Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 34

Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 UH Vandaðar jólagjafir frá sænska fyrirtækinu Bengt & Lotta Opið í desember: Virka daga kl. 11.00-18.00, laugardaga kl. 11.00 til 17.00, sunnudaga kl. 13.00 til 16.00. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi bók kom til mín þar sem ég ætlaði að skrifa mig út úr ákveðnum samtímavanda og vanda í mínu lífi. Ætlunin var að skrifa fimmta bindi sjálfsævisögu minnar, en svo fór ég að skrifa þessa bók samhliða og á endanum tók hún yf- ir,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur um skáldsöguna Undir- ferli. Bókin fjallar um veirufræð- inginn Írisi sem rannsakar áhrif umhverfis á óþekkta veiru úr Surtsey. Þegar Smári, æskuvinur hennar og æsku- ást, er ráðinn að- stoðarmaður hennar á til- raunastofunni í Vestmannaeyjum verður yfirmað- urinn, Aron, fyrrverandi eiginmaður Írisar, órólegur og loft lævi blandað. Smári vinnur að þróun óvenjulegs mælitækis sem ætlað er að mæla heilindi og manngildi. „Mér fannst ég þarna fá tækifæri til að skilja flókin tengsl ástar og ofbeldis, ástríðu og yfirgangs. Það er knýjandi að skrifa um þau,“ seg- ir Oddný Eir og bendir á að í bók- inni takist á annars vegar gamla heiðna hefndin og hins vegar hug- myndir um sátt og fyrirgefningu. „Upphafið hjá mér var að ég lét heiðnu goðin ræða við kristnu kær- leikspostulana í nokkurs konar djöfullegum helgileik, sem endaði síðan í þessari skáldsögu.“ Í grasafræðinni leynist flókið tilfinningalíf Þú vinnur markvisst með marg- vísleg tákn í bók þinni t.d. í heiti persóna. Af hverju urðu þessi tákn fyrir valinu? „Mér finnst áhugavert að búa til formgerð út frá táknmyndum. Ég byrjaði að móta frásögnina út frá grasafræðinni,“ segir Oddný Eir og bendir á að Íris eða sverðliljan hafi löngum verið notuð sem tákn í bar- áttu fyrir sannleika. „Í kerfi þar sem lygin ríkir birtist þrá eftir heiðarleika og sannleika og þetta blóm verður tákn fyrir það. Í fram- haldinu taka valdablokkirnar blóm- ið upp sem sitt tákn. Smárinn er óþekktara tákn en hann vísar með beinum hætti í Freyju sem ég ákalla í bókinni. Þótt Freyja sé mjög máttug og í fararbroddi lækn- ingagyðja nær hún ekki að lækna sjálfa sig af sorginni sem fylgir því að maðurinn hennar, Óður, svíkur hana og yfirgefur. Tár hennar eru talin vera rauðsmárinn. Það leynist því flókið tilfinningalíf í grasafræð- inni.“ Þú virðist í bókinni einnig vera að leika þér með ólíkar bókmennta- greinar. „Já, ég leik mér að því að fara yfir mörk greina. Þannig er bókin allt í senn vísindaskáldsaga, glæpa- saga og vampýrusaga. Svo er þetta líka riddarasaga og ástarsaga. Fyr- ir mig prívat er þetta mín sjálfs- ævisaga líka,“ segir Oddný Eir og heldur áfram til útskýringar. „Í sjálfsævisögum er maður að leika sér með tengsl skáldskapar og raunveruleika síns eigin lífs. Þótt formið sé annað eru hlutföllin milli skáldskapar og raunveruleikans svipuð í Undirferli og fyrri bókum mínum.