Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 ✝ ErlingurHarðarson, kerfisstjóri Há- skólans á Akur- eyri, fæddist á Ísafirði 2. mars 1959. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. desember 2017. Foreldrar Er- lings eru Hörður Ingólfsson bif- reiðastjóri frá Ísafirði, f. 30. júní 1932, d. 17. janúar 2000, og Kristjana Guðrún Valde- marsdóttir, húsmóðir frá Ísa- firði, f. 29. september 1939, sambýlismaður Reynir Ölvers- son, f. 14. júní 1934. Systur Erlings eru Guðbjörg, f. 14. júní 1956, maki Helgi Sæ- mundsson, f. 14. febrúar 1951, d. 17. ágúst 2016, og Linda Björk, f. 30. október 1966, maki Finnbjörn Birgisson, f. unni á Ísafirði til 1971 þegar hún flutti til Hafnarfjarðar. Hann fór snemma að stunda margháttaða vinnu með föður sínum, sem var atvinnubíl- stjóri í Hafnarfirði. Hann hóf nám í Iðnskólanum í Hafnar- firði í málmsmíði. Hann vann jafnframt við ýmiss konar vélavinnu og akstur en hóf síðan nám í rafeindavirkjun samhliða vinnu og upp frá því varð vinna við tölvur hans aðalstarf. Þau Arnfríður fluttu til Akureyrar 1989 og þar stofnaði hann ásamt fleirum tölvufyrirtæki og rak um ára- bil. Árið 2000 hóf hann störf sem kerfisstjóri við Háskólann á Akureyri og vann þar alla tíð. Samhliða vinnu stundaði hann nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Er- lingur hafði mikinn áhuga á ferðamennsku og var mennt- aður leiðsögumaður og virkur félagi í Eyjafjarðardeild 4x4 og fór margar ferðir um há- lendi Íslands, jafnt sumur sem vetur. Útför Erlings fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. desember 2017, klukkan 13.30. 10. september 1961. Erlingur kvænt- ist Arnfríði Arnar- dóttur 18. ágúst 1985. Foreldrar hennar eru Örn Friðriksson, pró- fastur á Skútu- stöðum, f. 27. júlí 1927, d. 9. júní 2016, og Álfhildur Sigurðardóttir matráðskona, f. 12. júní 1936. Börn Erlings og Arnfríðar eru Valdemar Örn, rafmagns- og tölvuverkfræðingur í London, f. 29. desember 1987, sam- býliskona dr. Elizabeth Anne Moorcroft, f. 31. mars 1988, og Aldís Dagmar, nemi, f. 9. júlí 1991, sambýlismaður Þor- lákur Bjarki Sigursveinsson kvikmyndagerðarmaður, f. 3. mars 1991. Erlingur bjó með fjölskyld- Elsku sonur minn. Hún er óbærileg sorgin í hjarta mér að þurfa að kveðja þig. Þú varst hrifs- aður burtu svo allt of snemma og skyndilega. Eftir sitjum við ástvin- ir þínir með söknuð og sorg. Ég trúi því að nú sért þú kominn til þeirra ástvina okkar sem farnir voru áður. Elsku sonur minn, ég skal reyna að vera sterk fyrir þig, því ég veit að þú hefðir viljað það. Elsku Affí mín, Valdimar Örn, Aldís Dagmar, Guðbjörg og Linda, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Mamma. Elsku stóri bróðir minn. Það er mér óendanlega þungbært að skrifa þessi kveðjuorð til þín. Ég er enn ekki farin að trúa því að þú sért raunverulega farinn. Eina stundina brosti ég yfir myndum af ykkur Affí þinni og Guggu systur á snapchat, og þá næstu bárust mér þær harmafregnir að þú værir dáinn. Það eru svo margar minningar sem fljúga um höfuðið á mér að ég get ekki valið einhverjar úr til að festa á blað. Þær þvælast bara hver um aðra. Eins og þakklætið fyrir að leyfa Stefáni mínum að búa hjá ykkur Affí á fyrstu menntaskólaárunum hans, sólar- landaferðirnar sem við fórum í saman, brandararnir um