Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Traustur kostur. Power Max® • Vél: fjór • Elds • Vinnslubreidd: 71 cm • Afkastageta á klst: 57 tonn* • Gírar: 6 áfram / 2 afturábak • Ljós: Já • Startari: Handtrektur/rafstart • Blásturslengd: 13,5 m* 200° • Þyngd: 121 kg 1028 OXHE sá „stærsti“ 302 cc Toro gengis 10 hö neytistankur: 3,2 l Verð kr m. vsk 349.500 Vnr: 38826 P sá o • ö • • • Afkastageta á klst: 52 tonn* • Gírar: 6 áfram / 2 afturábak • Ljós: Nei • Startari: Handtrektur/rafstart • Blásturslengd: 12 m* 200° • Þyngd: 79 kg • ower Max® 726 O „stærri“ Vél: 212 cc Tor fjórgengis 7 h Eldsneytistankur: 2,2 l Vinnslubreidd: 66 cm Verð kr m. vsk 209.900 Vnr: 38813 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson - Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Láttu þér líða vel um jólin Ítalski eðlisfræðingurinn CarloRovelli sendi árið 2014 frá sérbókina Sette brevi lezioni di fisica. Bókin er nú komin út á íslensku undir titlinum Sjö stuttir fyrirlestrar um eðlisfræði. Ugla út- gáfa gefur bókina út og þýðandi er Guðbjörn Sigurmundsson, kennari og þýðandi. Fyrirlestrar Rovelli eru framhald greina sem hann birti í ítalska dag- blaðinu Sole 24 ore. Bókin sló í gegn og hefur hún verið þýdd á yfir 40 tungumál. Rovelli skrifar í formála að fyrir- lestrarnir hafi verið ætlaðir þeim sem vita lítið um nútímavísindi. Fyrsti kaflinn er um afstæðis- kenningu Ein- steins. Leiðir hann lesandann að þeirri opinberun Einsteins að þyngdarsvið dreifist ekki um rúmið heldur sé rúmið sjálft. Hér notar þýð- andi orðin þyngdaraflssvið og raf- magnssvið en betra væri að skrifa þyngdarsvið og rafsvið. Þá notar þýð- andi þýðingarnar kosmísk bak- grunnsgeislun, en ekki örbylgjuklið, og þyngdaraflsöldur, en ekki þyngdarbylgjur. Rovelli skrifar að samkvæmt jöfnu Einsteins sveigi rúmið þar sem efni er. Rúmið geti ekki staðið kyrrt held- ur verði að þenjast út. „Sama jafna segir fyrir um að útþenslunni hafi verið hrint af stað með sprengingu ungs alheims sem var bæði ungur og sjóðheitur,“ skrifar Rovelli. Næst fjallar ítalski eðlisfræðingur- inn um tilkomu skammtafræðinnar og hvernig hún stangaðist á við heimsmynd Einsteins. Skammta- fræðin hafi leitt í ljós að veruleikinn er ekki það sem hann sýnist. Þýðandi notar orðið hugartilraun um hinar frægu hugsanatilraunir Einsteins (þ. Gedankenexperiment). Hér fetar Rovelli troðnar slóðir. Þriðji kaflinn fjallar um hvernig af- stæðiskenningunni og skammtafræð- inni var beitt til að rannsaka stórgerð alheimsins. Skýringarmyndir eru notaðar til að sýna breytingar á heimsmyndinni. Þetta er ágætlega gert. Rovelli rekur síðan sögu öreinda- fræðinnar og staðallíkansins. Þýðandi notar hugtakið myrka efnið en ætti að nota hulduefni. Þá notar þýðandi hugtakið innan gæsalappa en það virðist ekki gert í enskri Kindle- útgáfu bókarinnar, heldur á blaðsíð- unni á undan. Í þessum kafla hefði Rovelli mátt nota skýringarmyndir. Hægt er að fara frumlegri leiðir í ágripi um öreindafræðina. Næst er Rovelli á heimavelli er hann skrifar um svonefnda lykkju- þyngdarfræði (e. loop quantum gravity) sem tilraun til að tengja af- stæðiskenninguna og skammta- fræðina. Kjarninn í kenningunni sé að rúmið sé ekki ein samfella heldur gert úr „rúmkornum“. Þaðan liggur leiðin í kafla um varmafræðina og hvernig hugmyndin um sameiginlega nútíð fyrir alheiminn sé blekking. Hér hefði höfundur mátt nota tæki- færið og fjalla meira um tímarúm Einsteins (þýtt sem rúmtími í bók- inni), líkt og til dæmis Brian Greene hefur gert á myndrænan hátt. Það hefði hjálpað lesandanum. Rovelli lýkur bókinni á vangaveltum um stöðu mannsins í alheiminum í ljósi núverandi heimsmyndar. Hann er ekki bjartsýnn á framtíð mannkyns. Fagna ber þessu frumkvæði Uglu og Guðbjörns. Flestar íslenskar þýð- ingar í eðlisfræði og heimsfræði koma af enska málsvæðinu. Það er tilbreyt- ing að sjá þýðingu úr máli Galíleós. Bókin er ekki gallalaus en hún er skemmtileg. Hún er ágætur inn- gangur