Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 ✝ ArnbjörnKristinsson bókaútgefandi fæddist 1. júní 1925 í Vestmanna- eyjum. Hann and- aðist á Vífils- stöðum 13. desember 2017. Foreldrar hans voru Ágústa Arn- björnsdóttir hús- freyja, f. 1899, d. 1989, og Kristinn Jónsson verslunarmaður, f. 1898, d. 1946. Bræður Arnbjörns voru Sigurjón, f. 1922, d. 2007, og Magnús, f. 1923, allir þrír kenndir við Hvíld. Arnbjörn kvæntist Ragnhildi Björnsson, f. 21. apríl 1938. Foreldrar hennar voru Guðrún Briem Björnsson, f. 1915, d. 2006, og Árni J. Björnsson, f. 1909, d. 1968, kaupmaður í Borgarnesi. Börn Arnbjörns og Ragn- hildar eru: 1) Guðrún, f. 1963, d. 1977. 2) Ágúst, f. 1964, kvæntur Berthu Traustadóttur, f. 1970, og eru börn þeirra Kristín, f. 1996, og Elísabet, f. 1998. 3) Ásdís, f. 1965, og er sambýlismaður hennar Að- alsteinn Jóhannsson, f. 1978. Arnbjörn var frá barnsaldri virkur í félagsmálum. Þrettán ára gekk hann til liðs við skáta- hreyfinguna. Hann hefur verið varaskátahöfðingi, stjórnar- maður í Bandalagi íslenskra skáta, í undirbúningsnefnd fyr- ir alþjóðamót skáta, Jamboree, í Noregi og formaður Fax- asjóðs sem safnaði fé og end- urreisti skátaheimili í Vest- mannaeyjum eftir eldgosið 1973. Hann var sæmdur Skáta- kveðjunni, heiðursmerki skátahreyfingarinnar. Arn- björn var félagi í Alþýðu- flokknum í 67 ár, var þar for- maður fulltrúaráðs og sat í miðstjórn um árabil. Hann var fulltrúi á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna 1968. Arn- björn var heiðursfélagi í Félagi íslenskra bókaútgefanda, þar sem hann sat samfleytt í 52 ár í stjórn og gegndi formennsku um skeið. Jafnframt var hann heiðursfélagi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Austurbær, forseti 1976-1977 og umdæmisstjóri ís- lenska Rótarýumdæmisins 1986-1987. Arnbjörn var áhugamaður um bókmenntir, myndlist og tónlist, einkum sígilda tónlist, þá helst óperutónlist. Arnbjörn og Ragnhildur, kona hans, voru með fyrstu íbúum í Arnarnesi í Garðabæ 1970. Útför Arnbjörns fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 20. desem- ber 2017, klukkan 13. Börn hennar með fyrrverandi eigin- manni, Demir Il- ter, f. 1960, eru August, f. 1995, Sara, f. 1997, og Axel, f. 2000. Dótt- ir Aðalsteins er Kristjana, f. 2003. 4) Árni Geir, f. 1970, kvæntur Ro- byn, f. 1976, börn þeirra eru Kaia, f. 2002, og Naomi, f. 2005. Áður átti Arnbjörn soninn Ar- inbjörn, f. 1946, sem er kvænt- ur Sigurlaugu J. Kristjáns- dóttur, f. 1941. Börn hennar eru Oktavía, f. 1958, Val- garður, f. 1963, Guðmundur Rúnar, f. 1965, Bragi Kristján, f. 1967, og Kolbrún, f. 1971. Arnbjörn stundaði prentnám í Iðnskólanum í Vestmanna- eyjum og lauk því 19 ára í Ísa- foldarprentsmiðju í Reykjavík. Hann sótti framhaldsnám í Fagskolen for Boghåndværk og Gutenbergshus í Kaup- mannahöfn auk þess sem hann stundaði tungumálanám í Þýskalandi, Danmörku og hér- lendis. Hann setti Setberg á stofn árið 1950 og prentsmiðju með sama nafni 10 árum síðar. