Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. á Króknum,“ sagði Brynleifur. Á stríðsárunum hleypti Brynleif- ur heimdraganum og flutti til Reykjavíkur. Þar fór hann í Breta- vinnuna. „Það lifnaði öll atvinna við komu hersins,“ sagði Brynleifur. Hann var til sjós um tíma, m.a. á togaranum Rán. Brynleifur eign- aðist Chevrolet-vörubíl og ók öli til Akureyrar fyrir Ölgerðina. Eftir það fór hann að gera út leigubíl, fyrst í félagi við Vagn Kristjánsson. „Ég var á BSR smátíma en mest á Hreyfli,“ sagði Brynleifur. „Við stofnuðum skákfélag á Hreyfli og tefldum mikið um tíma. Við vorum með ágæta skákmenn innan um. Bankamenn sóttust mjög eftir því að tefla við okkur. Ég hef gaman af að tefla.“ Brynleifur teflir enn við gaml- an kunningja sinn, Jónas Jónsson frá Valadal, þegar hann kemur í heimsókn. Í Reykjavík kynntist Brynleifur Öldu Gísladóttur og hófu þau búskap árið 1945. Þau gengu í hjónaband tíu árum síðar, árið 1955. Lengst af bjuggu þau á Laufásvegi 27 en fluttu á Skúlagötu 40 árið 2000. Alda lést 17. maí 2011. En ætlar Brynleifur að gera eitt- hvað til hátíðarbrigða í tilefni af 100 ára afmælinu? „Nei, ekki neitt. Við drekkum kannski kaffi og svona nokkuð,“ sagði hann hæglátlega. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er löngu hættur að keyra. Það er ekkert vit í því að keyra svona gamall,“ sagði Brynleifur Sigur- jónsson, fyrrverandi leigubílstjóri, sem er 100 ára í dag. Hann dvelur á Skjóli í Reykjavík og ber aldurinn vel. Brynleifur hefur fótaferð alla daga og gengur teinréttur en styðst við göngugrind. Hann hugsar oft til gamla tímans en átti ekki von á að ná svo háum aldri sem raun ber vitni. „Maður á ekki að verða svona gamall af því að maður getur ekki lengur gert það sem mann langar að gera,“ sagði Brynleifur. Hann kvaðst samt vera þakklátur fyrir þá góðu heilsu sem hann hefur notið lengst af ævinni. Brynleifur fæddist á Gili í Svart- árdal, A-Húnavatnssýslu, 20. desem- ber 1917, sonur Sigrúnar Tobías- dóttur húsfreyju, sem var hálfsystir Brynleifs Tobíassonar kennara og bindindisfrömuðar, og Sigurjóns Helgasonar bónda. Fjölskyldan flutti að Geldingaholti í Skagafirði 1922 og þar ólst Brynleifur upp. Hann fékk reiðhjól í fermingargjöf og var vanur að hjóla um allt, bæði sumar og vetur. Hann skaust oft á hjólinu frá Geldingaholti til Sauðár- króks, sem er 26 km leið. „Ég fékk dekk á hjólið hjá Haraldi Júlíussyni Morgunblaðið/Árni Sæberg 100 ára Brynleifur dvelur á Skjóli. Með honum á myndinni eru Suzette Ósk (t.v.) og Teresita, sem vinna á Skjóli. „Maður á ekki að verða svona gamall“  Brynleifur Sigurjónsson á 100 ára afmæli í dag Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Til þessa í ár hefur hvorki orðið banaslys í íslenska fiskiskipaflot- anum né á íslenskum flutninga- skipum. „Ef svo heldur fram sem horfir þá verður þetta fjórða árið, hugsanlega alveg frá landnámi, sem ekkert banaslys verður meðal íslenskra sjómanna,“ sagði Jón Arilíus Ingólfsson, rannsókn- arstjóri sjóslysa hjá Rannsókn- arnefnd samgönguslysa, í gær. Jón Arilíus segir að reyndar sé eitt banaslys skráð hjá nefndinni, en það var þegar kajakræðari fórst í ósum Þjórsár í lok apríl. Lög- regla hefur hins vegar farið með rannsókn þess máls. Í byrjun nóv- ember létust karl og kona og fimm ára dóttir þeirra er bifreið þeirra lenti í sjónum í höfninni á Árskógs- sandi. Það mál er rannsakað af rannsóknanefnd umferðarslysa. Vonar heitt og innilega Er nær dregur jólahátíð dregur úr sjósókn og mörg skip verða bundin við bryggju fram yfir ára- mót. Það á þó ekki við um öll skip og sókn minni dagróðrarbáta stjórnast ekki síst af veðurfari. „Nú krossar maður fingur og von- ar heitt og innilega að engin alvar- leg slys verði,“ segir Jón Arilíus. Fyrsta árið sem var án banaslysa meðal íslenskra sjómanna var árið 2008. Árin 2011 og 2014 varð held- ur ekki mannskaði á sjó. Í fyrra fórust tveir íslenskir sjómenn og einn árið 2015. Á síðasta áratug, að þessu ári meðtöldu, hafa 11 sjó- menn farist, en árið 2007 var versta ár aldarinnar í þessu sam- hengi, en þá fórust fimm sjómenn. Ef litið er tæplega 50 ár til baka kemur í ljós að árið 1971 fórst 31 sjómaður í íslenska flotanum, 19 ári síðar og 34 árið 1973. Oft fór- ust fleiri en tíu sjómenn á ári og árið 1986 fórust til dæmis 23. 