstöðum, d. 7. ágúst 1968, og Una Jóhannesdóttir, f. 12. september 1908 á Slitvindastöðum, d. 21. janúar 1996. Eignuðust þau fjórtán börn sem í aldursröð eru: Stúlka, látin, Jón, Þorbjörg Vigdís, látin, Pétur Ingiberg, látinn, Jóhannes Matt- hías, látinn, Jóhann Kjartan, lát- inn, Vilhjálmur Maríus, látinn, Sveinn, Gunnar Hildiberg, Ólína Anna sem kvödd er nú, Guðmundur Björn, Magnús Sig- urjón, látinn, Soffía Hulda og Vilborg Inga, látin. 22. desember 1962 giftist Ólína Anna Erling Jó- hannessyni, f. 19. júlí 1934, eignuðust þau fjögur börn sem eru: Eva, f. 28. apríl 1962, Drengur, f. 19. júní 1963, d. 20. júní 1963, Una, f. 28. mars 1965, og Jóhannes f. 11. ágúst 1969. Útför Ólínu Önnu fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 10. nóvember 2017, klukkan 13. Elsku amma mín. Það er svo erfitt að þurfa kveðja þig. Þú varst sterkasta kona sem ég hef þekkt. Þær eru svo óteljandi margar góðu minn- ingarnar sem ég á af þér og mun ávallt minnast. Ein af þeim er þær fjölmörgu páskahátíðir á Eiðhúsum þegar við hittumst öll fjölskyldan hjá þér og afa. Þú varst alltaf fyrst á fætur og síðust að sofa. Þú lagðir þig svo vel fram í öllu sem þú gerðir, húsið var alltaf tandurhreint og eitthvað nýbak- að með kaffinu. Það fór svo sann- arlega enginn svangur að sofa á þínum bæ. Þú gerðir líka bestu fiskibollur í heimi og mun ég sennilega aldr- ei geta borðað fiskibollur aftur því þær munu aldrei jafnast á við þínar. Góður húmor var einn af þín- um sterku persónueinkennum og var ávallt stutt í stríðnina. Eitt skiptið í sveitinni þegar þú varst að kvarta yfir því að kötturinn væri að fara svo mikið úr hárum sagðir þú svo eftirminnilega: „Ég var að skamma hann áðan, þá fer hann alltaf í fýlu og fer fram á gang og reytir af sér hárin!“ Þessu hló ég mikið að. Ég man líka þegar ég og Snæ- dís vorum krakkar að gista í sveitinni eitt sumarið og voru köngulær tíðir gestir á gólfinu í svefnherberginu okkar á kvöldin. Við vildum fá að skipta um her- bergi en þá sagðir þú: „Köngu- lærnar eru ekkert í herberginu, þær hanga bara á buxunum ykk- ar þegar þið komið inn,“ og hlóst. Eftir þetta eyddi ég miklum tíma í að grandskoða buxurnar og dusta vel af þeim áður en ég kom inn um dyrnar, sem þú hefur ef- laust haft gaman af. Síðar meir eftir að þið afi flutt- uð í bæinn urðu líka til ýmsar góðar minningar. Margar skemmtilegar verslunar- og kaffihúsaferðir með þér og mömmu. Jóladagsboðin og ára- mótin. Einnig er mér minnisstætt það sumar sem ég eyddi í Mosfells- bænum og rölti stundum í heim- sókn til ykkar með Erling Val, sem þá var aðeins rúmlega árs gamall. Eins og svo oft tók á móti okk- ur ilmurinn af nýbökuðum klein- um, sem enginn mun geta bakað betur. Það var gaman að sjá þig og Erling Val saman og gat hann oft platað þig til að leika við sig á gólfinu tímunum saman, enda fyrsta langömmubarnið þitt. Elsku amma mín, ég er þakk- lát fyrir að hafa átt þig sem ömmu í öll þessi ár, þó að ég hefði viljað hafa þau mikið fleiri. Ég mun ávallt sakna þín. En þó svo að þú sért ekki hér hjá okkur lengur munu minning- arnar lifa áfram og ég veit að þú ert komin á betri stað. Þín María Björk. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys. Þetta kom í huga mér þegar bróðir minn tilkynnti mér lát konu sinnar Ólínu Guðjónsdóttur eftir margra áratuga hjónaband. Ég vil muna góðu dagana. Þegar við komum að Eiðhúsum og fengum alltaf góðar og frá- bærar viðtökur, þar var gestrisn- in númer eitt. Ólína alltaf að baka og elda, oft fyrir tvær til þrjár fjölskyldur sem komu og fóru. