Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 38

Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Skáldsagan Tvíflautan eftir Jón Sig- urð Eyjólfsson dregur nafn sitt af samnefndu veitingahúsi og tónleika- stað í Aþenu, sannkölluðu menning- arsetri, þar sem ungur Vestfirð- ingur í ævintýraleit ræður sig til vinnu. Vestfirðingurinn ungi er Jón sjálfur, því þó að Tvíflautan sé skáldsaga byggist hún á reynslu hans af fimm ára dvöl í Grikklandi. Á Interrail um Evrópu Jón Sigurður segir ævintýri sín hafa hafist er hann fór í Interrail- ferðalag um Evrópu 1994, tuttugu og tveggja ára gamall. Ferðin byrj- aði reyndar illa í Amsterdam þar sem hann lenti í ræningjahöndum og hann segist hafa efast um að þessi ferð myndi takast þar sem hún byrjaði svo illa, en annað kom í ljós: „Þegar ég var rétt kominn til Aþenu 1995 og að fá mér bjór í há- deginu, sem var nú ekki minn hátt- ur á þeim tíma, þá kom til mín gull- falleg grísk meyja og byrjaði að tala við mig. Þetta var sírena, eins og í sögum Hómers, og ég sat fastur í fanginu á henni í fimm ár.“ Jón segist fljótlega hafa farið að vinna í Aþenu og þá á mexíkóskum veitingastað. Sá staður var lokaður á sumrin, þar sem málum var svo háttað að ekki var hægt að borða ut- an dyra, en Sigurður lýsir því svo að yfir sumartímann vilji Grikkir borða undir beru lofti. „Ég kunni því afar illa að vinna á þeim stað. Það eina góða við hann var yfirkokkurinn sem kenndi mér svolítið í grískum fræðum og sagði mér fyrstur manna frá Ódysseifs- kviðu, sem hefur verið mín ástríða síðan. Þegar staðnum var svo lokað fyrir sumarið var ég leystur út með hárri fjárhæð sem ég var fljótur að klára þannig að ég varð að finna mér vinnu. Þá rakst ég á þetta menningarsetur, Tvíflautuna, sem þá var upp á sitt besta, stórt og glæsilegt hús iðandi lífi og leikin tónlist frá nánast öllum héröðum Grikklands, stundum frá morgni til kvölds.“ Lifðu lífinu til að segja frá því Ævintýri Jón Sigurður Eyjólfsson segir að sér þyki mjög vænt um núið af því að hann viti að það á eftir að verða falleg minning. Þetta var ævintýri Þeir sem lesið hafa Tvíflautuna kannast við ofangreinda frásögn, enda er framvindan í henni áþekk henni, eins og Jón viðurkennir fús- lega, sagan sé að stórum hluta byggð á hans reynslu. „Þau sem ráku staðinn hétu Yannis Glezos, sem er þekkt tón- skáld í Grikklandi, og ein þekktasta þjóðlagasöngkona Grikkja, Mariza Koch. Hún dró fjölmenni að staðn- um og það var mikil aðsókn þegar ég byrjaði þar. Síðan sinnaðist þeim og þá fór allt á verri veg, hún skildi við hann og tók eiginlega með sér megnið af músíköntunum og við sát- um eftir í súpunni við afskaplega erfiðar aðstæður.“ – Það er ævintýrablær yfir frá- sögninni sem mér finnst benda til þess að fyrir þér hafi þetta líka ver- ið ævintýri. „Þetta var ævintýri, algerlega, og á vissan hátt má segja eins og Mar- quez sagði: Vivir para contarla, lifðu lífinu til að segja frá því. Ég var mjög meðvitaður um að ég myndi segja frá þessu og kannski er það í öllu mínu lífi. Ég er heillaður af minningum og er mjög meðvitaður um það þegar ég er að lifa í núinu, að þetta nú er eins og mjöður sem ég á eftir að setja í víntunnuna og á eftir að gerjast þar. Mér þykir mjög vænt um núið af því að ég veit að það á eftir að verða falleg minning. Mér finnst ég hafa fengið skálda- leyfi upp á vasann, held að það sé vestfirsk arfleifð, og er algerlega ófeiminn að nota það.“  Jón Sigurður Eyjólfsson skrifaði bók um Grikklandsár sín Ljósmynd/Avenida fotógrafos Reglulega berast fréttir afallskyns viðbjóði semþrífst í Reykjavík, tildæmis nauðgunum og of- beldi, ekki síst vinnustaðaofbeldi og heimilisofbeldi, og hrottaleg morð hafa verið áberandi á líðandi ári. Yrsa Sigurðardóttir hefur þennan heim sem fyrir- mynd í Gatinu, nýjustu glæpa- sögu sinni, og varpar ekki að- eins ljósi á ískyggileg vanda- mál tengd auði og fátækt, valdi og undirgefni, frekju og yfir- gangi, heldur fléttar þeim saman í skilmerkilega frásögn, sem kallar á margar spurningar. Ungur auðmaður finnst látinn og þræðirnir liggja til allra átta. Lög- reglan býr við stjórnleysi og á í erf- iðleikum með að standa í lappirnar, hvað þá að leysa úr flóknari málum. Minnir óneitanlega á fréttir af valdabaráttu og flokkadráttum inn- an lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu nema hvað Yrsa gengur lengra og tekur á kýlinu með háði og spotti. Húsnæðisskorturinn í borginni hefur vart farið framhjá nokkrum manni, hann tengist sögunni og höf- undur nálgast vandamálið á hæðinn hátt. Jafnvel borgarstarfsmaður íhugar að brjóta lög til þess að fá leigt þak yfir höfuðið á meðan ný- ríku fjárfestarnir, sem voru lúðaleg- ir og engin stúlka leit við í skóla, til- heyra „ekki markhópi Netgírós“ og hafa sína partííbúð fyrir helgar- svallið. Það eru ekki aðeins túristar sem djamma í leiguíbúðum í borg- inni. En skemmtun eins er ekki endilega skemmtun annars, langt því frá oft á stundum. Netvæðingin er orðin slík að að- eins er á færi sérfróðra tæknimanna að átta sig á óskapnaðnum. En aðrir telja sig færa í flestan sjó með ófyr- irséðum afleiðingum. Leiðindi og neikvæðni ráða ríkjum. Hefndar- klám og hrelliklám tröllríður net- heimum rétt eins og kynlífs- myndbönd, hvort sem þau eru ætluð til heimabrúks eða til birtingar á deilisíðum. Yrsa er með puttann á púlsinum og bendir réttilega á að ekki sé einu sinni friður fyrir snjall- símum í jarðarförum. En undirtónn- inn er mun þyngri og alvarlegri og veruleikinn endurspeglast í bókinni. Gatið er vel skrifuð og úthugsuð glæpasaga og um leið glettin ádeila á hvernig tekið er á málefnum sem brenna á fólki um þessar mundir. Hún gerist fyrir augunum á lesand- anum og er þörf áminning um að víða þarf að taka til hendi í borginni. Viðbjóðurinn í borginni í skæru ljósi Glæpasaga Gatið bbbbn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld 2017. Innbundin, 350 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ádeila Í Gatinu varpar Yrsa Sigurðardóttir ljósi á vandamál tengd auði og fátækt, valdi og undirgefni, frekju og yfirgangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.