Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Qupperneq 12
Ég sprakk. Jólagleðin dvínaði svolít-
ið, hátíðarljóminn fölnaði. Á sjálfu að-
fangadagskvöldinu var ég jafnvel að
hugsa um það að svona messuspjöll
yrðu ekki liðin, allra síst í frægasta
sönghéraði landsins sem fóstrað hafði
tónskáld og stórsöngvara með öllum
kynslóðum. Þar sem
margradda söngurinn
liggur í loftinu,“ segir
Hjálmar.
„Sjálfsagt brostu
einhverjir að þessu atviki
en vonandi spillti það ekki
jólagleði nokkurs manns.
En mér var þetta kennsla í
auðmýkt.“
„En það var einn tónn sem ég réð
ekki við, þegar prestur tónar „Önd
mín lofar Drottin og minn andi gleður
sig...“ Á sjálfum andanum er hæsti
tónninn, E minnir mig, og Jón sagði:
„Þú getur þetta vel, bara dregur
djúpt andann og sprengir þetta
fram.“ Svo voru jólin hringd inn og
messan byrjaði. Fram eftir mess-
unni var ég öðrum
þræði með hugann
við þennan háa
tón. Þegar svo að
honum kom dugðu
góð ráð organist-
ans ekki. Ég
sprengdi engan tón fram.
Fyrsta jólamessan mín á Sauðár-króki var 1980. Mér þótti að von-
um mikið liggja við að messan yrði
falleg og snerti þá strengi sem vera
bæri við upphaf jólanna. Jólaboð-
skapurinn myndi ná sínum helga
hljómi í hverri sál,“ segir Hjálmar
Jónsson prestur.
„Á Þorláksmessu fórum við Jón
Björnsson organisti yfir messuna í
kirkjunni. Kirkjukórinn var þá full-
æfður og allt klárt og kvitt hjá honum
og hinum dug- og hugmikla organ-
ista. Auðvitað kom ekki til mála að
lækka hátíðatón séra Bjarna. „Við
syngjum þetta allt og sláum ekki af
neinu,“ sagði Jón,“ segir Hjálmar.
HJÁLMAR JÓNSSON PRESTUR
Sprakk á hæsta tóninum
Séra Hjálmar náði ekki háum tóni í fyrstu jólamessu sinni árið 1980.
Morgunblaðið/Kristinn
„Þegar ég var í námi í Bretlandi komu
foreldrar mínir og bræður út og við
ákváðum að halda upp á jólin þar“
segir Salka Sól Eyfeld, söngkona,
þáttastjórnandi og leikkona. „Pabbi
var alveg staðráðinn í því að reyna að
finna einhvers konar malt og appels-
ínblöndu þarna úti og það gekk ekkert
sérstaklega, en það endaði með því að
hann keypti Fanta og Guinness,“ segir
Salka og hlær. Það var ekki nálægt því
eins gott og malt og appelsín, þannig
að þau jól var engin blanda. Svo vor-
um við að reyna að finna eitthvað eins
og við vorum vön heima, en það gekk
illa og þetta voru mikil diet-jól.“
SALKA SÓL EYFELD
Breskt malt og appelsín
Salka reyndi að halda í hefðirnar þegar
hún bjó í Bretlandi.
Morgunblaðið/Ásdís
É g er rosalegt jólabarn og vil hafa allt eins á jólun-um,“ segir Haukur Holm, fréttamaður hjá RÚV.
„Ég var alltaf hjá mömmu hér áður fyrr á aðfangadag
og allt þurfti að vera í föstum skorðum. Það þurfti alltaf
allt að vera eins. Yfirleitt kom ég frekar seint til mömmu
og hún var oft komin með áhyggjur af að maturinn væri
að skemmast og rjúpurnar að verða of þurrar. Einu sinni
hafði mamma keypt nýtt matarstell. Og þegar ég kom
inn á síðustu stundu og sá borðið þá rak mig í rogastans.
Mér leist ekkert á það sem ég sá. Það voru komnir þarna
einhverjir hvítir diskar sem ég kannaðist ekkert við í
staðinn fyrir þá grænu með túlípönum og gyllingu. Ég
spurði hvað þetta væri eiginlega og þá sagðist hún hafa
keypt sér nýtt stell og að þetta væri miklu praktískara.
Ég sagði bara: Þetta gengur ekki, þetta er ekki jóla-
stell!“ segir Haukur.
„Við verðum að skipta, sagði ég, og nýja stellið var rif-
ið af borðinu og það gamla sett á. Þá var ég ánægður.
