Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
✝ Örn Karl Sig-fried Þorleifs-
son fæddist í
Reykjavík 21. nóv-
ember 1938. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 30. október
2017.
Foreldrar Arnar
voru hjónin Þor-
leifur Þórðarson
forstjóri, f. 27.4.
1908, d. 7.8. 1980, og Annie
Chaloupek, f. 27.7. 1911, d.
28.12. 1948. Seinni kona Þor-
leifs var Kristjana Kristjánsd., f.
14.3. 1921, d. 10.2. 2011. Alsyst-
ir Arnar er Rosemarie, f. 1941.
Hálfsystkini Arnar samfeðra
eru Einar, f. 1953, María, f.
1954, Björg, f. 1955, og Olga
Bergljót, f. 1956.
Örn kvæntist 3.9. 1967 Elsu
Þorbjörgu Árnadóttur, f. 1946,
dóttur Árna Halldórssonar,
bónda í Húsey, og k.h. Stef-
ánnýju Níelsdóttur, þau eru
bæði látin. Örn og Elsa skildu
árið 1991.
Börn Arnar og Elsu eru Anna
Aðalheiður, f. 1967, gift Gísla
Gunnari Jónss., f. 1965, og eiga
þau eina dóttur saman, Huldu
Vöku, f. 2007. Þau eru búsett í
Þorlákshöfn, en fyrir átti Anna
tvo drengi: a) Arnar Þór, f.
1991, sambýlisk. Hólmfríður D.
Friðjónsd, b) Atla Grétar, f.
1994, sambýlisk. Ingibjörg
Hann lauk gagnfræðaprófi
1955, lauk búfræðiprófi frá
Hvanneyri 1957 og búfræðik-
andídatsprófi þaðan 1963. Sam-
hliða námi keyrði hann Norður-
leiðarrútur í nokkra vetur. Örn
dvaldi við nám í Þýskalandi
1957-1959, var í námi í vinnu-
hagræðingu í Englandi 1964-
1965, fór kynnisferð til Noregs
og Englands varðandi djúp-
frystingu á nautasæði og til
Þýskalands og Tékkóslóvakíu
sumarið 1964 til að kynnast
meðferð gæsa, anda, kanína og
fleiri smádýra, stundaði nám í
uppeldis- og kennslufræði við
HÍ 1989-1990 og lauk prófi í
þeirri grein. Örn var ráðunaut-
ur hjá Búnaðarsambandi Eyja-
fjarðar og Búnaðarsambandi
Borgarfjarðar 1963, hjá Bún-
aðarsambandi Austurlands
1965-1970, og starfaði aftur hjá
Búnaðarsambandi Austurlands
1981-1984, hann var formaður
Búnaðarfélags Tunguhrepps í
nokkur ár, var kennari við
Brúarásskóla frá 1987-2014 en í
millitíðinni kenndi hann tvo vet-
ur í Fellaskóla í Fellabæ. Árið
1970 hóf hann búskap í Húsey,
Hróarstungu, ásamt þáverandi
eiginkonu sinni. Árið 1981 fóru
þau út í ferðaþjónustu meðfram
búskapnum sem óx og dafnaði
með árunum og er þar í dag vin-
sæll áningarstaður ferðamanna,
sem hann ásamt Laufeyju, eig-
inkonu sinni, og börnum þeirra
starfaði við til dauðadags. Örn
var mikið náttúrubarn, allt sem
tengdist náttúru var honum
hugleikið.
Útför Arnar fer fram frá Eg-
ilsstaðakirkju í dag, 10. nóv-
ember 2017, klukkan 14.
Hjörleifsd. Gísli á
tvær dætur, Dag-
nýju, f. 1989, og
Þóru Birnu, f. 1986,
og á hún Rakel
Betu, f. 2008. Þor-
leifur Kristján, f.
1968, sambýliskona
hans er Lene
Harbo Sörensen, f.
1979. Þau eru bú-
sett í Danmörku.
Þorleifur átti fyrir
einn son, Tómas Val, f. 1992,
sambýlisk. Martine Usland Möll.
Hjálmar Örn, f. 1974, kvæntur
Ídu Björgu Unnarsd., f. 1976, og
eiga þau þrjú börn: a) Skúla
Berg, f. 1996, sambýlisk. Þórey
Kristinsd., b) Söndru Björgu, f.
