Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 GRAN CANARIA 23. janúar í 7 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 79.995 Sólarferð til Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Sveitarfélög landsins, launagreið- endur sjóðfélaga í Brú lífeyrissjóði, þurfa að reiða fram um 40 milljarða króna framlag til sjóðsins til þess að koma honum í jafnvægi til framtíðar. Greiðslurnar eru í samræmi við þær skyldur sem Alþingi samþykkti á ríki og sveitarfélög þegar lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins var breytt. Ríkið hefur greitt um 20 milljarða til sjóðsins. Rúmir 27 milljarðar fara í lífeyris- aukasjóð, sem mun mæta framtíðar- skuldbindingum vegna lífeyrisauka þeirra sjóðfélaga sem eiga rétt á honum. Þá munu níu milljarðar fara í jafnvægissjóð sem verður ráðstafað til að koma áfallinni stöðu A-deildar Brúar í jafnvægi miðað við 31. maí 2017 og rúmir þrír milljarðar fara í varúðarsjóð, sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar greitt 14,6 milljarða til Brúar. Þar af voru 9,8 milljarðar greiddir beint úr borgarsjóði með handbæru fé frá rekstri og 4,9 milljarðar voru teknir að láni. Hefði mátt berast fyrr Önnur sveitarfélög fengu reikn- inginn frá Brú núna í upphafi árs. Gísli Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, og Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, gagnrýna bæði hvað út- reikningar Brúar bárust seint. „Við vorum ósátt við, ef ég má orða það þannig, eða þótti ekki nógu heppilegt að við höfðum kallað eftir þessum tölum allt síðastliðið ár en ekki fengið,“ segir Gísli Halldór. Reikningur Ísafjarðarbæjar hljóðar í heild upp á 560 milljónir króna og 170 milljónir bætast við gjöld í rekstrarreikningi Ísafjarðabæjar fyrir síðasta ár. „Það þurrkar að minnsta kosti út allan rekstrarafgang, en það er ekki alveg ljóst hvort við endum í halla,“ segir Gísli Halldór. Ásta Björg segir að 600 milljóna króna reikningur sem barst sveitar- félaginu í upphafi árs hafi komið flatt upp á Skagfirðinga, sem höfðu ekki „lagst yfir neina útreikninga“. 170 milljónir af þeirri upphæð verða gjaldfærðar í uppgjöri ársins 2017. „Ég hlakka ekki eins mikið til þess að kynna ársreikninginn og ég var farin að gera,“ segir Ásta og hlær. Hún segir bagalegt að uppgjörið frá Brú hafi ekki borist áður en fjár- hagsáætlunarvinna sveitarfélagsins fór fram. „Maður var auðvitað farinn að bíða svolítið eftir þessu og þegar við samþykktum okkar fjárhagsáætlun í desember lá ekkert fyrir,“ segir Ásta. Sækja til lánasjóðsins Skagafjörður, Ísafjörður og fleiri sveitarfélög sem Morgunblaðið hafði samband við munu að öllum líkind- um fá lánað fyrir framlögunum hjá Lánasjóði sveitarfélaga, þar sem hagstæð kjör bjóðast. Brú lífeyris- sjóður býður sveitarfélögum einnig upp á skuldabréf, sem myndi tryggja sjóðnum 3,5% ávöxtun. Það að sveitarfélögin leiti annað eftir lánum gæti að sögn bæði Gísla og Ástu leitt til þess að áætlanir Brú- ar um sjálfbæran rekstur til fram- tíðar stæðust ekki. Sveitarfélögin greiða til Brúar  40 milljarða framlag til Brúar lífeyrissjóðs  Sveitarstjórar gagnrýna hvað tölur bárust seint  Þurrkar upp rekstrarafgang sveitarfélaga fyrir árið 2017  Ódýr lán sótt til Lánasjóðs sveitarfélaga Morgunblaðið/Eggert Breytingar Unnið hefur verið að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áhrif eldgossins í Holuhrauni haust- ið 2014 á eðlis- og efnafræðilega eig- inleika umhverfisins voru mikil og meiri en talið hefur verið. Þetta seg- ir í kynningu á nýju riti vísinda- manna sem ber yfirskriftina Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Þar fjalla sérfræðingar á ólíkum fagsviðum um mögulegt um- hverfisálag vegna eldgosa og gera grein fyrir helstu niðurstöðum rannsókna þar sem reynt var að meta áhrif eldgossins í Holuhrauni á umhverfi og heilsu. Vísindamenn segja að gas frá gosinu í Holuhrauni hafi haft mæl- anleg