Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 yfir ykkur, þið voruð honum allt. Við fjölskylda mín sendum ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Þín systir, María Þorleifsdóttir. Ein af perlum Íslands er flóðsléttan mikla á Úthéraði. Marflöt gróin slétta þar sem skiptast á votlendi, móar og grasigrónir vellir, úti við hafið melgresishólar og svartur sandur. Í austri er Héraðsflói, inn til landsins til suðurs og vesturs taka við ásar og kjarri vaxnar hæðir en að norðan og sunnan er sjóndeildahringurinn markaður af háum snævikrýnd- um fjöllum og þar eru Dyr- fjöllin fremst meðal jafningja. Dýralíf er auðugt á sléttunni, fiskur í vötnum, selur í fljóti og kvikt af fugli. Bærinn Húsey er í dýrðinni miðri yst úti við sjó- inn í tungunni á milli Jökulsár á Dal og Lagarfljóts. Þetta var ríki mágs míns Arnar Karls Sigfrieds Þorleifssonar bónda í tæplega hálfa öld. Hver var hann Húseyjar- bóndinn, hvaðan kom hann og hvernig kom hann samferða- mönnum sínum fyrir sjónir? Ég hef stundum velt vöngum yfir því hvað ráði vegferð manna, er þetta röð tilviljana eða vilji Fortunu gyðju hamingjunnar. Þeir stofnar sem stóðu að Erni komu úr mjög svo ólíkum átt- um, móðirin, Annie Chaloupek, var frá Austurríki, en faðirinn, Þorleifur Þórðarson, var af Snæfellsnesi. Leiðir Annie og Þorleifs lágu saman í Frakk- landi og saman settu þau bú í Reykjavík. Úthérað var eins fjarri reynsluheimi þessa góða fólks og hægt er að hugsa sér. Örn var frumburðurinn, strax í æsku áhugasamur um dýr og dýrahald, menntaði sig í land- búnaðarfræðum, störf á því sviði leiddu hann austur á land og ástin í Húsey. Ég heyrði fyrst talað um Örn og Húseyjarland um 1980, löngu áður en leiðir mínar lágu þangað austur. Nafn Arnar var sveipað ævintýraljóma og æv- inlega tengt landinu í mæli manna, hann var „Örn í Hús- ey“. Við tengdumst fjölskyldu- böndum árið 2003 og síðan hef- ur Húsey verið fastur áfangastaður minn jafnt í starfi sem leik. Örn var prúður og frjálslegur í fasi hversdags, glaðsinna og félagslyndur. Að- komumönnum tók hann af gest- risni, andlitið geislaði af kímni og hlýju. Hann var sagnamaður af guðs náð, fróður mjög, lang- minnugur og hafði frá mörgu að segja, jafnt úr ríki náttúr- unnar sem heimi manna. Búseta í Húsey er ekki auð- veld. Bærinn er einangraður, en um 30 km eru frá bæ og upp á þjóðveg, og aðstæður þannig að þær bjóða kannski ekki upp á stórbúskap með hefðbundnu sniði. Örn og Elsa Árnadóttir, fyrri kona hans, og seinna Laufey Ólafsdóttir, síðari kona Arnar, völdu þann kostinn að byggja afkomu búsins að stórum hluta á náttúrutengdri ferðamennsku og það er vel. Húseyjarbúið er til fyrirmynd- ar, þar lifa menn í sátt og sam- lyndi við móður náttúru. Ég fann þegar ég heimsótti Húsey á liðnu sumri að það var af Erni dregið, í september var al- varleiki stöðunnar ljós. Örn tók þeim tíðindum af raunsæi, still- ingu og festu. Eitt af því síð- asta sem hann sagði við Björgu systur sína var „veistu, ég hef ekki séð eftir einni einustu mín- útu sem ég hef búið í Húsey“. Eiginkonu, Laufeyju Ólafs- dóttur, börnum og barnabörn- um votta ég innilega samúð mína. Ég kveð mág minn með virðingu og söknuði, góður drengur er genginn, blessuð sé minning Arnar í Húsey. Ólafur K. Nielsen. Mikið er erfitt að kveðja Örn, vin minn og læriföður. Það eru um 25 ár síðan ég, tvítug hestastelpa frá Þýskalandi, fór að vinna hjá Erni í Húsey við tamningar og landbúnaðarstörf. Þessi árs dvöl mín þar reyndist verða mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Náttúran, hestarnir og lífið í Húsey, Ísland og Íslendingar, lífsviðhorf Arnar, gildi og húm- orinn hans höfðuðu sterkt til mín. Ísland varð mitt nýja heimaland og hér er ég enn. Það hafa verið