Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 20

Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 ✝ Björgvin Reyn-ir Björnsson fæddist 18. október 1940 á Hólmavík. Hann lést á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi 8. janúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Björn Guðmundsson, bóndi og smiður, f. 25. september 1903 á Drangsnesi, d. 27. janúar 1980, og Sigrún Eggertína Björnsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1899 á Sandá í Svarf- aðardalshreppi, d. 13. desember 1983. Reynir var yngstur sjö systkina. Elstur var Sigurbjörn, f. 15. júní 1925, d. 27. maí 1935 af slysförum, næst Ragnheiður Guðmunda, f. 3. september 1962, kvæntur Maríu Alettu Margeirsdóttur. Eiga þau börn- in Fjólu Dögg, gift Davíð Svein- björnssyni, börn þeirra eru Sal- ómon Blær og Elísa Björt, og Hlyn Smára, kvæntur Dísu Björg Jónsdóttur, börn þeirra eru Adrían Breki og Indíana Alba. 3) Hulda Rún, f. 30.3. 1973, gift Sverri Halldórssyni, áður gift Má Óskarssyni og eiga þau dótturina Arndísi Nínu. Reynir ólst upp fyrstu árin á Bæ á Selströnd. Árið 1946 flutti fjölskyldan á Drangsnes og bjó þar til 1955 þegar hún flutti á Akranes. Reynir vann við sjó- mennsku frá fjórtán ára aldri en flutti síðan til Reykjavíkur á nítjánda aldursári og vann ýmis störf. Reynir lærði hús- gagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði við hús- gagna- og húsasmíði. Síðustu nítján ár starfsævi sinnar vann hann hjá Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. jan- úar 2018, klukkan 13. 1926, d. 27. ágúst 2010, Lúðvík, f. 26. október 1928, d. 8. nóvember 2016, Fanney, f. 2. ágúst 1930, Vigdís, f. 11. mars 1932, og Sig- urbjörg, f. 11. ágúst 1935. Reynir kvæntist 24. júlí 1960 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Arndísi Sig- þrúði Halldórsdóttur, f. 30. júní 1938 á Akranesi. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Sigrún Elfa, f. 21.1. 1961, gift Ingólfi Guðna- syni. Börn þeirra eru Svanhvít Lilja, sambýlismaður hennar er Ólafur Sindri Ólafsson, Reynir Arnar, kærasta hans er Dag- mar Ósk Héðinsdóttir, og María Sól. 2) Halldór Már, f. 8.12. Pabbi veiktist mjög skyndilega 30. október sl. og ekki varð ljóst alveg strax hvað væri að honum. Hann varð nánast ósjálfbjarga og gat hvorki gengið né gert sig skiljanlegan eða matast. Eftir að hægt var að greina hvað væri að honum fékk hann meðhöndlun og kom hann smám saman til baka. Við vissum þá öll að hverju stefndi. Fjölskyldan var mjög þakklát fyrir að fá þennan tíma með hon- um. Hann sýndi mikið hugrekki og barmaði sér aldrei eða kvart- aði. Hann notaði tímann sem hann átti til að sættast við sjálfan sig og reyna að finna frið, þótt ekki sé hægt að ímynda sér hvernig það er að bíða dauða síns eins og pabbi gerði með einstakri ró. Hann þakkaði stöðugt fyrir allt sem gert var fyrir hann á sjúkrahúsinu og líknardeildinni. Það var eins og hann vildi líka kæta okkur ættingja sína og var iðulega að segja okkur brandara. Pabbi spurði mig hvort ég bæði að heilsa Guði, þannig gat hann fengið mann til að brosa. Einu sinn kom ég til hans og var með rauðan poka með mér. Hann spyr hvort þetta sé skjóðan fyrir sál- ina sína. Hann spurði líka leigu- bílstjórann sem flutti hann í skötuveisluna á Þorláksmessu hvort hann væri að fara í Sorpu. Þannig var oft glatt á hjalla á sjúkrastofunni hjá honum og margir komu að heimsækja hann. Við viljum þakka öllum sem komu til pabba og kvöddu hann og öllu því hjúkrunarfólki og læknum sem gerðu dvöl hans eins bærilega og hægt var. Sigrún Elfa Reynisdóttir. