Morgunblaðið - 15.01.2018, Page 19

Morgunblaðið - 15.01.2018, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR frá Ingjaldsstöðum, Smyrlahrauni 8, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. janúar. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Elín Kristín Björnsdóttir Benedikt Benediktsson Óskar Sigurður Björnsson Guðný Karolína Axelsdóttir Kristrún Sigurjónsdóttir Gunnar Þór Víglundsson Gunnar Berg Sigurjónsson Sesselja Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Veðramótum við Dyngjuveg 14, Reykjavík, lést miðvikudaginn 10. janúar á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Kristín Svavarsdóttir Birgir Jóhannesson Svavar Svavarsson Jónína Garðarsdóttir Jón Svavarsson Erla Eiríksdóttir Halldór Svavarsson Steina Kristjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR L. STRANGE rafvélavirkjameistari, Hjallaseli 25, lést 10. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram í Seljakirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 13. Edda Ásta Sigurðardóttir Strange Sigurður Strange Harpa Kristjánsdóttir Guðrún Strange Hilmar Snorrason Hannes Strange Bryndís Björnsdóttir Grétar Strange Guðbjörg Fanndal Torfadóttir afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DÚA STEFANÍA HALLGRÍMSDÓTTIR kennari, Víðimel 67, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 18. janúar klukkan 13. Arnór Eggertsson Arndís Jóhanna Arnórsdóttir Jóhanna Arnórsdóttir Helmut Hinrichsen Valdís Arnórsdóttir Ingólfur Gissurarson Hrafnhildur, Arnór Tumi, Margeir, Teitur, Kristín Laufey, Jóhanna María og Eva Þórdís ✝ Einar TjörviElíasson fædd- ist í Reykjavík 7. janúar 1930. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 9. janúar 2018. Foreldrar hans voru Elías Guð- mundsson skip- stjóri, f. á Ísafirði 1. desember 1904, d. 9. ágúst 1989, og Sigríður Viktoría Einarsdóttir, f. á Akranesi 18. ágúst 1902, d. 26. nóvember 1993. Einar Tjörvi átti þrjá bræður, Gunnar Haf- stein, f. 1931, Hrein, f. 1933, d. 2005, og Ólaf Tryggvason, f. 1934. Þá átti hann fjórar systur, Eddu, f. 1936, Iðunni, f. 1938, Guðrúnu, f. 1941, og Sigríði, f. Hon-prófi (1957) og PhD-prófi (1967) í vélaverkfræði frá Glas- gow University í Skotlandi. Hann starfaði sem lektor við Strathclyde University í Glas- gow (1961-65) og síðar sem dós- ent (1969-75). Hann var verk- fræðingur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 1965-67 og yfirverkfræðingur hjá Kísiliðjunni við Mývatn 1967-69. Hann starfaði sem yf- irverkfræðingur og síðar fram- kvæmdastjóri Kröfluvirkjunar árin 1975-1985. Hann var yf- irverkefnisstjóri jarðhitaverk- efna hjá Orkustofnun frá 1985- 2000 og um tíma einnig fram- kvæmdastjóri Orkint (Orkustofnun International). Einar Tjörvi fór á eftirlaun árið 2000 en sinnti áfram ráðgjaf- arstörfum í jarðhitaverkefnum og kennslu víða um heim til 2010, m.a. fyrir Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 15. janúar 2018, klukkan 13. 