Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Væntanleg ríkisstjórn Noregs legg-
ur mikla áherslu á umhverfis- og inn-
flytjendamál en fulltrúar Hægri-
flokksins, Framfaraflokksins og
Frjálslynda flokksins (Venstre), þær
Erna Solberg, Siv Jensen og Trine
Skei Grande, kynntu fjölmiðlafólki
helstu áherslur væntanlegs stjórnar-
sáttmála í gær. Einna helst vekja at-
hygli skattahækkanir tengdar lofts-
lagsmálum.
Nú, þegar málefnasamningur
liggur fyrir, hefjast samningavið-
ræður um önnur atriði á borð við
ráðherraskipan.
Þjóðarflokkurinn að borðinu?
Á síðasta kjörtímabili sátu Hægri-
flokkurinn og Framfaraflokkurinn í
minnihlutastjórn og vörðu Frjáls-
lyndi flokkurinn og Kristilegi þjóð-
arflokkurinn stjórnina falli.
Kristilegi þjóðarflokkurinn hvarf
frá stuðningi við ríkisstjórnina að
loknum þingkosningum í haust, en á
síðasta kjörtímabili dugði stuðning-
ur Frjálslynda flokksins. Flokkarnir
töpuðu þingsætum í þingkosningum
í haust og nú er staðan sú, að stuðn-
ing beggja flokka þarf svo stjórnin
geti setið.
Heimildarmenn Verdens gang
fullyrða að í áherslum sáttmálans
felist tilraun til þess að lokka Kristi-
lega þjóðarflokkinn að samninga-
borðinu. Erna Solberg, forsætisráð-
herra Noregs, hefur oftsinnis lýst
yfir ósk sinni um „borgaralega
meirihlutastjórn“ af slíkum toga.
Umhverfismál og innflytjendur
Að því er fram kemur í umfjöllun
Verdens gang um sáttmálann, náði
Framfaraflokkurinn fram lækkun á
eignaskatti, úr sjö í fimm prósent.
Flokkarnir hafa einnig komið sér
saman um „flatt“ gjald vegna losun-
ar koltvísýrings, en það mun leggj-
ast á allar atvinnugreinar. Fjárhæð
gjaldsins verður um 500 norskar
krónur og mun hækka á kjörtíma-
bilinu.
Gjaldið verður hækkað hjá þeim
sem festa kaup á nýjum bifreiðum
sem losa koltvísýring og er því ætlað
að hvetja til kaupa á bifreiðum sem
nota aðra aflgjafa.
Tiltekin svæði í Noregi, einkum í
norðurhluta landsins, verða sérstak-
lega vernduð fyrir olíuiðnaði og olíu-
notkun, þ. á m. Jan Mayen.
Í innflytjendamálum hyggst ríkis-
stjórnin herða á skilyrðum um
norskan ríkisborgararétt, kynna
nýjar kröfur um norskukunnáttu og
nýtt bann við búrkum og nikab.
Í sáttmálanum er einnig lögð
áhersla á að störf skapist fyrir sem
flesta og að ríkisstjórnin muni koma
til bjargar þeim sem fátækastir séu.
Ný stjórn á teikniborðinu
Hægriflokkurinn, Framfaraflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn náðu saman
Kristilegi þjóðarflokkurinn einnig í spilunum Mikil áhersla á umhverfismál
AFP
Stjórn Siv Jensen, Framfaraflokknum, Erna Solberg, Hægriflokknum, og Trine Skei Grande, Frjálslynda flokknum.
Íranska olíu-
flutningaskipið
Sanchi sökk í
gær átta dögum
eftir að hafa lent
í árekstri við
flutningaskip
undan ströndum
Sjanghæ í Kína.
Mikill eldur
blossaði upp í skipinu, en í gær
tókst að bjarga af skipinu tveimur
líkum skipverja auk svarta kassans
svonefnda.
Allir skipverjar eru taldir af og
líklegt þykir að þeir hafi látist
fyrstu klukkustundina eftir að
áreksturinn varð vegna sprenginga
og gass.
KÍNA
Olíuflutningaskipið
Sanchi sokkið
Lögregla í Nor-
egi telur sig nú
vita hvernig hin
36 ára gamla
Janne Jemtland
lést, en allt bend-
ir til þess að hún
hafi verið myrt.
Jemtland hafði
verið leitað í
tvær vikur, en eiginmaður hennar
benti á lík hennar á botni árinnar
Glomma. Var hann handtekinn og
yfirheyrður. Neitar hann að hafa
orðið Jemtland að bana.
Lögreglan mun ekki greina frá
dánarorsökinni fyrr en að lokinni
krufningu, í fyrsta lagi í dag.
NOREGUR
Telja sig vita hvernig
Jemtland lést
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Alana Evans, bandarísk klámmyndaleikkona, upplýsti í
gær að sér hefði verið boðið inn á hótelherbergi Donalds
Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2006. Sagði Evans einn-
ig að Stephanie Clifford, konu sem fékk greitt fyrir að
þegja um samband sitt við forsetann, hefði verið boðið
að vera með þeim, Evans og Trump.
Wall Street Journal greindi frá því að Clifford hefði
fengið greidda 130 þúsund bandaríkjadali í aðdraganda
síðustu forsetakosninga, gegn því að hún ræddi ekki
kynlífsstund sem hún hefði átt með Trump, skömmu eft-
ir að Melania, eiginkona Trumps, eignaðist barn þeirra.
Í viðtali við vefmiðilinn Daily Beast sagði Alana Ev-
ans að hún hefði endað ein með Trump á hótelherbergi
hans og að hann hefði elt hana um herbergið á nær-
fötum.
Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, er sagður hafa
annast málið fyrir Trump, en hann hefur neitað aðkomu
sinni að málinu. Aðrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa
staðfest frétt Wall Street Journal.
Jessica Drake, sem einnig er klámmyndaleikkona, er
einnig sögð hafa undirritað samning þar sem kveðið var
á um þögn hennar. Er hún einnig í hópi fjölda kvenna
sem hafa sakað forsetann um kynferðislega áreitni.
Fleiri konur fjalla um Trump
Kvað Trump hafa elt sig
í nærfötum einum fata
AFP
Trump Lögfræðingur Trumps hefur hafnað ásökunum.