mikil forrétt- indi að hafa átt Örn sem vin. Einstakur og sterkur persónu- leiki sem geislaði af lífsgleði, bjartsýni, visku og æðruleysi. Hjartahlýr, einlægur og ráða- góður og vildi allt fyrir alla gera. Það birti alltaf yfir manni að hitta Örn. Hann var líka snilldar-sögumaður, sló gjarnan á létta strengi og gerði grín. Hann lifði lífinu eftir eigin sannfæringu og skapaði sér sína eigin paradís í Húsey ásamt fjölskyldu sinni. Hæfi- leikaríkur maður sem naut sín úti í náttúrunni, innan um hest- ana sína og hin dýrin, sem bóndi, við að sinna ferðamönn- um og sem grunnskólakennari. Húsey er náttúruparadís og Örn var verndari hennar. Með glaðværð sinni, húmor og hæfi- leikum til að miðla og segja frá gerði hann staðinn að kennslu- stofu í náttúrufræðum og jafn- framt að ævintýraheimi í hug- um ótal nemenda, ferðamanna og annarra sem þangað lögðu leið sína. Hann smitaði fólk með hrifningu sinni á töfrum dýralífsins í Húsey og skildi og gat talað við hvaða dýrategund sem er, sannur dýrahvíslari. Örn, náttúrubarnið, hafði djúp- stæðar tilfinningar og næman skilning á náttúrunni, sem hann gjörþekkti. Hér var á ferðinni áhrifamikill hugsjónamaður sem barðist alla tíð fyrir nátt- úruvernd á mörgum sviðum og gaf mikið af sér. Í Húsey var hægt að upplifa af eigin raun hvernig hægt er að nýta og vernda í senn auðlindir landsins og hvernig það er að finna sig sem hluta af náttúrunni. Verk Arnar í umhverfisfræðslu og náttúruvernd eru hluti af mik- ilvægri arfleifð hans og munu lifa áfram í mörgum okkar sem vorum svo lánsöm að kynnast honum. Örn og hans fjölskylda opn- uðu heimili sitt fyrir mér og ég kom reglulega í heimsókn og í vinnu á meðan ég stundaði nám á Hvanneyri og mátti kalla Húsey mitt íslenska heimili. Seinna þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu á Egilsstöðum voru samskiptin áfram mikil, líka í gegnum vinnuna, land- græðsluna sem hann stundaði af miklum eldmóði í Húsey og við frumlegt kennslustarf í grunnskóla. Elsku Örn minn, þú hefur kennt og gefið mér svo margt og verið mér fyrirmynd á mörgum sviðum. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og dætur mínar sem traustur vinur. Við elskuðum að heimsækja ykkur fjölskylduna í Húsey, hjálpa til í búskapnum, fara á hestbak og uppgötva með þér gersemar náttúrunnar. Ég er þér þakklát fyrir svo margt. Minningar mínar um þig, lífsgleðin þín, hláturinn og gildin þín eru geymd djúpt í mínu hjarta. Þín verður sárt saknað á mínu heimili. Ég votta Laufeyju, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum mína innilegustu samúð. Guðrún Schmidt, Egilsstöðum. Örn í Húsey verður eftir- minnilegur þeim sem honum kynntust vegna ríkulegra mannkosta, hlýlegs viðmóts og víðtækrar þekkingar á náttúru- fari og aðstæðum á Úthéraði. Leiðir okkar lágu fyrst saman á sjöunda áratug liðinnar aldar þegar hann gegndi starfi bún- aðarráðunautar á Héraði, en undir það var hann vel búinn eftir kandídatspróf frá Hvann- eyri. Hann átti gott samstarf við marga, m.a. eldri starfs- bróður sinn Pál Sigbjörnsson frá Rauðholti og vitnaði oft til hans. Sjálfur var hann vel undir það búinn að gerast bóndi og Húsey varð hans vettvangur eftir að hann um 1970 kvæntist Elsu Árnadóttur heimasætu þar, en saman eignuðust þau þrjú börn og Elsa átti dóttur fyrir. Sauðfé og geldneyti var uppistaðan í búskap þeirra í fyrstu en eftir áratug bættist ferðaþjónusta við með nýtingu á eldra íbúðarhúsi í Austurbæ, jarðarparti sem kominn var í eyði. Sú starfsemi hefur haldist þar síðan og dregið að sér gesti víða að úr veröldinni, sem kunna vel að meta fjölbreytta náttúru Húseyjar. Sem ferða- bóndi og gestgjafi naut Örn sín einstaklega vel, gjörkunnugur lífríki Húseyjar og vel mæltur á erlend