buxna- staði, svellið á Spáni, „heit sólin“- sönglið okkar, unglingsárin mín að ógleymdri minningunni um flottu stereógræjurnar sem þú fórst með mér að kaupa fyrir fermingarpen- ingana mína. Þetta eru minningar og brandarar sem við fjölskyldan skiljum og enginn annar. Við syst- urnar stríddum oft mömmu á því að þú værir uppáhaldið hennar, því ef þú varst væntanlegur í heim- sókn þurfti hún að baka því hún varð að eiga eitthvað gott fyrir hann Erling sinn. Farðu í friði, elsku bróðir. Ég mun varðveita vel minningarnar um þig. Elsku Affí, Valdimar Örn, Aldís Dagmar, mamma og Guðbjörg systir, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þín systir, Linda Björk. Elsku bróðir minn, hvað þetta er erfitt, veit ekki hvað snýr upp eða niður. Núna sit ég og skrifa kveðju til þín, þetta er svo órétt- látt. Nú held ég í dásamlega minn- ingu með ykkur Affí síðasta sólar- hring þinn, þið buðuð mér með ykkur austur í Grímsnes á jóla- hlaðborð. Þetta kvöld var einstakt, við rifjuðum upp ótrúlegustu hluti, okkur leið öllum þrem svo vel og það var svo notalegt og gaman hjá okkur. Ég ætla að geyma í hjarta mínu þetta síðasta kvöld sem ég átti með þér. Við borðuðum góðan mat, fengum okkur gott rauðvín með matnum, ég dansaði við þig, þetta var bara yndislegt kvöld. Ég á þér líka svo mikið að þakka, stuðning- inn sem þú sýndir mér þegar Helgi minn lést í fyrra, og þegar þú komst til mín á fimmtudegi einn í sumar og settir upp eldhúsinnrétt- ingu fyrir mig á þrem dögum, við vorum svo samhent, unnum vel saman og gerðum að gamni okkar. Ég er ekki viss um að margir hefðu afrekað þessu eins og þú en við öll sem þekktum verkinn þín vitum það, þannig vannstu, og vandvirknin var alltaf í fyrirrúmi. Það eru svo margar minningar sem sópast um í höfðinu á mér. Þegar ég kenndi þér að hjóla, og ég sagði að þú fengir ekkert að borða fyrr en þú værir farinn að hjóla einn og þá varstu fljótur að læra því þér þótti alltaf gott að borða. Þú lagðir ýmislegt á þig sem strákur til að fá t.d. pulsu og kók og þar eru ófáar skemmtilegar sögurnar. Eða þegar þú laumaðist að taka skrautanna mína og skekktir þá og ég varð alveg brjáluð við þig en þú varst alltaf jafn sallarólegur og skildir ekkert í þessum mikla æs- ing í mér yfir. Síðast um helginna rifjaðir þú upp sjálfur þegar þið Helgi minn settuð upp gardínu- brautina á Þorláksmessu, sem hrundi síðan niður á aðfangadag og mér þótti það ekki eins fyndið og ykkur. Þegar þú kynntir mig og ég hitti Affí þína fyrst, þegar Valdimar Örn fæddist, og Aldís þín, þú varst svo hreykin og stoltur af krökkunum þínum og máttir sannarlega vera það. Allar þessar minningar munu lifa. Það vita þeir sem þekktu þig hversu hjálplegur og góður vinur vina þinna þú varst enda vinahópurinn þinn stór. Elsku Erlingur minn, ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér og Helgi minn verið honum innan- handar. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og varst börnun- um mínum það var ómetanlegt. Elsku Affí mín, Valdemar Örn, Aldís Dagmar, mamma og Linda Björk, Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu og erfiðu sorg. Þín systir Guðbjörg. Hljómlaus eru hróp þess sem tómið kremur. Svörin smá hjá spurningunum. Ég skil ekki svona og ég krefst þess að einhver leiðrétti þessi mistök þegar í stað. Það var gullfallegur vetrardag- ur þegar Arnfríður systir mín hringdi og sagði að Elli mágur hefði fengið hjartaáfall. Fegurðin fór úr deginum, kuldinn sat eftir. En lífið gengur víst áfram sinn gang og okkar að gera það gott. Ég hef þekkt Ella hálfa ævi mína og sé á bak mági og félaga. Þó að við byggjum ekki á sama landshorninu voru böndin traust. Síminn var líka þarfaþing. Við ræddum margt, gátum alveg deilt en aldrei rifumst við. Og ekki veit ég hve oft ég leitaði ráða og hjálpar varðandi bíl eða tölvu og aldrei stóð á aðstoð. Þegar ég kynntist Ella var hann í raun erfiðisvinnumaður, vann á vörubílum og stórum vinnuvélum. Því kom mér að vissu leyti á óvart þegar hann fór í nám í rafeinda- virkjun meðfram vinnu. Hann lauk því með sóma og eftir það varð vinna við tölvur aðalstarf hans. Hann hélt sér vel við og var fljótur að skilja og tileinka sér nýjungar. Þannig var Elli. Elli var sívinnandi, við bílavið- gerðir, lagfæringar á húsum og alls kyns smíðavinnu enda lék allt í höndunum á honum. Hann gerði upp hverja íbúðina á fætur ann- arri, vandvirkur og lausna- miðaður. Og þar kom Affí systir sterk inn með honum og saman voru þau öflugt lið. Hann vildi allt- af hafa góða hugmynd um hvernig hann ætlaði að ljúka verki áður en hann hóf það. Samt átti hann líka auðvelt með að grípa tækifæri sem gáfust og leika af fingrum fram, ef það leiddi til betri niðurstöðu. Ég sagði honum að stundum væri erf- itt að vera í fjölskyldu með honum, því samanburðurinn við hann væri mér erfiður. Hann glotti bara og sagði að þá yrði hann að vera dug- legri að aðstoða mig. Við ræddum margt; pólitík – vorum ekki alltaf sammála, um- hverfismál – vorum sammála um allt nema kannski umferðarstjórn- un á friðlýstum svæðum. Um eitt vorum við alveg sammála, ástina á landinu okkar, virðinguna og að- dáunina á þessari síkviku furðu- smíð. Hann naut þess að ferðast um landið og það var gaman að ferðast með þeim Affí. Og honum þótti gaman að aka um með ferða- menn, ef hann greip í það, fræða fólkið og sýna því dýrðir og djásn. Elli var mikill fjölskyldumaður, studdi börnin sín og hjálpaði til ef þurfti, hvort sem það var við að hengja upp Georg Jensen jólaóróa með tengdaföður sínum eða smíða eitthvað og lagfæra. Það er höggv- ið stórt skarð í hópinn. Við eigum þó góðu minningarnar áfram. Elli minn, farðu vel, bróðir og vinur. Þökk fyrir allt og allt. Friðrik Dagur Arnarson. Kveðja frá Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 Einn af bestu vinum Erlings sagði við mig, þegar við töluðum saman um ótímabært andlát Er- lings, að það eina sem okkur væri lofað í þessu lífi væri dauðinn, en hann ætti það til að koma of snemma. Það að hann kæmi stund- um of snemma á svo sannarlega við um vin okkar og félaga, Erling Harðarson, sem lést langt um ald- ur fram aðeins 58 ára að aldri. Er- lingur byrjaði skömmu eftir alda- mótin að starfa með okkur í Eyjafjarðardeild 4x4 og varð hann strax mjög virkur í starfi deildar- innar og var nokkur ár í stjórn og starfaði mikið í nefndum á vegum Eyjafjarðardeildar. Það voru ófáar ferðir sem Erlingur fór með okkur og ætíð var hann hrókur alls fagn- aðar enda hafði hann mikla kímni- gáfu og sá ætíð spaugilegu hliðarn- ar á málum ef svo bar undir. Ein ferð var okkur