Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 10

Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 10
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Íslendingar telja sig almennt vera mjög heppna og þeir telja einnig að hægt sé að fjölga heppnum Íslend- ingum. Á heildina litið eru Íslend- ingar hamingjusamir, eða 81%, og aðeins 5% eru óhamingjusöm. Þetta og fleira er niðurstaða rannsóknar sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands og Happ- drætti Háskóla Íslands stóðu í sam- einingu fyrir, en þessar stofnanir stóðu að stærstu rannsókn á heppni sem gerð hefur verið á Íslandi. Æv- ar Þórólfsson hjá Félagsvísinda- stofnun, Sigrún Helga Lund, dokt- or í tölfræði, og Stefán Pálsson sagnfræðingur greindu frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar á fundi sem haldinn var í Háskóla Ís- lands í gær. Alls tóku 1.618 manns í 3.000 manna úrtaki þátt í rannsókn- inni og þurftu þeir að svara um 40 spurningum er efnið varðar. Kom m.a. fram að Íslendingar eru minna hjátrúarfullir en telja mætti og eiga fæstir þeirra lukku- gripi. Um þriðjungur þeirra sem eru hjátrúarfyllstir á sér þó lukku- grip og tveir af hundraði segjast alls ekki vera hjátrúarfullir. Þá eiga ívið fleiri lukkutölu, jafnvel þeir sem segjast ekki hjátrúar- fullir. Eins kom fram að gráhærðir upplifa sig heppnasta en rauðhærð- um finnst þeir vera minnst heppnir. Aðeins 39% af ungu fólki fannst þau heppin og 20% fannst þau óheppin á meðan 71% þeirra sem eru 60 ára og eldri fannst það vera heppið en aðeins 4% fannst þau óheppin. Kon- ur eru bjartsýnni og upplifa sig al- mennt heppnari en karlar. Ein- hleypir upplifa sig hins vegar minna heppna á meðan giftir telja sig heppnasta og um leið minnst óheppna. Barnalán virðist ekki hafa nein teljandi áhrif á hvort fólk upp- lifir sig heppið eða óheppið. Sunnlendingum finnst þeir vera heppnastir og Suðurnesjamenn upplifa sig minnst heppna. Há- skólamenntuðum finnst þeir heppn- ari en aðrir, en þeir sem eru í hæstu tekjuflokkunum upplifa sig heppn- ari og minna óheppna en þeir sem eru í sjálfstæðum rekstri. Tengsl víðsýni og heppni Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í síðustu al- þingiskosningum upplifa sig heppn- asta og minnst óheppna en kjós- endum Pírata og Flokks fólksins finnst þeir óheppnastir og minnst heppnir. Flestir kjósendur Pírata eru þó trúaðir á að „þetta reddist“ en fæstir af kjósendum Flokks fólksins. Tengsl virðast vera á milli heppni og víðsýni því þeir sem voru opnari fyrir nýjungum og ófeimnari við að spjalla við ókunnuga upplifa sig heppnari en þeir sem eru síður opnir fyrir slíku. Svipaðar heppnisrannsóknir hafa verið gerðar í öðrum löndum en markmið rannsóknarinnar var m.a. að kanna afstöðu Íslendinga til heppni og hjátrúar, hvort hægt væri að tengja heppni við stjórn- málaskoðanir, menntun, tekjur, fjölskyldumynstur, búsetu og hárlit eða hvort Íslendingar telji sig al- mennt heppna eða hjátrúarfulla. Rannsóknin var einnig gerð til að kanna hvort heppni tengist lífsvið- horfi og sálarástandi þjóðarinnar, t.d. skv. gengi efnahagsmála eða þegar íþróttalandsliðum gengur vel á stórmótum, en leitast var við að búa til grunn sem hægt yrði að nota til samanburðarrannsókna. „Markmiðið er kannski ekki að komast að því hvort Íslendingar séu heppnir eða óheppnir, heldur hvernig við lýsum okkur, sem heppnum eða óheppnum, það segir okkur eitthvað um okkar sálar- ástand og líðan. Fólk lendir í sömu atburðunum, sumum finnst það vera heppni, aðrir taka ekki eftir því og enn aðrir túlka það sem óheppni, en það er fyrst og fremst áhugavert,“ segir Sigrún Helga Lund, doktor í tölfræði. „Það er bú- ið að stúdera það að heppni getur leitt af sér meiri heppni, meiri vel- gengni. Ef þú upplifir þig alltaf heppinn eru meiri líkur en minni á að fleira gott gerist í lífinu. Þessi tilfinning, að vera heppinn, hefur mögulega áhrif á það hvernig lífinu vindur fram. Sama hvort það var heppni eða ekki; það er tilfinningin og hugarástandið,“ segir Ævar Þórólfsson. Píratar óheppnastir en trúa að „þetta reddist“  Rannsókn á því hvernig lánið leikur við Íslendinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heppni F.v. Stefán Pálsson, Sigrún Helga Lund og Ævar Þórólfsson. Mat Íslendinga á eigin heppni samkvæmt heppnisrannsókn 11% 41% 37% 9% Heimild: Rannsókn Félagsvísinda- stofnunar- og Happdrættis Háskóla Íslands Heppnasti Íslendingurinn Hlutfall þeirra sem telja sig mjög eða frekar heppna Mat á eigin heppni Allir hópar Óheppnasti Íslendingurinn Hlutfall þeirra sem telja sig frekar eða mjög óheppna 60+ ára – gift 71% – 62% Býr á Suðurlandi 61% Er með háskólamenntun 58% Sjálfstætt starfandi – með yfir 600 þúsund í mánaðartekjur 60% – 57% Kaus Sjálfstæðis- flokkinn í síðustu alþingiskosningum 61% Kaus Pírata í síðustu alþingiskosningum 22% Gráhærð – kona 65% – 57% Rauðhærður – karlmaður 21% – 10% Undir þrítugu að aldri 20% Er í námi 11% Er einhleypur 20% Býr á Suðurnesjum 19% Með mánaðartekjur undir 200 þúsundum 16% Mjög heppin(n) Frekar heppin(n) Hvorki heppin(n) né óheppin(n) Frekar óheppin(n) Mjög óheppin(n)1% Ljósmynd/Viktor Gladkov Hugarástand Mögulega tengist heppni svipað og hamingjan hugarástandi. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambands Ís- lands, segir að engar nýjar tölur liggi fyrir um tilraunir Íslendinga til þess að kaupa miða á HM í Rússlandi, en annar fasi miðasöl- unnar hófst 6. desember sl. og lýkur 31. janúar nk. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að frétta. Það sem við vitum fyrir víst er að við erum með 8% sem fara í sölu, sem verða samt sem áður færri miðar en 8% af áhorf- endasætunum,“ sagði Klara í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurð hvort einhver við- brögð hefðu borist frá Alþjóða- knattspyrnusambandinu (FIFA) vegna eindreginna óska KSÍ og fjölmargra annarra knatt- spyrnusambanda um að löndin fengju fleiri aðgöngumiða sagði Klara: „Nei, við höfum engin svör fengið frá FIFA. Ég var á fundi með FIFA í Hong Kong í síð- ustu viku og tók þetta upp á nýjan leik þar. Mér var lofað að alla vega yrði erindi mínu svar- að, þótt það væri ekki annað en segja kurteislega: „Erindið er móttekið.“ agnes@mbl.is FIFA lofar að svara erindi frá KSÍ  Óljóst hve margir vilja fara á HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.