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir að hafa tekið mig að ykkur þegar mamma var veik. Og takk fyrir að kaupa gítarinn fyrir mig, því þar komst ég að áhugamálinu mínu og það var allt ykkur ömmu að þakka. Og þakka þér fyrir að hafa tekið upp minningarnar og geymt þær allar á spólu af mér þegar ég var lítil, þetta skiptir mig svo ótrúlega miklu máli í dag. Þið hjálpuðuð mér þegar ég hafði engan. Þú ert meira en bara afi minn fyrir mér. Þú kenndir mér marga hluti. Og ég var mikinn part æsk- unnar hjá ykkur. Ég man vel eftir því þegar ég og vinkona mín vor- um svo mikið fyrir sverð og pabbi vinkonu minnar smíðaði sverð fyrir hana. Þá man ég að þú fórst niður í bílskúr og smíðaðir fyrir mig sverð líka. Og man ég einnig vel eftir vespuferðunum sem þú tókst mig og vinkonu mína með í. Þú varst yndislegur afi. Þú talaðir við mig þegar ég gat ekki sofið og kom fram, og þú hafðir alltaf eitthvað merkilegt að segja, hvort sem það var um Jesú eða bara um lífið sjálft. Ég sagði þér að ég elskaði þig þegar þú varst á spítalanum, og ég veit að þú elskar mig líka, afi minn. Elsku afi minn, orð fá ekki lýst hvað ég mun sakna þín. Þess vegna þakka ég þér og ömmu fyr- ir allt sem þið hafið gert fyrir mig. Og ég vil að þú vitir að þú ert og verður alltaf hetjan mín. Mundu að ég elska þig og mun aldrei gleyma hlutunum sem þú hefur gert fyrir mig, og kennt mér, ég veit þú ert á betri stað og finnur ekki lengur fyrir sársauka. Ég mun passa upp á ömmu fyrir þig. Þín Arndís Nína. Arndís Nína Mortensen Másdóttir Hvað ég sakna afa míns. Ég sakna allra frásagnanna, vísn- anna og ferðalaganna okkar sam- an. Ég sakna gleðinnar við mat- arborðið og ánægjunnar sem fylgdi samverustundum hvort sem í matinn var kleinustappa í bolla, skata eða pönnupitsa. Afi minn gerði lífið einfaldlega betra. Hann gat alltaf sprellað og gert grín, alveg fram á síðasta dag. Ég er þakklát fyrir allar minning- arnar sem ég á um hann og mun geyma þær að eilífu. Ég vildi að afi hefði getað verið lengur með okkur þannig að ég hefði kynnst honum og skilið bet- ur, enda maður með mikla sögu og dýpt þó ég hafi bara fengið að kynnast hluta af henni. Sá hluti sem ég fékk að kynnast var þó dásamlegur. Afi var nefnilega ein sú fallegasta sál sem ég hef feng- ið að kynnast. Ég veit að hann var stundum harður við sjálfan sig og gagnrýninn en af hverju vissi ég aldrei. Það var þó óþarfi því allir sem fengu að kynnast honum komust ekki hjá því að elska hann. Meira að segja síð- ustu dagana á líknardeildinni eignaðist hann nýja vini enda fékk jákvæðnin, auðmýktin og gleðin að ríkja gagnvart öllum þeim sem hann hitti. Hann afi minn var mér fyrir- mynd þegar kom að trúnni á Jesú. Hann sýndi mér hversu mikils virði það er að eiga trú á hann og fylgja honum. Ég vona að ég geti með sama hætti miðlað þessum dýrmæta fjársjóði til barna minna enda veit ég að það var bæn afa að þau myndu læra að þekkja Jesú. Ein af mínum