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið. Erling og Ólína sáu um for- eldra okkar þar til yfir lauk og eiga þau þakkir skildar fyrir það. Þau brugðu svo búi og fluttu í Mosfellsbæ. Þar áttu þau fallegt og gott heimili og þar bönkuðu veikindi upp á hjá Ólínu. Það var erfitt að fylgjast með því hvernig það dró úr henni allan mátt og var hún lengi veik. Þá var hún út og inn af spítala og heima á milli þar til hún fékk inni á Hömrum, þar sem vel var hugsað um hana. En munum það góða. Við syst- kinin Dóra, Dídý og Gummi og fjölskyldur okkar vottum Erling, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu sam- úð. En minningin lifir. Soffía (Dídý). Hún Ólína amma mín var skemmtileg amma, hún var þessi sem hægt var að sprella með og gera grín, hlæja og láta eins og kjáni en svo gat maður líka talað um alvarleg mál við hana og skipst á skoðunum. Hún hafði sterkar skoðanir og var aldrei hrædd við að segja þær, en hún gat alveg hlustað á mann ef maður hafði aðrar skoð- anir. Það var líka allt í lagi að fólk hefði aðrar skoðanir en hún en þær voru bara ekkert endilega réttar fyrir henni. Hún var líka með þrjóskustu manneskjum sem ég hef kynnst en samt sem áður með hjartað á hárréttum stað. Hún var húsmóðir af lífi og sál og sá til þess að enginn sem kom til hennar færi svangur í burtu. Heima á Eiðhúsum voru fimm máltíðir á dag og maður lærði fyrir rest að borða sig ekki sadd- an þar sem það var stutt í næstu máltíð. Ég var mikið heima á Eiðhús- um sem barn, dvaldi lengi í einu á sumrin og margar helgar yfir vetrartímann. Ég hugsaði aldrei að við værum að fara í heimsókn til ömmu og afa heldur að ég væri að fara á hitt heimilið mitt. Þrátt fyrir að vera mjög önn- um kafin húsmóðir átti amma alltaf tíma fyrir barnabörnin sín að spjalla um heima og geima, spila, fara í göngutúra, saumaði á mig alla jólakjóla fyrstu tíu árin eða tólf, prjónaði ullarsokka á alla fjölskylduna, fór í heimsóknir á næstu bæi og margt fleira. Mér er alltaf minnisstætt að þegar hún fór að heiman til að fara í næstu búð, Vegamót, eða kaup- staðarferð í Borgarnes, þá fór hún alltaf og skipti um föt, því ekki fór hún í fötunum sem hún var búin að vinna í eldhúsinu all- an morguninn, og fann veskið sitt. Maður varð nefnilega að vera fínn í kaupstaðarferð og með varalit. Lífslexían sem ég lærði af minni góðu ömmu var: „Ég get, ég vil og ég skal,“ og með þeim orðum á maður aldrei að gefast upp. Hennar orð hafa oft hjálpað mér þegar ég hef gengið í gegn- um erfiða tíma og ég man að ég get og ég vil og ég skal. Síðasta minning yngri drengj- anna minna tveggja, Erlings Vals og Alexíusar Mána, um lang- ömmu sína er úr heimsókn á hjúkrunarheimilið í haust. Hún var ekki mjög ræðin undir það síðasta en í þessari heimsókn náði hún að grínast í þeim. Hún reyndi að kitla Alexíus Mána, sem var að stríða Erlingi Val bróður sínum og við það gaf Er- ling Valur henni „fimmu“ af því hann var svo ánægður með hana. Þá sá maður á brosinu hjá henni að hún var glöð að hafa kætt þá bræður og bræðurnir ánægðir að hafa kíkt í heimsókn til þessarar skemmtilegu langömmu. Þetta er síðasta minning þeirra bræðra um langömmu sína, ömmu mína, og er sú minning sem við rifjuð- um upp föstudagsmorguninn er ég sagði þeim að hún væri dáin. Elsku Ólína amma mín þú varst alltaf svo sæt og fín, stríðin, dugleg, ákveðin og góð og fannst líka gaman að heyra ljóð. Ég hugsa til þín í sveitinni, og hvernig það var í minningunni. Ég hugsa að þú horfir á okkur ánægð og vona að ég finni fyrir þinni nálægð. Mér þykir óendanlega vænt um þig, Ólína amma mín, og ég á eftir að sakna þín sárt. Hvíldu í friði, elsku Ólína amma mín. Þín ömmustelpa, Elín Anna. Meira: mbl.is/minningar Ólína Anna Guðjónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morg- unblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.