Morgunblaðið - 20.12.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 20.12.2017, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 ✝ Jón Svan Sig-urðsson fædd- ist á Teigi í Eyja- fjarðarsveit 25. maí 1931. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 11. desember 2017. Foreldrar Jóns Svans voru Sig- urður Hólm Jóns- son, f. 27.8. 1896, d. 26.2. 1981, og Matthildur Jóhannsdóttir, f. 13.6. 1904, d. 13.7. 1934. Bróð- ir hans var Birgir Jóhann Sig- urðsson, f. 21.3. 1930, d. 23.12. 2010. Hann var búsettur í Kan- ada. Hálfsystkini Jóns Svans samfeðra eru: Lilja, f. 1923, d. 2007, Helga Guðrún, f. 1927, d. 2009, Þórhalla, f. 1938, Gylfi, f. 1940, Logi, f. 1942, d. 2006, Smári, f. 1947, Svala, f. 1949, og Frosti Hlynur, f. 1954. 30. ágúst 1958 kvæntist Jón Svan Þuríði Ólafsdóttur, f. 1935. Foreldrar hennar voru Ólafur Þórðarson, f. 1911, d. 1996, og Jóna Pálsdóttir, f. ára aldur flutti Róshildur til dóttur sinnar Jóhönnu og Sig- tryggs tengdasonar á Sniðgötu 2 og ól Jón Svan manninn hjá þessu góða fólki. Sumrum æsku sinnar varði hann hjá Pétri og Ninnu, föðursystur sinni, á Brávöllum fyrir utan Akureyri. Árið 1947 fluttist Jón Svan til Reykjavíkur, hóf prentnám í Prentsmiðjunni Eddu. Hann kvæntist Þuríði Ólafsdóttur árið 1958 og ári síðar fæddist einkadóttir þeirra, Svala Hrönn. Á þeim tíma var Jón Svan ráðinn prentsmiðjustjóri hjá Prent- smiðjunni Hilmi. Samhliða prentinu ráku þau hjónin sam- an Prímapylsur við Nýja bíó og gerði sá rekstur þeim kleift að kaupa sína fyrstu prentvél. Prentsmiðjan Svansprent hóf rekstur 1967 og var fjölskyldu- fyrirtækið 50 ára á þessu ári. Stóð Jón Svan sjálfur vaktina alla sína tíð. Jón Svan stundaði laxveiðar og golfið var annað útivistar- sport sem átti hug hans allan. Hann var bridge-spilari, keppnismaður og með tilkomu netsins spilaði hann mikið við fólk frá öllum heimshornum. Útförin fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag, 20. desember 2017, klukkan 11. 1913, d. 1942. Dóttir þeirra er Svala Hrönn, f. 1959, gift Sverri Salberg Magnús- syni, f. 1958. Börn þeirra eru: 1) Jón Svan Sverrisson, f. 1981. Sambýlis- kona hans er Sigurbjörg Magnúsdóttir, f. 1980. Dóttir þeirra er Svala, f. 2012. 2) Þuríður Sverrisdóttir, f. 1984. Dóttir hennar er Bríet Katla Einars- dóttir, f. 2010. Sambýlismaður Þuríðar er Andri Þór Sturlu- son, f. 1984. Börn þeirra eru Jörfi, f. 2014, og Björt, f. 2015. 3) Salbjörg Kristín Sverris- dóttir, f. 1994. Sambýlismaður hennar er Hilmar Yngvi Birgisson, f. 1993. Jón Svan ólst upp hjá Rós- hildi Jónsdóttur, móðurömmu sinni, eftir fráfall móður sinnar aðeins þriggja ára gamall. Fyrst á heimili Sigurðar á Oddeyrargötu 38 en um sex Elsku afi minn er fallinn frá eftir stutt veikindi sem komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að- eins nokkrum vikum áður nutum við náttúrunnar saman við ár- bakkann í Norðlingafljóti og renndum fyrir lax ásamt góðu fólki. Ég var mjög ung þegar afi smitaði mig af laxveiðiáhugamáli sínu og við tvö áttum mjög góðar stundir saman úti í á og tíndum bláber upp í okkur inni á milli. Yfirleitt var það samt þannig að afi setti í fiskinn og rétti mér svo stöngina. Ég held að það hafi ekki liðið eitt sumar án þess að við fær- um saman í veiðitúra og