Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 22

Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Vinstri grænir samþykktu á flokks- þingi sínu 2016, að þeir vildu fá forsætis- ráðherrann eftir þingkosningar 2017. Þetta var orðað svo að Vinstri græn væru tilbúin að leiða ríkis- stjórn um uppbygg- ingu mikilvægra mál- efna. Óvenjuleg samþykkt. Í fram- haldi vakti það athygli, þegar kosningabaráttan byrjaði 2017, að VG gagnrýndi ekkert Sjálfstæð- isflokkinn. Þegar fréttamenn spurðu Katrínu Jakobsdóttur í kosningabaráttunni hvort VG gæti hugsað sér stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn svaraði Katrín alltaf: Við útilokum ekki samstarf við neinn flokk. Þetta var nokkuð annað svar en gefið hafði verið ári áður en þá sagði Katrín: Það er lengst á milli VG og Sjálfstæðis- flokksins og því ólíklegt að þeir flokkar nái saman. Bónorðsbréf til Sjálfstæðisflokksins var samið á flokksþingi VG 2016. Eftir kosningarnar 2017 sagðist Katrín Jakobsdóttir vilja reyna fyrst viðræður fyrrverandi stjórn- arandstöðuflokka um stjórnar- myndun. Slíkar viðræður byrjuðu áður en Katrín fékk formlegt um- boð frá forseta Íslands. Síðan fékk Katrín umboð. Viðræðurnar gengu vel. Málefnaágreiningur var eng- inn. Áður en viðræðurnar byrjuðu lét Sigurður Ingi, formaður Fram- sóknar, orð falla um að meirihluti þessara flokka væri tæpur, 32 þingmenn. Eigi að síður tók Sigurður Ingi þátt í viðræðun- um en hljóp svo í burtu, sagði að meiri- hlutinn væri of tæpur. Mönnum varð þá ljóst að Sigurði hafði aldrei verið alvara með þátt- töku í þessum viðræð- um. Hann tók aðeins þátt til málamynda. Það sem er þó enn al- varlegra er það að svo virðist sem Katrínu Jakobsdóttur hafi heldur ekki verið full alvara. Eftir 3-4 daga sagði hún við Loga Ein- arsson, formann Samfylkingar- innar: Eigum við ekki að fara at- huga með plan B? Ekki veit ég hvað hún hefur átt við með plani B. Mun hafa verið stjórn VG, Samfylkingar, Framsóknar, Sjálf- stæðisflokksins. Lá í loftinu að Framsókn hafði meiri áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðvinstri flokkum. Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir hafi einn- ig haft meiri áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðvinstri flokkunum. Katrín sleit viðræðum um miðvinstri stjórn eftir fjóra daga en viðræður um stjórn með Sjálfstæðisflokknum stóðu í hálfan mánuð. Það var enginn alvöru áhugi á miðvinstri stjórn, ekki rétt að fullreynt hafi verið að mynda hana. Var aldrei reynt að styrkja slíka stjórn með Viðreisn og Flokki fólksins. Það var mögulegt og þá hefði Framsókn ekki þurft að vera með. Það er einhver vanmetakennd ríkjandi hjá Framsókn og Vinstri grænum gagnvart Sjálfstæðis- flokknum. VG og Framsókn vilja láta Sjálfstæðisflokkinn hindra framgang sinna stefnumála, ekki nota styrk sinn í miðvinstri stjórn og framkvæma sín stefnumál. Dæmi: VG lagði til í viðræðum við Sjálfstæðisflokk að fjármagns- tekjuskattur yrði hækkaður í 30%. Sjálfstæðisflokkur samþykkti tveggja prósentustiga hækkun. Skipti engu máli. Í miðvinstri stjórn hefðu 30% verið samþykkt. Sama er að segja um hátekju- skatt. Miðvinstri stjórn hefði einn- ig getað ákveðið auðlegðarskatt. Sennilega hefðu bæði VG og Framsókn getað samþykkt ein- hverja hækkun á veiðigjaldi en Sjálfstæðisflokkurinn kemur í veg fyrir slíka hækkun. M.