Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 8

Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Svandís Svavarsdóttirheilbrigðisráðherra og Logi Einarsson Samfylkingu spöruðu ekki við sig þegar þau ræddu ákvörðun forseta Bandaríkjanna um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg og flytja þangað sendiráð sitt. Svandís sagði:    Það er það semvið erum að sjá núna með þessa ógnvekjandi stöðu með Donald Trump, sem er náttúrlega ekkert venjulegur forseti. Það er líka ógnvekjandi að upp- lifa það hvað hann er ófyrirsjáanlegur og hvað hann er laus við það að vera í jafnvægi og maður upplifir það ítrekað.“    Það má vissulega hafa skoðun áþessu máli. En spurningin er hvort þetta sanni hvað Trump sé óútreiknanlegur. Clinton, svo Bush yngri og loks Obama lofuðu allir í kosningabar- áttu að það yrði eitt þeirra fyrsta verk að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg og flytja þangað sendi- ráðið. Væntanlega hefði því al- gjörlega mátt reikna með að það yrði gert.    En þessir þrír reyndust al-gjörlega óútreiknanlegir. Trump lofaði hinu sama og þessir þrír fyrirrennarar. Og hann tók svo ákvörðun í samræmi við það! Er þá ekki vandinn sá að Trump er al- gjörlega útreiknanlegur?    Svandís og Steingrímur J. lofuðuað berjast gegn inngöngu í ESB. Þau sviku það á kvöldi kjör- dags. Var það ekki fullkomlega og algjörlega óútreiknanleg gjörð, þótt spurningu um siðleysi sé sleppt að sinni? Svandís Svavarsdóttir Má reikna með því? STAKSTEINAR Donald Trump Ríflega þriðjungur félagsmanna í stéttarfélaginu Einingu-Iðju eða 36% segist vera sáttur við laun sín, heldur fleiri en á seinasta ári skv. niðurstöð- um nýrrar Gallup-könnunar fyrir fé- lagið. Færri en í fyrra eða 34,9% eru ósáttir við launin en hlutfall þeirra var 39,9% í fyrra. Fleiri konur en karlar eru ósáttar við launin. Greint er frá niðurstöðunum á vef- síðu félagsins en félagssvæði þess nær yfir Akureyri, Dalvík, Fjalla- byggð og Eyjafjörð, Svalbarðsstrand- ar- og Grýtubakkahrepp í Suður- Þingeyjarsýslu. Að meðaltali voru heildarlaunin 463.297 í ár en voru 442.828 kr. í fyrra. Ef meðalheildar- laun svarenda eru skoðuð milli kynja eru karlmenn með kr. 502.738 en voru í fyrra með kr. 485.854. Konurnar eru með 421.710 kr. en í fyrra voru þær með 397.463 kr. Fram kemur að kyn- bundinn munur á heildarlaunum mælist nú 12,7% sem er nær óbreytt frá í fyrra. Könnuð voru fjölmörg atriði. Þann- ig sögðust t.d. 38% hafa frestað eða hætt við að fara til tannlæknis á síð- ustu 12 mánuðum af fjárhagsástæð- um, 22,8% sögðust hafa frestað eða hætt við að fara til læknis af fjárhags- ástæðum og 17,2% frestuðu eða hættu við lyfjakaup af sömu ástæðu. omfr@mbl.is Rúmur þriðjungur sáttur við launin  22,8% félagsmanna í Einingu-Iðju fóru ekki til læknis af fjárhagsástæðum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Gallup gerði ítarlega könnun í október og nóvember. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að verja 4,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til viðbótar- greiðslna til hælisleitenda. Undanfarin ár hafa umsækj- endur um al- þjóðlega vernd fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur, svonefnda jólauppbót. Ekki hafa verið til staðar reglur um þessar greiðslur, heldur hefur ákvörðun verið tekin hverju sinni og hefur þetta því ekki alltaf verið framkvæmt með sama hætti. Nú njóta 518 umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu hjá Út- lendingastofnun og sveitarfélög- unum Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Af þessum 518 eru 403 fullorðnir einstaklingar og 114 börn. „Það er ánægjulegt að rík- isstjórnin gat brugðist við með þessum hætti nú,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttatilkynningu frá forsætisráðu- neytinu. Katrín Jakobsdóttir Fá jóla- uppbótina  4,6 milljónir af ráðstöfunarfénu Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Stór jólahumar Stór skelfléttur humar Klaustur- bleikja Veður víða um heim 19.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 léttskýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 0 þoka Kaupmannahöfn 1 þoka Stokkhólmur -2 þoka Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 4 þoka Brussel 5 þoka Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skýjað London 6 léttskýjað París 3 þoka Amsterdam 6 þoka Hamborg 6 súld Berlín 3 súld Vín 0 heiðskírt Moskva 0 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 6 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -11 skýjað Montreal -7 þoka New York 11 léttskýjað Chicago 5 þoka Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:34 DJÚPIVOGUR 11:01 14:50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.