Erlingi ætíð minnisstæð en bilanir höguðu því þannig til að ég og sonur minn fengum far með Erlingi og Affí í ferð sem var kölluð Haustlitaferð- in, það var stórhríð nánast allan tímann og við fórum að lokum til byggða. Erlingur talaði oft um það að hann hefði ekki verið með kuldagalla í bílnum en hann var þó með sólstólana og borðið, svona getur íslenskt veður oft gert okkur óviðbúna. Erlingur var ætíð tilbúinn að hjálpa þegar upp komu bilanir hjá félögum og þær voru margar ferð- irnar sem hann fór til að hjálpa fé- lögum við að koma bílum þeirra heim, hann var traustur og góður vinur vina sinna. Íslensk náttúra var Erlingi mjög hjartfólgin hvort sem það var hálendið eða strandlengja landsins og það voru æði margar ferðir sem hann og Affí fóru á hverju sumri og skoðuðu landið okkar. Erlingur starfaði frá upphafi í Ferðafrels- isnefnd Eyjafjarðardeildar 4x4, enda var ferðafrelsi um landið okk- ar honum mikið hjartans mál sem og náttúruvernd. Erlingi var mikið í mun að ekki yrði skerðing á ferðalögum um hálendi landsins hvort sem fólk væri akandi eða gangandi en hann var jafnframt harður talsmaður þess að við yrð- um að ganga betur um landið okk- ar. Síðastliðin 10-12 ár höfum við nokkrir af eldri félögum Eyja- fjarðardeildar 4x4 hist tvisvar í viku í hádeginu á verkstæði Jóns Gunnars sem við köllum Athvarfið. En þar ræðum við öll möguleg og ómöguleg mál og umræðurnar eru oft fjörugar og skemmtilegar, en Erlingur sagði þær stundum vera hundleiðinlegar, sérstaklega þeg- ar rætt var um pólitík, þá fór hann út og fékk sér vindil. Ekki grunaði okkur félagana að fimmtudagur- inn 7. desember yrði sá síðasti sem Erlingur væri með okkur í At- hvarfinu en við vitum að hann verður með okkur þar áfram í anda. Okkur félögum Erlings í At- hvarfinu var sýndur sá heiður að fá að flytja félaga okkar heim frá Reykjavík og fórum við tveir suður og keyrðum hann heim enda var það við hæfi eftir allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Fjölskyldu og vinum Erlings vottum við okkar innilegustu sam- úð. Eyjafjarðardeild 4x4 hefur misst ein sinn besta vin og félaga. Elsku Affí, Valdemar og Aldís, ykkar missir er mestur en minn- ingin um yndislegan eiginmann og föður lifir. Guð blessi Erling Harðarson. Jóhann Hauksson. Kveðja frá skólafélögum í leiðsögunámi HA 2013-2014 Við komum úr öllum áttum, á ýmsum aldri, með ólíkan bak- grunn. Nokkur okkar þekktust að- eins en fyrir marga var þetta eins og að koma í 1. bekk í barnaskóla. Við sátum stillt og prúð í fyrsta tíma en þar með var ísinn brotinn. Þó svo að við værum eins og vera ber ólík um margt náðum við strax vel saman sem hópur. Það var ein- hver ósýnilegur þráður sem tengdi okkur. Húmorinn ekki síst en líka samstaða og hjálpsemi. Erlingur, Siddi og Hermann sátu á fremsta bekk og laumuðu út úr sér athugasemdum. Í fyrstu hafði Erlingur orð á því að kirkjur væru helst til of fyrirferðarmiklar í umfjöllun um sögu landsins. Komst þó fljótt að raun um að þær væru ríkari hluti af menningar- arfinum en hann hafði grunað. Þá tók hann þær í sátt og var þegar upp var staðið sérlegur aðdáandi kirkna. Erlingur hafði dálæti á flottum arkitektúr og hreifst mjög af hönnun margra meistaraverka Guðjóns Samúelssonar. Erlingur unni náttúru landsins, ekki síst hálendinu. Þekkti