Svo þegar ég byrjaði að borða þá áttaði ég mig á því að
hitt væri auðvitað miklu hentugra matarstell því í hinu
gamla eru matardiskarnir svo litlir. Maður kemur ekki
öllu fyrir á diskinum. En maður fær sér bara oftar. Það
er bara stemningin sem fylgir þessu gamla stelli,“ segir
Haukur. „Svo þegar mamma fór að koma til mín frekar
þá gaf hún mér stellið og við borðum bara af því einu
sinni á ári, á aðfangadag. Þetta er stórt og mikið stell, frá
konunglegu dönsku postulínsverksmiðjunni og var keypt
í Kaupmannahöfn þegar mamma gifti sig í fyrra skiptið,
fyrir um það bil áttatíu árum. Hún mátti velja sér eitt-
hvað í brúðargjöf og valdi þetta stell. Það er löngu hætt
að framleiða þetta enda er farið með þetta eins og gull,
þetta eina kvöld sem það er notað. Allt handþvegið upp,
ekkert sett í uppþvottavél, og svo er því pakkað varlega
niður og sést ekki næst fyrr en ári seinna.“
HAUKUR HOLM FRÉTTAMAÐUR
Bara stellið með túlípönum og gyllingu
Haukur er ákaflega íhaldssamur og vill ekki borða af neinu
öðru matarstelli en því sem móðir hans notaði alla tíð.
Morgunblaðið/Ásdís
Eftirminnilegustu jólin mín eru þegar ég varað vinna á BUGL (Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans) tvenn jól í röð, það var
svolítið gaman og mjög sérstakt,“ segir Halldór
Gylfason leikari.
„Það var barn þar sem komst ekki heim til
sín yfir hátíðirnar og við vorum hjá honum, ég
og annar maður sem vann þarna. Við gáfum
hvor öðrum jólagjafir og borðuðum Landspít-
alamat. Vaktinni lauk klukkan ellefu og þá fór
ég heim og opnaði pakkana mína þar.
Það var svolítið skrítið að eyða jól-
unum á stofnun með barni. Það var
sama barn þarna jólin á eftir og við
vorum aftur þarna þrír. Þetta var í senn
sorglegt, skrítið og fallegt,“ segir hann.
„Svo man ég eftir einu skondnu. Ég
fór fyrir ein jól á rjúpu með bróð-
ur mínum sem býr út á landi og
ég tók með í bæinn fimm til
sjö rjúpur sem áttu að
nægja ofan í fjölskylduna.
Það var svo mikið frost
þegar ég kom heim að
ég skildi þær eftir í
skottinu. Síðan
steingleymdi ég
þeim og það kom
þíða í millitíðinni. Þær voru ónýtar þeg-
ar ég tók þær úr skottinu á hádegi á að-
fangadag. Bíllinn lyktaði mjög illa og ég
þurfti að hlaupa út í búð og kaupa hamborgar-
hrygg.“
HALLDÓR GYLFASON LEIKARI
Landspítalamatur og ónýtar rjúpur
Halldór gleymdi jólamatnum í skottinu.
Morgunblaðið/Frikki
Ég kann eina sögu. Hún er ekkiskondin heldur svolítið trag-
ísk,“ segir Vala Matthíasdóttir,
arkitekt og fjölmiðlakona.
„Stuttu eftir að pabbi minn dó
héldum við jólin hjá mömmu, allir
krakkarnir en við erum sex systk-
inin. Mamma er mjög mikil lista-
kona og ofboðslega dugleg og gerði
alltaf margar fallegar jólaskreyt-
ingar. Ein skreytingin var ofan á
sjónvarpinu og var með kerti og
alls konar fallegu og ýmsum eld-
fimu efnum. Svo þegar við höfðum
haldið hátíðina fóru allir að sofa en
við vorum í húsinu hennar mömmu
sem var á tveimur hæðum og sváf-
um við á efri hæð,“ segir Vala.
„Svo vakna ég um nóttina við það
að það er kallað: „Vala, Vala.“
Ég vaknaði ekki af draumi held-
ur af því að ég heyrði nafnið mitt.
Það var kolniðamyrkur og fór ég
strax út í glugga að athuga hvort
einhver væri úti í garði. Þar var
enginn. Þannig að ég geng niður á
jarðhæðina og inn í stofu til að
kíkja út um stofugluggann. Og þeg-
ar ég kem inn í stofuna sé ég að
jólaskreytingin ofan á sjónvarpinu
er alveg við það að fuðra upp.
Það var að byrja að loga. Ég
slökkti í þessu og fór aftur upp að
sofa. Við vorum þarna sjö í húsinu
og húsið úr timbri.
Þarna var pabbi að vara mig við.
Ekki spurning. Ég hef aldrei lent í
þessu, hvorki fyrr né síðar. Pabbi
vakti mig með því að kalla nafnið
mitt. Þetta er magnaðasta og fal-
legasta jólasaga sem ég hef upp-
lifað. Af því að ég veit að hann kall-
aði á mig.“
VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR ARKITEKT
Björgun að handan
Vala segir látinn föður hafa bjargað
fjölskyldunni með því að vekja sig.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
JÓLASÖGUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017