ungling- urinn ég svaf kannski aðeins meira úti í bíl en áður fyrr. Síðari ár hefur mitt hlutverk verið að veiða þar sem afi komst ekki, hjálpa honum að þræða öngla og beygja mig eftir fiskunum. Ég brosi enn yfir tilhugsuninni þegar við fórum, bara held ég í fyrra, út- keyrð og svöng inn á rosalega fínt hótel, enn með orma í vasanum eftir daginn. Að okkur hafi verið hleypt inn miðað við útganginn á okkur er mér ráðgáta, en matur- inn var einstaklega góður og við afi nutum samverunnar eftir gott fiskirí fyrr um daginn. Og að ég sé að skrifa þessi orð svo stuttu síðar er mjög óraunverulegt, en þessar minningar eru núna eitt það dýr- mætasta sem ég á. Afi var náttúru- og fuglaunn- andi sem kenndi afastelpunni sinni frá unga aldri að bera virð- ingu fyrir umhverfinu. Þegar ég var lítil fannst mér svo merkileg sú tenging sem hann átti við dýr- in. Mér fannst hann geta átt í samræðum við fuglana og hans bestu stundir voru út í náttúrunni að gefa fuglunum með afabörnum og síðar langafabörnum sínum. Hann náði einnig alveg einstakri tengingu við öll þau gæludýr sem við fjölskyldan áttum. Þó að við höfum hann nú grunaðan um að gefa dýrunum eitthvað aðeins meira og gómsætara en bara at- hyglina. Alla tíð hefur hann sýnt mikinn áhuga á lífi og starfi okkar syst- kinanna, fylgst með öllum okkar sigrum, hæðum og lægðum stolt- ur með sínu einstaka brosi og hlýjum faðmi. Ég er alveg viss um að líkamshiti afa var hærri en annarra, því orkan og krafturinn frá honum hefur alla tíð verið gríðarlega smitandi. Hann ætlaði aldrei að yfirgefa okkur, hann var alltaf á leiðinni aftur út í lífið og sagði að þetta hefði bara verið æf- ing fyrir stóra daginn. Eitt það síðasta sem hann sagði við mig var að hann ætlaði sér að hefja nýtt líf. Ég trúi því að það líf sé hafið og að hann sé núna einhvers staðar út í miðri á að njóta stór- brotinnar náttúru og dýralífs í umhverfi sem við hin fáum að njóta síðar meir. Það er stundum sagt um menn að þeir séu höfuð fjölskyldunnar, en afi Svan var hjartað og það mun slá um ókomna tíð í afkom- endum hans. Hvíl í friði, elsku besti afi minn, og ég veit að þú ert hjá mér, Þín afastelpa Þuríður (Dússý). Kær bróðir minn og vinur er fallinn frá 86 ára að aldri. Svan bróður minn þekkti ég lít- ið á bernskuárum mínum. Hann flutti suður þegar ég var lítill drengur og á þeim tímum, um miðja síðustu öld, var ekki oft far- ið á milli Akureyrar og Reykja- víkur. Eina bjarta minningu á ég um þá bræður Svan og Bigga en það er þegar þeir komu í Ásláks- staði á glansandi nýjum Rússa- jeppa sem pabbi okkar var að fá sér. Þetta var stór stund í lífi 10 ára sveitastráks og í minningunni má varla á milli sjá hvort var meira spennandi, glæsilegu og skemmtilegu bræður mínir eða nýi bíllinn hans pabba. Seinna þegar ég var komin með fjölskyldu jókst samband okkar og mikil og góð vinátta hófst. Í gegnum árin höfum við fjöl- skyldurnar átt ótal samveru- stundir og farið víða, bæði innan- lands og utan. Vert er að minnast árlegrar veiðiferðar stórfjöl- skyldunnar í Norðlingafljót. Þar var mikið veitt, flott veisluborð og ljúfar samverustundir. Síðasta veiðiferð okkar bræðra var fyrir þremur mánuðum. Þá sem oft áð- ur var feiknagóð veiði og við átt- um dýrmætar stundir saman við árbakkann. Ég