að lengri bókum. Ljósmynd/Cirone-Musi Eðlisfræðifræðari Ítalski eðlis- fræðingurinn Carlo Rovelli. Eðlisfræðin í hnotskurn Vísindarit Sjö stuttir fyrirlestrar um eðlisfræði bbbnn Eftir Carlo Rovelli. Guðbjörn Sigurmundsson þýddi. Ugla, 2017. Innbundin, 88 bls. BALDUR ARNARSON BÆKURVIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sveinbjörn I. Baldvinsson sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók fyrir rúm- um fjórum áratugum, þá nítján ára gamall. Þessi fyrsta bók hans hét Í skugga mannsins og kom út 1976. Eftir fylgdu fleiri ljóðabækur og ljóðverk og þessum verkum öllum hefur Sveinbjörn nú safnað saman á eina bók, Lífdaga, og þar við bætt nýrri ljóðabók sem hann kallar Mannvist. Sveinbjörn hefur ekki aðeins ort ljóð, heldur hefur hann líka samið fjölda handrita fyrir sjónvarp og kvikmyndir og kennt handritsgerð, segir að skipta megi starfi sínu nú um stundir til helminga í handrits- gerð og kennslu. „Þó að ég hafi ver- ið í föstu starfi sem kennari er það góða við handritsgerðina að maður getur unnið hana við eldhúsborðið á kvöldin og um helgar. Það hefur verið lúxus hjá mér að því leyti að ég hef ekki þurft að stimpla mig út úr kvikmyndageiranum þó að ég sé að kenna. Þess vegna gat ég skrifað Hraunið og er nú að skrifa fram- hald af því sem fer vonandi í fram- leiðslu á næsta ári,“ segir Svein- björn og bætir við að það sé líka skapandi að starfa við kennsluna, „því ég er alltaf að fást við einhvern skáldskap. Ég hef oft sagt þá sögu en ég áttaði mig á því þegar ég byrjaði að kenna í fullu starfi að ég er skáldskaparfíkill, verð að fá minn skammt af skáldskap og drama og það þarf ekki allt að koma frá mér“. Mannvist kemur nú út í Líf- dögum, en þar áður hafði liðin nokkur tími frá síðustu ljóðabók. Sveinbjörn rekur söguna svo að þegar JPV keypti Mál og menningu á sínum tíma sat hann eftir með handrit að ljóðabók sem ekki kom út þá og ekki lengi eftir það. „Svo líða árin og maður er á fullu í hinu og þessu og svo hugsaði ég: nú er ég sextugur og þá er rétt að safna Vísir að ævisögu Morgunblaðið/Eggert Lífdagar Sveinbjörn I. Baldvinsson gefur ljóðasafn sitt allt út í einni bók. þessu saman, bæta við óbirtu bók- inni og gefa út. Ég hefði kannski fengið útgefanda að óútgefnu bók- inni en mér fannst liggja vel við að gera þetta bara sjálfur.“ Kanarífugl í kolanámu – Sástu einhvern heildarþráð þegar þú raðaðir bókunum saman? „Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég hafi fengið einhverja nýja sýn á ljóðin, en það var svolítið sérstakt að horfa á þetta allt í samhengi og tímaröð og gera sér grein fyrir að þarna var kominn í vissum skilningi ákveðinn vísir að ævisögu og kyn- slóðarsögu þar með. Svo er það sú spurning sem mað- ur hlýtur að spyrja sjálfan sig þeg- ar maður byrjar á svona og horfir á ljóðin í fyrstu bókinni sem eru mörg dálítið ungæðisleg: Ætti ég ekki að velja úr þessu? En mér fannst það óheiðarlegt, ég er líka sá sem ég var.“ – Veltirðu því fyrir þér hvert er- indi þitt er í skáldskap? „Ég hef aldrei hugsað um það beint, en hvert er erindi skáld- skapar yfirhöfuð? Kannski má segja að hann sé eins og kanarífugl- inn í kolanámunni sem er næmari en námamennirnir. Er ekki hlut- verk lista og skáldskapar að tjá sig um eitthvað sem aðrir hafa kannski ekki tíma til að velta fyrir sér, að vara kannski við og minna á? Það er svo önnur spurning af hverju maður leiðist út í skáldskap. Þegar ég var þrettán eða fjórtán ára var ég enginn fyrirmynd- arunglingur en stökk úr því að stefna í vandræði yfir í skáldskap- inn og hef enga sérstaka skýringu á því. – Þú ert ekki að loka skúffunni. „Nei, ég er ekkert hættur að yrkja. Það var nú eitt af því skemmtilega við það að taka saman þessa bók að ég náði smá inspíra- sjón af þessu starfi, það kviknaði aftur í gömlum glæðum.“  Sveinbjörn I. Baldvinsson safnaði saman ljóðabókum sínum í eina bók og bætti við einni óútgefinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.