134 atvik hjá sjóslysasviði Slysavarnaskóli sjómanna var settur á laggirnar árið 1985 og hefur þar verið unnið mikið starf að öryggis- og fræðslumálum. Ný ákvæði í siglingalögum um rann- sóknir sjóslysa tóku gildi 1986 og 2001 voru sett ný lög og reglugerð í kjölfarið um málaflokkinn. Það sem af er ári hafa alls 134 atvik, stór og smá, verið skráð hjá sjóslysasviði Rannsóknanefndar samgönguslysa. Alls urðu þau 104 í fyrra, en meðaltal mála á tíma- bilinu frá 2006 til 2015 er 152 á ári. Ekkert banaslys í fiskiskipaflotanum það sem af er ári  Engir mannskaðar á sjó 2008, 2011 og 2014  „Nú krossar maður fingur“ Morgunblaðið/RAX Æfing Markvisst hefur verið unnið að því að auka öryggi í flotanum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjararáð hefur úrskurðað að laun forseta Landsréttar skuli vera tæpar 1.818 þúsund krónur á mánuði. Þá hefur ráðið úrskurðað um laun vara- forseta og dómara við réttinn sem tekur til starfa 1. janúar nk. Jafnframt hefur ráðið úrskurðað um laun biskups Íslands, vígslubisk- upa og presta. Laun biskups eru 1.555 þúsund eftir hækkunina en grunnlaun vígslubiskupa 1.023 þús. Hækkanir til handa biskup, vígslubiskup og prestum eru aftur- virkar frá 1. janúar á þessu ári. Að sögn Kristjáns Björnssonar, formanns Prestafélags Íslands, voru prestar allir með sömu grunnlaunin fyrir nýjasta úrskurð kjararáðs. Þau voru 642.842 krónur. Með úrskurðinum skiptast grunn- laun presta í fimm flokka eftir fjölda íbúa í prestakalli. Launin verða frá 709.736 til 810.373 krónur. Sam- kvæmt því hækka grunnlaunin um 10,5% til 26%. Það segir þó ekki alla söguna því launakerfinu er breytt frekar, til dæmis hvað varðar fjölda eininga. Nú greiðast 9.572 krónur fyrir hverja einingu. Kristján segir erfitt að meta breytingu á heildarlaunum presta í fljótu bragði. Einingakerfinu hafi verið breytt með nýja úrskurðinum. Með nýjum úrskurði kjararáðs hækka árslaun biskups úr 15,28 milljónum í 18,64 milljónir. Það sam- svarar 22% launahækkun. Með því hækka árslaunin um 3,35 milljónir. Hækkunin er sem áður segir aftur- virk frá 1. janúar á þessu ári og verða laun biskups leiðrétt sem þessu nem- ur. Prestar og vígslubiskupar fá líka leiðréttingu launa á þessu ári. Hækka laun presta um allt að 26%  Nýir úrskurðir kjararáðs  Heildar- laun biskups hækka um 22% milli ára Nýjustu úrskurðir kjararáðs *Frá 1.1. 2018. **Frá 1.8.2017. ***Frá 1.1.2017. Heimild: Kjararáð. Útreikningar eru blaðsins. Grunnlaun Laun fyrir einingar Samtals laun á mánuði Dómarar við Landsrétt* 1.251.843 440.312 1.692.155 Varaforseti Landsréttar* 1.294.693 440.312 1.735.005 Forseti Landsréttar** 1.339.043 478.600 1.817.643 Biskup Íslands*** 1.170.443 382.880 1.553.323 Vígslubiskup í Skálholti*** 1.023.517 268.016 1.291.533 Vígslubiskup á Hólum*** 1.023.517 172.296 1.195.813 Prestur í prestakalli með 6.000-9.999 íbúa*** 783.901 114.864 898.765 Með aukagreiðslu vegna sérstakra starfsskyldna 44 114.864 1.013.629 Brynleifur Sigurjónsson hjólaði frá Geldingaholti í Skagafirði til Akureyrar, um 100 km leið, í febrúar 1938. Hann var þá tví- tugur. Brynleifur lagði af stað kl. 8 að morgni og kom til Akureyrar kl. 20.30 um kvöld- ið. Að hjóla þessa leið þótti rösklega gert og var sagt frá ferðalaginu í Degi 24. febrúar 1938. „Tafði hann á tveimur bæj- um og beið eftir kaffi. Ferða- maðurinn var á hjóli. Gat hann notað hjólið alla leið, nema dá- lítinn spöl á Öxnadalsheiði,“ sagði í fréttinni. Á Akureyri hitti Brynleifur nafna sinn og frænda Tobíasson. Hann fór til baka með Drangi og fór í land í Haganesvík í Fljótum. „Þá fór að snjóa svo ég varð seinni í ferðum og hjól- aði í Hofsós. Þar náði ég bátn- um og fór með honum til Sauðárkróks,“ sagði Brynleifur. Hjólaði til Akureyrar KOMST Í FRÉTTIR 1938

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.