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær, sem einhver okkar hlóð, uppi um fjöll þar sem vorvindurinn hlær. (Haraldur Ólafsson) Upp í hugann koma þessar skátaminningar úr þekktum skátasöng þegar ég frétti and- lát vinar míns Arnbjörns Krist- inssonar. Hann hefur kvatt okkur, „er farinn heim“, eins og við skátarnir segjum. Þær voru margar vörðurnar, bæði í Vest- mannaeyjum og nágrenni Reykjavíkur, sem þeir hlóðu, Útlagahópurinn úr Eyjum. Rætur þeirra stóðu djúpt í heimabyggðinni. Sjórinn sem umlukti þær var ýmist fagur og gjöfull eða ógnandi og mis- kunnarlaus. Í þessu umhverfi þeir kynntust þeir bræðralags- hugsjón skáta og gildi þess að bera virðingu fyrir náunganum og fósturjörðinni. Í þessum hópi Eyjapeyja voru þeir bræð- ur Arnbjörn, Sigurjón og Magnús. Við Arnbjörn hittumst fyrst á skátaþingum þar sem rætt var um að virkja ungt fólk til sjálfstæðra starfa. „Reynið að skilja svo við þennan heim, að hann sé örlítið betri en hann var þegar þið fæddust í hann,“ sagði stofnandi skátahreyfing- arinnar, Robert Baden-Powell. Það var lykillinn að farsælum árangri. Kynni okkar Arnbjörns tengdust skátastarfinu en líka gegnum sameiginlegan áhuga okkar á prentiðnaði og bókaút- gáfu. Hann var frá Vestmanna- eyjum, ég frá Akranesi og áhugamálin voru æði lík. Ásamt Ragnhildi eiginkonu sinni rak Arnbjörn bókaútgáf- una Setberg. Hann var vand- virkur og vandlátur í störfum sínum, heiðarlegur og hrein- skilinn. Við áttum langt og farsælt samstarf í stjórn Félags bóka- útgefenda. Á þeim árum voru miklar sviptingar í bóksölumál- um. Tekist var á um hvort veita ætti matvöruverslunum leyfi til bóksölu. Afnám söluskatts (virðisaukaskatts) var fastur liður í umræðunni á flestum fundum. Mörg önnur hags- munamál voru rædd þar og af- greidd. Það var gott að ræða við Arnbjörn um bækur. Hann var ófeiminn að láta í ljósi vel rök- studdar skoðanir sínar. Hann hafði sterkar skoðanir á höf- undum, en ekki síður sjálfri bókagerðinni. Hann var sannkallaður fagurkeri á þeim vettvangi og bera margar af útgáfubókum hans þess vitni. Ég minnist hans frá fyrsta bókaþinginu 1971. Þar flutti hann erindi um stöðu bókaútgáfunnar, ræddi málefni greinarinnar með nýrri nálgun, opinskátt, af hreinskilni og upplýsti um fjölmargt sem ekki hafði verið rætt á þeim vettvangi áður. Vakti málflutn- ingur hans umræður og varð tilefni til meiri og betri sam- stöðu en áður þekktist innan greinarinnar. Vinátta var með okkur Elínu og þeim hjónum í Setbergi. Á meðan þau ráku fyrirtæki sitt á Freyjugötunni litum við gjarn- an við ef við vorum á ferðinni. Þar var gott að koma og ræða áhugamálin. Við söknum góðs vinar og vottum Ragnhildi og fjölskyldu Arnbjörns dýpstu samúð. Bragi Þórðarson. Skátaflokkurinn Útlagar var stofnaður í Reykjavík fyrir 75 árum. Allir félagar flokksins voru drengir frá Vestmanna- eyjum sem starfað höfðu þar í skátafélaginu Faxa. Arnbjörn Kristinsson, sem kvaddur er í dag, var einn þeirra. Hann gekk í flokkinn 1944 og hefur starfað óslitið síðan. Frá síð- ustu aldamótum hafa fundir flokksins verið haldnir í Nor- ræna húsinu. Þá voru flokks- menn 12. Nú eru aðeins fjórir eftir. Arnbjörn var góður félagi og hafði mikil áhrif innan flokksins. Kom oftast fram opinberlega fyrir hans hönd og skipulagði stórviðburði við tímamót. Var hann ætíð stór- huga og hreif aðra með sér. Nefna má að 30 ára afmæli flokksins var haldið á Costa Del Sol 1972, 45 ára afmælið í London 1987, 50 ára afmælið í París 1992. Þá voru allir á besta aldri og búnir að koma sér vel fyrir í lífinu. En svo ró- aðist allt er aldur færðist yfir. Þegar 60 ára afmælið nálgaðist kom fram sú hugmynd að skrifa sögu flokksins og var undirritaður fenginn