1943, d. 2014. Einar Tjörvi kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Inger Jo- hanne Elíasson (Wæraas), sjúkra- þjálfa frá Hammer- fest í Noregi, hinn 29. desember 1962. Fögnuðu þau 55 ára brúðkaups- afmæli sínu fyrir skemmstu. Saman eiga þau þrjú börn: Ingólf Tjörva, f. 23. des- ember 1963, Þór Tjörva, f. 21. nóvember 1965, og Rán Jó- hönnu, f. 6. september 1967. Fyrir átti Einar Tjörvi soninn Halldór Tjörva, f. 1952. Einar Tjörvi lauk stúdents- prófi frá MR 1950, lauk BSc Elsku bróðir, Einar Tjörvi. Nú ertu farinn á æðri víddir, minningar lifa skært. Man: Hann horfir íbygginn á auðan strigann. Hugurinn fullur af hugsjónum hikar aðeins, efast augnablik, hallar undir flatt, lokkandi bros, blik í augum myndast. Pensill í hendi, litur á pallettu. Einbeittur strákurinn með allt á hreinu. Lætur gamminn geisa. Þetta var stóri bróðir minn. Málari af guðs náð. Nú er enn höggvið stórt skarð í systkinahópinn. Okkar bestu stundir voru þegar þið Inger bjugguð á Akranesi í næstu íbúð við mig. Áður varstu svo tvist og bast um heiminn í námi og vinnu. Eitt högg á hurð og kallað „hæ“ alltaf jafn velkomin, ýmis mál reifuð, kaffisopi jafnvel sérrí- tár, minningar sem sitja í hjartanu. Þið hjón elskuðuð að ganga Langasandinn, fá orkuna frá sjónum og útsýnið. Man svo glögglega þegar við tvö fórum í myndlistarskóla saman, þá var margt að diskútera og hugur- inn fór á flug, ómetanlegur tími. Hagmæltur varstu og ljóðin þín geymi ég sem gull þar sem engu er grandað. Listsýningar, leikrit, óperan var hluti af samveru við ykkur hjón – saknað. Nú ertu kvaddur, geymdur en ekki gleymdur, elsku kæri bróðir minn, þú varst svo kær. Inger og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur. Í Guðs friði. Edda. Það er með söknuði og eft- irsjá sem ég kveð minn góða vin, Einar Tjörva Elíasson. Það vill svo til að ég man hvenær ég hitti Einar Tjörva í fyrsta sinn. Það var í ágúst 1976. Ég var nýkominn í Kröflu í minni fyrstu vinnuferð þangað, þegar vörpulegur maður, sem reynd- ist vera Einar Tjörvi, snaraðist inn á skrifstofu Orkustofnunar og sagði að komin væri rúta af norrænum sjónvarpsmönnum og nú yrðu Orkustofnunarmenn að sýna þeim Kröflusvæðið, borframkvæmdirnar og ekki síst gosstöðvarnar. Nýliðinn, sem var búinn að vera eina klukkustund á svæðinu, var auðvitað settur í verkið. Ég slapp frá leiðsögumannsstarf- inu, og bjargaði dönskukunn- átta mér því þekking mín á svæðinu var takmörkuð og ég hafði aldrei séð gosstöðvarnar, en giskaði bara. Við Einar Tjörvi unnum síðan saman í Kröflu næstu 10 árin. Hann sem framkvæmdastjóri Kröflu- virkjunar, en ég sem sérfræð- ingur á Orkustofnun. Krafla er fyrsta stóra jarð- hitavirkjunin sem reist var á Íslandi. Mörg tæknileg vanda- mál komu upp við framkvæmd- ina og höfðu eldsumbrot á svæðinu mikil áhrif á framgang verksins. Einar Tjörvi stjórnaði verkefninu og hafði á bak við sig samhentan hóp manna, sem samanstóð af starfsmönnum Kröfluvirkjunar, sérfræðingum á Orkustofnun og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen og fleiri verkfræðistofum og er- lendum ráðgjöfum, að ógleymd- um stjórnendum Jarðborana ríkisins og bormönnum Íslands. Þetta var krefjandi verkefni, sem Einar Tjörvi stjórnaði með sinni einstöku ljúfmennsku, en var þó ákveðinn þegar á þurfti að halda og naut hann mikils trausts hjá háum sem lágum. Hann var sérstaklega framsýnn og alltaf tilbúinn til að styðja þróun nýrra aðferða og innleið- ingu nýrrar tækni í jarðhita- rannsóknum og jarðborunum. Við sem unnum í verkefninu kölluðum Kröflu stundum „stærsta jarðhitaskóla í heimi“, og hefðum sjálfsagt átt að kalla Einar Tjörva skólastjóra. Víst er um það að síðari jarðhita- virkjanir í Svartsengi og á Hengilssvæðinu