öræfin vel eftir ófáar jeppaferðir þangað upp eftir og miðlaði kunnáttu sinni til okkar hinna. Áhugi hans á ljós- myndun kom líka vel í ljós þegar við fórum í styttri og lengri náms- ferðir. Hann hafði næmt auga fyrir undrum náttúrunnar. Við unnum vel saman í leiðsögunáminu, deildum verkefn- um, ræddum málin og miðluðum upplýsingum. Veitti enda ekki af, því í mörgum tilfellum bættu nem- endur náminu við fulla vinnu. Svo var m.a. um Erling, leiðsögunámið var dágóð viðbót við starf hans sem kerfisstjóri við Háskólann á Akureyri. Við samnemendur Er- lings nutum góðs af tæknikunn- áttu hans. Ef á þurfti að halda kom hann með lausnirnar til að miðla námsefninu á milli okkar. Í hans augum voru vandamálin einungis til þess að leysa. Erlingur var hjálpsamur og úrræðagóður en umfram allt góður félagi. Það er óendanlega sárt að sjá á eftir hæfileikaríkum manni í blóma lífsins. Erlingur Harðarson var fullur orku og átti svo margt ógert. Við söknum hans sárt. Minningu hans munum við heiðra með því að halda áfram að kynna gestum okkar fjölbreytileika ís- lenskrar náttúru og menningar. Það væri í hans anda. Ástvinum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þeirra er missirinn mestur. Fyrir hönd nemenda í leiðsögu- námi við Háskólann á Akureyri veturinn 2013-2014, Óskar Þór Halldórsson. Það kom sem þruma úr heið- skíru lofti þegar þær fregnir bár- ust að Erlingur Harðarson, sam- starfsfélagi okkar og kerfisstjóri Háskólans á Akureyri til 18 ára, hefði orðið bráðkvaddur. Erlingur kom til starfa við há- skólann hinn 1. janúar árið 2000. Það má segja að það hafi verið áhugaverð dagsetning til þess að hefja vinnu sem kerfisstjóri en líkt og síðar kom í ljós sinnti Erlingur vel því hlutverki að halda kerfum skólans öruggum gagnvart alls- konar áreiti og árásum. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða þúsaldarvanda hugbúnaðar eða rafrænar innbrotstilraunir nú- tímans. Upp úr síðustu aldamótum hófst mikið vaxtarskeið í sögu Há- skólans á Akureyri þegar fjarnám hófst við skólann. Kröfur á net- og tölvukerfi skólans jukust í sífellu, sérstaklega með auknum vinsæld- um fjarnámsins. Innviðir og öryggi nettenginga skólans urðu eitt af meginverkefn- um Erlings og sinnti hann því af sérstakri lagni – oft á erfiðum tím- um fyrir skólann þar sem gæta þurfti útsjónarsemi svo unnt væri að standa undir þeirri miklu þjón- ustu sem skólinn veitir nemendum sínum, of oft með takmörkuðum fjárráðum. Sem dæmi um það hversu vel Erlingur hugsaði um tengingar skólans þá var það fyrir hans til- stuðlan að Háskólinn á Akureyri varð einn af fyrstu háskólum landsins til þess að nýta sér að- gengi að Eduroam-kerfinu, en það kerfi leyfir starfsfólki háskóla að tengjast netinu í háskólum, lest- arstöðvum, flugstöðvum og mörg- um opinberum byggingum víða um heim, á öruggan hátt. Starf Erlings tengdist inn á flest svið skólans. Því kemur ekki á óvart þegar litið er yfir farinn veg að hann átti sæti í fjölmörgum nefndum og vinnuhópum skólans hvað varðaði bæði undirbúning og þróun fjarnáms og hönnun nýrra bygginga. Jafnframt var hann í forsvari fyrir innleiðingu á öllum þeim hug- búnaði sem Háskólinn á Akureyri notar í dag. Erlingur var fulltrúi háskólans á ráðstefnum NORDU- net, sem eru samtök mennta- og