Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Um það bil 800 barir og veit- ingastaðir eru nú í hverfinu sem um ræðir, tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Stanslaust áreiti er vegna leigubíla og annarra farartækja sem flytja túrista, hvort sem er sumar eða vetur. „Fólk getur bara flutt burt ef þetta truflar það,“ segir ungur leiðsögu- maður við AFP, þar sem hann var með hóp útlendinga á pöbbarölti, og kærði sig koll- óttan. Íbúar hverfisins, þar sem djammtúristarnir halda sig aðallega, eru um 15.000. Af þeim hafa um 300 velt fyrir sér að flytja, skv. könnun há- skólanema í borg- inni. Ferðafólki fjölgar stöðugt í ver-öldinni, mörgum til gleði enöðrum þykir fjölgunin miður af ýmsum ástæðum. Íbúar Búda- pest, höfuðborgar Ungverjalands, hafa nú til dæmis sumir fengið sig fullsadda af ferðamönnum sem koma gagngert til þess að sletta úr klaufunum. AFP fréttastofan fjallaði um málið. Borgin við Dóná á sér langa sögu fyrir fegurð og gott mannlíf, breið stræti, góð kaffihús og rómaða bað- menningu. Eitt af einkennum borg- arinnar hefur t.d. lengi verið heima- menn sitjandi að tafli í lauginni! Mjög algengt er orðið að ungt fólk, sérstaklega norðar úr álfunni, skreppi yfir helgi til Parísar austurs- ins, eins og Búdapest hefur gjarnan verið kölluð, til þess að djamma rækilega. „Veggirnir nötra á nótt- unni vegna þess hve tónlistin er há- vær, það er nær útilokað að festa svefn,“ segir Dora Garai, íbúi í 7. hverfi, í miðborg Búdapest, í samtali við AFP. Borgarhlutinn er gjarnan kallaður partíhverfið í seinni tíð. „Að morgni þarf ég oft að hreinsa ælu af bílnum mínum,“ segir hún, en húsið þar sem Garai hefur búið alla sína tíð, er aðeins steinsnar frá byggingu þar sem finna má fjölda skemmtistaða sem opnir eru nætur- langt og rúma alls um 2.000 gesti. Garai, sem er 32 ára, fer fyrir hópi íbúa sem mótmælt hafa ástandinu kröftuglega og enduróma í raun há- værar raddir sumra annarra borga álfunnar. Einkum og sérílagi hafa íbúar Barcelona á Spáni og Amst- erdam í Hollandi látið í sér heyra vegna þessa. Helsta ástæða þess að ungt fólk sækir til borgarinnar er að þar fæst meira fyrir peninginn en víða annars staðar. Nemendur við Corvinus há- skólann í Búdapest vinna að skýrslu um málið og hafa af því tilefni rætt við hundruð erlendra ferðalanga og niðurstaðan er einföld: fjöldinn valdi að skreppa til Búdapest, frekar en annarra staða, vegna þess að þangað eru margar ódýrar flugferðir í boði daglega, áfengi fæst gegn mjög vægu gjaldi í borginni og hún er orð- in þekkt sem afbragðs góður staður til þess að djamma. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega í Búda- pest síðustu ár; þeir voru 3,5 milljónir á síðasta ári, nærri tvöfalt fleiri en 2009. „Við fáum mjög mikið fyrir mjög lítið,“ hefur AFP eftir ungum Dönum í skemmtiferð í Búda- pest. Tekið er fram að þeir hafi skemmt sér konunglega. Nefnt er, sem dæmi, að „stór bjór“ kosti sjaldnast meira en hálfa aðra evru, andvirði um 190 ís- lenskra króna. Íslenskir drykkju- menn vita að slíkur af krana kostar alla jafna ekki undir 1.100 krónum veitingastað. Þá er fjöldi íbúða í mið- borg Búdapest sagður til leigu á Airbnb á um það bil 30 evrur nóttin; andvirði um 3.800 króna. Það er ekki mikið miðað við sumar ónefndar borgir ... Þrátt fyrir að íbúðaverð hafi hækkað upp úr öllu valdi, vegna mikillar eftirspurnar frá fjárfestum í kjölfar fjölgunar ferðamanna, eru ekki allir sem eiga þess kost að selja; sumir búa í húsnæði á vegum hins opinbera og aðrir vilja hreint ekki gefast upp þrátt fyrir ástandið. „Hvers vegna ætti ég að flytja burt bara vegna þess að fólk kemur hingað í fáeina daga og leyfir sér að koma svona fram?