áhrif á umhverfi þótt gosið hefði verið inni á reginfjöllum að vetri til og fjarri mannabústöðum. Það hafi raunar ráðið því hve mikið af eldfjallagasinu breyttist í brenni- steinssýru yfir landinu. Margir þættir hafi því samverkandi ráðið því að neikvæð áhrif eldfjallagassins á umhverfi og heilsu manna hafi ekki orðið meiri og verri en raunin varð. Meðal þeirra rannsóknarefna sem sagt er frá í ritinu eru áhrif gossins á heilsufar fólks. Var litið til þess að brennisteinsgastegundir mældust í byggð um einni viku eftir að gosið hófst og var styrkur þeirra þá yfir heilsuverndarmörkum. Getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á önd- unarfæri og lýst sér sem asmi, hósti og erting í augum. Til þess að kanna áhrifin vegna þessa var vísindafólki og lögreglumönnum boðið í heilsu- farsskoðun fyrir og eftir för sína á vettvang – svo samanburður fengist. Af þeim sautján sem mættu til frekari skoðunar eftir Holu- hraunsför greindi um helmingur frá ertingu í augum og nefi og þriðj- ungur var með kvef. Þegar komið var til baka gengu einkennin oftast til baka. Ekki mældust marktækar breytingar á lungnastarfsemi eða öndun. Niðurstöður leiddu i ljós að á svæðum þar sem aukinn styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist sóttu fleiri en áður til lækna. Þó varð ekki marktæk aukning á greiningum sem rekja mætti til áhrifa frá eld- gosinu. Þá varð marktæk aukning í sölu astmalyfja þá daga sem brenni- steinsdíoxíð mældist yfir loft- gæðamörkum, þá einkum á höf- uðborgarsvæðinu. „Ekki er hægt að útiloka merkjanleg áhrif brenni- steinsdíoxíðs á heilsu almennings, segir í ritinu – en almennt sagt hafi öll heilsutengd áhrif eldgossins gengið fljótt til baka. Mikil áhrif á umhverfið  Holuhraunsgos metið  Gas varð sýra  Fólk hélt heilsu Brennisteinsdíoxíð Gas frá eldgosinu dreifist yfir landið og eins og græni flöturinn sýnir komu áhrifin meðal ann- ars fram víðast hvar á Norðurlandi, í uppsveitum á Suðurlandi og á Ströndum, í Dalasýslu og á Snæfellsnesinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Holuhraun Gasið streymdi frá gíg. „Auðvitað hefðum við kosið að fá þetta á 3,5% skuldabréfum en við gátum það ekki,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Brúar. Lágir vext- ir þýði að sveitarfélögin eigi kost á hagstæðari lánum. Var- úðarsjóður muni koma í veg fyr- ir að það bitni á réttindum sjóð- félaga ef halli verður á sjóðnum. Þá segir Gerður að öll sveitar- félög hafi getað fengið áætlaðar tölur uppgefnar fyrir fjárhags- áætlunargerð, en viðurkennir að vinnan við uppgjörið hafi verið tveimur mánuðum á eftir áætl- un sjóðsins. Allir gátu fengið tölur BRÚ LÍFEYRISSJÓÐUR „Við höfum séð nokkur tilvik hér á landi og það er flókið að rekja svindl- ið,“ segir í umfjöllun á Facebooksíðu lögreglunnar um svokallað ástar- svindl. Varar lögregla við þessari tegund glæpa sem eigi sér langa sögu en með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlara að öðru fólki stóraukist. „Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að það eigi í samskiptum við raunverulegt fólk. Þegar svindlararnir hafa unnið traust brotaþola þá biðja þeir um greiða,“ segir í þessari umfjöllun en svindlararnir reyna jafnan að svíkja fé út úr saklausu fólki. Þessi tegund glæpa þykir sérstaklega ljót enda sé markvisst unnið að því að misnota traust og vonir þolendanna. Lög- regla hvetur fólk til að fara varlega í samskiptum við aðra á samfélags- miðlum. Varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum, ekki skal deila við- kvæmum upplýsingum með neinum sem fólk þekkir ekki, ekki taka við fjárhagslegum skuldbindingum eða senda peninga til einhvers. Ef fólk er í vafa skal það hafa samband við lög- reglu. Vara við ástar- svindli á netinu  Reyna að svíkja fé af saklausu fólki Falsað Þessi fölsuðu skilríki voru sýnd íslenskum manni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.