rannsóknaneta á Norðurlöndum, og átti sæti í stjórn RH-netsins, sem rekur nettengingar háskóla- og rannsóknastofnana hér á landi. Einnig var Erlingur varatrúnaðar- maður starfsfólks HA sem er í SFR. Á 18 ára starfsferli sem kerfis- stjóri hefur Erlingur því svo sann- arlega verið maðurinn sem skólinn hefur reitt sig á til þess að tryggja að skólinn geti starfað í tölvu- væddum nútímanum. Undirritaður hóf störf við Há- skólann á Akureyri á sama tíma og Erlingur. Í samtölum okkar kom fljótlega í ljós að við deildum sömu áhugamálum – tölvur, tækni og ferðalög um hálendi landsins. Það eru því ófá samtölin sem við höfum átt í gegnum árin um þessi sameig- inlegu áhugamál okkar. Ég minn- ist sérstaklega glaðlyndis hans í þeim samtölum. Fráfall Erlings hefur skilið eftir stórt skarð í hjörtum okkar sem störfuðu með honum við háskól- ann. Fyrir hönd starfsfólks Há- skólans á Akureyri sendi ég eigin- konu hans og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. „Ha, þetta er hræðilegt, skelfi- legt að heyra, maður er orðlaus, svo ótrúlegt, get ekki skilið þetta, get ekkert sagt, er í sjokki, á engin orð, er hálflamaður.“ Þannig voru viðbrögð okkar í vinahópi Ella í Háskólanum á Akureyri þegar einn úr vinahópnum færði okkur hinn 10. desember sl. þau hræði- legu tíðindi að okkar kæri vinur, Erlingur Harðarson, hefði látist þá um morguninn. Það er mjög auðvelt að rifja upp góðar minningar sem tengjast Ella og erum við þakklát fyrir að geta gert það, líf okkar hefði svo sannarlega verið öðruvísi hefðum við ekki fengið að kynnast honum. Ófáa kaffitímana höfum við nú set- ið saman og rætt heimsins mál, okkar túlkun á heimsins málum hefði nú ekki gengið í hvern sem er og höfðum við oft orð á því að það væri eins gott að enginn „utanað- komandi“ heyrði til okkar. Kátínan var einlæg og hópurinn mjög sam- stiga í þessum húmor. Ekki voru það bara kaffisam- sætin sem glöddu, heldur var Elli fremstur meðal jafningja í að passa upp á að hópurinn hittist reglulega í matarsamkvæmum (og já svo partíi á eftir) og stóð heimili þeirra Ella og Affíar alltaf opið fyrir vinahópinn. Við gengum þar um eins og heima hjá okkur og þótti þeim það bara sjálfsagður hlutur. Þau voru einstaklega samstiga, glöð og ástfangin hjón. Oft teygð- ist kannski örlítið á heimsóknum okkar til þeirra hjóna en það var bara svo gaman að það var ekki hægt að hætta. Við sitjum og syrgjum góðan og kæran vin en við munum halda minningu elsku Ella okkar á lofti svo lengi sem við getum. Við eigum endalaust eftir að rifja upp minn- ingar tengdar honum, urrið hans þegar rætt verður um ónefndar konur, alla sjálfvirku hlutina á heimilinu hans eins og þvottakörf- una góðu, hrærivélina sem gat bæði lesið og framkvæmt, já og fleiri slík tæki sem flestir myndu óska sér. Af nógu er að taka. Elsku Affí, Valdimar og Aldís, við vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð á þessum erfiða tíma og þú Affí verður alltaf hluti af Klikk-hópnum okkar, við verðum bara að fá að halda áfram að koma og græjast í eldhúsinu þínu. Kaffi Klikk hópurinn í Háskól- anum á Akureyri, Ása, Daníel, Eygló, Har- aldur, Heiða, Herdís, Ingibjörg, Jónas, Ólafur, Ólöf, Sigurður Óli, Sigrún, Stefán, Torfhildur, Viðar. Erlingur Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.