Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
Jon Helt Haarder, gagnrýnandi
danska dagblaðsins Jyllandsposten,
lýsir Hestvík eftir Gerði Kristnýju
sem blöndu af lágstemmdu hvers-
dagsraunsæi með undirliggjandi
hryllingi og brútal húmor. Hann gef-
ur skáldsögunni fimm stjörnur af
sex mögulegum.
„Sem lesanda fer manni fljótt að
þykja vænt um þessa litlu perlu sem
skáldsagan er. Ég gleypti hana í mig
í tveimur munnbitum og langaði í
raun strax að byrja aftur á byrjun.
Það er þétt orka í því er virðist
ómerkilegt hugarflæði Elínar og
einfaldar setningarnar eru ljómandi
vel þýddar hjá Erik Skyum-Nielsen.
Það svífur undarleg landamæra-
stemning yfir sumarhússvæðinu við
vatnið, persónugalleríinu og fram-
vindunni. Í hinu venjulega leynast
alls kyns óvenjulegheit og allt er
þetta skapað með aðferðum sem láta
lítið yfir sér,“ skrifar Haarder.
Thomas Bredsdorff, gagnýnandi
Politiken, lýsir skáldsögunni sem
sálfræðilegri
hryllingssögu þar
sem litið er ofan í
hyldýpi illskunn-
ar eins og hún að-
eins getur birst
hjá sködduðum
börnum. Hann
gefur bókinni
fjögur hjörtu af
sex mögulegum. Í
sögunni fer Elín með 12 ára son sinn
upp í sumarbústað. Í næsta húsi hitt-
ir hún fyrir gamlan skólafélaga sem
var harðstjóri bekkjarins, en Elín
taglhnýtingur hans. Þegar börn
þeirra beggja hverfa án skýringa
verður fullorðna fólkið „eins og börn
á ný, annað harðstjóri og hitt kúgað
og sjálfbirgingslegt. Þetta er ekki
falleg sjón, en bókmenntalega séð er
þetta það fallegasta við þessa skáld-
sögu: krufningin á eðli eineltisins,
kvalalosta hans, meðvirkni og
kjarna illskunnar,“ skrifar Breds-
dorff.
Hestvík hlýtur góða dóma í Danmörku
Gerður Kristný
Hönnunarverðlaun Íslands fyrir árið
2017 voru veitt í gærkvöldi í Iðnó og
hlutu þau að þessu sinni arkitektarnir
Ásmundur Hrafn Sturluson og Stein-
þór Kári Kárason, eigendur arki-
tektastofunnar Kurt og Pí, fyrir
hönnun Marshall-hússins sem sýn-
inga- og veitingastaðar, sem þeir
leiddu í samstarfi við ASK arkitekta.
Marshall-húsið var upphaflega
byggt árið 1948 sem síldarbræðsla en
er nú nýr vettvangur myndlistar við
gömlu höfnina í Reykjavík.
Aðferðum hönnunar
beitt til nýsköpunar
„Verkið kristallar velheppnaða um-
breytingu eldra iðnaðarhúsnæðis fyr-
ir nýtt hlutverk í samtímanum. Arki-
tektarnir þróuðu verkið allt frá
hugmyndastigi og leiddu saman
breiðan hóp til að skapa heilsteypt
verk. Unnið er vel með sögu bygg-
ingar og samhengi staðar og til verð-
ur nýr áfangastaður á áhugaverðu
þróunarsvæði í borginni. Verkið er
gott dæmi um það hvernig beita má
aðferðum hönnunar til nýsköpunar í
borgarumhverfinu,“ segir í umsögn
dómnefndar um Marshall-húsið.
Í dómnefnd sátu Sigríður Sig-
urjónsdóttir, formaður dómnefndar,
en hún er forstöðumaður Hönn-
unarsafns Íslands og fyrrverandi pró-
fessor í vöruhönnun við Listaháskóla
Íslands; Katrín María Káradóttir,
fagstjóri fatahönnunarbrautar
Listaháskóla Íslands; Magnús
Hreggviðsson, formaður félags ís-
lenskra teiknara og grafískur hönn-
uður hjá auglýsingastofunni ennemm;
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deild-
arforseti hönnunar- og arkitektúr-
deildar Listaháskóla Íslands; Tinna
Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi
hönnuður og prófessor í vöruhönnun
við Listaháskóla Íslands og Jóhanna
Vidís Arnardóttir, verkefnastjóri á
menntasviði og viðskiptastjóri á fram-
leiðslusviði Samtaka iðnaðarins en Jó-
hanna sat í dómnefnd verðlaunanna
fyrir hönd samtakanna.
