Morgunblaðið - 20.12.2017, Síða 20

Morgunblaðið - 20.12.2017, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HandtakaþriggjaPólverja vegna gruns um stórfelld fíkniefna- brot og pen- ingaþvætti og haldlagning eigna að verðmæti hátt í 200 milljónir mark- ar ákveðin tímamót í löggæslu á Íslandi. Fyrir það fyrsta er hér kom- in staðfesting á því, sem fram kom í skýrslu greiningar- deildar ríkislögreglustjóra í haust að horft til síðustu fjög- urra ára væri sýnt „að skipu- lögð glæpastarfsemi hafi vaxið hér að umfangi og hópar séu nú fleiri en áður“. Þá er full ástæða til að staldra við umfang rannsókn- arinnar.Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að lögreglurann- sókn í tengslum við málið hafi hafist í Póllandi árið 2014. Eft- irlit með mönnunum þremur hafi hafist haustið 2016. Alls tóku 90 starfsmenn lögreglu og tollgæslu þátt í aðgerð- unum hér á landi í samstarfi við lögreglu í Póllandi og Hol- landi. Rannsókn málsins fór fram með aðstoð Europol og lagalegri ráðgjöf Eurojust. Lögreglan lagði í aðgerðinni hald á fíkniefni með áætlað götuverðmæti 400 milljónir króna. Einnig var lagt hald á fasteignir, lausafé, hlutafé og ýmislegt annað. Verðmæti þess er hátt í 200 milljónir eins og áður segir. Hér er því um að ræða „margþætta brota- starfsemi“ eins og Karl Stein- ar Valsson, fulltrúi Íslands hjá Europol, orðaði það á blaða- mannafundinum þar sem að- gerðin var kynnt í fyrradag. Sú glæpastarfsemi, sem hér er lýst, er tæplega einangrað fyrirbæri. Karl Steinar vísaði til þess að greiningardeildin teldi að á Íslandi séu starfandi tíu skipulagðir hópar. Í skýrslu greiningardeild- arinnar er eftirfarandi lýsing: „Skipulögð brotastarfsemi er hvað greinilegust í innflutn- ingi, framleiðslu, sölu og dreif- ingu fíkniefna á Íslandi. Ljóst er að þessi markaður veltir gífurlegum fjármunum og starfsemin er þaulskipulögð hjá mörgum þeirra af- brotahópa sem nærri koma. Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að hópum hafi fjölgað frá síðustu skýrslu árið 2015 og að meðaltali hafi á síð- ustu tveimur árum komið upp eitt fíkniefnamál í hverjum mánuði þar sem umfang máls- ins og fjöldi þeirra sem við sögu koma eru vísbendingar um skipulagða brotastarf- semi.“ Það er til marks um umfang- ið eins og fram kemur í skýrsl- unni að samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu „hafa á annað hundrað manns á síðustu tveimur árum tengst fíkniefna- málum sem flokk- ast undir skipu- lagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu“. Telur lögreglan að hinir skipulögðu hópar brotamanna, sem starfi hér á landi, „búi margir hverjir yfir umtals- verðum styrk og fjármagni“ og bætir við að eftir því sem þess- ir hópar eflist verði „örðugra fyrir lögreglu að sporna gegn starfsemi þeirra“. Á blaðamannafundi lögregl- unnar kom fram að innflutn- ingur á amfetamínbasa, sem gerður var upptækur, sé vís- bending um að amfetamín sé framleitt á Íslandi. Mikið magn af amfetamínbasa hefur verið gert upptækt og ætla verður að talsverðu magni hafi tekist að smygla inn í landið. Eiturlyf virðast flæða um landið og í skýrslu greiningardeildarinnar segir að fullyrða megi „að fíkniefnaneysla hafi aldrei ver- ið meiri í Íslandssögunni“. Málið sem upplýst var í vik- unni sýnir hvað umfang glæpa- starfsemi er orðið mikið hér á landi. Í skýrslu greiningar- deildarinnar er farið ofan í það hvaða stöðu slíkt bolmagn skapar glæpamönnum: „Þeir eiga auðveldara með að fela slóð sína og fjárhagslegur styrkur gerir þeim kleift að kaupa sérfræðiþekkingu og fela ágóða starfseminnar í lög- legum rekstri. Slíkt pen- ingaþvætti getur haft bein áhrif á markaði t.d. vegna betri samkeppnisstöðu sem ólögleg- ur ábati tryggir. Hluta- félagaeign, fjárfestingar, fast- eignaviðskipti og lánastarfsemi eru dæmi um hvernig illa fengnu fé er ráðstafað í því skyni að fela uppruna þess.