Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 MATUR 125 g þurrkaðar döðlur 200 ml appelsínu- eða eplasafi 50 g heslihnetur 50 g cashewhnetur 100 g möndlur 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 vel þroskaður banani (og e.t.v. tveir ofan á) 1 msk kókosolía 1 tsk kanill 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt) 45 g kókosmjöl 100 ml lífrænt framleiddur barnamatur án sykurs; epla-, peru eða aprikósu- mauk (Ef ekki eru notaðir bananar ofan á, má nota ber eða aðra ávexti.) Saxið döðlurnar gróft og setjið í lít- inn pott ásamt appelsínusafanum. Sjóðið döðlurnar í um 10-15 mín- útur. Ef þið notið heilar heslihnetur með hýði, þurristið þá hneturnar á heitri pönnu. Til að þurrrista á pönnu er best að hita hana á fullum hita og rista hneturnar í 2-3 mínútur eða þangað til hýðið fer að losna. Kælið og nuddið hýðinu af. Setjið heslihnetur, cashewhnetur og möndlur í matvinnsluvélina og blandið í 10-15 sekúndur eða þangað til hneturnar eru orðnar nokkuð fínt malaðar (en ekki duftkenndar). Setj- ið í stóra skál. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél með u.þ.b. helmingnum af appels- ínu- eða eplasafanum, gætið þess að deigið verði ekki of blautt. Bætið af- gangnum af vökvanum út í ef þarf. Setjið í stóru skálina. Stappið bananann. Bætið kókosolíu, banana, salti, kókosmjöli, kanil og vínsteins- lyftidufti út í skálina og hrærið mjög vel. Klæðið 24 sm bökunarform að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu út í formið og þrýstið vel niður í botninn. Bakið við 180°C í um 20-25 mín- útur. Þegar kakan er komin úr ofninum, stingið hana alla þá með litlum, beittum hnífi og smyrjið barnamatn- um strax yfir kökuna í þykku lagi. Leyfið kökunni að kólna í um klukkustund. Skreytið með ferskum vel þrosk- uðum ávöxtum t.d. kiwi, mand- arínum, jarðarberjum, hálfum vín- berjum o.s.frv. Einnig er gott að setja bananasneiðar ofan á sem og kókosflögur. Kakan hentar vel í alls kyns boð því hún er glúteinlaus, eggjalaus og mjólkurlaus og er því upplögð þegar gestir hafa þess konar ofnæmi eða óþol. Frá cafesigrun.com Hátíðardöðlukaka Sigrúnar Þetta verður eiginlega uppá-hald allra og er alveg rosa-lega þægilegur eftirréttur,“ segir Jón Rúnar Arilíusson, bak- arameistari og konditormeistari hjá Kökulist, sem gefur lesendum uppskrift af dýrindis „mousse“ eftirrétti. „Það er hægt að undirbúa þetta fyrirfram og jafnvel frysta og svo raðar maður þessu saman í glösin eða fallegar skálar. Þetta er gamla sherry-frómasuppskriftin hennar ömmu. Þessi frómas var gríðar- lega mikið notaður þegar ég var að byrja í gamla daga. Þetta er sama uppskrift og notuð var í af- mælistertu Reykjavíkurborgar á tvö hundruð ára afmælinu þegar gerð var 200 metra terta. En með þessu er ég með súkkulaðimús og marengs sem ég baka í litlum kúl- um,“ segir Jón. „Svo set ég þetta í stór rauðvíns- glös; það er smá áramótafílingur í því. Þetta er þægilegt og einfalt í framkvæmd. Það er smá 21. aldar tvist á þessu gamla góða.“ SHERRY-MOUSSE ½ l rjómi, léttþeyttur 1 dl eggjarauður og 1 dl púðursykur þeytt saman ca 2 dl sherry 6 stk matarlímsblöð 50 gr súkkulaðispænir Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn. Velgið sherryið. Leysið matarlímið upp í sherryinu. Blandið þessu saman við eggja- blönduna. Því næst má blanda þessu saman við léttþeyttan rjómann og spæninn. Setjið í kökumót og kælið. (Má frysta.) SÚKKULAÐI-MOUSSE ½ l rjómi, léttþeyttur 1 dl rjómi, soðinn 100 g suðusúkkulaði, fínt skorið Látið suðuna koma upp á rjóma og bætið út í hann suðusúkkulaði og hrærið saman og kælið svo nið- ur í ca. 35 gráður. Má krydda með líkjör. Snúið rjómanum saman við með sleikju. Setjið í form og kæl- ið. Má frysta. MARENGS 2 dl eggjahvítur 400 gr strásykur 1 tsk sítrónusafi Stífþeytið þessu saman. Skiptið marengs í 4 skálar. Hver skál skal krydduð með t.d. lakkrís- íssósu, jarðaberjaíssósu, möndlu- mjöli, 1 msk kakó og 1 msk flór- sykur sem er sigtað saman. Sprautað í litlar dúllur og lengj- ur. Bakað við 120°C í ca 50-70 mínútur eða þangað til þú getur lyft marengsnum af pappírnum. Það má skreyta með skrautsykri fyrir bakstur. Hægt er að geyma í lokuðu íláti við stofuhita í 2-3 vik- ur. HINDBERJASÓSA 1 dl vatn 1 dl sykur Soðið í ca 4 mín. 250 g frosin hindber, mulin Bætið berjunum út í sykursírópið. Sjóðið þar til þetta er orðið þykk- fljótandi. Kælið. Má geyma í kæli í ca 2-3 vikur. Svo er bara að fara á kostum við samsetninguna! Má setja á disk eða t.d. í rauðvínsglas eins og á myndunum. Morgunblaðið/Ásdís Jón Rúnar Arilíusson segir að þessi eftirréttur verði uppáhald allra. Gamli sherry- frómasinn hennar ömmu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.