til þess verks. Arnbjörn undirbjó ásamt Magnúsi bróður sínum veglega 60 ára afmælishátíð á Hótel Sögu 2002 og þar kom bókin út, „Útlagar í 60 ár“. Þeir bræður skipulögðu líka 70 ára afmælið, sem haldið var með glæsibrag í salarkynnum Nauthóls 2012. Allt sem Arnbjörn tók að sér innti hann hendi af samvisku- semi, alúð og reisn. Enn má minnast á að oft var nafnkunn- um gestum boðið á Útlaga- fundi: Stjórnmálamönnum, listamönnum og öðrum andans mönnum til fyrirlestra og sam- ræðna. Arnbjörn sá um und- irbúning þeirra mála. Var þetta vinsælt og víkkaði sjóndeildar- hring flokksmanna. Annað sem Arnbjörn hafði forgöngu um og annaðist af alúð var músík- fundir. Voru þeir allmargir á heimili Magnúsar, sem hafði eignast vönduð hljómflutnings- tæki. Arnbjörn lagði mikla vinnu í að kynna fyrir mönnum tónverk og tónskáld. Þetta veitti öllum yndi og var óvenju- legt á þeim tíma. Arnbjörn var mikill fagurkeri. Keypti mál- verk af listamönnum og átti mikið málverkasafn. Þetta smitaðist inn í flokksstarfið. Flokksmenn fóru eitt sinn að föndra með liti og héldu mál- verkasýningu. Arnbjörn var bókaútgefandi og kynnti bækur og skáldverk fyrir flokksmönn- um. Ef til vill hefur það orðið kveikjan að skáldsögu, sem flokksmenn rituðu, einn kafla hver og lesin var upp á fundum. Einnig voru ljóðakvöld með frumsömdum ljóðum flokks- manna og samkeppni um besta ljóðið. Það var mikill menning- arbragur á flokksstarfinu. Um langt árabil voru fundir haldnir á heimilum flokksmanna og var þar hlutur Útlagakvenna mikill í flokksstarfinu og e.t.v. ráðið miklu um framvindu þess. Þetta kunnu flokksmenn að meta og heiðruðu þær með gjöfum við tímamót í lífi þeirra. Einnig fengu flokksmenn gjaf- ir. Við fimmtugsaldur útskorna rostungstönn og þegar þeir urðu sextugir útskorinn göngu- staf. Mér segir svo hugur að þar hafi Arnbjörn lagt línurnar af alkunnri smekkvísi sinni. Minning um góðan dreng lifir. Fyrir hönd okkar félaganna flyt ég Ragnhildi eiginkonu Arnbjörns, börnum þeirra og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Óskar Þór Sigurðsson. Það er nú stundum þannig á lífsleiðinni að sumt fólk snertir mann meira en annað. Frá okk- ar fyrstu kynnum, fyrir hátt í 30 árum, hefur Arnbjörn snert einhverja taug hjá mér. Hinn mikli eldmóður og ástríða sem hann hafði fyrir bókaútgáfu sinni, Setbergi, fannst mér allt- af aðdáunarverð. Metnaður fyr- ir vönduðum og fallegum bók- um á kjarngóðu íslensku máli var hans aðalsmerki. Einnig var honum annt um að í öllum frágangi bóka væri prentfag- legum gildum fylgt til hins ít- rasta. Frá stofnun bókaútgáfunnar Setbergs og hátt í 60 ár var Arnbjörn viðskiptavinur Prent- smiðjunnar Odda. Ég var þess aðnjótandi að vera hans helsti tengiliður innan Odda í mörg ár og áttum við góð og farsæl samskipti. Gömul og góð gildi eins og heiðarleiki, metnaður og vinnusemi, sem Arnbjörn stóð fyrir met ég ákaflega mikils. Kæra Ragnhildur og fjöl- skylda, innilegar samúðar- kveðjur. Minning um góðan mann mun lifa. Magnús Guðfinnsson. Arnbjörn Kristinsson er allur. Minningar okkar um þennan merkismann helgast af reynslu og vitneskju um hæfi- leika hans, vilja og getu til að betrumbæta umhverfi okkar og samfélag. Hann var traustur félagi, áreiðanlegur og heiðarlegur og á æru hans máttu engin óþrif falla. Á meðan heilsan leyfði var vinnudagur hans langur, enda