Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 10

Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Allt um sjávarútveg Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru nýir tímar. Aukin rafræn skráning upplýsinga í nútímanum gerir persónuupplýsingar fólks miklu viðkvæmari en áður. Það er full ástæða til að hnykkja á og herða kröfur um ábyrgð og skyld- ur þeirra sem eru að varðveita þessi gögn. Þetta er jákvæð þróun fyrir almenning,“ segir Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítalans. Vinna hefur staðið yfir frá því í september á Landspítalanum um það hvernig mæta eigi nýrri Evrópureglugerð um persónuvernd sem tekur gildi í maí. „Við hófum að skoða þetta mark- visst í ágúst og settum í september á fót stýrihóp til undirbúnings. Í honum eru fulltrúar frá fram- kvæmdastjóra lækninga, frá lög- fræðideild, upplýsingatæknideild og fjármálasviði. Þá eigum við í nánu samstarfi við Persónuvernd og höf- um líka fengið utanaðkomandi sér- fræðiaðstoð. Stefnan er að vera tilbúin að vinna samkvæmt þessari nýju reglugerð þegar hún tekur gildi í maí næstkomandi,“ segir Páll. Páll segir að ný Evrópureglugerð um persónuvernd marki tímamót og muni hafa áhrif víða. „Það verða gerðar meiri kröfur en áður. Hvað okkur á Landspít- alanum varðar snýr þetta mest að því að bæta eftirlit og utanumhald. Við vinnum með mikið af viðkvæm- um persónuupplýsingum, en jafnvel varsla þeirra er flokkuð sem vinnsla og við leggjum mikið upp úr öryggi við geymslu gagna. Í nýju reglu- gerðinni segir að vörsluaðilar gagna haldi svokallaðan vinnslulista, að þeir geti alltaf svarað því hvar er verið að vinna með gögn einstak- linga. Hægt sé að kalla eftir og fá slíka yfirsýn öllum stundum. Í öðru lagi snýr þetta að vísinda- rannsóknum og vinnslu persónu- upplýsinga í tengslum við þær. Það er sett aukin ábyrgð á ábyrgðar- aðila og vinnsluaðila.“ Má ekki gera ráð fyrir auknum kostnaði og umstangi samfara þessu? „Jú, ég myndi gera ráð fyrir því. Við höfum ekki enn fulla yfirsýn yf- ir það hversu mikill kostnaður þetta verður en hann verður allnokkur.“ Vel sótt málþing Persónuvernd og Landspítali héldu málþing fyrir fólk í heil- brigðisgeiranum á föstudag þar sem fjallað var um þessa nýju Evrópu- reglugerð um persónuvernd. Meðal þess sem rætt var á málþinginu var hvernig heilbrigðisstofnanir eigi að vinna eftir löggjöfinni. Mikill áhugi var á þessu málþingi. Vel á annað hundrað manns fylltu salinn og um ellefu hundruð fylgd- ust með streymi frá málþinginu á netinu. Bæta þarf eftirlit með persónuupplýsingum  Auknar kröfur til Landspítala með nýrri Evrópureglugerð Morgunblaðið/Eggert Landspítali Bæta þarf utanumhald og eftirlit með persónuupplýsingum með tilliti til nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd. Páll Matthíasson Ný löggjöf í maí » Ný evrópsk persónuverndar- löggjöf tekur gildi þann 25. maí í Evrópu. Verður hún tekin upp hér því vernd persónuupplýs- inga er talin hluti af EES- samningnum. Áður en hún gengur í gildi þarf hún þó að fara í gegnum Alþingi. » Löggjöfin þykir marka tíma- mót í sögu persónuverndar- löggjafar í Evrópu. Þetta eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni í tvo áratugi. Á vettvangi sveitarfélaganna er unn- ið af fullum krafti að undirbúningi fyrir gildistöku evrópsku persónu- verndarreglnanna 25. maí skv. upp- lýsingum Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræðisviðs hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Sveit- arfélögin eru með mjög viðkvæma persónulega þjónustu við borgarana og því þarf að vanda vel til verka til að mæta þeim kröfum sem gerðar verða. Ef út af bregður við fram- kvæmdina gætu viðurlögin numið himinháum sektarfjárhæðum. Verkefnið er mjög stórt og dýrt en engar tölur hafa þó verið nefndar. Boðað hefur verið til fundar í dóms- málaráðuneytinu á morgun þar sem m.a. á að fjalla um stöðu mála. Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga fjallaði um undirbúninginn skömmu fyrir jól og þar var lagt fram minnisblað um stöðuna. „Ný persónuverndarlöggjöf er afar um- fangsmikil og mun hafa gríðarlega mikil áhrif á opinbera aðila sem og einkaaðila,“ segir í bókun stjórnar- innar. „Vegna þessa er brýnt að kostnaðarmat við undirbúning sé vandað enda ljóst að löggjöfin kallar á mikinn kostnað þar sem í tilviki sveitarfélaga þarf að kortleggja alla vinnu persónuupplýsinga, þjálfa alla starfsmenn, útbúa ferla og stöðluð skjöl, gera nýja samninga við alla vinnsluaðila og ráða persónuvernd- arfulltrúa. Er þessi undirbúningur gríðarlega mikilvægur í ljósi þess að sveitarfélög fara með mikið af við- kvæmum persónuupplýsingum. Þarf kostnaðarmatið jafnframt að gera ráð fyrir ófyrirséðum kostnaði og því er mikilvægt að vakta kostn- aðaráhrif löggjafarinnar og hvað hún þýðir í reynd fyrir sveitar- félögin.“ Dómsmálaráðherra hyggst koma fram með frumvarp í janúar. „Und- irbúningi miðar vel með hliðsjón af umfangi verkefnisins og stefnt er að því að frumvarp liggi fyrir í lok jan- úar 2018,“ segir Laufey Rún Ketils- dóttir, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, í svari við fyrirspurn. „Björg Thorarensen prófessor stýrir vinnu við gerð frumvarpsins í samstarfi við sérfræðing dómsmála- ráðuneytisins í persónuvernd, tvo fulltrúa Persónuverndar og fulltrúa rekstrarfélags stjórnarráðsins vegna tæknimála. Því til viðbótar verður leitað eftir samráði við sam- tök í atvinnulífinu áður en endanlegt frumvarp verður lagt fram til um- sagnar á vef dómsmálaráðuneyt- isins,“ segir hún. „Mun hafa gríðar- lega mikil áhrif“  Frumvarp ráðherra fyrir lok janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.