fann þó að líkam- legt þrek bróður míns var minna en áður en hugurinn við veiðina var óbreyttur frá fyrri árum. Við hjónin áttum líka með þeim góða daga suður í Arizona, sól- ardaga á Kanarí og samveru- stundir í Vancouver. Þetta eru tímar sem við hugsum til með miklu þakklæti. Einnig var gam- an hjá okkur þegar Biggi bróðir og hans fjölskylda komu í heim- sókn frá Kanada. Þá var oft efnt til veislu hér fyrir norðan þar sem flest systkini okkar komu og voru með, það voru skemmtilegar stundir sem gott er að minnast. Við Svan bróðir áttum dýr- mætar stundir saman þegar við fórum til Vancouver og kvöddum Bigga bróður í desember 2010. Dússý og Svan voru einstök hjón, góðvild þeirra við okkur og börnin okkar Agnesi, Önnu Brynju og Magnús Smára og síð- ar fjölskyldur þeirra, auk stórfjöl- skyldunnar fyrir norðan er ómet- anleg og fyrir það þökkum við af alhug. Elsku Dússý, Svala og fjöl- skyldur ykkar, við kveðjum Svan með virðingu og þakklæti í hjarta og heiðrum minningu hans með því að treysta vináttu og fjöl- skylduböndin um ókomna tíð. Kæri bróðir, þakka þér fyrir allt. Smári Sigurðsson og fjölskylda. Á ísköldum janúardegi fyrir tæpum þremur árum fórum við feðginin á fund Svans frænda. Til- gangur heimsóknarinnar var að toga upp úr honum sögur af syst- ur hans Helgu en til stóð að setja saman lítið kver um lífshlaup hennar. Þetta reyndist örlagarík- ur dagur. Móttökurnar í Svans- prenti voru fallegar og þrátt fyrir að frændi segðist lítið muna frá æsku þeirra systkina fór frásagn- argleði hans fljótt á flug. Við fengum ómetanlega innsýn í æsku Svans á Akureyri en efst í huga hans voru sumrin á Brávöll- um, rétt norðan við kaupstaðinn. Segja má að í frásögn hans hafi komið fram allir þeir mannkostir sem hann mótaði með sér á lífs- leiðinni. Eljusemi, sjálfsbjargarvið- leitni, ástríða fyrir veiði hvers konar, leiftrandi skopskyn og síð- ast en ekki síst manngæska. Gamla Akureyri og Eyjafjörður lifnuðu við þegar hann sagði frá hvernig hann lék sér í grunninum að Akureyrarkirkju, renndi sér á ísilagðri Eyjafjarðaránni til að heimsækja ættingja inn í firði, fór á trillu til móts við Bretana sem lónuðu fyrir utan Brávelli til að selja þeim fersk egg fyrir bein- harða peninga eða skrapp á dansiball í Vaglaskógi á björtum sumarnóttum. Svan elskaði nátt- úruna og gjafir hennar sem hann fór vel með. Hann hvíslaði að okkur að nú færi hann og gæfi mávunum æti við hvert tækifæri. Svan var einstök manneskja og Helga systir hans naut þess en bræður hennar Svan og Birgir voru henni afar góðir alla tíð. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Þegar við kvöddum Svan þenn- an dag bað hann um að fá að prenta litla kverið. Sjálfsagt renndi hann ekki í grun, frekar en okkur, að úr yrði bók en það var okkur afar mikils virði að fá hana prentaða af natni og fagmennsku í prentsmiðjunni hans. Við sendum Dússý, Svölu og fjölskyldu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við minnumst frænda með miklu þakklæti og hlýju. Haukur og Hildur. Þegar sex barna fjölskylda fluttist frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í lok sjöunda áratug- arins var að mörgu að hyggja. „Stórborgin“ var okkur krökkun- um framandi en stoðnet vina og ættingja, sem við höfðum minni