Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 37

Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Unicorn Armband 6.900- Hálsmen frá 5.400- Eyrnalokkar frá 8.900- Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Orð þín eru áhrifaríkari en þú gerir þér grein fyrir. Allt gengur upp rétt eftir að þú hefur hugleitt að gefast upp og ganga í burtu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það mun eitthvað koma þér á óvart í dag. Ekki er hægt að verða við öllum kröfum, sem lagðar eru á herðar þér. Lærðu að segja nei. Þú færð símtal sem mun hrista upp í þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vináttan er ekki bara að þiggja af öðrum heldur líka að gefa af sjálfum sér. Tal- aðu við fólk sem sér lífið í sama ljósi og þú. Mundu að allt á sinn stað og sína stund. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta. Þér finnst gaman hvað félagslífið hefur tekið við sér. Taktu samt frá tíma til að slappa af. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð hugmyndir um það hvernig þú getur aukið tekjur þínar. Hvatning er öllum nauðsyn af og til. Ekki láta vont skap annarra trufla þitt góða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heim- ilinu í dag, hugsanlega verður nýtt heimilis- tæki tekið í gagnið. Mundu að það er ekki til neins að hafa betur í rökræðum ef það kostar vinslit. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur velt langtímamarkmiðum fyrir þér síðustu mánuði. Taktu stundarfjórðung í að skipuleggja þann hluta lífs þíns sem þarfnast mestrar athygli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið varasamt að hlaupa upp til handa og fóta af minnsta til- efni. Gott er að hlusta á innri rödd þegar taka þarf afdrifaríka ákvörðun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ævintýrin bíða þín handan hornsins og það er ekkert annað að gera en að drífa sig og njóta þess að vera til. Styrkur þinn mun ryðja öllum hindrunum úr vegi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn hentar vel til að koma hlutunum á hreint við maka og nána vini. Dagurinn gæti komið skemmtilega á óvart, en þú þarft að vera á varðbergi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð oft góðar hugmyndir en gleymir þeim jafnóðum. Gerðu upp við þig hvort vandamálin eru tímabundin eða hvort komið sé að leiðarlokum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki er allt gull sem glóir og hin sönnu auðæfi eru ekki fólgin í gulli eða gimsteinum. Foreldrum er ráðlagt að hafa augum opin og gæta sérlega vel að börnum sínum. Pólitíkin er hagyrðingum hug-leikin. Á þriðjudag orti Hösk- uldur Búi á Leir: Þukl og aðrar þreifingar þráfalt um þið dylgið, því hugsar sér til hreyfingar hægri og vinstra fylgið. „Og enn heldur dansinn áfram,“ bætti Sigurlín Hermannsdóttir við í fyrradag: Þreifingar fylgja víst margflóknu mynstri menúett dansaður til bæði og frá menn halla sér ýmist til hægri eða vinstri hneigja sig, teygja sig, beint og á ská. Ef að þeir samstöðu ná þarna nægri næst er í ráðherrastóla að spá. Hvort stjórn þessi verður til vinstri eða hægri er vonlítið akkúrat núna að sjá. „Þetta kemur vonandi,“ segir Ár- mann Þorgrímsson: Fréttir engar fékk í gær um forsætið gekk illa að semja en kannski eru Kötur tvær hvítu merina að temja. Skírnir Garðarsson talar um „stjórnarmyndunarviðræður að hætti hússins“: „Kata segir: Þú komst í hlaðið á hvítum hestum þú komst með bros í augum þér. Við pitsu snæddum í prjónavestum, þú pískraðir glatt í eyra mér. Sigurður Ingi segir: Hægri umferð hér er stunduð, heillin góða, vinstri grænna vesen allt þú vilt mér bjóða, vesöld mikla og vöntun gróða. Logi segir: Færðin austur var fremur greið, við fargjald og dísel borguðum. Þar pilsner volgum og pitsusneið, af prúðmennsku öll við torguðum.“ Ing. Ómar sló botninn í þennan vísnaspuna: Allt að sama brunni ber blása á ný til sóknar. Viðræðurnar virðast mér vera ansi flóknar. Katrín hún er illskeytt, en að engu vil þó flana. En Sigurður og Bjarni Ben báðir þrýsta á hana. Á Boðnarmiði malaði kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich: Margt er það sem menn á þingum með sér bræða og undarlegt er á að hlýða. En ætli sé nú aðra tíma um að ræða en þessa öld sem er að líða? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af þreifingum til hægri og vinstri Í klípu „ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA AÐ HLÆJA AÐ SJÁLFUM ÞÉR. ÞÁ GERIR ÞAÐ ALLAVEGA EINHVER.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞANNIG AÐ ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VEÐRIÐ VERÐI ÁGÆTT Á MORGUN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að reyna að vera ögn hugulsamari! ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ FÓLK HAFI PRENTAÐ ÚT MYNDIR Í GAMLA DAGA OG SÍÐAN LÍMT ÞÆR Í BÆKUR ? JÁ ÞAÐ HLJÓMAR SVEI MÉR EINS OG MIKIL FYRIRHÖFN ÞAÐ HAFÐI NÆGAN FRÍTÍMA ÞURFTI ÞAÐ EKKI AÐ VEIÐA RISAEÐLUR? BARA Á ÞRIÐJUDÖGUM ÞÚ HEFUR SVO YNDISLEGA, GLANSANDI, LÝTALAUSA HÚÐ! LOKSINS HEF ÉG HITT MANN SEM EINBLÍNIR Á MIG! HVAÐA ANDLITSKREMI MYNDIR ÞÚ MÆLA MEÐ FYRIR MIG? Víkverji áttar sig æ betur á þvíhversu mikilvægt er að vera með allt á hreinu þegar kemur að við- skiptum við flugfélög. x x x Aukakostnaður hjá lággjaldaflug-félögum getur skotið upp koll- inum við minnstu hreyfingu. x x x Ekki þarf endilega lággjaldaflug-félög til. Víkverji flaug eitt sinn með SAS á þessu ári. Ekki hefur það rótgróna flugfélag þá ímynd að um lággjaldaflugfélag sé að ræða. x x x Þegar Víkverji mætti til Leifs-stöðvar stóð hann í þeirri mein- ingu að ferðataska væri innifalin í bókuninni. Svo var ekki. x x x Konan sem var við afgreiðslustörffyrir hönd flugfélagsins var hin almennilegasta. Hún varð ögn vand- ræðaleg og tók það fram að ekki væri neitt sérstaklega skýrt á heima- síðu fyrirtækisins að borga þyrfti sér gjald fyrir að tékka inn ferðatösku. x x x Þegar taskan var tékkuð inn ástaðnum þá kostaði það á milli 8 og 9 þúsund. Hefði verið helmingi ódýrara á netinu við pöntun. x x x Víkverji lenti einnig í því á árinu aðlítil en óvænt færsla var tekin út af kreditkortinu af flugfélagi. Hafði hann fengið tölvupóst þar sem í boði var að velja sér sæti á netinu. x x x Erfitt var að koma auga á upplýs-ingar um að fyrir það væri greitt. Enda taldi Víkverji að þessi þjónusta væri einfaldlega án endurgjalds. x x x Upphæðin skiptir svo sem engumáli en fyrir þetta voru rukk- aðar um 1.500 krónur. En greinilegt er að neytendur þurfa að vera á varðbergi gagnvart því sem flug- félögin bjóða þegar þau eru með kreditkortaupplýsingarnar í hönd- unum. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drott- inn blessar lýð sinn með friði. (Sálmarnir 29:11)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.