“ Óður til samræðunnar Stíllinn er líka býsna sérstakur. Bókin byggist upp á eintölum tveggja persóna, þ.e. Írisar og Smára. Setti það ekki ákveðnar skorður að skrifa í slíku formi? „Jú, en það er mjög gott þegar maður er að skrifa að búa sér til nógu furðulegar skorður. Ramminn má ekki vera ferkantaður og leiðin- legur heldur verður að vera spenn- andi auk þess sem nauðsynlegt er að brjóta rammann upp meðvitað. Því meira sem ég flakka milli bók- menntagreina innan sömu bókar því skemmtilegra. Ég vil ekkert endilega að bókin gangi full- komlega upp á vitsmunalegu plani, miklu frekar á mystísku plani, því ég skrifa ekki síður fyrir undirvit- undina en rökhugsunina. Þessi bók er í mínum huga óður til annars vegar hins góða hlustara, því lög- regluþjónar lögreglunnar í Vest- mannaeyjum reynast vera mjög góðir hlustarar, og hins vegar til samræðunnar sem okkur skortir tilfinnanlega í samfélaginu í dag.“ Siðleysinginn er áberandi leiðar- stef í bókinni og honum líkt við vampýru sem sýgur þrótt úr sam- ferðafólki sínu. Hvernig kom þetta mótíf til þín? „Það er eitthvað í samfélagsgerð okkar sem leyfir ákveðið siðleysi, óskammfeilni, ofbeldi og lygi. Við þurfum ekkert að fara út í samsær- iskenningar til að fá það staðfest að okkar pólitíski raunveruleiki er að mörgu leyti lygi. Það var ekki fyrr en ég upplifði á eigin skinni yfir- gang og ofbeldi sem mér fannst ég hafa forsendur til að skrifa um þetta sem fyrirbæri. Mig langaði að skilja yfirgangssegginn betur án þess beinlínis að dæma hann,“ seg- ir Oddný Eir og tekur fram að samhliða skilningsþránni leynist einnig fyrirgefningarvitleitni. Í innbyrðis ástarsambandi Þú sagðir áðan að þú hefðir teflt saman hefnd gömlu heiðnu goðanna og kærleiksboðskap kristninnar. Kemstu að niðurstöðu í bókinni? „Niðurstaða mín felst í Brísinga- meni Freyju, sem er ekki bara skrautmunur heldur krafthlutur þar sem fegurðin og speglunin verða að máttugu vopni. Þú þarft að ná vopnum þínum en vopnið þarf ekki að vera sverð heldur get- ur falist í því að spegla illskuna til baka. Þannig er skömminni skilað.“ Þú nefndir áðan að Undirferli væri sjálfsævisöguleg. Muntu skil- greina bókina sem fimmtu sjálfs- ævisögu þína? „Nei, þetta er hreinræktuð skáldsaga. Fimmta sjálfsævisaga mín er hins vegar komin langt á leið. Hún verður sennilega í sam- ræðum við þessa bók,“ segir Oddný Eir og tekur fram að hún skynji ávallt sterkt samtal milli bóka sinna. „Það er eins og bækur eigi innbyrðis í einhverju ástarsam- bandi. Undirferli er í mínum huga systurbók Ástarmeistarans, en báð- ar snúast um skautun. Önnur ger- ist í Grímsey, hin í Vestamanna- eyjum og Surtsey. Ég byrjaði að skrifa þessa bók til þess að öðlast einhvers konar áttavita til að rata betur í lífinu. Áttavitinn vísaði að Surtsey sem í bókinni verður að Freyjueyju. Þessi óbyggða-eyja verður í bókinni að táknmynd fyrir það sem við verðum að sýna meiri virðingu og vernda í okkur sjálfum og umhverfinu. Ég vona að les- endur skynji þessi sterku tákn, en það væri auðvitað ákveðin mikil- mennska að halda að einhver geti betur ratað í lífinu eftir lestur skáldsögu – en ég leyfi mér að láta mig dreyma um það.“ Skrifar líka fyrir undirvitundina  Oddný Eir Ævarsdóttir leikur sér að því að fara yfir mörk bókmenntagreina í Undirferli  Skynjar ávallt sterkt samtal milli bóka sinna  Segir flókið tilfinningalíf leynast í grasafræðinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ást og ofbeldi „Mér fannst ég þarna fá tækifæri til að skilja flókin tengsl ástar og ofbeldis, ástríðu og yfirgangs. Það er knýjandi að skrifa um þau,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur um skáldsöguna Undirferli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.