mál, einkum þýsku. Móðir hans Annie Chaloupek var af austurrísku bergi brotin og fylgdi eiginmanni sínum Þorleifi Þórðarsyni, síðar for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, til Íslands. Hún var góður söngvari en féll frá í blóma lífs- ins innan við fertugt. Eftir að sauðfjárbúskap var hætt í Hús- ey var hestum fjölgað og bónd- inn reið út með gesti sína um eyna og sýndi þeim seli, fugla og ref og stundum bættust við hópar hreindýra. Elsa vann oft utan heimilis, m.a. í Brúarásskóla, og þar kenndi Örn um árabil eftir að hafa aflað sér réttinda, síðar einnig í Fellaskóla. Svo fór að leiðir þeirra skildu eftir að börnin voru uppkomin. Undir aldamót eignaðist Örn annan lífsförunaut, frænku mína Laufeyju Ólafsdóttur unga að aldri. Saman hafa þau af miklum dugnaði haldið uppi merki Húseyjar og eignast tvö mannvænleg börn sem nú feta menntaveginn. Það var einkar ánægjulegt að heimsækja þau hjón og fræðast af þeim um umhverfið. Örn gaf mér traust vegarnesti við vinnu að árbók um Úthérað og las yfir texta. Áhugi hans á verndun þessa viðkvæma umhverfis var brennandi. Síðast hittumst við í fyrrasumar á samráðsfundi um uppbyggingu fræðaseturs á Hjaltastað til eflingar rann- sóknum og verndun fjölbreyttr- ar náttúru á svæði þar sem byggð hefur verið á undanhaldi. Með starfi sínu að fræðslu og ferðaþjónustu hefur hann vísað veginn til breyttrar nýtingar á þeim mörgu kostum sem Út- hérað býr yfir. Við Kristín sendum Laufeyju og börnunum sem og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Örn var heimakær heims- maður, sem unni náttúrunni. Erindi úr Íslandssælu Eggerts Ólafssonar (1726-68) á því einkar vel við er hann er kvaddur hinsta sinni: Tjaldar syngja‘ um tún og móa, tildrar stelkur, gaukur, lóa, endar hörkur hljóðið spóa, hreiðrin byggir þessi fans út um sveitir Ísalands; æðarfuglinn angra kjóar, eru þeir að hvína; enga langar út um heim að blína. Stefán. Fyrsti snjórinn hér á Héraði þetta haustið féll seint í gær- kveldi, aðeins fáeinum dögum eftir andlát okkar hjartkæra vinar og félaga til margra ára, Arnar Þorleifssonar í Húsey. Hreinhvít og jafnfallin mjöllin sem nú hylur þetta landsvæði, sem geymir svo margar ljúfar minningar tengdar Erni, birtist nú sem eins konar samúðarlík- klæði almættisins yfir land og byggð, sem þessum sanna nátt- úruunnanda og raunar mikla náttúrubarni og félagsveru þótti svo vænt um. Örn var að mörgu leyti afar einstök persóna, sem ógerlegt er að lýsa til einhverrar hlítar í stuttri minningargrein. Ef við ættum að nefna helstu einkenni hans, eins og þau hafa blasað við okkur í gegnum tíðina, er stutt í atriði eins og trygglyndi, að vera vinur vina sinna í orði og verki. Lífskrafti hans og frumkvæði var gjarna við brugðið, enda var hann lítill sporgöngumaður, en fór gjarn- an sínar eigin leiðir, en forð- aðist þó ætíð yfirgang í sam- skiptum sínum við aðra. Örn var gæddur einkar líflegri frá- sagnargáfu, sem margir hafa notið í gegnum tíðina. Gilti þá einu hvort um tveggja manna tal var að ræða eða hóp fólks, eins og t.d. á Sagnakvöldum í Tungubúð, samkomuform, sem hann átti helsta frumkvæði um að stofna til. Einnig má nefna skipulagn- ingu á samkomum og farar- stjórn við ýmis tækifæri. Í því sambandi er skemmst að minn- ast haustfagnaðar roskinna ráðunauta fyrir rúmu ári. Sam- koma þessi var að þessu sinni haldin á Borgarfirði eystra og er óhætt að segja að þar hafi þessir eiginleikar Arnar blómstrað allan tímann sem aldrei fyrr, eins og víst má telja að þátttakendur muni vel. Sér- staklega er minnisstætt hve listilega Örn lýsti því, sem fyrir augu bar í ferð um heimaslóðir sínar, Úthéraðið, hvort sem það snerist um landið, bæi eða ábú- endur og sögur þessu tengt. Rúsínan í pylsuenda