uppáhaldsminn- ingum er ferð með afa, ömmu og Svanhvíti frænku á Strandirnar. Lagaleikur og afavísur réðu þar ríkjum. Rúgbrauð með rjóma á sem væri gott að fá var raulað aftur á bak og áfram og ég reyndi sjálf að semja vísur þó þær hafi aldrei náð þeim hæðum sem vís- urnar hans afa náðu. Afi var nefnilega einstakur þegar kom að því að semja texta. Á menntaskólaárunum mínum samdi hann texta fyrir mig við lagið „Running out of time“ með hljómsveitinni Jet Black Joe sem ég og Svanhvít frænka sungum í Söngvakeppni MH. Mér finnst sárt að hafa ekki náð að endur- flytja lagið áður en afi kvaddi en leyfi mér að deila hluta textans sem hann samdi sem á vel við þær tilfinningar sem nú bærast í brjósti mér. Ég hugleiði hvert ég stefni, því horfin er burtu frá mér vegurinn. En geymi í minningunni hugsun um þig, falda í huga mér inn. Ég sé þig í öllu sem hreyfist í öllu sem slær, lifir og grær, þar ert þú. Og þar sem sólin ljómar birtist þú mér, þótt þú sért fjær, þá ertu nær. Fjóla Dögg. Reynir vinur minn og trúbróð- ir er fallinn frá. Þessi sterki maður lét alls staðar að sér kveða þar sem hann var og það var gott að hafa hann í liði með sér. Hann var bygginga- meistari að félagsmiðstöð Ungs fólks með hlutverk á Eyjólfsstöð- um sem var reist á Héraði. Hann var öflugur þegar Frí- kirkjan Vegurinn var í uppbygg- ingu og í Boðunarkirkjunni var hann virkur og hljómar oft í út- varpi Boðunar. Leiðir okkar Reynis lágu aftur saman fyrir rúmum tveimur ár- um þegar við tengdumst við gift- ingu barna okkar. Hulda flutti í kjölfarið til Svíþjóðar þar sem Sverrir hafði dvalið undanfarin ár og una þau hag sínum vel í sænsku sveitinni. Við félagarnir fórum til Sví- þjóðar í heimsókn til þeirra Sverris míns og Huldu hans í nokkra daga og þessi ferð var okkur kærkomið tækifæri til að kynnast hvor öðrum betur. Það var gaman að ferðast með Reyni því hann var svo orðheppinn og skemmtilegur. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum á sjúkrahúsið og síðan á líknardeildina og það var alltaf sami tónninn í honum þótt af hon- um drægi. Það átti ekki við þennan öfluga mann að vera lokaður inni á líkn- ardeild þó að hann dásamaði þjónustuna, þar sem allt var gert til að létta honum lífið. Aldrei heyrði ég hann kvarta og hann leit fram á veginn með eftirvænt- ingu um að hitta Frelsarann sem hann hafði þjónað í svo mörg ár. Ég bið góðan Guð að blessa þá sem nú syrgja og þá sérstaklega Öddu, börnin og barnabörnin. Blessuð veri minningin um heilsteyptan mann sem nú er genginn. Halldór Pálsson Björgvin Reynir Björnsson  Fleiri minningargreinar um Björgvin Reynir Björns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ágústína BergÞorsteinsdóttir fæddist á Hríseyj- argötu 6, Akureyri, 18. apríl 1929. Hún andaðist 30. desem- ber 2018 á Sól- vangi, Hafnarfirði, þar sem hún dvaldi sl ár. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Sigurðsson vél- stjóri og Emilía Jónasdóttir leik- kona. Systir Ágústínu er Svava Berg Þorsteinsdóttir, f. 22 febr- úar 1928. Hálfbræður hennar voru Jón Ólafsson, Marinó Sæ- berg, Júlí Sæberg og Sigurður Sæberg Þorsteinssynir. Ágústína giftist Sigursteini Heiðari Jónssyni, f. í Hafnarfirði 18. ágúst 1931, d. 28. nóvember 2008. Dætur þeirra eru: 1) Em- ilía Ingibjörg, f. 8. ágúst 1951, d. 2. júní 2004, eftirlifandi maður hennar er Snorri Hallgrímsson. 