afskipti haft af áður, tók að styrkjast. Dússý, sem var uppeld- isdóttir Svölu frænku, systur pabba, og eiginmaður hennar, Jón Svan, höfðu þar afar kær- komna innkomu. Traust vinátta þeirra hjóna reyndist foreldrum okkar mikilvæg. Til að létta undir á stóru heim- ili útveguðu Svan og Dússý mér strax vinnu með skóla við að þrífa portið við litla pylsusjoppu sem þau ráku; Príma pylsur, sem var við portið frá Austurstræti inn að Nýja bíói. Þar kynntist ég úti- gangsmönnum og broddborgur- um sem stöldruðu stundarkorn við þegar þeir sáu ungan manninn sópa og spúla portið. Þessi vinna og samskipti í portinu voru merk upplifun og lærdómur fyrir ung- ling. Með þessari tímavinnu var líka kærkominn vasapening að fá og auðvitað pylsu í lok dagsverks. Öll yngri systkinin nutu þessa síð- an með góðum sælgætisveiting- um eldri bróður á útborgunardegi og allt var þetta sett í samhengi við Dússý og Svan. Gylfi bróðir minn tók síðan við á unglingsár- unum og naut gjarnan aðstoðar Margrétar systur. Svansprent, fyrirtæki Svans og Dússýjar, er 40 ára á þessu ári og enn rekið af nánustu fjöl- skyldu. Frá upphafi hefur Svans- prent verið ein virtasta og vand- aðasta prentverksmiðja hér á landi. Á menntaskólaárum kallaði Jón Svan á okkur til að vinna m.a. við flutning á prentsmiðjunni úr Skeifunni upp í Kópavog. Hann greiddi hópi námsmanna, sem ég hafði smalað saman, mjög rausn- arlega fyrir viðvikið. Á þeim árum kynntist ég nákvæmninni sem einkenndi störf Jóns Svans. Gæð- in skiptu miklu máli. Svan kenndi mér að mæla rétt, líta beint á tommustokk og hallamál. Það gat munað millimetra ef það var ekki gert. Við vorum allmargir ung- lingarnir sem annars hefðum fall- ið illa á því nákvæmnisprófi í framtíðinni. Það að „mæla tvisvar og saga einu sinni“ er ágæt lífs- speki. Slík nákvæmni og þolinmæði kom auðvitað fram í öðru sem Svan gerði, hvort sem var í starfi eða leik, prentverki, laxveiði eða golfi. Svo vel að það mátti vel halda því fram að „Svansvottun“ tengdist beint Jóni Svan og Svansprenti. Þegar ég kynntist Bryndísi, til- vonandi eiginkonu minni, í menntaskóla kom í ljós að Svala Hrönn, einkadóttir þeirra hjóna, var bekkjarfélagi Bryndísar og vinkona úr Hvassaleitisskóla. Svala hefur fengið það besta í vöggugjöf frá báðum foreldrum. Viðmót þeirra hjóna var alltaf innilegt og þegar við krakkarnir mættum í heimsókn var eins og þau væru að taka á móti höfðingj- um. Dússý er einstök manneskja, alltaf jákvæð og hjálpleg. Hún hefur lifað merka ævi og þau ver- ið mjög samstiga í öllum verkefn- um. Hún horfir nú á eftir sínum sálufélaga, góðum og vönduðum eiginmanni og föður. Við systkinin, Þorsteinn Ingi, Árni, Gylfi, Þór, Margrét og Sif ásamt Kristínu móður okkar, færum Dússý, Svölu Hrönn og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur og þökkum fyrir sam- fylgdina og fallegar minningar um góðan dreng. Árni Sigfússon. Ég kynntist Jóni Svan Sig- urðssyni fyrst um miðjan 6. ára- tug síðustu aldar. Þá kom hann til Eyja ásamt konuefninu, Dússý, frænku minni í Suðurgarði og hafði meðferðis nokkrar golfkylf- ur og bolta handa okkur Suður- garðsfrændum, mér og Árna Óla. Þetta færði hann okkur að gjöf ásamt því að sýna okkur réttu handbrögðin við golfleik. Enn þann dag í dag nota ég