Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 47
24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Bubbi er að keyra þegar blaða-maður slær á þráðinn til hansfjórum dögum fyrir jól. Hann
er að fara á lyftingaæfingu, nema
hvað. Tilefni símtalsins er jólalegt, ár-
vissir Þorláksmessutónleikar Bubba
og tónleikar hans á aðfangadag fyrir
fanga á Litla-Hrauni.
Þorláksmessutónleika hefur Bubbi
haldið allt frá árinu 1985 og fyrstu að-
fangadagstónleikana á Litla-Hrauni
hélt hann þremur árum fyrr. Blaða-
maður spyr Bubba hvers vegna hann
hafi ákveðið á sínum tíma að halda
sína fyrstu Þorláksmessutónleika en
þeir fóru fram á Hótel Borg. „Yfir-
þjónninn á Hótel Borg var svo sæt-
ur,“ svarar Bubbi glettinn og á þar
við fyrrverandi eiginkonu sína.
– Og upp frá því hafa þessir tón-
leikar verið ómissandi hluti af þínum
jólaundirbúningi, ekki satt?
„Jú, það má alveg segja að Þor-
láksmessutónleikarnir séu partur af
þessu en ég veit ekki hvað olli því að
þetta var allt í einu orðin hefð, ekki
frekar en ferð mín á Litla-Hraun á
aðfangadag,“ svarar Bubbi.
– Tilgangurinn væntanlega að láta
gott af sér leiða í anda jólanna?
„Já, alla vega þegar ég heimsæki
Litla-Hraun og ég held að það megi
heimfæra upp á nánast allar listir,
listin lætur gott af sér leiða.“
Vinsæl lög meira áberandi
Uppselt er á Þorláksmessutónleika
Bubba í Eldborg og eflaust komast
færri en vildu. Bubbi er spurður að
hvaða leyti þessir tónleikar séu frá-
brugðnir öðrum sem hann haldi yfir
árið. „Ég spila meira af lögum sem
hafa orðið vinsælli en önnur, það má
kannski súmma það upp þannig. Það
er ákveðin stemning sem myndast á
tónleikunum en samt eru þetta mjög
hefðbundnir tónleikar. Ég spila nýtt
efni og kem til með að segja ein-
hverjar sögur af tilurð laga og mjög
líklega mun ég lesa eitt eða tvö ljóð,“
svarar Bubbi.
Hann er spurður hvort búast megi
við hugvekjum milli laga og segir hann
að vissulega verði nokkrar slíkar og þá
hugvekjur sem tengist því að vera
manneskja og rétt innréttaður. „Það
er auðvitað margt sem vekur manni
furðu, nýjasta nýtt er þessi uppákoma
í sambandi við æðsta mann kirkjunnar
á Íslandi. Svona hlutir fá mann til að
hugsa á annan máta en ella, þetta er
einhvers konar uppákoma sem manni
hugnast ekki en svo er spurning hvort
ég nenni að fjalla um svona lagað. Það
er svo margt annað sem maður getur
tekið fyrir. Svo er ég mikill spunakarl,
allt getur gerst á tónleikum hjá mér.“
Á aðfangadag er það svo Litla-
Hraun. „Þetta er áminning um það
sem hefði mögulega getað orðið hlut-
skipti mitt og áminning um að vera
þakklátur fyrir fólkið sitt og lífið. Um
leið er þetta ferð til að stytta föngum
stundir á erfiðasta degi þeirra á árinu,
einhvers konar tilfinningalegt bland í
poka,“ segir Bubbi um aðfangadags-
tónleikana. Með í för verða hljóm-
sveitin Dimma og skáldin Kristín Ei-
ríksdóttir og Dóri DNA sem munu
lesa upp úr nýjustu bókum sínum.
„Ég hef alltaf lagt mig í líma við að
kynna ljóðskáld og rithöfunda fyrir
föngum því ég hef þá trú að á meðan
manneskja hlustar á tónlist eða les
ljóð eða góða skáldsögu sé hún frjáls,“
segir Bubbi.
– Nú ert þú sjálfur með ljóðabók í
jólabókaflóðinu, Hreistur. Hvernig
gengur að kynna bókina og fylgja
henni eftir?
„Hún hefur rokselst og ég er óend-
anlega þakklátur fyrir það að fólk
kaupi bókina mína. Ég er með hana til
sölu á öllum tónleikum og það er gam-
an að sjá hversu margt ungt fólk kaup-
ir hana. Ég held að áratugur ljóðsins sé
runninn upp og það megi að einhverju
leyti þakka Twitter og Snapchat. Þetta
er ljóðrænt form, knappt og stutt og
krakkarnir þekkja það og skilja. Það er
mín tilfinning,“ svarar Bubbi.
Einhvers konar kraftaverk
En hvernig er aðfangadagur hjá
Bubba Morthens eftir að tónleika-
haldi lýkur á Litla-Hrauni? „Ég kem
heim um hálfþrjú eða þar um bil. Þá
er konan mín búin að leggja drög að
kvöldverðinum. Þessi hluti jólahalds-
ins seinustu vikurnar fyrir jól lendir
dálítið á hennar herðum,“ segir
Bubbi. Framhaldið sé hefðbundið.
„Öll börnin koma til mín og náinn vin-
ur, við borðum klukkan sex og svo
byrjar stemmarinn hjá börnunum,“
segir Bubbi kíminn.
Og jólin snúast ekki bara um menn
heldur einnig málleysingja. „Ég sýð
jólahrísgrjón handa hænunum svo
þær fái nú líka jólamat. Þetta er
uppáhaldsmaturinn þeirra og þær
verða alsælar þegar mjúk hrísgrjón
koma í kofann. Kötturinn fær eitt-
hvað líka, eitthvað jólalegt og gott,“
segir dýravinurinn Bubbi. Kæfa eða
kjúklingur verði á jólamatseðli
kattarins. „Síðan á einhvers konar
kraftaverk sér stað: að vera í faðmi
fjölskyldunnar þar sem hlutirnir ná
hinu rétta samhengi. Mér finnst það
vera eitt af undrum lífs míns, ég skil-
greini það sem kraftaverk og það hef-
ur ekkert með frelsarann að gera.“
„Listin lætur gott af sér leiða,“ segir Bubbi Morthens sem hér sést á útgáfu-
tónleikum sínum í Bæjarbíói 17. ágúst síðastliðinn, vegna plötunnar Túngumál.
Morgunblaðið/Eggert
Hænurnar fá
jólahrísgrjón
Bubbi Morthens heldur Þorláksmessutónleika í
Eldborg og heimsækir að venju fanga á Litla-
Hrauni á aðfangadag.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
Zona Industrial da Mota • Apart. 136 - 3834-909 ILHAVO - Portugal • Telef. 234 326 560 / 1 • Fax 234 326 559
Liporfir - vinnsla og verzlun með íslenskan saltfisk í 20 ár.
Fiskur frá okkur er í hæsta gæðaflokki.
Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum
gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári
Saltaður og þurrkaður þorskur
- Gadus Morhua morhuaProdutos Alimentares, S.A.
ARMAZENISTAS IMP. - EXP.
Hátíðarkveðja
ð m öllum, til sjávar og sveita,
g eðjur, með þökk fyrir samstarfið
ár
Hátíðarkveðja
Við sendum landsmönnum öllum, til sjávar og sveita,
hugheilar jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir samstarfið
á árinu sem er að líða.