2) Heiðdís, f. 14. janúar 1955, gift Vilhjálmi Þórðarsyni. Fyrri frá Akureyri með móður sinni og ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Austurbæjarskóla og kláraði barnaskólann þar. Á unga aldri ferðaðist hún mikið um landið allt með móður sinni sem lék í revíum. Um 16 ára ald- ur byrjaði hún að vinna í Nora Magasín í Reykjavík og kynntist Sigursteini sama ár. Þau giftu sig árið 1951. Fyrstu búskapar- árin bjuggu þau á Öldugötu 4 í Gróf í Hafnarfirði á neðri hæð í húsi móður Sigursteins ásamt elstu dóttur sinni, Emilíu. Í des- ember 1954 fluttu þau í húsið sem þau byggðu sér í Fögrukinn 11 í Hafnarfirði, þá gekk hún með tvíburana Heiðdísi og Haf- dísi. Ágústína vann sem aðstoð- arkona skólatannlæknis í Lækj- arskóla í Hafnarfirði og eftir það vann hún í Kaupfélagi Hafn- firðinga. Samhliða vinnu stund- aði hún myndlistarnám hér- lendis og erlendis og sótti alls konar námskeið og kennararétt- indi. Í kjölfarið starfaði hún sem leiðbeinandi á Kópavogshæli og vann þar í tíu ár, síðast stafaði hún sem iðjuþjálfi á Sólvangi í Hafnarfirði í 15 ár eða þar til hún varð 70 ára. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í dag, 15. jan- úar 2018, klukkan 15. maður hennar var Þorsteinn Sæ- mundsson, börn þeirra eru a) Sig- ursteinn Ívar. Son- ur hans er Evan Smári. b) Helma, synir hennar eru Sindri Snær, Klem- enz Fannar og Ívar Orri Erlingssynir. Sonur Vilhjálms frá fyrra hjónabandi er Andrés Magnús. 3) Hafdís, f. 14. janúar 1955, hennar maður er Jón Tryggvi Kristjánsson. Fyrir á hann tvær dætur, Guðrúnu Elvu og Aldísi Örnu. Börn Haf- dísar eru a) Svava Berglind Hrafnsdóttir, synir hennar eru Theodór Óli, Aron Snorri og Ísak Steinn Davíðssynir. b) Kristín Guðfinna Theódórs- dóttir, börn hennar eru Janus Daði Hrafnkelsson, Baldur Bragi, Alex Bjarki og Gunnar Breki Baldurssynir. c) Ómar Ágúst Theódórsson. Ágústína flutti fjögurra ára Elsku mamma mín, þín verður sárt saknað og verður um ókomna tíð. Við vitum að þú ert komin til pabba og Millu systur, sem tóku vel á móti þér. Hvíl í friði, elsku mamma. Minningar um þig um huga minn reika, margar góðar eru í skjóðunni þar. Við áttum svo marga góða tíma, já, mikið um gleði hjá okkur þá var. Ávallt gat ég til þín leitað, aldrei hunsaðir þú mig. Reyndir alltaf mig að hugga, ó, hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði, aldrei sé ég það á ný. Ég vil bara ekki trúa að þitt líf sé fyrir bí. Ég vildi að við hefum haft meiri tíma, þú og ég. Við áttum svo mikið eftir að segja, ó, hvað veröldin getur verið óút- reiknanleg. Ég þarf nú að taka stóra skrefið, treysta á minn innri styrk. Takast á við lífið svo framtíðin verði ei myrk. Ég veit að þú munt yfir mér vaka, verða mér alltaf nær. Þú varst og ert alltaf mér best, elsku móðir mín kær. (Katrín Ruth) Kveð ég mömmu með þakk- læti í hjarta fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Heiðdís og Vilhjálmur. Elsku mamma mín. Þú varst mikil og stórfengleg persóna, elskaðir allt og alla, varst óspör að segja ég elska þig við okkur, við vini þína og starfs- fólkið á Sólvangi þar sem þú kvaddir þessa jarðvist. Nú er þrautagöngu þinni lokið. Þú laukst henni