Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við búum á köldu svæði og erum því
mjög háð raforku. Það væri óábyrgt
annað en að sveitarfélagið skoðaði
alla þá möguleika sem eru fyrir
hendi. Vindorkan er spennandi kost-
ur og það eru sífellt fleiri að skoða
nýtingu hennar,“ segir Kristinn
Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Snæfellsbær hefur auglýst tillögu
að nýju aðalskipulagi bæjarins 2015-
2031. Í tillögunni er meðal annars að
finna fimmtíu blaðsíðna úttekt frá
verkfræðistof-
unni Eflu um for-
athugun og
stefnumótun
vindorku í bæjar-
félaginu. Augljóst
er því að horft er
til vindorku í
framtíðarplönum
bæjarfélagsins.
„Raforkan er
okkur svo dýr.
Kostnaður við raforku er stórmál
fyrir heimilin hér og við erum alltaf
að hugsa um raforku og raforkuverð.
Í þessum geira dugar ekki að horfa
fimm ár fram í tímann, við verðum að
horfa lengra,“ segir Kristinn sem
ítrekar að engar ákvarðanir hafi ver-
ið teknar um vindorkunýtingu. Ekki
verði reistar vindmyllur í bænum al-
veg á næstunni.
Nóg af vindi í Snæfellsbæ
Kristinn segir að margir kostir
séu við nýtingu vindorku og talið hafi
verið sjálfsagt að hafa möguleika á
nýtingu hennar inni á aðalskipulagi
fyrst vinna við það var fyrir höndum.
„Við teljum að raforka verði mjög
dýr gæði þegar fram líða stundir.
Það vita það nú flestir að Snæfells-
nes er ekki auðugt að möguleikum til
að virkja vatnsafl. Vindur er hins
vegar þekkt fyrirbæri á Snæfellsnesi
og vindorka er mjög umhverfisvænn
orkugjafi og við höfum reynt að vera
í forystu í umhverfismálum,“ segir
bæjarstjórinn.
Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu
um forathugun á virkjunarkostum
kemur fram að alls hafi fjögur svæði
verið skoðuð. Upphaflega voru þau
tvö, annars vegar við Gufuskála og
hins vegar norðaustan við Gufuskála
í átt að Brimnesi og Hellissandi.
„Helsti munurinn á þessum svæð-
um er hugsanleg hljóðmengun og
ásýnd annars vegar frá Hellissandi
og hins vegar frá þjóðgarðinum.
Austari reiturinn er utan þjóðgarðs
en hinn er innan hans. Óskað var eft-
ir að bæði svæði yrðu metin til jafns
þrátt fyrir að annað þeirra lægi inn-
an þjóðgarðsins. Þriðja svæðinu var
bætt við á seinni stigum endurskoð-
unar aðalskipulags og liggur það á
milli Hellissands og Rifs,“ segir í
skýrslunni en fjórða svæðið bættist
við á lokametrum vinnu stofunnar.
Það er á sunnanverðu Snæfellsnesi, í
grennd við bæinn Elliða.
Rísi við mörk þjóðgarðsins
Kristinn bæjarstjóri segir að í
Snæfellsbæ séu fáir staðir heppilegir
fyrir vindmyllur vegna frákasts frá
fjöllum. Vindhviður verði of sterkar.
„Það var nú Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur sem vakti athygli
okkar á því fyrir nokkru að við Gufu-
skála kynni að vera mögulegt að
setja upp vindmyllur. Þar hafa verið
mælingar í áratugi og landsvæðið frá
náttúrunnar hendi er afskaplega
hentugt. Mér skilst að vindorka við
Gufuskála fari nánast aldrei undir 8-
10 metra á sumrin og hámarksvind-
ur nær aldrei yfir 24 metra. Þetta
þykir ákjósanlegt,“ segir Kristinn.
Athygli vekur að í þessum athug-
unum er gert ráð fyrir því að vind-
myllur verði reistar alveg við mörk
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og jafn-
vel innan hans.
„Já, það finnst mörgum skrítið.
Ég hef alveg þurft að sannfæra fólk.
Margir telja að það verði að þeim
sjónmengun. En víða erlendis er það
talið til tekna að menn séu með vind-
myllur inni í þjóðgörðum. Það þykir
kostur að nýta náttúruna og þá kosti
sem hún býður. Þetta fer einmitt vel
saman við það að verja náttúruna,
þetta kemur í veg fyrir að leggja
þurfi stórar línur um allt Snæfells-
nesið.“
Kristinn segir að enn hafi engin
ákvörðun verið tekin um það hvenær
eða hvort verði ráðist í að koma upp
vindmyllum á Snæfellsnesi. Þaðan af
síður hvort sveitarfélagið myndi
sjálft ráðast í slíka framkvæmd eða
leita eftir samstarfsaðilum.
„Það hefur ekkert verið ákveðið.
Framtíðin ræðst til dæmis af því
hvernig þróun verður með raforku á
Íslandi. Það eykur líkurnar ef verð
rýkur upp úr öllu valdi. Annað sem
spilar inn í er að orkunýtingin í vind-
myllunum er að verða meiri og meiri.
Tæknibúnaðinum fer fram. Þær fara
að nálgast það að vera valkostur við
dýrar vatnsaflsvirkjanir,“ segir
Kristinn bæjarstjóri.
„Vindorkan er spennandi kostur“
Horft til nýtingar vindorku í nýju að-
alskipulagi Snæfellsbæjar Vindmyll-
ur rísi við Gufuskála, við þjóðgarðinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindmyllur Í Þykkvabænum hafa menn prófað sig áfram með vindmyllur. Nú er þetta kannað á Snæfellsnesi.
Kristinn
Jónasson
Búist er við því að starfshópur
sem umhverfisráðherra skipaði
skili tillögum til ráðherra í
næsta mánuði. Starfshópurinn
hefur meðal annars látið greina
lagaumhverfi vindorkuvera og
mun koma með tillögur um þau
atriði sem þarf að laga.
Fleiri sveitarfélög en Snæ-
fellsbær horfa til nýtingar vind-
orku. Þannig var greint frá því í
Morgunblaðinu á fimmtudag að
sveitarélagið Rangárþing ytra
ynni að gerð aðalskipulags og
stefnumótunar um byggingu
vindmyllna í sveitarfélaginu.
Þessi málefni voru rædd á
stjórnarfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga fyrir
helgi. Þar var meðal annars far-
ið yfir vinnu áðurnefnds starfs-
hóps og skattlagningu vind-
orkuvera.
Starfshópur
skilar af sér
LAGAUMHVERFI SKOÐAÐ