Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 2
Hvað ætlar þú að gera á aðfangadag? Nú, ætli ég hangi ekki bara í hellinum mínum eins og vanalega og bíði eftir að Grýla færi mér einhvern mat, kannski væna flís af feitum sauð! Er Grýla ekki löngu dauð? Nei, biddu fyrir þér, hún er sprelllifandi. Hún var það að minnsta kosti rétt áðan þegar hún gaf mér graut í morgunmat. Ég er nefnilega svo mikið letiblóð að ég geri aldrei neitt á heimilinu. Er ekkert jafnrétti á þínu heimili? Hvað er það? Þú verður að athuga að við er- um frá þrettándu öld. Eða mig minnir það alla vega. Er aðeins farinn að kalka með árunum. Segðu mér, hver er uppáhalds- sonurinn? Það er augljóslega Bjúgnakrækir. Hann færir mér stundum væn bjúgu hingað í hellinn. Hinir eru bölvaðir ónytjungar. Hefurðu lent í einelti fyrir að vera svona mikill lúði? Bara frá Grýlu, hún er óttalegt skass. En ég elska hana samt voða mikið. Hvað gefur þú Grýlu og jólasveinunum í jólagjöf? Grýla fær nýja skuplu sem ég lét Kertasníki hnupla af næsta bæ. Jóla- sveinarnir fá ekkert, þeir eru of marg- ir og ég er of latur til að nenna að standa í þessu gjafastússi. Er Grýla hætt að éta óþekk börn? Já, hún hætti því fyrir hálfri öld eða svo. Það var kvartað svo mikið. Hvað er að frétta af jólakettinum? Hann malar hér í horninu. Ljóta greyið. Við erum annars að spá í að fá okkur hund næst. Breyta til. LEPPALÚÐI SITUR FYRIR SVÖRUM Grýla hætt að éta börn Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hátíðarmánuðurinn desember er senn á enda en sjálfir jóladagarnireru þó enn eftir. Jólin fara í hönd með tilheyrandi gleði. Gleðin erauðvitað ekki algild og því miður ekki öllum ætluð. Sorgin bankar uppá á öllum árstímum en hún er sérlega sár um jólin, mitt í ljósadýrðinni. Margir hafa upplifað missi á árinu eða glímt við erfiðleika. Jafnvel þótt engir ástvinir hafi fallið frá á árinu, eða einu sinni nýlega, þá hafa gömul sár og sorgir liðinna tíma lag á að rifna upp að nýju á þessum árstíma. Sorg yfir gömlum missi eða ein- hverju sem aldrei varð getur hellst yfir í hátíðleikanum. Það er gott að tala um hlutina, nú- orðið vitum við það, þótt áður hafi þótt hálfpartinn dyggð að taka sárs- auka þegjandi. Sorg á ekki endilega bara við um það þegar einhver deyr. Átak gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni undir merkjum #metoo hef- ur ýft upp ótal sár. Sorg sem kannski var einhvern tímann búið að vinna úr lætur á sér kræla að nýju og sársaukinn stingur alveg uppá nýtt, jafnvel yfir löngu liðnum áföllum. Mörgum líður illa á tímum hátíðar ljóss og friðar og á þessum árstíma þurfum við einfaldlega að passa sérstaklega vel hvert uppá annað. Við höfum lært það á árinu að það að segja frá raunum okkar hjálpar. Frásagnir af og samtal um misbeitingu valds, ofbeldi og áreitni er af hinu góða þótt það geti verið erfitt. Við skulum styðja hvert annað og muna líka að stundum þarf ekki annað en nærveru og hlýju. Gleðilega hátíð. Morgunblaðið/Eggert Sorg og hlýja í ljósadýrð Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Sorg sem kannski varbúið að vinna úr læt-ur á sér kræla að nýju ogsársaukinn stingur alveg uppá nýtt, jafnvel yfir löngu liðnum áföllum. Anna Gunnlaugsdóttir Þegar börnin fara í jólafrí. SPURNING DAGSINS Hvenær byrja jólin þín? Sigurgeir Guðlaugsson Þau byrja þegar við skreytum jóla- tréð. Það er þó engin föst regla hve- nær það er gert. Morgunblaðið/Ásdís Hrefna Hrund Eronsdóttir Á Þorláksmessu, þá nær maður að- eins að setjast niður og slaka á og þá eru jólin komin. Aron Ingi Sævarsson Þegar klukkan er orðin sex. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Haraldur Jónasson Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu og er sagt að þau skötuhjú hafi eignast tuttugu börn, þar af þrettán jólasveina sem við þekkjum. Þess má geta að von er á Kertasníki í Þjóðminjasafnið á aðfangadag klukkan ellefu en Leppalúði er vant við látinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.