krækju- gripið sem hann kenndi okkur og hefur reynst vel. Við Árni Óli komum okkur upp heldur frum- stæðum fjögurra holna golfvelli á Suðurgarðstúnunum og fyrsta flötin var einmitt á hlaðinu í Gvendarhúsi þar sem við Katrín búum núna. Og Svan var óþreyt- andi við að senda okkur kylfur sem hann var hættur að nota, ásamt golfboltum. Þetta voru fyrstu kynnin af Svan, kynni sem ekki rofnuðu fyrr en hann kvaddi okkur á dög- unum. Saman áttum við svo eftir að spila allnokkra golfhringi um ævina en hann var áhugamikill kylfingur alla tíð. Næst bar svo fundum okkar saman þegar við frændur ákváðum að hefja nám í Kennara- skólanum haustið 1961. Þá vant- aði mig húsnæði í Reykjavík og þau Svan og Dússý skutu yfir mig skjólshúsi og leigðu mér herbergi ásamt fæði gegn vægu gjaldi á Ljósvallagötunni þar sem þau bjuggu ásamt dóttur sinni, Svölu Hrönn. Þar átti ég gott atlæti fyrsta skólaárið í Kennaraskólan- um og raunar alla skólagönguna þó svo að ég flytti í annað hús- næði. Svan átti líka heiðurinn af því að kynna mig fyrir heimi blaða- mennskunnar. Hann var prent- smiðjustjóri hjá Hilmi hf. sem gaf út Vikuna og Svan kom mér í kynni við Gísla heitinn Sigurðs- son sem þá var ritstjóri Vikunnar, sagði að ég væri efnilegur. Ég vann nokkur verkefni fyrir Gísla og var svo í framhaldi af því ráð- inn blaðamaður á Vikunni vorið 1965. Þar hófst blaðamennskufer- illinn sem síðan stóð með ein- hverjum hléum í rúm 50 ár og ég á í raun Svan, vini mínum, að þakka. Það var alltaf jafnánægjulegt að vera í vinahópi þeirra hjóna og heimsækja þau, bæði lífsglöð og jákvæð og ég man aldrei eftir að hafa séð Svan í vondu skapi, alltaf var sama geislandi brosið og já- kvæðnin, sama á hverju gekk, meira að segja þegar ég lenti í árekstri á Willys-jeppanum hans, sem ég fékk lánaðan á Þorláks- messu árið 1962. Ég segi ekki að hann hafi þá brosað en jafnaðar- geðið var til staðar og gert gott úr öllu. Jón Svan Sigurðsson er einn þeirra sem standa upp úr í þeim hópi fólks sem ég hef kynnst um ævina. Ekki aðeins fyrir það hve vel hann og Dússý reyndust mér á mínum skólaárum heldur einnig fyrir vináttu alla tíð síðan og ekki síst fyrir glaðlyndi og jákvætt við- horf sem ég held að hafi haft sín áhrif á mig gegnum tíðina. Við Katrín sendum þeim Dússý og Svölu Hrönn og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur okk- ar. Minningin um einstakan sam- ferðamann og vin mun lifa þótt hann sé horfinn á braut. Sigurgeir Jónsson. Hann var stórbrotinn persónu- leiki. Hann bar fas ríkulegra hlíða Eyjafjarðar, þar sem hann ólst upp, yfirvegað með öflugum kar- akter í farteskinu. Hann var glæsilegur, lipur og snar, golfari af Guðs náð og laxveiðimaður af bestu gerð. Hans aðalsmerki voru hjálpsemi hans og umhyggja og jákvætt viðmót, aldrei illur, alltaf skapgóður, trygglyndur og glað- lyndur, enda víðsýnni en margir og var ekki að hanga í fordómum. Hann gat verið fastur fyrir en fljótur að miðla málum til lausna. Það voru alltaf hlunnindi og skemmtilegt að hitta hann og eiga hann að. Jón Svan Sigurðsson, prentari og atvinnurekandi í Svansprenti, stofnaði fyrir margt löngu Prima pylsur með Dússý konu sinni, Þuríði Ólafsdóttur frá Suðurgarði í Vestmannaeyjum. Hún var sama athafnamanneskjan og maður hennar og saman voru