Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 LESBÓK Jólin eru að renna upp og þá ættu lesendur að gleyma sér við lesturáhugaverðra bóka og hlýða með á metnaðarfulla og fagra tónlist; framboðið af hvoru tveggja er svo sannarlega gott um þessar mundir. Góð tónlist og bækur Ég tók upp fiðluna sem krakki í suzuki-námi og svo svona um fermingaraldurfærðist full alvara í þetta, ég fór að spila á píanó og var fljótlega búinn að taka ákvörðun um að verða tónlistarstjóri,“ segir Bjarni Frímann Bjarnasson, nýskipaður tón- listarstjóri Íslensku óperunnar. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað, ég ætla ekki að segja að ég hafi ekki skoðað aðra möguleika en þetta hafði blundað mjög lengi í mér,“ seg- ir hann um nýju stöðuna. Bjarni Frímann tekur við starfinu frá og með 1. janúar 2018 og mun stjórna upp- færslum Íslensku óperunnar á næstu starfs- árum, auk þess að annast ýmsa aðra þætti fyrir Íslensku óperuna sem varða tónlistar- starfsemina. Óperustjóri Íslensku óperunnar var afar ánægð með ráðningu Bjarna Frímanns. „Það er mikill fengur að því að fá Bjarna Frímann til liðs við Íslensku óperuna, við leggjum sér- stakan metnað í að styðja við ungt listafólk eins og frekast er kostur og gefa þeim verðug tækifæri,“ segir Steinunn Birna Ragnars- dóttir óperustjóri í tilkynningu frá óperunni. Bjarni Frímann var tónlistarstjóri nýlegrar uppsetningar Íslensku óperunnar á verkinu Toscu og hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir störf sín þar, meðal annars í Morgunblaðinu. „Bjarni Frímann Bjarnason var stjarna kvöldsins! Tónlistarkreðsan íslenska hafði beðið lengi eftir frumraun þessa ótrúlega hæfileikaríka tónlistarmanns á óperusviðinu. Og hann stökk ekki yfir garðinn þar sem hann er lægstur; Tosca Puccinis er stráð hindrunum, erfiðum og flóknum skiptingum þar sem engu má skeika svo samhæfing leiks og tónlistar gangi eðlilega upp. Hljómsveitin fylgdi ástríðufullum stjórnanda sínum út í eitt og flutti tónlist sem maður skynjaði loks að á sér fáa hliðstæðu,“ segir í gagnrýni Ingvars Bates fyrir Morgunblaðið. „Jújú, þetta var dálítil vinna,“ segir Bjarni spurður um Toscuverkefnið. „Við byrjuðum æfingar um mánaðamótin ágúst/september. Ég var búinn að læra stykkið áður og við vor- um búin að setjast á rökstóla um hvaða söngvara við ætluðum að hafa í þessu og ég var búinn að hitta þau og fara yfir rullurnar með þeim,“ segir Bjarni en hann ferðaðist sem víðast yfir sumarið til að sjá stykkið og læra fyrir haustið. Bjarni Frímann á langan feril í tónlist þrátt fyrir ungan aldur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands og sigr- aði í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2009 og lék einleik í lágfiðlukonsert Bartóks með hljóm- sveitinni. Eftir útskrift úr Listaháskóla Ís- lands stundaði hann nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Freds Buttkewitz við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín og hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Sin- fóníuhljómsveit unga fólksins. Hann stjórnaði flutningi á óperunni UR eftir Önnu Þorvalds- dóttur við óperuna í Osló, í Chur og Basel og einnig á Listahátíð í Reykjavík, og hefur einnig samið tónlist fyrir leikhús og kvik- myndir bæði hérlendis og erlendis. Hann hef- ur komið víða fram með söngvurum sem pí- anóleikari og kammertónlistarmaður, m.a. með Berlínarfílharmóníunni í Konzerthaus í Vín. Árið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frum- flutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Bjarni Frímann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016. Árið 2016-2017 stjórnaði hann hljómsveitar- tónleikum með Björk Guðmundsdóttur í Mexíkóborg, Fílharmóníunni í LA og í Hörpu en Bjarni vinnur reglulega með Björk sem hljómsveitarstjóri. Orðspor óperunnar batnar Íslenska óperan mun í vor setja á svið verkið Brothers eftir Daníel Bjarnason og er undirbúningur þegar hafinn. Bjarni segist vera byrjaður að læra stykkið og pæla mikið í því en tónskáldið sjálft mun stjórna verkinu í vor og verður Bjarni honum til aðstoðar að þessu sinni. Spurður um stöðu óperunnar í dag segir Bjarni ekki hægt að neita því að síðustu sýn- ingar hafi gengið vel. „Það þýðir ekkert að neita því að síðustu sýningar í Eldborg hafa gengið alveg óskaplega vel og fengið einróma lof gagnrýnenda bæði í ár og í fyrra. Það hlýtur nú að segja sína sögu.“ Hann bætir við að framtíð óperunnar sé björt vegna þess hversu mikið af hæfileikaríkum ungum söngvurum við Íslendingar eigum. „Það er svo mikið af ungu fólki að læra óperusöng í útlöndum og mikið af ungu fólki að koma heim. Svo er alltaf spurning hvernig hlutföllin eru miðað við áhuga fólks á óperunni en ég hef á tilfinningunni að það hljóti nú að fara að þokast í þá átt að áhorfendahópur óperunnar breikki.“ Uppsetning á óperum getur verið kostn- aðarsöm og tímafrek en Bjarni segist ekki finna fyrir of mikilli pressu vegna þess. „Þetta er auðvitað mikil ábyrgð en maður verður bara að treysta því að maður sé ráð- inn þarna af einhverri ástæðu. Maður verður að treysta því og treysta fólkinu sem ræður mann, að það hafi rétt fyrir sér,“ segir Bjarni og hlær við. „Svo bara gerir maður sitt besta, maður mætir í vinnuna og reynir að hafa allt sitt á hreinu og gera eins vel og maður getur og þá held ég að það komi eitthvað gott út úr því.“ Starf tónlistarstjóra á einnig að vera stefnumarkandi fyrir óperuna og segir Bjarni sínar skyldur víðtækar en tengjast tónlistinni hverju sinni. „Mínar skyldur verða að stjórna uppfærslum þarna og hafa umsjón með hljómsveitinni og vera óperustjóra innan handar við val á söngvurum. Það er mikið um tónlist í óperum þannig að það er ágætt að einhver hafi umsjón með því.“ Bjarni Frímann Bjarnason þakkar hljómsveitinni með- an hann hlýtur lófaklapp áhorfenda fyrir tónlistar- stjórnun sína í Toscu Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson Stefnt á starfið síðan í æsku Bjarni Frímann Bjarnasson hefur verið skipaður tónlistarstjóri Íslensku óperunnar. Hann var tónlistarstjóri í óperunni Toscu núna í haust og hlaut einróma lof gagnrýnenda fyrir. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is ’Það er svo mikið af ungu fólkiað læra óperusöng í útlöndumog mikið af ungu fólki að komaheim. Svo er alltaf spurning hvernig hlutföllin eru miðað við áhuga fólks á óperunni en ég hef á tilfinningunni að það hljóti nú að fara að þokast í þá átt að áhorf- endahópur óperunnar breikki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.