ö.o.: mið- vinstri stjórn hefði geta tekið pen- inga þar sem þá er að finna, aukið tekjujöfnuð. VG vill auka tekju- jöfnuð og sennilega vill Framsókn það líka en einhver vanmetakennd heldur aftur af þessum flokkum. Þeir telja að þeir verði að hafa Sjálfstæðisflokkinn eins og ein- hvern stóra pabba með sér. VG ætlaði aldrei að mynda neina miðvinstri stjórn. Allt frá því að samþykkt var á flokksþingi að VG vildi leiða stjórn var stefn- an tekin á samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn. Viðræður við aðra flokka áður voru til málamynda. Margar ástæður eru fyrir því að VG hefur mikinn áhuga á að fá forsætisráðherra, meiri áhuga á því en að koma fram stefnumálum sínum. Þetta var alltaf draumur leiðtoga Alþýðubandalagsins og sósíalista. En þegar formenn Al- þýðubandalagsins fengu umboð til stjórnarmyndunar á árum áður var alltaf tekið fram að þeir fengju ekki forsætisráðherrann; hann félli ekki í hlut kommúnista eða sósíalista. Katrín ætlar ef til vill að sýna að „sósíalisti“ geti orðið forsætisráðherra. Þetta er dýrkeyptur hégómi. Til að fá þessum metnaði fullnægt verður VG að fórna mörgum stefnu- málum og ráðuneytum; Sjálfstæð- isflokkurinn fær fimm ráðuneyti, valdamesta ráðuneytið, fjár- málaráðuneytið. VG fengi fag- ráðuneyti og forsætisráðuneytið sem er valdalaust. Forsætisráð- herra er aðeins fundarstjóri rík- isstjórnarinnar. Það hefur sýnt sig áður að þegar ekki fylgir næg- ur þingstyrkur forsætisráðuneyti er embættið alveg valdalaust. Framsóknarflokkurinn fékk for- sætisráðuneytið 2004 þó aðflokk- urinn væri miklu minni en Sjálf- stæðisflokkurinn. Halldór Ásgrímsson varð þá forsætisráð- herra en það varð honum ekki til góðs. Framsókn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum á eftir. Halldór Ásgrímsson varð að láta af störfum sem formaður Fram- sóknar í kjölfarið. Hégóminn reyndist dýrkeyptur. Dýrkeyptur hégómi Eftir Björgvin Guðmundsson » VG ætlaði aldrei að mynda neina mið- vinstri stjórn. Allt frá því VG samþykkti að flokkurinn vildi leiða stjórn var stefnan tekin á Sjálfstæðisflokkinn. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. Í Morgunblaðinu 8. september 2017 er grein er nefnist: „Vinna drög að nýrri reglugerð“. „Sam- göngustofa skoðar sleppibúnað skipa. Björgunarbátar losn- uðu ekki“. Og síðan segir: „Rannsóknar- nefnd samgönguslysa beindi því til Sam- göngustofu fyrr á árinu að þegar yrði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetning- arbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag. „Staða málsins hjá Samgöngustofu er sú að hér er unnið að drögum að reglugerð þar sem til skoðunar er að alþjóðlegar kröfur um björgunarbúnað gildi, þannig að núgildandi íslenskar sérkröfur verði valkostur útgerða,“ segir í skriflegu svari frá Samgöngustofu þegar Morgunblaðið grennslaðist fyrir um stöðu málsins.“ Það gera sér ekki allir grein fyrir því hvað Samgöngustofa er að gera með þessum fyrirhuguðu breyting- um. Að mínu viti er þarna verið að henda út losunar- og sjósetningar- búnaðinum og fara 30 ár aftur í tím- ann hvað varðar öryggi sjómanna. Það tók sjómenn yfir 20 ár að berjast fyrir því að fá þennan öryggisbúnað sem hefur bjargað tugum sjómanna. Kannski hefur RNSA meðvitað eða ómeðvitað komið því inn hjá sjó- mönnum og Samgöngustofu að um- ræddur búnaður skapi falskt öryggi og sé því óþarfur um borð í skip- unum. Í greininni er rifjað upp þegar Jóni Hákoni BA 60 hvolfdi og sökk í júlí 2015 og einn maður fórst og þremur var bjargað. Tveir gúmmí- bátar voru í sjálfvirkum sleppibúnaði á þaki stýrishúss en hvorugur björg- unarbátanna skilaði sér upp á yfir- borðið. Þá hvolfdi Brekkunesi ÍS með þeim afleiðingum að skipstjórinn drukknaði en hann var einn um borð. Gúmmíbáturinn losnaði ekki frá Brekkunesi eftir að honum hvolfdi. Annar Olsen-losunarbúnaðurinn í Jóni Hákoni virkaði og losaði stjórn- borðs 4 mannagúmmíbátinn, en hann var eðlilega fastur undir skipinu þar sem hann var í losunarbúnaði sem ekki er ætlað að sjósetja gúmmíbát, hvað þá undan skipi á hvolfi. Sama er að segja um gúmmíbát Brekkuness ÍS sem búinn var Hammar H 20-sleppibúnaði sem á að losa gúmmíbát á 1,5 til 4 metra dýpi. Samkvæmt mælingum RNSA bendir allt til að búnaðurinn hafi einungis náð að fara á u.