2004, og c) Sæþór Berg, f. 2007.
Þau eru búsett í Garðabæ
Stjúpdóttir Arnar, dóttir
Elsu, Árný Vaka Jónsd., f. 1965,
búsett í Reykjavík, á hún þrjár
dætur: a)Kolbrún Arna, f. 1985,
sambýlism. Arnar Darri Pét-
urs., b) Anna Hlín, f. 1987, gift
Jide Alabama barn þeirra Tayo
Daníel, c) Stefánný Ósk, f. 2000.
Örn kvæntist 11.9. 1997 eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Lauf-
eyju Ólafsdóttur, f. 1966, dóttur
Ólafs Hallgrímssonar og Þór-
hildar Sigurðardóttur. Börn
þeirra eru Örn, f. 1999, og Arn-
ey Ólöf, f. 2002.
Örn ólst upp á Hrefnugötunni
í Reykjavík en ungur fór hann í
Skógaskóla undir Eyjafjöllum.
Elsku pabbi minn, ég líð hér
um í hálfgerðri þoku þessa dag-
ana, ég er ekki alveg að sam-
þykkja það að þú sért farinn að
eilífu. Ég veit samt að það er
raunverulegt en mig dreymir
þig á nóttunni; alltaf ljúfir og
góðir draumar. Ég á svo marg-
ar góðar minningar um sam-
veru okkar , hvort sem það var
í sveitinni í gamla daga, ég
trítlandi á eftir þér að reyna ná
í fótspor þín í snjónum á leið í
fjárhúsin, kúra í fangi þínu í
eldhúsinu á morgnana þegar ís-
kalt var og þú búinn að kveikja
á kolaeldavélinni til að hita að-
eins. Ég austur í bæ á baðher-
berginu hjá afa og ömmu að
reyna að skrúbba freknurnar
úr andlitinu með þvottapoka og
sápu eftir að þú sýndir mér
brúsann með brúnu málning-
unni sem þú sagðist hafa notað
til að búa þær til. Ekki datt
mér í huga að þú værir að
stríða mér fyrr en löngu, löngu
seinna enda varstu ótrúlegur
prakkari í þér. Seinna meir
varð ég bara hæstánægð með
freknurnar mínar eftir að ég
uppgötvaði að þær hefðu erfst
frá þér. Eftir að ég fór að búa
sjálf komstu oft og eftir að
strákarnir fæddust varstu alltaf
boðinn og búinn að passa þá
fyrir mig eða bara fá þá lánaða
eins og þú sagðir. Seinna meir
leist þú oft við bara til að
leggja þig í smá stund, fá smá
kaffisopa og spjall. Síðar eftir
að ég flutti til Þorlákshafnar og
sérstaklega eftir að þú fórst að
fara í heilsubótardvöl í Hvera-
gerði komstu oft bara aðeins að
kíkja á okkur. Alla tíð gat ég
leitað til þín alveg sama hvað
var og þú hafðir alltaf einhverja
lausn fyrir mig. Börnin mín
fengu öll að njóta samvistar við
þig í ríkum mæli, og þú óþreyt-
andi að fræða þau um náttúr-
una og allt í sambandi við dýrin
í sveitinni.
Ég er svo þakklát í hjarta
mínu fyrir ferðina sem þú
skipulagðir til Austurríkis 2012,
að hafa haft tækifæri til að
kynnast móðurfólki þínu aðeins
er mér ómetanlegt, þú sýndir
það í þessari ferð að allt er
hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Æðruleysi þitt í veikindum þín-
um síðastliðinn mánuð sýndi
glöggt hversu sterkur persónu-
leiki þú varst, huggaðir okkur
og stappaðir í okkur stálinu
þegar þú sást eða fannst að
okkur leið illa þó svo að þér liði
örugglega helmingi verr. Að fá
að hafa þig hér hjá okkur í Þor-
lákshöfn þessar vikur sem þú
varst að berjast af öllu afli við
krabbafjandann er ómetanlegt í
mínum huga, sérstaklega af því
að staður númer eitt var ekki í
boði, þ.e.a.s. heima í Húsey. Þá
vildir þú helst vera hér, fannst
svo notalegt nýja húsið okkar
og umhverfið hér í bænum og
þú lést okkur svo sannarlega
vita af því.
