Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Færri koma í fyrsta skipti Bráðum koma blessuð jólin,börnin fara að hlakka til, enHjálparstarf kirkjunnar sér til þess að allir fái eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. „Það er erfitt að svara því ná- kvæmlega hveru margar umsóknir [um jólaaðstoð kirkjunnar] hafa bor- ist í ár,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. „Við erum í samstarfi við ýmis félög um land allt og það er erfitt að halda utan um þennan fjölda umsókna þannig að við getum ekki svarað því fyrr en í janúar,“ segir Vilborg, en hún telur þó að um- sóknum hafi ekki fjölgað á milli ára. Jólaaðstoð kirkjunnar leggur áherslu á að styðja efnalitlar fjöl- skyldur við að gera sér dagamun um hátíðarnar með aðstoð í formi hlýrra fata, jólagjafa fyrir börn og unglinga og inneignarkorta til matarkaupa. „Það eru færri nýir að sækja um og færri að koma til okkar í fyrsta skipti,“ segir Vilborg. „Þeir sem sækja um eru þeir sem sitja eftir í samfélaginu okkar, þeir sem búa við mestu fátæktina og þessi altæku úr- ræði ná ekki utan um. Það eru þeir sem koma en sem betur fer eru ekki margir nýir að sækja um. Við erum alltaf að benda stjórnvöldum á að það er hópur sem situr eftir og það er fólkið sem er að koma.“ Vilborg telur að aukin atvinnutæki- færi skili sér í færri umsóknum um aðstoð en nái þó ekki til þeirra verst settu. „Það hefur verið upp- gangur í efnahagslífinu þannig að fólk er meira að vinna og þarf þá ekki á aðstoðinni að halda, en þessi hópur sem situr eftir býr ennþá við mjög erfiðar aðstæður,“ segir Vil- borg. Síðustu ár hefur fjöldi fjölskyldna sem nýta sér jólaaðstoð kirkjunnar haldist stöðugur. Á árunum 2013 til 2016 sóttu á milli 1.450 og 1.480 fjölskyldur um þjónustuna hver jól, en árið 2012 voru þær 1.111, rúmlega 100 fleiri en árið 2011. Í desember 2010 bárust Hjálpar- starfi kirkjunnar meira en 4.000 um- sóknir um jólaaðstoð, en þá var að- stoðin með öðru sniði en í dag. Í stað inneignarkorta í matvöruverslunum var matarpokum dreift til umsækj- enda, en því var breytt árið 2011. Í kjölfarið fækkaði umsóknum um að- stoðina úr yfir 4.000 umsóknum árið 2010 niður í rétt í kringum 1.000 árið 2011, en fækkunina mátti einnig rekja til strangari skilyrða um að framvísa gögnum um tekjur og út- gjöld. Ekki hægt án sjálfboðaliða „Aðstoð við hvern og einn er byggð á mati félagsráðgjafanna hér eftir samtal við hvern og einn sem sækir um,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar, í samtali við blaðamann Sunnundagsblaðsins. „Undanfarin ár hefur þetta yfirleitt verið inneign- arkort í matvöruverslunum, jóla- gjafir fyrir börnin, hlý föt og annað slíkt. Svo erum við með ýmislegt smálegt sem gæti vantað fyrir jólin,“ segir Kristín. Desember er annasamasti mán- uður ársins hjá starfsmönnum hjálp- arstarfsins, en þau treysta á sjálf- boðaliða til að létta á jólaörtröðinni. „Sjálfboðaliðarnir okkar bjarga okkur fyrir jólin,við njótum alveg svakalega góðs stuðnings,“ segir Kristín, en í ár leggja rúmlega 35 sjálfboðaliðar hönd á plóg við að út- deila gjöfum og inneignarkortum. Vilborg tekur undir með Kristínu. „Við gætum ekki gert það sem við gerum nema með hjálp sjálfboðalið- anna,“ segir Vilborg. Sjálfboðaliðar hjálpar- starfsins vinna hörðum höndum að því að veita jólaaðstoð í desember. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Færri sækja um jólaaðstoð kirkjunnar í fyrsta skipti í ár, segir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Enn er þó hópur sem situr eftir í samfélaginu og býr við erfiðar aðstæður yfir hátíðarnar. Umsóknir 2016: 2.500 3.946 4.059 1.000 1.111 1.479 1.455 1.453 1.471 Fjöldi umsókna um jólaaðstoð kirkjunnar 4 3 2 1 0 .000 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Hjálparstarf kirkjunnar 81% 55% 44% 15% Konur Einstæðir foreldrar Örorka Launuð vinnaKristín Ólafsdóttir ’ Þeir sem sækja um eru þeir sem sitja eftir í sam- félaginu okkar, þeir sem búa við mestu fátæktina og þessi altæku úrræði ná ekki utan um. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. INNLENT PÉTUR MAGNÚSSON petur@mbl.is Jólaaðstoð kemur úr fleiri áttum heldur en bara frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fjölmörg önnur góðgerðar- félög og samtök munu létta fólki lífið í kringum hátíð- arnar, þar má nefna Mæðra- styrksnefnd sem úthlutar jólamat og hlýjum fötum, Rauða krossinn sem útdeilir matarpokum og Samhjálp sem býður upp á jóla- máltíðir í kaffistofu Sam- hjálpar. Góðgerðarfélög leggja sitt af mörkum til að allir fái jólamáltíð. Aðstoð um jólin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.