þau tvíefld, líf og fjör og blússandi drifkraftur. Eftir nokkur ár í pylsusölu stofnuðu þau prentsmiðjuna Svansprent á annarri hæð í einni af götum Skeifunnar en Svans- prent varð að rómuðu stórfyrir- tæki í Auðbrekku í Kópavogi. Í nær 60 ár höfum við átt sam- leið með þeim Svan og Dússý frænku okkar og fyrstu ár þessa tímabils vorum við frændur úr Eyjum, bróðir Dússýjar Árni Óli Ólafsson frá Suðurgarði, Sigur- geir Jónsson frá Þorlaugargerði og undirritaður nánast fastir heimilismenn hjá þeim hjónum í Reykjavík á Kennaraskólaárum okkar, frordekraðir og vel haldnir. Það var góð vist og um- burðarlyndið ótrúlegt og mikillar þakkar vert. Það var alltaf góð ára sem fylgdi Dússý og Svan og bætti þó um betur þegar Svala Hrönn dóttir þeirra kom til sögu, en hún stjórnar nú Svansprenti sem býr að afbragðs starfsfólki sem alla tíð. Jón Svan var leikglaður mað- ur, auk golfs og laxveiði lék hann brids um allan heim í tölvum. Hann átti marga vini og trausta hvar sem hann kom við sögu og hans er sárt saknað. Hvað er að frétta? var alltaf viðkvæðið hjá Svan og hann var tilbúinn í rök- ræður um hvað sem var, fljótur að tengja. Hann minnti mig stund- um á eftirminnilegan föður sinn, Sigurð, sem ég man að þekkti alla bæi á Suðurlandi með nafni þegar hann kom þar í fyrsta sinn, af handbókum bænda. Það er vont að geta ekki hitt Svan um sinn en minningin lifir. Megi góður Guð vernda Dússý, Svölu Hrönn, börn og barnabörn og fjölskyldur og vini. Við Dóra kona mín og Breki þökkum allt og allt. Það væri skemmtilegt að vera á flötinni stóru hjá Herra vorum þegar Svan mætir og mundar golfkylfuna og spyr frétta þessi stórbrotni en hlédrægi persónu- leiki. Árni Johnsen. Ég kynnist Jóni Svan fyrst fyr- ir rúmlega 40 árum. Hann var þá nýbúinn að stofna Svansprent og ég að vinna við prentþjónustu sem hann verslaði við. Ég sá strax að þarna var ungur athafnamaður með skýra sýn á hvert hann ætl- aði með fyrirtækið sitt í ört vax- andi prentmarkaði. Það var því ekki erfitt að samþykkja boð um vinnu hjá honum þegar hann hafði samband við mig. Hans stefna var að bjóða gæðaprentun á góðu verði og fljóta afgreiðslu. Markhópurinn varð auglýsinga- stofur og fyrirtæki sem voru farin að gera gæðakröfur. Þetta tókst hjá honum og fyrirtækið fékk fljótt gott orð á sig fyrir gæði og persónulega þjónustu og stækk- aði ört. Svan hafði mjög gott auga fyrir tækjakaupum en safnaði samt aldrei skuldum og hefur tækja- kostur fyrirtækisins alltaf verið til fyrirmyndar í prentiðnaði sem hefur tekið ótrúlegum breyting- um í gegnum árin. Hann var næmur á að fá til sín gott fólk í vinnu og nægði að horfa í augu fólks og handtak við ráðninguna og fólk fékk síðan ábyrgð ef það stóð sig vel í starfinu. Mörg dæmi eru um starfsfólk sem ætlaði að stoppa stutt en varð síðan í ára- tugi hjá fyrirtækinu og lítur á fyr- irtækið sem sína fjölskyldu. Und- ir það síðasta minnkaði hann veru sína í fyrirtækinu en kom samt alltaf akandi á hverjum degi að gá hvort allar vélar væru í lagi, rugg- aði aðeins bátnum og gekk síðan glottandi út í bílinn með hundinn sinn. Jóns Svans verður sárt saknað í fyrirtækinu enda stór þáttur í lífi þess fólks sem þar vinnur. Sverrir Brynjólfsson. Jón Svan Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.