Hulda Vaka afastelpa á eftir
að sakna þín mikið en þú
kvaddir hana svo fallega og vel.
Ég vona bara að þú hafir átt
góða ferð, sannfærð um að það
hafi vantað mann eins og þig
þarna hinum megin. Ég skal
reyna mitt besta ásamt heims-
meistaranum mínum, eins og
þú kallaðir uppáhalds tengda-
soninn þinn öðru nafni, til að
halda í öll fjölskylduböndin því
þú lagðir svo ríka áherslu á að
þau myndu ekki rofna við
brotthvarf þitt. Sofðu rótt,
elsku pabbi minn, og hvíl þú í
friði.
Þín pabbastelpa
Anna Aðalheiður.
Það er ofsalega sárt að þú
sért farinn, elsku afi.
Ég vildi óska að við hefðum
átt fleiri ár, því ég veit að þú
hafðir fleiri sögur að segja. Þú
varst frábær kennari og um-
hyggjusamur maður og smit-
aðir fólkið í kringum þig af
gleði og ást og áhuga á nátt-
úrunni.
Takk fyrir allt.
Arnar Þór Ingólfsson.
Örn Þorleifsson, bóndi í Hús-
ey, lést 30. október og er
kvaddur hinstu kveðju frá Eg-
ilsstaðakirkju í dag. Kynni okk-
ar hófust fyrir um tveimur ára-
tugum, er Laufey, dóttir mín,
og hann rugluðu saman reytum
og stigu þar með sannkallað
gæfuspor. Áður þekkti ég lítið
til Arnar, vissi að hann var
Reykvíkingur, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Austurlands,
bjó í Húsey og rak þar ferða-
þjónustu. Við sáumst stundum
á Egilsstöðum. Örn varð fljótt
hluti af fjölskyldunni. Hann var
hlýr og traustvekjandi, með
okkur tókst góð vinátta, sem
aldrei hefur borið skugga á. Að
kynnast Húsey var ævintýri
líkast. Þar er sannkölluð nátt-
úruparadís, flatlendi mikið og
sjóndeildarhringurinn víður og
fagur. Þar er fuglalíf fjölskrúð-
ugra en annars staðar, og oft
má sjá seli spóka sig á aurum
Jöklu eða úti við Ósinn. Í þessu
umhverfi lifði og hrærðist Örn,
þar var hans staður í lífinu, þar
og hvergi annars staðar vildi
hann eiga heima. Laufey féll
líka fljótt vel inn í þessar
kringumstæður, og saman hafa
þau tekist á við úrlausnarefnin,
rekstur farfuglaheimilisins við
vaxandi aðsókn erlendra gesta,
auk þess nokkurn búskap með
hross fyrir ferðaþjónustuna og
kindur og kýr til heimilisnota.
Fólkið sem þangað kemur er
ánægt og fer þaðan með bros á
vör, enda vel við það gert.
Börnin þeirra tvö, Örn og Arn-
ey Ólöf, sem erft hafa góða
kosti foreldranna, hafa vaxið úr
grasi og lagt lið.
Örn var fróður maður og
gaman að heyra hann segja frá.
Hann var umhverfisverndar-
maður í orðsins bestu merk-
ingu, umgekkst náttúruna með
varúð og virðingu. Er Kára-
hnjúkavirkjun var reist skipaði
hann sér í raðir andstæðinga
hennar. Honum féll þungt að
sjá, hve Fljótið er illa leikið af
völdum virkjunarinnar, hve það
hefur breytt um lit og lögun og
lífríkinu hnignað. Í þeirri bar-
áttu áttum við samleið. Hann
var fjölhæfur persónuleiki, í
senn gróinn sveitamaður og
heimsborgari, málamaður góð-
ur, talaði þýsku sem innfæddur.
