Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Færri koma í fyrsta skipti Bráðum koma blessuð jólin,börnin fara að hlakka til, enHjálparstarf kirkjunnar sér til þess að allir fái eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. „Það er erfitt að svara því ná- kvæmlega hveru margar umsóknir [um jólaaðstoð kirkjunnar] hafa bor- ist í ár,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. „Við erum í samstarfi við ýmis félög um land allt og það er erfitt að halda utan um þennan fjölda umsókna þannig að við getum ekki svarað því fyrr en í janúar,“ segir Vilborg, en hún telur þó að um- sóknum hafi ekki fjölgað á milli ára. Jólaaðstoð kirkjunnar leggur áherslu á að styðja efnalitlar fjöl- skyldur við að gera sér dagamun um hátíðarnar með aðstoð í formi hlýrra fata, jólagjafa fyrir börn og unglinga og inneignarkorta til matarkaupa. „Það eru færri nýir að sækja um og færri að koma til okkar í fyrsta skipti,“ segir Vilborg. „Þeir sem sækja um eru þeir sem sitja eftir í samfélaginu okkar, þeir sem búa við mestu fátæktina og þessi altæku úr- ræði ná ekki utan um. Það eru þeir sem koma en sem betur fer eru ekki margir nýir að sækja um. Við erum alltaf að benda stjórnvöldum á að það er hópur sem situr eftir og það er fólkið sem er að koma.“ Vilborg telur að aukin atvinnutæki- færi skili sér í færri umsóknum um aðstoð en nái þó ekki til þeirra verst settu. „Það hefur verið upp- gangur í efnahagslífinu þannig að fólk er meira að vinna og þarf þá ekki á aðstoðinni að halda, en þessi hópur sem situr eftir býr ennþá við mjög erfiðar aðstæður,“ segir Vil- borg. Síðustu ár hefur fjöldi fjölskyldna sem nýta sér jólaaðstoð kirkjunnar haldist stöðugur. Á árunum 2013 til 2016 sóttu á milli 1.450 og 1.480 fjölskyldur um þjónustuna hver jól, en árið 2012 voru þær 1.111, rúmlega 100 fleiri en árið 2011. Í desember 2010 bárust Hjálpar- starfi kirkjunnar meira en 4.000 um- sóknir um jólaaðstoð, en þá var að- stoðin með öðru sniði en í dag. Í stað inneignarkorta í matvöruverslunum var matarpokum dreift til umsækj- enda, en því var breytt árið 2011. Í kjölfarið fækkaði umsóknum um að- stoðina úr yfir 4.000 umsóknum árið 2010 niður í rétt í kringum 1.000 árið 2011, en fækkunina mátti einnig rekja til strangari skilyrða um að framvísa gögnum um tekjur og út- gjöld. Ekki hægt án sjálfboðaliða „Aðstoð við hvern og einn er byggð á mati félagsráðgjafanna hér eftir samtal við hvern og einn sem sækir um,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar, í samtali við blaðamann Sunnundagsblaðsins. „Undanfarin ár hefur þetta yfirleitt verið inneign- arkort í matvöruverslunum, jóla- gjafir fyrir börnin, hlý föt og annað slíkt. Svo erum við með ýmislegt smálegt sem gæti vantað fyrir jólin,“ segir Kristín. Desember er annasamasti mán- uður ársins hjá starfsmönnum hjálp- arstarfsins, en þau treysta á sjálf- boðaliða til að létta á jólaörtröðinni. „Sjálfboðaliðarnir okkar bjarga okkur fyrir jólin,við njótum alveg svakalega góðs stuðnings,“ segir Kristín, en í ár leggja rúmlega 35 sjálfboðaliðar hönd á plóg við að út- deila gjöfum og inneignarkortum. Vilborg tekur undir með Kristínu. „Við gætum ekki gert það sem við gerum nema með hjálp sjálfboðalið- anna,“ segir Vilborg. Sjálfboðaliðar hjálpar- starfsins vinna hörðum höndum að því að veita jólaaðstoð í desember. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Færri sækja um jólaaðstoð kirkjunnar í fyrsta skipti í ár, segir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Enn er þó hópur sem situr eftir í samfélaginu og býr við erfiðar aðstæður yfir hátíðarnar. Umsóknir 2016: 2.500 3.946 4.059 1.000 1.111 1.479 1.455 1.453 1.471 Fjöldi umsókna um jólaaðstoð kirkjunnar 4 3 2 1 0 .000 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Hjálparstarf kirkjunnar 81% 55% 44% 15% Konur Einstæðir foreldrar Örorka Launuð vinnaKristín Ólafsdóttir ’ Þeir sem sækja um eru þeir sem sitja eftir í sam- félaginu okkar, þeir sem búa við mestu fátæktina og þessi altæku úrræði ná ekki utan um. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. INNLENT PÉTUR MAGNÚSSON petur@mbl.is Jólaaðstoð kemur úr fleiri áttum heldur en bara frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fjölmörg önnur góðgerðar- félög og samtök munu létta fólki lífið í kringum hátíð- arnar, þar má nefna Mæðra- styrksnefnd sem úthlutar jólamat og hlýjum fötum, Rauða krossinn sem útdeilir matarpokum og Samhjálp sem býður upp á jóla- máltíðir í kaffistofu Sam- hjálpar. Góðgerðarfélög leggja sitt af mörkum til að allir fái jólamáltíð. Aðstoð um jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.