á friðsælan hátt, kvaddir daginn fyrir gamlárs- dag, svolítið í þínum stíl því þér fannst aldrei neitt gaman á gaml- ársdag því þú fannst til með fer- fætlingunum (voffunum) smáu sem þoldu ekki hávaðann og læt- in, þér þótti svo vænt um þá enda mikill dýravinur. Ótal minningar koma upp í hugann frá því þegar við syst- urnar vorum litlar, ferðalög um landið, hestarnir veiðitúrarnir, og ekki síst hundarnir sem voru eins og börnin þín, hafðir mikinn húmor fyrir duttlungunum í þeim. Ég man þegar hún Gala ykkar dó og þið sögðust aldrei ætla að fá ykkur hund aftur, en þegar við systurnar komum með lítinn pommeranian, hana Skoppu, með stóra rauða slaufu um hálsinn og settum hana í fangið á pabba þá felldi hann gleðitár, var það eftirminnileg stund. Hún var ykkur mikill fé- lagi og alltaf í fanginu á ykkur. Þú varst skörungur til vinnu og skilaðir verki þínu vel, varst vel liðin enda jákvæð og glöð. Svo ákveðin að um 75 ára þegar pabbi var orðinn það veikur að hann gat ekki lengur keyrt, þá fórst þú í akstursæfingatíma hjá ökukennara til þess að geta keyrt ykkur, þú vildir ekki vera háð öðrum. Þú varst nefnilega séð, endurnýjaðir alltaf ökuskír- teinið þitt þótt þú hefðir ekki keyrt í tæp 50 ár, geri aðrir bet- ur. Þú varst listræn og skapaðir margt fallegt og fannst gaman að hafa fallegt í kringum þig sem heimili okkar bar vott um. Mörg- um fannst gaman að kom heim til okkar um jólin í Fögrukinnina því þú skreyttir svo mikið að fólki fannst þetta eins og jólahús. Þið pabbi voruð miklir Spánar- unnendur og voru árin orðin yfir 30 sem þið fóruð þangað saman og síðan eftir að pabbi dó fórstu með Heiðdísi systur. Eitt er það sem ég á alltaf eft- ir að muna og geymi í hjarta mínu er það sem þú sagðir við mig tveimur dögum áður en þú kvaddir, hnipptir í mig og sagðir: „Komdu hérna, litla rúsínan mín. Ha, já ertu ekki yngri!“ Ég er nefnilega 20 mínútum yngri en tvíburasystir mín. Minningarnar ylja um ókomna tíð. Þú varst meðvituð um í hvað stefndi undir það síðasta, talaðir um það að vera komin með far- seðilinn en ekki „go to gate“ þannig varst þú. Draumalandið var bók sem þú vitnaðir oft í og nú ertu komin þangað til pabba og Millu systur og sitjið saman í blómabrekkunni. Eins og við vorum vanar að kveðjast elsku mamma mín „I Love You“. Þín dóttir Hafdís. Marga góða sögu amma sagði mér, sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn og í bréfi sendi þessa bæn: Vonir þínar rætist kæri vinur minn, vertu alltaf sanni góði drengurinn. Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á, ákveðinn og sterkur sértu þá. Allar góðar vættir lýsi veginn þinn, verndi’ og blessi elskulega drenginn minn, gefi lán og yndi hvert ógengið spor, gæfusömum vini hug og þor. (Jenni Jóns) Söknum þín, elsku amma Gússý. Sindri Snær, Klemenz Fannar og Ívar Orri. Ágústína Berg Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ágústínu Berg Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan ERFIDRYKKJUR Veislulist sér um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í sali eða heimahús. Í yfir 35 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. Sjá nánar á heimasíðu okkar www.veislulist.is s: 555 1810 veislulist@veislulist.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.