Í rauninni var þýska hans ann-
að móðurmál. Í mörg ár kenndi
hann raungreinar við Brúarár-
skóla, vinsæll og virtur af nem-
endum sínum. Fyrir sex árum
lenti Örn í alvarlegu slysi,
brotnaði á báðum fótum við
ökklalið og skaddaðist í baki,
en náði góðum bata á næstu ár-
um, m.a. með endurtekinni dvöl
á Heilsuhælinu í Hveragerði,
gat sinnt bústörfum, en varð þó
aldrei jafngóður. Síðla sumars
greindist Örn með lungna-
krabbamein. Við tóku erfiðar
sjúkradvalir á Landspítalanum
og aðgerð, en eftir það hallaði
undan fæti. Laufey stóð við hlið
manns síns eins og kletturinn,
sem aldrei bifast. Þungbært
var að sjá þennan þrekmikla og
lífsglaða mann verða að lúta í
lægra haldi fyrir illvígum sjúk-
dómi, sem eigi varð við ráðið.
Röddin er hljóðnuð, en eftir
stendur minningin um heil-
steyptan mann og góðan dreng.
Elsku fjölskylda í Húsey,
börn Arnar frá fyrra hjóna-
bandi og önnur skyldmenni.
Megi Guð allrar huggunar gefa
ykkur styrk. Ég kveð þig með
orðum Sólarljóða og þakka ár-
in, sem við urðum samferða.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
Ólafur Hallgrímsson.
Það er milt fallegt haust.
Náttúran skartar sínu fegursta,
blómin springa enn út, grasið
sprettur og laufin halda fast í
trén sín en taka liti haustsins
með sínu litaskrúði eins og þau
fegurst geta verið. Logn, hiti
og blíða flesta daga. Það eru
komin októberlok, náttúran
lætur aðeins undan, frost á
nóttu, myrkrið skellur á fyrr en
varir.
Á þessu fallega hausti grein-
ist elskulegur Örn bróðir minn
með krabbamein. Sjúkdóm sem
leggur marga í valinn en einnig
margir sigrast á. Örn sagði
þessum sjúkdómi stríð á hend-
ur, allt var reynt sem hægt var
að gera en á örskömmum tíma
tók banvænt meinið yfir, ekkert
var hægt að gera. En elsku
bróðir, við höfðum trú og von
til síðasta dags. Þú vissir að
hverju stefndi en tókst örlögum
þínum með æðruleysi eins og
öllu öðru alltaf. Hinn 30. októ-
ber sigraði sláttumaðurinn með
ljáinn. En elsku Örn, þú varst
líka sláttumaður, en af hinu
góða. Þú varst bóndi og hesta-
maður, þú slóst um þig með
dugnaði, eljusemi, bjartsýni,
hjálpsemi og ekki síst frásagn-
argleði. Skemmtilegur að segja
sögur, stundum ótrúverðugar,
hve oft sagði ég ekki: „En Örn,
það getur ekki verið.“ mér
fannst þú oft vera að skálda inn
í en yfirleitt var þetta heilagur
sannleikur. Þú lifðir þig svo inn
í að segja frá, það var eins og
staður og stund lifnaði við.
Þú elskaðir dýrin og landið,
varst mikill náttúruverndarbar-
áttumaður. Dýrin öll stór og
smá tókst þú undir þinn vernd-
arvæng ef eitthvað bjátaði á,
fugla, seli, mýs og hvaðeina, öll-
um hjálpaðir þú.
Þú varst sannkallaður dýra-
hvíslari og þín verður sárt
saknað í Húsey þegar dýrin
heyra ekki rödd þína lengur.
Eins og pabbi sagði við okkur
og svo börnin okkar: „Verið
dýrunum góð, þau eiga sinn
rétt.“ Elsku Örn, það er svo
ósanngjarnt að þetta skuli
koma fyrir þig, þú sem hafðir
náð þér svo vel eftir mikið slys
og langa sjúkrahúsvist, máttir
ekki hreyfa þig. Þá skipulagðir
þú ferð okkar fjölskyldunnar á
heimaslóðir móður okkar í
Austurríki. Ógleymanleg ferð,
við fórum á þriðja tug fjöl-
skyldumeðlimir, börn, makar,
afa- og ömmubörn.
Í veikindum móður okkar
varst þú oft að passa mig og við
móðurmissi, þú tíu og ég sjö
ára, áttum við hvort annað þeg-
ar pabbi var fjarri vegna vinnu
sinnar.
Það var svo fallegt á dán-
arbeði þínum að þú leitaðir eft-
ir hönd Sigfúsar og sagðir:
„Passaðu litlu systur mína.“ Við
áttum alltaf hvort annað í blíðu
og stríðu þó að mörg árin vær-
um við fjarri hvort öðru.