“ Innan lögreglunnar er greinilega komin þekking til að glíma við fjölþætta glæpastarf- semi. Þetta mál sýnir hins veg- ar að sú glíma er gíðarlega flókin og mannskapsfrek. Hátt í hundrað manns tóku þátt í þessari aðgerð. Rannsóknin hefur staðið síðan í haust. Ljóst er að þetta mál hefur kostað tugi milljóna króna. Þetta mál sýnir svo ekki verður um villst að skipulögð glæpastarfsemi hefur ekki bara teygt anga sína hingað til lands, heldur náð að hreiðra hér um sig. Baráttunni við slíka starfsemi lýkur aldrei, en til þess að halda henni í skefj- um þarf að tryggja lögreglunni bolmagn til rannsókna og að- gerða. Hafi augu ráðamanna ekki verið opin fyrir því ættu þau að vera það nú. Eftir því sem skipu- lögð glæpastarf- semi nær hér betri fótfestu verður erfiðara að uppræta hana} Ráðist gegn glæpahring F jórða iðnbyltingin er ekki lengur handan við hornið, hún er þegar hafin. Birtingarmyndir hennar eru sjáanlegar á öllum sviðum þjóðlífsins, hvort sem litið er til aukinnar sjálfvirknivæðingar í atvinnulífinu eða snjallsímanotkunar almennings. Mörg tækifæri felast í breytingum sem þessum, en jafnframt miklar og krefjandi áskoranir. Ein stærsta áskorunin snýr að tungumálinu okkar, íslenskunni, og stöðu hennar í hinum stafræna heimi. Eitt af stórum málum ríkisstjórnarinnar er ný og fullfjármögnuð máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022, sem er svarið við þessari áskorun. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu, og um leið varð- veita dýrmæta tungumálið okkar til framtíðar. En hvað felst í þessari framandi og viðamiklu áætlun? Í grunninn má skipta verkefnunum í fimm þætti. Sá fyrsti er talgreining, en í henni felst að þegar þú talar við tækið þitt á íslensku umbreytir tækið talmálinu í ritmál. Þannig verður fólki auðveldað að eiga samskipti við tölvur og tæki með þeim hætti sem flestum þykir eðlilegast: með því að tala. Annar þátturinn er talgerving. Talgervlar eru notaðir til þess að lesa texta, til dæmis úr greinum, af vefsíðum eða jafnvel heilu bækurnar, og breyta þeim í talað mál. Þetta mun auka lífsgæði fólks með lestrarörðugleika og gera því kleift að njóta þeirrar fjölbreyttu flóru upplýsinga sem ritmálið geymir. Fólk mun meðal annars geta valið um mismunandi karl- og kvenraddir til að hlýða á. Þriðji þátturinn er vélþýðingar, sem eru sjálfvirkar þýðingar milli tungumála. Það er vöntun á þýðingahugbúnaði sem skilar þýð- ingum nálægt fullnægjandi gæðum. Eitt af markmiðum máltækniverkefnisins er að smíða opna þýðingavél sem þýðir mili íslensku og ensku. Það mun auka aðgengi að heiminum fyrir fólk sem stendur höllum fæti í enskri tungu og sömuleiðis fyrir þá fjölmörgu sem sýna landinu okkar áhuga og vilja eiga sam- skipti við okkur. Fjórði þátturinn er málrýni, opinn og aðgengilegur villupúki sem nemur textavillur af ýmsum gerðum og aðstoðar við að leiðrétta þær. Í krefjandi náms- og starfs- umhverfi, þar sem tímapressa er meiri, getur hugbúnaður sem þessi nýst til hægðarauka við að skila af sér vel unnum textum sem standast gæðakröfur. Að lokum er það fimmti þátturinn, mál- gögnin, mikið magn texta sem mynda munu gagnagrunn- inn. Með slíkum gögnum verða ofangreind kerfi mötuð og tækjunum þannig kennt það sem skiptir máli. Það verður virkilega ánægjulegt þegar þessi metnaðarfulla áætlun verður að fullu framkvæmd. Slíkt skiptir verulegu máli fyrir framtíð íslenskunnar og málþroska barnanna okkar. Í stað þess að segja „Talk to me in English“ við símann sinn munu þau geta sagt „talaðu við mig íslensku“. Það er fagnaðarefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Talaðu við mig íslensku Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þáttaskil eru að verða á sviðiútlána rafbóka og hljóðbókahér á landi. Nú er hægt aðfá slíkar bækur lánaðar á 62 bókasöfnum hér á landi. Það eru tveir opinberir aðilar, Landskerfi bókasafna hf. og Borgarbókasafnið í Reykjavík, sem haft hafa forystu í þessu máli og gengur verkefnið undir nafninu Raf- bókasafnið. Rafbókasafnið var opnað fyrir lánþega Borgarbókasafnsins í lok jan- úar á þessu ári og 13 almennings- bókasafna í júní, en aðildarsöfnum fjölgaði verulega á dögunum þegar 48 almenningsbókasöfn bættust í hópinn. Í Rafbókasafninu eru nú yfir 3.000 raf- bækur og rúmlega 600 hljóðbækur. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær mikilla vinsælda. Líkt og á öðrum bókasöfn- um er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klass- ík. Að sögn Þóru Gylfadóttur, verk- efnisstjóra hjá Landskerfi bókasafna, sem umsjón hefur með verkefninu, eru heildarútlán frá upphafi orðin 9.396. Þetta þýðir að allur bókakost- urinn í Rafbókasafninu hefur farið 2,5 sinnum í útlán.Vinsælasta rafbókin er The Handmaid‘s Tale eftir Margaret Atwood sem hefur farið 30 sinnum í útlán frá því að Rafbókasafnið var opnað. Vonir standa til að innan tíðar bætist fjöldi íslenskra rafbóka í safnið. Rafbókum á íslensku hefur fjölgað mjög að undanförnu og er til dæmis hægt að fá margar jólabókanna á raf- rænu formi hjá útgefendunum og á vef Amazon. Þessar bækur eru hins vegar enn ekki komnar í Rafbókasafnið. Aldrei neinar sektir Rafbókasafnið byggist á Over- Drive rafbókaveitunni sem býður bókasöfnum um allan heim samskonar þjónustu. Íslenskir bókaútgefendur þurfa að gera samninga sjálfir við það fyrirtæki til þess að bækurnar komi inn á innkaupavef Overdrive og þá verður hægt að fara að kaupa þær inn á bókasöfnum hér á landi. Raf- og hljóðbækurnar má lesa og hlusta á, ýmist á vef safnsins (raf- bokasafn.is) eða í snjalltækjum með öppunum Overdrive eða Libby. Þann- ig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu (öðrum en Kindle), hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar láns- tími er útrunninn. Fimm bækur í einu Til þess að geta fengið rafbók lánaða er nóg að hafa gilt bókasafns- skírteini. Hægt verður að nálgast efnið í flestum tækjum, svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið að- gengilegt í gegnum sérstakt Over- Drive-app. Hægt er að lesa bæk- urnar á öllum lesbrettum fyrir utan Kindle, því það er samþætt Amazon. Á vef Borgarbókasafnsins segir að lánþegar geti valið hvort þeir taki rafbók að láni í 7, 14 eða 21 dag. Hægt er að hafa 5 bækur að láni í einu og setja inn 7 frá- tektir. Lánþegar geta einnig gert tillögur um innkaup bóka. Hægt er að mæla með kaupum á 3 bókum á 14 daga fresti. Raf- bækur njóta æ meiri vinsælda hér, en eru þó enn aðeins lít- ill hluti bókamarkaðarins. 60% aukning varð á sölu íslenskra rafbóka á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Rafbókasafninu vex fiskur um hrygg Morgunblaðið/Styrmir Kári Bókasafn Það getur verið notalegt að koma sér vel fyrir með bók í hendi á bókasafni. En nú geta menn líka farið á bókasöfnin heima hjá sér. „Upphaflega var stofnað til verk- efnisins með það að leiðarljósi að gera íslenskar rafbækur að- gengilegar lánþegum almenn- ingsbókasafna í Rafbókasafn- inu,“ segir Þóra Gylfadóttir verkefnisstjóri hjá Landskerfi bókasafna. „Þetta hefur gengið hægar en væntingar stóðu til en íslenskir bókaútgefendur vilja stíga varlega til jarðar og eru ákaflega tregir til þess að setja rafbækur sínar inn í Raf- bókasafnið. Íslenski bókamark- aðurinn er viðkvæmur og ég held að útgefendur óttist að missa spón úr aski sínum við að setja rafbækur sín- ar þarna inn. Þeir ættu frekar að horfa til þess að Rafbókasafnið er tækifæri til þess að koma bókum á framfæri við lesendur og þar með getur eftirspurn eftir þeim aukist,“ segir hún. Tækifæri og ætti að nýta ÞÓRA GYLFADÓTTIR Þóra Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.