þ.b. 2,5 m dýpi sem reyndist ekki nægjanlegt til að losa festingar bátsins. Og þó búnaðurinn hefði losað gúmmíbátinn þá hefði hann ekki komið upp þar sem Brekkunes var á hvolfi og gúmmíbáturinn fastur í sæti sínu. Í báðum þessum tilfellum ætti ekki að koma á óvart að gúmmí- bátar skiluðu sér ekki. Þessi búnaður er ekki og hefur aldrei verið hugs- aður sem slíkur og engar reglur eru til sem kveða á um að gúmmíbátur eigi að skila sér undan skipi á hvolfi.. Olsen-losunar- og sjósetning- arbúnaðurinn á að losa gúmmíbátinn og skjóta honum út á 4-6 metra dýpi. Þegar Jón Hákon var á hvolfi var talið að gúmmíbátarnir væru á 3,6 m dýpi, þannig að búnaðurinn náði ekki því dýpi til að opnast. RNSA gerði rann- sóknir þar sem eft- irfarandi kom m.a. fram: Að búnaðurinn var settur gamall í skipið 1988 þegar það var nýtt og var því líklega 30 ára gamall. Í nefndaráliti RNSA segir: „Stærri gúmmíbáturinn var í sjálf- virkum losunar- og sjósetningar- búnaði en búnaðurinn virkaði ekki. Nefndin skoðaði búnaðinn sér- staklega og telur að skakkt átak á milli lykkjunnar og kólfsins í sleppi- lokanum hafi komið í veg fyrir að búnaðurinn virkaði og losað kólf- inn“. Það þarf að skoða reglur um los- unarbúnaðinn og gera heildarúttekt á þeim búnuðum sem eru í notkun í dag. En það er fráleit hugmynd hjá Samgöngustofu að breyta reglugerð þannig að alþjóðlegar kröfur um björgunarbúnað gildi og núgildandi íslenskar sérkröfur verði valkostur útgerða. Það getur ekki staðist að fólk sem vinnur að öryggismálum hjá Samgöngustofu hafi kynnt sér þær sérkröfur og hvað þær hafa bjargað mörgum mannslífum. Ein sérkrafan er losunar- og sjósetning- arbúnaðurinn. Sigmund hannaði búnaðinn 1981 til að auðvelda sjó- setningu gúmmíbáta. Með losunar- og sjósetningarbún- aði Sigmunds og síðar Ólsenbúnaði og Varðeldi, varð mikil framför með því að geta skotið út gúmmíbát handvirkt eða sjálfvirkt án þess að þurfa að klöngrast upp á stýrishús eða á þann stað sem björgunarbátur er staðsettur. Þessi búnaður hefur bjargað tugum sjómanna og nefni ég hér eitt sjóslys af mörgum. Í desember 2001 fórst í slæmu veðri vélskipið Ófeigur II VE 324. Átta skipverjar af níu björguðust í tvo gúmmíbáta sem losnuðu sjálf- krafa frá skipinu. Skipverjar höfðu varla tíma til að fara í björgunar- galla og engan tíma til að sjósetja gúmmíbátana, svo snögglega fórst skipið. Þarna sannaði Sigmunds- búnaður gildi sitt eins og svo oft áð- ur. Þessi búnaður var bylting í ör- yggismálum sjómanna og enginn vafi á því að hann hefur fækkað dauðaslysum á sjómönnum. En reglur gera ekki kröfur til þess að hann skili gúmníbát undan skipi sem er á hvolfi þó hann sé eini búnaðurinn sem er hannaður til þess ef hann er rétt staðsettur. Reglur um losunar- og sjósetn- ingarbúnað gera aðeins kröfur um að búnaðurinn skili gúmmíbát frá skipi sem er með 20° slagsíðu til hvorrar hliðar. Miðað við þessar reglur nýtist búnaðurinn illa. Það á t.d. við þegar skip eru á hvolfi eða á hliðinni. Þetta eru mun minni kröfur en losunar- og sjósetn- ingarbúnaðurinn er hannaður fyrir. Það er ekki gert ráð fyrir því í reglum að umræddur búnaður skili gúmmíbát undan skipi þó hann sé hannaður til þess. Sigmundsbún- aður var og er hannaður til að skila gúmmíbát uppblásnum við hlið skips óháð dýpi, sama hvernig skipið snýr. Staðreyndir um losunarbúnað Eftir Sigmar Þór Sveinbjörnsson Sigmar Þór Sveinbjörnsson »Er þarna verið að henda út losunar- og sjósetningarbúnaðinum og fara 30 ár aftur í tím- ann hvað varðar öryggi sjómanna. Höfundur er fv. skipaskoðunarmaður. Útgáfa landshlutablaða Óskað er eftir tilboðum í útgáfurétt eftirtalinna landshlutablaða: •Akureyri vikublað •Hafnarfjörður og Garðabær •Kópavogur •Reykjavík vikublað •Reykjanes •Vesturland •Suðri •Vestfirðir •Aldan •Sleggjan •Austurland Ofantaldar eignir eru í eigu þrotabús Pressunnar ehf. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. f.h. þrotabús Pressunnar ehf. Kristján B. Thorlacius hrl., skiptastjóri kristjan@fortislogmenn.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.