Það var mér mikils virði að
geta verið hjá þér síðustu daga.
Nú ert þú hjá mömmu og
pabba. Far þú í friði. Þú varst
einstakur maður.
Þín litla systir,
Rosemarie Brynhildur
Þorleifsdóttir.
Örn bróðir er fallinn frá. Allt
til hinstu stundar lifði hann
hvern dag brennandi af áhuga
fyrir fólkinu sínu, landinu sínu
og því sem það fóstraði og gaf.
Víst er að umbrot snemma æv-
innar mótuðu líf hans, sár móð-
urmissir í bernsku og breyttar
fjölskylduaðstæður þegar pabbi
okkar kvæntist á ný fáeinum
árum síðar og systkinahópurinn
stækkaði.
Á æskuárum varð sveitin at-
hvarf Arnar á sumrin og þar
var vafalaust sleginn upptakt-
urinn að lífshlaupi hans. Í
bernskuminningum okkar er
stóri bróðir sumpart fjarlægur
enda að nokkru fluttur að
heiman þegar við munum fyrst.
En ljósmyndir frá þessum tíma
sýna glæsilegan ungan mann,
kankvísan og glettinn á svip.
Það var ekki fyrr en við yngri
systkinin voru komin af barns-
aldri og hann hafði fest sitt ráð
sem kynni af bróður urðu
meiri. Hann kvæntist Elsu
Árnadóttur, heimasætu í Húsey
í Hróarstungu, og þar hófu þau
búskap og ólu upp börnin sín
fjögur. Leiðir Arnar og Elsu
skildi en Örn bjó áfram í Hús-
ey. Hann kvæntist aftur og
seinni kona hans var Laufey
Ólafsdóttir og þau eignuðust
tvö börn.
Í Húsey fann Örn sinn griða-
stað, í sveitinni milli tveggja
stórfljóta, úti við ysta haf, þar
sem víðsýni og blámi himinsins
ríkir og Dyrfjöllin blasa við í
allri sinni dýrð. Töfrar svæð-
isins eru einstakir, þar er eins
og tíminn leysist upp, einkum á
sumrin þegar nóttin er björt og
dagar langir. Örn festi þarna
djúpar rætur og fann hversu
landið og náttúran var honum
dýrmætt og gjöfult.
Miklar nytjar eru á Húseyj-
arlandi, reki á fjörum, selur í
ósnum, hreindýr í úthaga, fisk-
ur í ám og fuglinn allt um
kring. Hann nýtti það sem
landið gaf en leit líka á sig sem
vörslumann þessarar paradísar.
Örn hafði unun af því að um-
gangast dýr. Ósjaldan mátti t.d.
sjá kópa við bæjartjörnina,
undanvillinga úr selalátrinu,
sem eltu Örn eins og heimaln-
ingum er tamt. Hann fóstraði
kópana og skilaði þeim síðan
aftur í fljótið þegar þeir höfðu
braggast og náð þroska. Hann
hændi að sér villtar gæsir og
endur og samband hans við
hesta var einstakt. Honum var
það líka mikið kappsmál að
ganga vel um landið, sýna því
virðingu og barðist ötullega
gegn stórvirkjunum, taldi nátt-
úruna ætíð eiga að njóta vaf-
ans.
Örn var búfræðingur og
vann lengi sem ráðunautur á
Austurlandi. Seinna samhliða
búskap og ferðaþjónustu í Hús-
ey kenndi Örn við Brúarár-
skóla, aðallega raungreinar og
náttúrufræði og sótti sér síðar
framhaldsmenntun í kennslu-
fræðum við Háskóla Íslands.
Hann þótti framsækinn kennari
og fór óvenjulegar leiðir til að
ná til nemenda sinna og vekja
áhuga þeirra.
Örn bróðir var afar gestris-
inn, fór ekki í manngreinarálit,
kom eins fram við alla sem á
vegi hans urðu. Hann naut þess
jafnan að vera meðal fólks,
segja sögur og spyrja fregna.
Þannig var hann allt til síðustu
stundar þegar hann háði hetju-
lega baráttu við ólæknandi
sjúkdóm, naut þess að vera um-
kringdur fólkinu sínu, gaf þeim
ráð og heilræði í veganesti, á
sinn kankvísa og hlýja máta.