“ spyr Garai. Til hóps hennar teljast nú um 1.000 manns sem skiptast á reynslusögum á Facebook. „Í gærkvöldi var hér drukkinn Englendingur á ferð, leitaði að Airbnb íbúð sinni og hringdi öllum dyrabjöllum í húsinu,“ sagði einn á síðu hópsins. Barir í miðbænum eru nú margir opnir til klukkan sex að morgni. Hópurinn hefur krafist þess að þeim verði gert að loka á mið- nætti og borgaryfirvöld gætu komið upp einhvers konar djammsvæði ut- an miðborgarinnar í staðinn. Vertar í borginni hafna slíkum til- lögum, eins og nærri má geta. Mið- næturlokun yrði dauðadómur yfir rekstrinum, segir eigandi vinsæls staðar sem var sagður ein besta krá í heimi árið 2014 í ferðahandbókinni Lonely Planet. Hann viðurkennir að ástandið sé ekki ákjósanlegt í augnablikinu en hvetur til þess að fólk verði sektað fyrir andfélagslega hegðun á al- mannafæri, að lögreglumönnum á vakt verði fjölgað, svo og þeim sem hreinsa götur auk þess sem bætt verði við almenningsklósettum í miðborginni. Melanie Smith, leiðbeinandi há- skólanemanna sem áður voru nefnd- ir, segir í raun aðeins eina lausn á vandanum. „Verð þarf að hækka.“ Fullir og fullsaddir í Búdapest Búdapest er falleg og borgin vinsæll ferðamanna- staður. Mörgum borgarbúum finnst þó nóg komið sakir þess hve „partíferðafólki“ hefur fjölgað Fólk getur flutt burt AFP Oft er fjör í Eyjum, var oft sungið hástöfum. Ekki er það síður í Búdapest þessi dægrin. Myndin er tekin í september. ’ Veggirnir nötra á nóttunni vegna þess hve tónlistin er hávær, það er nær útilokað að festa svefn ... Að morgni þarf ég oft að hreinsa ælu af bílnum mínum. Dora Garai, sem fer fyrir hópi ósáttra íbúa í miðborg Búdapest ERLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is ÍSRAEL GAZA Eigandi veitingahúss á Gazaströndinni bauð í vikunni öllum Norður-Kóreumönnum 80% afslátt í tilefni þess að Kim Jong-Un, leiðtogi landsins, fordæmdi þá ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Vertinn, Salim Rabaa, hefur hlotið lof fyrir að bjóða Ísraelsmönnum byrginn með þessum hætti en þarf ekki að óttast örtröð á veitingastað sínum í Jabalia-fl óttamannabúðunum vegna tilboðsins; engir Norður-Kóreubúar eru á svæðinu að sögn yfi rvalda. VENESÚELA CARACAS Efnahagsástand er afar slæmt í Venesúela og íbúar í verkamannahverfi sem kennt er við 23. janúar, í norðurhluta höfuð- borgarinnar, hafa gripið til þess ráðs að gefa út sína eigin mynt – panal – sem tilraun til að bæta ástandið í þeirri gífurlegu verðbólgu sem hrjáir landsmenn. Með panalnum er hægt að eiga viðskipti innan hverfi sins, m.a. til að kaupa sykur, brauð og hrísgrjón, sem ræktuð eru á svæðinu. RÚSSLAND PÉTURSBORG Nýlega var opnuð ný deild í Hermitage-safninu stórkostlega í Vetrarhöll- inni, þar sem sýnt er gífurlegt magn ýmiskonar sögulegs rússnesks fatnaðar. Þar er t.d. jakki sem var í eigu Péturs mikla og brúðarkjóll Alexöndru keisaraynju, eiginkonu Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands. Fjölskylda hans var tekin af lífi sumarið 1918 í kjölfar febrúarbyltingarinnar. ÍRAN TEHERAN Skólum í höfuðborginni og næsta nágrenni var lokað í byrjun vikunn- ar vegna gríðarlegrar mengunar og íþrótta- viðburðum var afl ýst. Hömlur höfðu verið settar á akstur bifreiða til að reyna að draga úr menguninni en það dugði ekki til. Í kjölfarið voru enn frekari takmarkanir settar á akstur og dregið úr iðnaðarstarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.