Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 13
Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is
Bridge gerir lífið skemmtilegra
Viltu læra bridge?
Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa,
fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir Bridgeskólann,
þar geta þeir lært bridge sem eru að stíga sín fyrstu skref í
bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína.
Námskeið í Bridgeskólanum hefjast 22. og 24. janúar
Allir undir 25 ára aldri fá frítt á byrjendanámskeið.
Upplýsingar hjá Guðmundi Páli Arnarsyni
í síma 8985427 eða á gpa@simnet.isEldri borgarar spila alla mánudaga og
fimmtudaga kl. 13.00-17.00 í Síðumúla 37
Stórmót í Bridge
Reykjavík Bridgefestival
fer fram í Hörpu
25-28. janúar, skráning
á bridge@bridge.is
Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is
Bridge sameinar aldurshópana • Bridge er gott fyrir heilsu þína • Bridge er manns gaman
„Bridge er fyrir alla“
Ljósmynd/Sólborg Guðbrandsdóttir/Víkurfréttir
aðstoðar eina eða tvær spunamann-
eskjur, sem ég er akkúrat núna að
auglýsa eftir.“
Erla Svava segist aldrei hafa
verið mikil hannyrðakona en aftur á
móti hafi hún gaman af að gera upp
gamla hluti og búa til hluti úr rekavið
til dæmis. Jafnvel nám í Hússtjórn-
arskólanum á Hallormsstað þegar
hún var átján ára hafi ekki kveikt hjá
sér löngun til að prjóna og sauma.
Handprjónið sé allt annar hand-
leggur. Það opnaði henni nýjan heim
eins og hún orðar það.
Spurð hvort handprjónið með
svona þungu og þykku garni flokkist
undir erfiðisvinnu svarar hún neit-
andi enda láti hún handverkið liggja
á borði á meðan hún prjóni. Teppin
séu auk þess misþung. „Teppin bjóð-
ast í þremur stærðum, minnsta kalla
ég bara teppling en það má eins og
stærri teppin jafnt breiða yfir sig eða
hafa til skrauts á sófum eða rúmum.
Stærsta teppið er 110 cm x 2 m og
undir því getur öll fjölskyldan hæg-
lega kúrt. Sjálfri finnst mér alveg
dásamlegt að liggja undir íslensku
ullinni, því hún er þeim eiginleikum
gædd að maður svitnar ekki undan
henni.“
Fékk góðan byr í seglin
Erla Svava getur ekki kvartað
yfir að fá aldrei lof og prís fyrir
prjónavörur sínar, enda viðurkennir
hún fúslega að vera stolt af og hafa
trú á handverki sínu. Hún hélt því
galvösk með góssið; teppi og púða –
og prjónaða kanínu fyrir börn, á sýn-
inguna Handverk og hönnun í Ráð-
húsi Reykjavíkur í lok nóv-
embermánaðar.
„Þar fékk ég góðan byr í seglin,
pöntunum bókstaflega rigndi inn,
verslanir sýndu mikinn áhuga og
kanínan sló rækilega í gegn,“ segir
hún og skírskotar til Skúlaverð-
launanna 2017, sem veitt eru árlega
og féllu henni í skaut fyrir áð-
urnefnda kanínu.
Með tíð og tíma langar Erlu
Svövu að bæta við vörulínuna, búa til
alls konar mottur, ungbarnakörfur
og sitthvað fleira. Hún er með marg-
ar hugmyndir á prjónunum ef svo má
að orði komast.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýning-
unni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykja-
víkur í lok nóvember 2017 gátu tilkynnt
nýja vöru í verðlaunasamkeppnina, Skúla-
verðlaunin 2017, um besta nýja hlutinn.
Skilyrði voru að hlutirnir máttu hvorki hafa
verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýn-
inguna í Ráðhúsinu. Tæplega tuttugu til-
lögur bárust.
Á vefsíðu Handverks og hönnunar segir:
„Erla Svava Sigurðardóttir hlaut verðlaunin
en hún hannar og framleiðir undir merkinu
Yarm. Verðlaunin hlaut hún fyrir prjónaða
kanínu fyrir börn. Kanínan er stór og prjón-
uð með höndunum úr mjög grófu/þykku
garni sem Erla Svava spinnur og þæfir sjálf. Kanínan er hugsuð sem fal-
legur hlutur í barnaherbergið með mikið notagildi en hún þolir heilmikið
hnoð og hnjask.“
Erla Svava upplýsir að kanínan bjóðist í tveimur stærðum og hafi báð-
ar verið vinsælar skírnargjafir. Stelpum séu gjarnan gefnar kanínur með
bleikum dindli og strákum með bláum.
SKÚLAVERÐLAUNIN 2017
Kanína sem þolir knús og kjass
Hlýtt Erla Svava sveipar um sig
hlýju og notalegu ullarteppi.
Situr hún við rokkinn Erla
Svava sérpantaði rokk frá
Nýja-Sjálandi til að geta þæft
og spunnið garnið í þeirri
þykkt sem hún vildi.
Erla meðhöndlar íslensku ullina með afar
sérstökum hætti áður en hún handprjónar
úr henni hnausþykk teppi og púða.