Þannig minnumst við Arnar
bróður og biðjum þess að allar
góðar vættir standi vörð um
fjölskyldu hans.
Björg og Olga Bergljót.
Mig langar í fáum orðum að
þakka þér, elsku Örn bróðir,
samferð okkar. Fyrstu minn-
ingar eru úr barnæsku og þú
töffarinn stöðugt á ferð út eða
að koma heim með útlenskt
nammi í poka. Man þig uppá-
búinn með brilliant í hárinu, á
svörtum támjóum skóm og með
svart mjótt bindi og Presley
spilaður í botni.
Þú varst góður og hlýr við
okkur yngri systkinin samfara
góðlegri glettni og prakkara-
legri stríðni.
Mér er minnisstætt er ég
strauk úr vistinni í Steinahlíð.
Ljúfasta stund dagsins,
„drekkutíminn“, var ekki í boði
og mér stórlega misboðið. Tók
Björgu systur og tvo leikfélaga
áleiðis heim á Hrefnugötuna
því mamma átti gott rúgbrauð
og sultu. Ferðin endaði að
kvöldi með akstri heim í lög-
reglubíl.
Þú lést ekki þitt eftir liggja
með glettnislegu spaugi af af-
rekum litlu systur og lengi
mátti ég búa við tilboð á ólíku
rúgbrauði með sultu og gríni
vegna heimferðar með „Svörtu
Maríu“. Heiðu frænku setti
hljóða meðan þú af þinni ein-
skæru og litríku frásagnargleði
breyttir sögunni í herskáa bylt-
ingu, Ídu forstöðukonu geymdri
í læstri kompu meðan eldhús-
skápar Steinahlíðar tæmdust
og barnaskarinn með mig í far-
arbroddi hljópst á brott með
allt sætabrauðið.
Þrátt fyrir glensið skynjaði
barnið að við vorum ekki ólík
og að ég átti þig líka sem
bandamann í réttsýnni afstöðu
þinni til lífsins.
Ein ferð í Húsey af mörgum
góðum stendur þó fremri öðr-
um en það var sumarið 1973, ég
stödd í vinnu á Eiðum og Lag-
arfljótið skildi okkur að.
Ferðin hófst með að við vin-
kona mín vorum ferjaðar á ára-
báti yfir fljótið. Þú beiðst á ár-
bakkanum á rauðri dráttarvél
og í tíbránni var sem þú sigldir
til móts við okkur yfir straum-
hart fljótið meðan við upplifð-
um kyrrstöðu.
Við lendingu horfðir þú sem
snöggvast með undran á fóta-
búnað okkar, bauðst okkur sæti
á brettunum beggja vegna við
þig og gafst í. Landið var þýft
með mýrarflákum og við hent-
umst upp og niður. Hver fugl
og hvert smáblóm á vegi okkar
átti hug þinn allan og deildir þú
með okkur öllu því sem fyrir
augu bar.
Dyrfjöllin þrengdu bilið í
blámanum eftir því sem afstað-
an breyttist og við nálguðumst
Húsey í sumarsólinni.
Eftir útiveru og skoðunar-
ferð var snætt með fjölskyld-
unni og skrafað í eldhúsinu. Þú
spurðir hvort ég vildi mjólk út í
kaffið og bauðst mér að fylgja
þér fram, tókst fötu og röltir af
stað út á tún. Kallaðir blíðlega
kusa kus og kom Kusa lullandi
á móti þér.
Um leið og þú klappaðir
henni bak við eyrun mjólkað-
irðu dreitil í kaffið. Birtan var
tær því sólin rétt kyssti hafflöt-
inn við ystu sjónarrönd. Það
eina sem heyrðist var þögnin.
Ég spurði hvað tímanum liði
og með æðruleysi sagðist þú
bara ekki vita það. Þegar inn í
bæ var komið sýndi veggklukka
rúmlega miðnætti.
Í Húsey á þessum stundum
hætti tíminn að vera til.
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér, elsku Örn bróðir, þín er
sárt saknað.
Elsku Laufey og frændsystk-
in mín, missir ykkar er mikill
en ég veit að Örn bróðir vakir
Örn Karl Sigfried
Þorleifsson