ferðarinn- ar var síðan höfðinglegt boð á heimili hans og Laufeyjar í Húsey, þar sem drykkir og krásir voru fram bornar og samfara ljúfu viðmóti þeirra hjóna skapaði einstaka og minnisstæða stemningu. En líf- ið er fallvalt og víst er að eng- um, sem þarna var, mun hafa komið til hugar að svo skammt yrði í kveðjustund Arnar, sem raun ber vitni. Þó að stutt hafi ætíð verið í glens og fjör hjá Erni – og jafnvel kryddað smá galsa inn á milli, einkum framan af ævi, átti hann sín alvöru og hjartans mál, ekki síst í tengslum við bú- skap og náttúruvernd og var þar ekkert gefið eftir. Má í því sambandi minnast á andstöðu hans við Kárahnjúkavirkjun, sökum áhrifa þeirra fram- kvæmda á umhverfið og þá ekki síst við ósa jökulsánna og þá hættu, sem þar skapaðist til dæmis í landi Húseyjar og nú er farið að gæta. Fyrstu kynni okkar Arnar hófust í framhaldsdeildarnámi á Hvanneyri og veru okkar hjóna á Skriðuklaustri á fyrri hluta 7. áratugarins. Samfelld búseta í nágrenni við Örn og hans fólk í Húsey hefur aftur staðið frá árinu 1984 og aldrei borið skugga á. Fyrir það lán verður aldrei nógsamlega þakk- að. Við hjónin og stórfjölskyldan sendum Laufeyju og ástvinum hans öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn og Guðborg. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. (Hannes Pétursson) Þessum ljóðhendingum skaut ósjálfrátt upp í hugann þegar fregnin barst um að enn væri höggvið skarð í hópinn okkar frá Framhaldsdeildarárunum forðum. Fyrir tæpum sextíu ár- um innritaðist lítill hópur ungra glaðværra nemenda í Fram- haldsdeildina á Hvanneyri haustið 1961. Við komum víðs- vegar að með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu en áttum sameig- inlega áhuga á búvísindum og íslenskum landbúnaði. Í þess- um hópi var Össi, eins og við kölluðum hann ævinlega, eins- konar samnefnari gáska og gleði, en þá þegar mátti greina gegnum hið glaðsinna yfir- bragð, djúpa virðingu og sam- stöðu með hinu smáa og veika. Hann mátti ekkert aumt sjá og aldrei svo upptekinn að ekki mætti hliðra til ef einhvers staðar þurfti viðvik eða að rétta hjálparhönd. Hvanneyrardvölin mótaði okkur um margt en varð fyrst og fremst grundvöllur að samheldni og vináttu sem aldr- ei rofnaði en óx og dafnaði með árunum. Hvanneyrardvölin tók enda og við dreifðumst vítt um til nýrra verkefna. Aldrei rofnuðu þó tengslin alveg og smám saman tókum við upp þann sið að hittast reglulega, lengst af á hálfum tug frá því að við kvöddum skólann okkar á Hvanneyri. Á slíkum stundum viku hversdagsverkin okkar fyrir því að njóta endurfunda og minn- inga frá gömlu góðu árunum. Eftir að Örn gerðist bóndi og frumkvöðull í ferðaþjónustu í Húsey áttum við þar margar samverustundir og kynntumst lífi hans og starfi og þeim hugðarefnum sem aldrei viku úr huga hans. Örn var mikill fjölskyldu- maður og þó við gömlu skóla- félagarnir fylgdumst mörg hver með því úr fjarlægð skynjuðum við hversu annt honum var um heill og hamingju sinna nán- ustu. Þá var Örn í eðli sínu fræðari af Guðs náð og var un- un að heyra hann segja frá hinni sérstæðu náttúru heima- haganna. Þegar hann svo hóf að kenna þá kom þessi eiginleiki til með að skapa honum sér- stakan virðingarsess meðal nemenda sinna. Nú er lífsgöngunni lokið og minningin merlar ein eins og samofin rökkurstundum haustsins og ljóðlínurnar hér að framan ramma inn. Við kveðj- um með söknuði og minnumst góðs vinar og félaga og biðjum algóðan Guð að veita Laufeyju, börnum hans og fjölskyldum huggun og styrk á sorgarstund. Blessuð sé minning Arnar Þor- leifssonar. Fyrir hönd skólasystkina úr Framhaldsdeild á Hvanneyri og fjölskyldna, Magnús B. Jónsson. Mér er minnisstætt þegar við Örn vinur minn fórum með krakka úr skólanum