nutu góðs af Kröflu. Einar Tjörvi hugsaði vel til „sérfræðinganna að sunnan“ og þegar rýmka fór í vinnubúð- unum í Kröflu gafst okkur tækifæri á því að taka fjöl- skylduna með okkur í vinnu- tarnir og gista í vinnubúðunum og borða í mötuneytinu. Það er frábært að vinna á fjöllum, að ég tali ekki um, þegar fjöl- skyldan er í næsta nágrenni. Þetta voru yndisleg sumarfrí þótt unnið væri alla daga. Kröfluverkefnið kláraðist og fyrri vélasamstæðan var komin í full afköst, 30 MW, árið 1984. Ári síðar tók Landsvirkjun við rekstrinum og flutti Einar Tjörvi suður og var vinnufélagi minn á Orkustofnun, uns hann fór á eftirlaun árið 2000. Sam- starf okkar hélt áfram í ýmsum jarðhitaverkefnum sem hann tók að sér. Það var alltaf gott að leita til hans og var hann alltaf til í að ræða málin, fræða okkur og taka þátt í alvöru- jarðhitaverkefnum. Að leiðarlokum þakka ég góðum vini samstarfið og sam- fylgdina síðustu fjóra áratug- ina. Við Júlla sendum Inger, börnunum og barnabörnunum hans Einars Tjörva innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu um góðan dreng. Benedikt Steingrímsson. Einar Tjörvi Elíasson  Fleiri minningargreinar um Einar Tjörva Elías- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Vilborg ÁrnýEinarsdóttir fæddist á Selfossi 10. ágúst 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans 4. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ein- ar Sigurðsson, húsasmiður og org- anisti, f. 7. júlí 1922, d. 15. mars 2016, og Ingibjörg Árnadóttir, húsmóðir, f. 19. september 1922, d. 13. ágúst 2015. Systkini Vilborgar eru Sig- urður Kristinn, f. 26. júlí 1948, Jarþrúður, f. 25. september 1951, hennar maki er Sigur- björn Árnason, Margrét, f. 6. apríl 1959, og Sonja Ingibjörg, f. Reykjavík. Þeirra börn eru Freyja Hólm, Una Hólm og Ein- ar Hólm. Vilborg lauk miðskólaprófi á Selfossi og gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Hún lærði þroska- þjálfun og útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskóla Íslands 1977. Hún vann fyrst um sinn að námi loknu á Kópavogshæli og á Ská- latúni og síðan hjá Dagvist Reykjavíkurborgar en lengst af veitti hún Skóladagheimili Öskjuhlíðarskóla, sem var í Garðabæ, forstöðu. Auk þess kenndi hún um skeið við Þroska- þjálfaskólann og Námsflokka Reykjavíkur. Síðustu ár sín í starfi starfaði hún við Varmárs- kóla í Mosfellsbæ. Vilborg og Einar hófu búskap í Kópavogi og fluttu síðan í Maríubakka í Breiðholti. Eitt ár bjuggu þau í Noregi en frá 1975 bjuggu þau í Mosfellsbæ. Útför Vilborgar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 15. janúar 2018, kl. 13. 15. september 1961, hennar maki er Hrafn Stef- ánsson Hinn 27. maí 1967 giftist Vilborg Einari Hólm Ólafs- syni, f. í Reykjavík 10. desember 1945. Börn þeirra eru 1) Ingibjörg Hólm, f. 26. júní 1965, gift Jóni Guðmundi Jónssyni. Þau eru búsett í Mos- fellsbæ. Þeirra börn eru Íris Hólm, dóttir hennar er Myrra Hólm Matthíasdóttir, Þórir Hólm, sambýliskona hans er Erla Ösp Hafþórsdóttir, og Sól- ey Hólm. 2) Ólafur Hólm, f. 18. júní 1970, kvæntur Elvu Brá Að- alsteinsdóttur. Þau eru búsett í Elsku mamma. Mikið er sárt að þú ert farin frá okkur. Þrátt fyrir að lokakaflinn hafi verið stuttur er ég í leiðinni þakklátur fyrir að hafa fengið tíma til að kveðja. Stundirnar sem við áttum saman í veikindum þínum mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Og þrautseigju þína og æðruleysi í gegnum erfiðleikana mun ég hafa að leiðarljósi. Sem og húmorinn. Að geta hlegið að sjálfum sér og lífinu, einnig á erfiðum tímum, er einstakur hæfileiki. Þar sem ömmuhlutverkið fór þér afskaplega vel hefði ég kosið að börnin mín hefðu fengið meiri tíma með þér. En aftur er ég þakklátur fyrir að Freyja, Una og Einar fengu öll að kynnast þér og njóta góðra stunda með ömmu og afa. Allar sumarbústaðaferð- irnar, ferðalögin og afmælisveisl- urnar eru minningar sem er gott að eiga og ylja sér við. Þú lagðir alltaf mikið upp úr því að vera góð amma. Þú varst líka góð mamma. Og tengda- mamma. Og miðað við hve vin- konur þínar voru góðar við þig í erfiðleikunum þá hefur þú einnig verið góð vinkona. Fjölskyldan var þitt helsta áhugamál, ekki gleymdist einn einasti afmælisdagur, brúð- kaupsafmæli eða skírnarafmæli. Og að bjóða þér heim fól alltaf í sér gleði. Þegar rifjaðar eru upp sögur af þér í æsku kemur í ljós að þú varst alltaf til í að hafa gaman af lífinu. Og eins og þú sagðir við mig undir lokin: „Ég átti gott líf.“ Mikið eigum við eftir að sakna þín, elsku mamma. En við eigum svo ótalmargar fallegar minn- ingar sem við getum leitað í. Vonandi ertu komin í faðm fjöl- skyldunnar. Kannski í sveitina, til ömmu og afa. Í einhvern grall- araskap. Við sjáumst síðar, elsku mamma mín. Ólafur (Óli). Það sem óhugsandi hefur verið er komið fram. Vilborg, stóra systir okkar, er farin á vit nýrra heimkynna. Þessi lífsþyrsta kona, sem svo sannarlega hefði kosið að fá lengra líf. Svo til nýbúin að fagna sjötugsafmæli sínu og í sumar 50 ára brúð- kaupsafmæli sínu og maka síns, þess góða manns, Einars Hólm. Þau hafa í sameiningu sett lit sinn á alla okkar ævi, því frá því við munum eftir okkur hafa þau verið saman. Með því að halda veglega upp á alla áfanga og afmæli fyrir stór- fjölskyldu og vini hafa þau sýnt fordæmi. Höfum við reynt að feta í þeirra fótspor eins og efni og að- stæður hafa leyft. Glæsileiki er það orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar Vil- borgar er minnst. Hún hafði lag á að gera hversdagsmat að hátíð- arveislu og allt umhverfi sitt gerði hún að höll. Enda ríkti hún eins og drottning í ríki sínu til síð- ustu stundar. Oft hefur hún barist við áföll og lasleika, en með þrautseigju og bjartsýni yfirstigið margar hindranir. Hún hefur gert líf sitt að ævintýri, sem því miður end- aði of snemma. En efst í huga okkar er þakk- læti fyrir að hafa mátt kynnast henni og njóta návistar hennar í sorg og gleði. Aðstandendum vottum við samúð og óskum þess að minning hennar lifi með okkur öllum um ókomna tíð. Sonja og Gréta. Vilborg Árný Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Vilborgu Árnýju Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NÍNA ERNA EIRÍKSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Stykkishólmi, lést á Dvalarheimili Stykkishólms sunnudaginn 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 18. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið í Stykkishólmi. Guðný Þorvaldsdóttir Poul Erik Boel Magni Rúnar Þorvaldsson Valborg Jónsdóttir Ólafur Þorvaldsson Guðríður Þorvaldsdóttir Gísli Björgvin Konráðsson Jónína Þorvaldsdóttir Aðalsteinn Þorvaldsson Helga Hilmarsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.