verkefnin margvísleg. Auk þess að reka bókaútgáfuna Setberg frá árinu 1950 tók hann mikinn þátt í starfi Alþýðuflokksins, var einlægur jafnaðarmaður og félagi í flokknum í 67 ár. Þar gegndi hann fjölda trúnaðar- starfa. Hann hafði m.a. umsjón með Styrktarsjóði Magnúsar heitins Bjarnasonar, sem arfleiddi flokkinn að öllum eigum sínum. Sjóðurinn studdi mörg mál í þágu jafnaðarstefnunnar og þá m.a. söfnun og varðveislu gam- alla skjala er tengdust starfi Alþýðuflokksins. Einnig útgáfu á sögu flokksins, sem kom út á 100 ára afmæli hans fyrr á þessu ári. Við þá útgáfu leitaði Bók- menntafélag jafnaðarmanna til Arnbjörns um ráð og ábend- ingar, sem reyndust vel í hví- vetna. Arnbjörn hafði lifandi áhuga á verkefninu og lét ekki mikil veikindi hamla aðkomu sinni að útgáfunni. Arnbjörn var einnig virkur þátttakandi í starfi Málfunda- félagsins Þjálfa í drjúg 50 ár og var í hópi öflugustu forystu- manna. Þjálfi var vettvangur pólitískrar umræðu innan Al- þýðuflokksins og hafði bein og óbein áhrif á málefnastarf inn- an flokksins. Starfsorka Arnbjörns og lífs- kraftur var með nokkrum ólík- indum. Hann var á 89. aldurs- ári þegar hann hætti rekstri Setbergs og hafði þá stundað bókaútgáfu í 63 ár og lagt mikla áherslu á útgáfu góðra barnabóka og ævisagna. Hann sat í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda í 52 ár, nokkur ár sem formaður. Hann var heiðursfélagi samtakanna. Þá tók hann mikinn þátt í starfi skátahreyfingarinnar og var heiðursfélagi í Rotarýklúbbnum Reykjavík-Austurbær. Við sem störfuðum með Arn- birni kynntumst vel einstökum hæfileikum hans. Hann var íhugull og ráðagóður og óspar á leiðbeiningar og aðstoð. Öll þau verkefni sem honum voru falin leysti hann hiklaust og vel af hendi. Hann fór þó vandlega yf- ir öll rök og aðstæður og tók ákvarðanir á grundvelli þeirra lífsskoðana sem hann hafði til- einkað sér. Þar kom jafnaðar- stefnan við sögu og áherslur hennar á frelsi, jafnrétti og samstöðu. Arnbjörn var áhugamaður um hvers konar menningar- starfsemi og þau hjón stunduðu að fara á listsýningar, á tón- leika og í leikhús. Hann las mikið og var fróður um menn og málefni. Arnbjörn glímdi síðustu árin við erfið veikindi. Eiginkona hans, Ragnhildur Björnsson, annaðist hann heima af elsku og natni. Það er bjart yfir minning- unni um Arnbjörn. Honum þökkum við margar góðar stundir og samvinnu í flokknum okkar gamla. Eiginkonu og börnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við kveðjum hann svo með þessum orðum Jónasar Hallgrímssonar og óskum honum blessunar Guðs: Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóvga, alefling andans og athöfn þörf; Árni Gunnarsson og Ásgeir Jóhannesson. Arnbjörn Kristinsson bóka- útgefandi er látinn. Kunnings- skapur og síðan vinátta okkar Arnbjörns á sér langa sögu. Fljótlega eftir að ég fluttist til Reykjavíkur haustið 1961 gekk ég til liðs við Alþýðuflokkinn og hóf þar störf. Tók sæti í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna og settist svo í stjórn Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Þar kynntist ég Arnbirni og átti allar götur síð- an við hann mikil samskipti. Þau voru ávallt ánægjuleg enda Arnbjörn bæði duglegur og greiðvikinn – og sannari jafn- aðarmann en hann hefi ég ekki fyrirhitt. Var ávallt reiðubúinn til þess að vinna hvert það verk