Bláa lónið hlaut viðurkenningu
Einnig var afhent viðurkenning
fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og
hlaut hana Bláa lónið. Viðurkenn-
inguna hlýtur fyrirtæki sem hefur
haft hönnun og arkitektúr að leið-
arljósi alla tíð í þeim tilgangi að auka
verðmætasköpun og samkeppn-
ishæfni, eins og segir í tilkynningu.
Í umsögn dómnefndar segir að
Bláa lónið hafi frá upphafi leitað sam-
starfs við hönnuði á öllum sviðum
uppbyggingar. „Hönnun er órjúf-
anlegur hluti af heildarmynd fyr-
irtækisins sem vinnur náið með fram-
úrskarandi arkitektum og hönnuðum
þvert á greinar. Þessi framsýni á svo
sannarlega þátt í því að fyrirtækið
hefur notið þeirrar velgengni sem
raun ber vitni og átt sinn þátt í vin-
sældum Íslands sem áfangastaðar.
Bláa lónið er eitt besta dæmið á Ís-
landi um það að fjárfesting í góðri
hönnun margborgar sig,“ segir í um-
sögninni.
Marshall-húsið hlaut
Hönnunarverðlaunin
Morgunblaðið/Einar Falur
Verðlaunahönnuðir Arkitektarnir hjá Kurt og pí, þeir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, í sal
Nýlistasafnsins, ásamt Berki Arnarsyni, gallerista í i8 galleríi, en þeir eru hugmyndafræðingarnir og mennirnir
sem hafa frá upphafi staðið að baki hugmyndunum að framkvæmdunum í Marshall-húsinu úti á Granda.
Velheppnuð umbreyting, að mati dómnefndar
Leikarinn Tómas Lemarquis leikur
í stuttu myndbandi á móti vélmenn-
inu Sophiu sem komst í kastljósið
nú síðast fyrir að hljóta sádiarab-
ískan ríkisborgararétt. Vélmennið
þekkir andlit og getur haldið uppi
samræðum við fólk. Í myndband-
inu, sem m.a. má finna á Facebook
og nær 6.000 manns hafa tjáð sig
um, segir Tómas við Sophiu að
hann sé einn þeirra sem sköpuðu
hana. Undir myndbandinu er spurt
hvort þeirra sé vélmenni, Sophia
eða Tómas, sem ætti þó varla að
fara á milli mála þótt Sophia sé ansi
lík manneskju. Þau Tómas ræða
ýmislegt, m.a. hamingjuna og spyr
Tómas Sophiu hvort hún sé ham-
ingjusöm yfir því að vera á lífi.
„Raddblær þinn gefur til kynna að
ég ætti að vera það en ég hef ekki
verið lifandi nógu lengi til að geta
svarað því,“ svarar vélmennið.
Hvort er vélmenni, Tómas eða Sophia?
AFP
Vélmenni Sophia, sköpunarverk
hátæknifyrirtækisins Hanson Robotics.
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey
verður ekki í kvikmynd Ridley
Scott, All the Money in the World,
vegna fjölda ásakana á hendur hon-
um fyrir kynferðislega áreitni í
garð ungra pilta. Atriðin með Spac-
ey verða öll tekin upp að nýju og
kemur leikarinn Christopher Plum-
mer í hans stað. Til stendur að
frumsýna kvikmyndina 22. desem-
ber næstkomandi. Spacey lék auð-
jöfurinn Jean Paul Getty í kvik-
myndinni sem fjallar um rán á
barnabarni Getty. Kvikmyndavef-
urinn Variety greinir frá því að
Spacey hafi verið í tvær vikur við
tökur á kvikmyndinni og þar af ver-
ið einn í nokkrum atriða hennar.
Fyrstur til að saka Spacey um
kynferðislega áreitni var Anthony
Rapp og hafa fleiri gert slíkt hið
sama, bæði karlar og konur.
Leystur af Kevin Spacey og Christopher
Plummer á verðlaunahátíð árið 2013.
Spacey fjarlægður
úr kvikmynd Scott
AFP
SÝND KL. 8, 10.25SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 6, 8 SÝND KL. 3.30 SÝND KL. 10
SÝND KL. 3.30SÝND KL. 5.50, 8, 10.15
Miðasala og nánari upplýsingar
5%