Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 MATUR 125 g þurrkaðar döðlur 200 ml appelsínu- eða eplasafi 50 g heslihnetur 50 g cashewhnetur 100 g möndlur 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 vel þroskaður banani (og e.t.v. tveir ofan á) 1 msk kókosolía 1 tsk kanill 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt) 45 g kókosmjöl 100 ml lífrænt framleiddur barnamatur án sykurs; epla-, peru eða aprikósu- mauk (Ef ekki eru notaðir bananar ofan á, má nota ber eða aðra ávexti.) Saxið döðlurnar gróft og setjið í lít- inn pott ásamt appelsínusafanum. Sjóðið döðlurnar í um 10-15 mín- útur. Ef þið notið heilar heslihnetur með hýði, þurristið þá hneturnar á heitri pönnu. Til að þurrrista á pönnu er best að hita hana á fullum hita og rista hneturnar í 2-3 mínútur eða þangað til hýðið fer að losna. Kælið og nuddið hýðinu af. Setjið heslihnetur, cashewhnetur og möndlur í matvinnsluvélina og blandið í 10-15 sekúndur eða þangað til hneturnar eru orðnar nokkuð fínt malaðar (en ekki duftkenndar). Setj- ið í stóra skál. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél með u.þ.b. helmingnum af appels- ínu- eða eplasafanum, gætið þess að deigið verði ekki of blautt. Bætið af- gangnum af vökvanum út í ef þarf. Setjið í stóru skálina. Stappið bananann. Bætið kókosolíu, banana, salti, kókosmjöli, kanil og vínsteins- lyftidufti út í skálina og hrærið mjög vel. Klæðið 24 sm bökunarform að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu út í formið og þrýstið vel niður í botninn. Bakið við 180°C í um 20-25 mín- útur. Þegar kakan er komin úr ofninum, stingið hana alla þá með litlum, beittum hnífi og smyrjið barnamatn- um strax yfir kökuna í þykku lagi. Leyfið kökunni að kólna í um klukkustund. Skreytið með ferskum vel þrosk- uðum ávöxtum t.d. kiwi, mand- arínum, jarðarberjum, hálfum vín- berjum o.s.frv. Einnig er gott að setja bananasneiðar ofan á sem og kókosflögur. Kakan hentar vel í alls kyns boð því hún er glúteinlaus, eggjalaus og mjólkurlaus og er því upplögð þegar gestir hafa þess konar ofnæmi eða óþol. Frá cafesigrun.com Hátíðardöðlukaka Sigrúnar Þetta verður eiginlega uppá-hald allra og er alveg rosa-lega þægilegur eftirréttur,“ segir Jón Rúnar Arilíusson, bak- arameistari og konditormeistari hjá Kökulist, sem gefur lesendum uppskrift af dýrindis „mousse“ eftirrétti. „Það er hægt að undirbúa þetta fyrirfram og jafnvel frysta og svo raðar maður þessu saman í glösin eða fallegar skálar. Þetta er gamla sherry-frómasuppskriftin hennar ömmu. Þessi frómas var gríðar- lega mikið notaður þegar ég var að byrja í gamla daga. Þetta er sama uppskrift og notuð var í af- mælistertu Reykjavíkurborgar á tvö hundruð ára afmælinu þegar gerð var 200 metra terta. En með þessu er ég með súkkulaðimús og marengs sem ég baka í litlum kúl- um,“ segir Jón. „Svo set ég þetta í stór rauðvíns- glös; það er smá áramótafílingur í því. Þetta er þægilegt og einfalt í framkvæmd. Það er smá 21. aldar tvist á þessu gamla góða.“ SHERRY-MOUSSE ½ l rjómi, léttþeyttur 1 dl eggjarauður og 1 dl púðursykur þeytt saman ca 2 dl sherry 6 stk matarlímsblöð 50 gr súkkulaðispænir Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn. Velgið sherryið. Leysið matarlímið upp í sherryinu. Blandið þessu saman við eggja- blönduna. Því næst má blanda þessu saman við léttþeyttan rjómann og spæninn. Setjið í kökumót og kælið. (Má frysta.) SÚKKULAÐI-MOUSSE ½ l rjómi, léttþeyttur 1 dl rjómi, soðinn 100 g suðusúkkulaði, fínt skorið Látið suðuna koma upp á rjóma og bætið út í hann suðusúkkulaði og hrærið saman og kælið svo nið- ur í ca. 35 gráður. Má krydda með líkjör. Snúið rjómanum saman við með sleikju. Setjið í form og kæl- ið. Má frysta. MARENGS 2 dl eggjahvítur 400 gr strásykur 1 tsk sítrónusafi Stífþeytið þessu saman. Skiptið marengs í 4 skálar. Hver skál skal krydduð með t.d. lakkrís- íssósu, jarðaberjaíssósu, möndlu- mjöli, 1 msk kakó og 1 msk flór- sykur sem er sigtað saman. Sprautað í litlar dúllur og lengj- ur. Bakað við 120°C í ca 50-70 mínútur eða þangað til þú getur lyft marengsnum af pappírnum. Það má skreyta með skrautsykri fyrir bakstur. Hægt er að geyma í lokuðu íláti við stofuhita í 2-3 vik- ur. HINDBERJASÓSA 1 dl vatn 1 dl sykur Soðið í ca 4 mín. 250 g frosin hindber, mulin Bætið berjunum út í sykursírópið. Sjóðið þar til þetta er orðið þykk- fljótandi. Kælið. Má geyma í kæli í ca 2-3 vikur. Svo er bara að fara á kostum við samsetninguna! Má setja á disk eða t.d. í rauðvínsglas eins og á myndunum. Morgunblaðið/Ásdís Jón Rúnar Arilíusson segir að þessi eftirréttur verði uppáhald allra. Gamli sherry- frómasinn hennar ömmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.