fyrir sinn flokk sem eftir var leitað og meira en það, því sjálfur átti hann iðulega frumkvæðið – vissi hvers þurfti með, hvernig þau verk bæri að leysa og meira en viljugur til þess að leggja sitt af mörkum. Aldrei gekk neinn bónleiður frá hans búð. Vissulega átti hann það til að bregðast hvasst við eins á við um flestalla dugnaðarmenn enda hefur hann þurft á slíkum eðliskostum að halda þegar hann byggði upp á eigin atorku bæði landsþekkta bókaútgáfu og prentsmiðju, Setberg, og uppskar ávexti þess erfiðis eins og hann átti vel skilið. En um- hyggja hans fyrir jafnaðar- stefnunni og jafnaðarmönnum var fölskvalaus með öllu. Til hans var ávallt gott að leita. Þangað leituðum við líka, sem fórum með hlutverk á hinu póli- tíska leiksviði fyrir jafnaðar- menn, mann fram af manni, og komum ávallt að sömu opnu dyrum og sömu velvild og stuðningi. Síðustu árin voru Arnbirni erfið. Hann veiklaðist með hverju árinu en var þó alltaf jafn áhugasamur um þau verk, sem honum höfðu verið falin af okkur jafnaðarmönnum. Síð- ustu árin, sem hann lifði, sátum við ásamt Össuri Skarphéðins- syni saman í stjórn Styrktar- sjóðs Magnúsar Bjarnasonar, kennara, en Magnús arfleiddi Alþýðuflokkinn að öllum sínum eignum. Sá styrktarsjóður starfaði í samræmi við stofn- skrá, sem sjóðnum var sett og veitti margvíslegum viðfangs- efnum jafnaðarmanna stuðning. Nú síðast studdi sjóðurinn við ritun og útgáfu á bókinni „Úr fjötrum“, sögu Alþýðuflokksins, sem kom út fyrir réttu ári í til- efni þess að 100 ár voru þá liðin frá stofnun þess stjórnmála- flokks. Fundir sjóðsstjórnar- innar til undirbúnings því verk- efni voru haldnir á heimili Arnbjörns – sá síðasti á liðnu vori. Þar tók Arnbjörn á móti okkur Össuri í síðasta sinn og gerði það af rausn og hlýju eins og ávallt. Nú er góður vinur kvaddur. Margs er að minnast eftir langa og góða samfylgd. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu Arnbjörns sem og börnum hans og afkomendum öllum sam- úðarkveðjur. Á brottu er genginn góður maður þar sem hann fór. Sighvatur Björgvinsson. Í dag kveðjum við heiðurs- félaga í Félagi íslenskra bóka- útgefenda, Arnbjörn Kristins- son í Setbergi. Hann sat í stjórn félagsins í samfleytt 52 ár og gegndi jafnframt for- mennsku á árunum 1978-1979. Það var sérlega ánægjulegt fyr- ir mig, blautan bak við eyrun, að njóta leiðsagnar Arnbjörns þegar ég gekk í stjórn félagsins á sínum tíma en hann var mér alla tíð ákaflega ráðagóður, já- kvæður og hvetjandi. Og það spillti ekki fyrir að vita til þess að hann hafði setið í stjórn ekki bara með föður mínum heldur einnig afa mínum. Arnbjörn var hokinn af reynslu og var dug- legur að leiðbeina stjórninni allri og halda henni við efnið, ef svo bar undir. Það var því afar verðskuldað þegar Arnbjörn var gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda árið 2004. Þó svo hann væri hættur í stjórn sótti hann alla aðalfundi félagsins og fylgdist augljóslega grannt með bókaút- gáfunni fram á síðasta dag, en hann lét formlega af störfum við útgáfuna árið 2013, þá 88 ára. Kærar þakkir, Arnbjörn, fyr- ir samstarfið og alla hjálpina og hvatninguna í gegnum árin. Hún var okkur öllum sem með þér störfuðu ómetanleg. Fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda, Egill Örn Jóhannsson. Arnbjörn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.