Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 16

Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsvars-menn sam-félags- miðilsins Facebook til- kynntu fyrir helgi að þeir hygðust breyta því hvern- ig efni væri framsett á miðl- inum, þannig að skilaboð og póstur frá fjölskyldu og vin- um hefðu forgang fram yfir deilingar á fréttum og aug- lýsingum. Með þessu yrði minni áhersla á að koma „kostuðu efni“ til skila. Mark Zuckerberg, stofnandi Face- book, sagði að markmiðið væri að auka á persónuleg samskipti fólks innan miðils- ins. Þá munu breytingarnar hafa í för með sér að dregið verður úr birtingu svo- nefndra „smellubeita“, þar sem fólk er lokkað til þess að lesa fréttir með miklum upp- slætti, sem síðan reynist lítill fótur fyrir. Tálbeitur af þessu tagi hafa enda mikið verið notaðar af fréttamiðlum, sem kenndir hafa verið við svo- nefndar „falsfréttir“, en Facebook hefur, ásamt öðr- um samfélagsmiðlum, verið mikið gagnrýnt fyrir að hafa ekki spornað nægilega við dreifingu slíkra frétta. Á yfirborðinu eiga breyt- ingarnar að hafa það í för með sér að fólk nýti tímann, sem það eyðir á Facebook, betur til þess að nálgast ætt- ingja og vini, frekar en til þess að taka við upplýsingum, sem geta reynst misgagn- legar fyrir þann sem þær nemur. Og stjórnendur Face- book segjast gera sér grein fyrir því að breytingarnar gætu jafnvel komið niður á arðsemi fyrirtækisins til skamms tíma, en þær séu nauðsynlegar til þess að auka á samskipti fólks. Í þessu samhengi er vert að íhuga hvaða áhrif miðlar á borð við Facebook eða Twitt- er hafa haft á þróun sam- félagsins og þeirrar umræðu sem þar fer fram. Talið er að um tveir milljarðar manna séu notendur á Facebook og víst er að þó að margir þeirra séu óvirkir eyða aðrir löngum stundum á síðunni og eiga samskipti í gegnum hana. Ef- laust er mest af þeirri notkun á jákvæðum nótum, en það er stutt í myrku hliðarnar. Bent hefur verið á að sam- félagsmiðlarnir ýti undir sundrungu og misklíð. For- ritin sem stjórna því hvað þú sérð og hvenær á þessum miðlum eru hönnuð til þess að menn sjá oftar þá hluti sem þeim líkar sérstaklega, og þá á kostnað ólíkra skoðana. Fyrr en varir hafa menn reist í kringum sig berg- málshelli, þar sem allir eru sammála en þeir sem eru á öndverðri skoðun verða fljótt að óvinum með óskiljanlegar skoðanir frekar en fólki með andstæðar skoðanir sem bor- in er virðing fyrir. Það er ríkt í mannskepnunni að skipta sér upp í hópa, „við“ og „þeir“, og tæknin hefur gert það miklu auðveldara en það var áður fyrr. Þetta er varhugaverð þró- un. Barack Obama, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, vakti raunar máls á þessu í viðtali sem hann veitti Harry Breta- prins milli jóla og nýárs. Bæði Obama og sá sem nú sit- ur í Hvíta húsinu hafa nýtt sér samfélagsmiðla óspart til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þó að nú- verandi forseti hafi óneitan- lega náð meiri athygli. Eitt af því sem Obama nefndi var að ýta þyrfti undir að fólk hittist augliti til auglitis, frekar en að öll samskipti þess færu fram á bak við skjáinn. Þetta væri mikilvægt því að netið væri þeirrar náttúru að gera alla hluti einfalda, á meðan raunveruleikinn hefði á sér margar og flóknari hliðar. Þetta er áhugaverður punktur, sem vert er að huga betur að. Samskipti með sam- félagsmiðlum, jafnvel þótt þau tengi fólk heimsálfanna á milli, geta aldrei komið í stað- inn fyrir einfalt samtal augliti til auglitis. Tæknin er góð, en hún má ekki verða til þess að við missum sjónar á því, hvað gerir okkur mennsk, eða verða til þess að fólk loki sig af og komist aldrei að því að aðrar hliðar eru á málum. Það er jákvætt að forsvars- menn stærsta samfélagsmið- ilsins hafi viðurkennt að slík- um miðlum fylgir vandi, en það er í besta falli óvíst að þær breytingar sem Face- book hefur nú ráðist í skili árangri. Eina tryggingin sem almenningur hefur fyrir því að eðlileg umræða fari fram og fólk geti í það minnsta litið út úr bergmálshellum sínum og kynnt sér staðreyndir og fleiri hliðar mála er að starf- andi séu hefðbundnir vand- aðir fjölmiðlar. Fyrir lýð- ræðisþjóðfélag er þetta ekki aðeins æskilegt, þetta er nauðsynlegt. Facebook viður- kennir vandann og staðfestir með því nauðsyn hefðbund- inna fjölmiðla} Bergmálshellirinn er hættulegur Í samfélaginu öllu má heyra ákall eftir aukinni þjónustu sálfræðinga, ákall þess efnis að þjónusta sálfræðinga skuli vera hluti af hinu almenna, op- inbera heilbrigðiskerfi. Efling geð- heilbrigðisþjónustu er meðal markmiða nýrr- ar ríkisstjórnar og eitt þeirra atriða sem ég mun leggja sérstaka áherslu á sem heilbrigð- isráðherra. Sálfræðiþjónusta er gríðarlega mikilvægur þáttur í geðheilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna til dæmis að hugræn atferlismeðferð er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag við kvíða og þunglyndi. Í þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigð- ismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 29. apríl 2016 er meðal annars gert ráð fyrir sálfræðiþjónustu sem stærri hluta af hinu opinbera heilbrigðiskerfi, þ.e. fjölgun sálfræð- inga innan heilsugæslunnar. Markmið geðheilbrigðisáætlunar til 2020 er að að- gengi að meðferð sálfræðinga við algengustu geðrösk- unum, t.d. þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreitu, sé á 90% heilsugæslustöðva í lok ársins 2019, og miðað er við að 9000 manns séu á hvert stöðugildi sálfræðings. Nú þegar hefur tekist að tryggja fjárveitingar til allra heilbrigðisstofnananna á landsbyggðinni til að uppfylla markmiðið um að eitt stöðugildi sálfræðings sinni 9.000 manns. Áformað er að markmiðið náist á höfuðborg- arsvæðinu árið 2019. Á síðastliðnu ári var stöðugildum sálfræðinga á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um fjögur. Á þessu ári munu bætast við sex stöðugildi sál- fræðinga og árið 2019 munu fjögur stöðu- gildi sálfræðinga á heilsugæslum höfuðborg- arsvæðisins bætast við. Svokölluðum geðheilsuteymum við heilsu- gæslustöðvar verður einnig fjölgað, í sam- starfi við sveitarfélögin, og nýjum teymum komið á fót í þeim landshlutum þar sem þau eru ekki til staðar. Geðheilsuteymi eru þver- fagleg teymi heilbrigðis- og félagsþjónustu sem koma að greiningu og meðferð fólks sem glímir við geðraskanir. Eitt teymanna mun sérhæfa sig í þjónustu við heyrnarlausa og heyrnarskerta einstaklinga sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta og glíma við geðröskun. Nú þegar er starfandi geðheilsuteymi í Breiðholti, en áætlað er að flytja teymið í Grafarvog þar sem það mun sinna öllu austursvæði höfuðborg- arsvæðisins. Undirbúningur geðheilsuteymis fyrir vest- urhluta borgarinnar er hafinn, auk þess sem sett verður á stofn geðheilsuteymi fyrir suðurhluta borgarinnar, þ.e. Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Árið 2019 eiga geðheilsuteymi að hafa tekið til starfa á öllum lands- hlutum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Fleiri sálfræðingar í heilbrigðiskerfinu Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samkomulag tókst í síðustu viku milli Grænlands og Danmerkur um að Danir kosti hreinsun á mengun bandaríkjahers á Grænlandi frá því í síðari heimsstyrjöld. Umsvif hersins á Grænlandsjökli voru umtalsverð, en árið 1944 voru þar tæplega sex þús- und hermenn. Allar bækistöðvar hersins hafa síðan verið yfirgefnar. Niðurstöður nýrra rannsókna sýna að vegna hlýnunar í lofthjúpi jarðar muni ýmis kurl hersins, sem grafin hafa verið í jökulinn, koma fyrr í ljós að nýju en áður var talið. Ráðgert er að hreinsunin taki sex ár og kostnaður við hana er áætl- aður um þrír milljarðar íslenskra króna. Samkomulagið gerir þó ráð fyrir mögulegum aukafjárveitingum til verkefnisins. Ákvörðun Dana bindur enda á áralanga óvissu um það hver beri ábyrgð á hreinsunarstörfunum – Danir, Grænlendingar eða Banda- ríkjamenn. Grænlendingar hafa lengi mælst til þess að Danir grípi til að- gerða eða setji pressu á Bandaríkja- menn til þess. Áður höfðu Danir sagt Grænlendinga bera ábyrgð á hreins- uninni. Hundrað þúsund olíutunnur Ráðgert er að danskir sérfræð- ingar, í samvinnu við heimamenn, rannsaki í upphafi umfang mengunar- innar og af hvaða toga hún sé. Að því loknu verði búin til aðgerðaráætlun um hreinsunina. Mikil óvissa er þó um hve mikil hún sé nákvæmlega, þar sem mikil leynd ríkti um mörg þeirra verkefna sem herinn sinnti á jökl- inum. Eitt þeirra svæða sem hreinsuð verða er Ikateq á austurströnd Græn- lands. Þar var starfræktur flugvöllur á árunum 1941 til 1947, þekktur undir nafninu Bluie East Two. Áætlað er að þar séu um hundrað þúsund olíu- tunnur sem herinn skildi eftir auk gamalla ökutækja og fleiri hluta. Þeir Kim Kielsen, forsætisráð- herra og Spen Lunde Larsen, um- hverfisráðherra Danmerkur, hafa forðast spurningar um takmarkaðan þátt Bandaríkjamanna í hreinsuninni, en engin tilraun var gerð til að fá þá að borðinu. Larsen kvað það sem skipti máli vera að hreinsunin hæfist sem fyrst. Danir hreinsa upp eftir Bandaríkjaher Morgunblaðið/RAX Ikateq Við flugvöllinn í Ikateq eru um hundrað þúsund ryðgaðar olíutunnur og ýmislegt brak eftir herinn. Meðal svæða sem sam- komulagið nær ekki yfir er Camp Century, sem var leynileg herstöð Bandaríkjamanna undir íshellunni. Talið er að þar leynist eiturefni og kjarn- orkuúrgangur. Umfang meng- unar þar er rannsakað sér- staklega og hófust rannsóknir þar síðasta sumar. Herstöðin, sú stærsta á veg- um hersins á Grænlandi, var á sínum tíma kölluð „Borgin undir ísnum“, en þar bjuggu hundruð manna. Vitneskja um starfsemi hennar er af skornum skammti, en þó er vitað er að meginverk- efni hennar var að koma fyrir, undir ísnum, 600 langdrægum kjarnorkuflaugum sem skjóta mátti frá færanlegum járn- brautarpöllum. Rannsökuð sérstaklega CAMP CENTURY-HERSTÖÐIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.