í Brúarási um borð í skipið Húna á Ak- ureyri hér um árið, hittum þar Ella Pé sem hafði þetta að segja: „Ég skel þeg venör, þú ferð ekki á sjóenn“, svo við veltumst um í hlátri yfir þessu alla heimleiðina. Nú hlær Örn ekki meira hérna megin en mikil held ég að gleðin verði hinumegin þeg- ar þessi gleðigjafi, mannlífs- kúnstner, náttúrubarn, fræði- maður og snillingur mætir við hliðið hjá Pétri þeim sem um lyklana heldur. Örn verður trú- lega annaðhvort á bláa Landro- vernum eða gömlum David Brown traktor þegar hann kemur þarna upp, og leggur svona kollhúfur, um leið og hann ber að dyrum. Ég hef verið samferða Erni alla ævi, ég er á svipuðum aldri og eldri börnin hans og var allt- af ógurlega skotinn í stelpunum hans (þær vissu það bara ekki), ég man ekki mikið eftir honum sem krakki, en núna seinni ár hafði okkur orðið vel til vina þó að aldursmunurinn væri mikill, og mikið þótti mér vænt um kveðjuna sem ég fékk frá hon- um af dánarbeði hans. Örn var barnaskólakennari í bæði Brúarásskóla og Fella- skóla lengi og það var gaman að fylgjast með því hvernig honum tókst að hemja bæði stráka og stelpur með gelgju sem oft voru ekki með A+ fyrir hegðun í einkunnabókinni, hann náði vel til þeirra og fljótlega eftir að hann fór að kenna þeim varð hann bæði vinur þeirra og félagi. Örn var vinur vina sinna og hann er sennilega alþýðlegasta persóna sem ég hefi á ævinni kynnst. Dugnaðurinn og eljan var aðdáunarverð, hann lét sér aldrei verk úr hendi falla, ók frá ysta hafi og ekki alltaf á nýjustu bifreiðunum og ekki á bestu vegunum, geri aðrir bet- ur segi ég, kvart og kvein var ekki til í orðabók Arnar í Hús- ey. Hann mun nú aka flottum vögnum á rennisléttum vegum almættisins, sem tekur fagn- andi á móti svo vel gerðum manni. Mál er að linni, vinur minn, viltu skila kærri kveðju til hennar móður minnar, ég reikna með því að hún taki á móti sínum gamla sveitunga og jafnaldra við hliðið, láttu ekki Pétur tefja þig mikið við hliðið, kæri vin, enda rennur þú þar í gegn eins og bráðið smjör, það verður nóg að gera fyrir svo ið- inn mann þar efra, því ég er viss um að það er fullt af veiði og reka þarna uppi. Sestu nú upp í þinn bát og veiddu silung eins og enginn sé morgundagurinn. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu Arnar í Húsey. Minningin um góðan mann lifir að eilífu. Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. (Úr Sólarljóðum) Gjört í Eiðaþinghá, nóvem- ber 2017, Hlynur Bragason og fjölskylda. Fallinn er frá öflugur liðs- maður Farfugla, Örn Þorleifs- son, bóndi og kennari í Húsey í Hróarstungu. Örn rak ásamt fjölskyldu sinni Farfuglaheimili í Húsey um áratuga skeið þar sem rekin er fjölbreytt ferða- þjónusta. Örn var sannur frumkvöðull og hugsjónamaður mikill, og haslaði sér völl í ferðaþjónustu í Húsey, utan alfaraleiðar en umlukinn fallegu landslagi, kyrrð, einstöku gróður- og dýralífi og ekki síst gestum frá öllum heimshornum. Örn var frábær gestgjafi og óþreytandi í að segja frá staðháttum og náttúrufari í Húsey. Hann náði einstöku sambandi við dýrin á bænum og í umhverfinu, og fyr- ir kom að á hlaðinu léku saman hundar, heimalningarnir og sel- kópar sem stundum voru í fóstri hjá Erni. Örn var mikill náttúru- og umhverfisverndarsinni og hann tók virkan þátt í umhverfis- starfi Farfugla. Á sameiginleg- um fundum hvatti Örn stjórn og starfsmenn Farfugla og rekstraraðila annarra farfugla- heimila til að sinna þessum mikilvæga málaflokki eftir bestu getu. Við minnumst Arnar með þakklæti fyrir áralangt sam- starf og samvinnu um leið og við sendum Laufeyju eiginkonu hans og börnum innilegar sam- úðarkveðjur. Stefán Haraldsson, stjórnarformaður Farfugla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.