Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 23
síðar Ráðgjafarnefnd um villt dýr 1978-98 og var lengst af formaður nefndarinnar. Hann var fulltrúi Ís- lands fyrir hönd umhverfis- og ut- anríkisráðuneyta í samstarfsnefnd CAFF frá upphafi 1992-2010, þ. á m. formaður hinna átta norðlægu CAFF-þjóða í tvígang og fulltrúi í ýmsum öðrum nefndum, innlendum og norrænum. Ævar hefur verið aðal- og með- höfundur að á fjórða hundrað greina og bókarkafla. Hann hefur haldið á annað hundrað fyrirlestra um fræðiefni og áhugamál í Banda- ríkjunum, Grænlandi, Færeyjum, Skandinavíu, Bretlandi, Þýskalandi, Mónakó, Suður-Afríku og á Íslandi. Ævar var sæmdur MacGillvray verðlaununum fyrir námsárangur við Aberdeen-háskóla, árið 1973. Þegar kemur að áhugamálum er Ævar safnari: „Ég hef sinnt margs konar söfnun um dagana, safnað bókum, frímerkjum, póstkortum og auk þess lagt stund á örnefnasöfnun um langt árabil. Ferðalög hafa verið umtalsverður þáttur í lífi mínu og starfi, allt frá því að ég hóf að fara í fuglarann- sóknarferðir með dr. Finni Guð- mundssyni fuglafræðingi er ég var 14 ára. Þar munar mest um fjölda rannsóknarferða yfir sumartímann, vítt og breitt um landið og ekki síst um Breiðafjarðareyjar. Hef ég í raun neitað að fara til útlanda yfir sumarmánuðina. Fjölskyldan dvaldi í þrjú sumur úti í Flatey á Breiða- firði frá apríl og fram í ágúst á ár- unum 1975-77. Fyrsta ferðin til Flateyjar var farin árið 1974 en síð- an hefur verið farið þangað tvisvar á hverju sumri, eða í alls 44 sumur. Ég hef auk þess að sjálfsögði farið í fjölda utanlandsferða, vítt um heim, sem hafa tengst vinnufundum, ráð- stefnum og til skemmtunar. Fjölskyldan bjó í Skotlandi í fjóra vetur og aðra fjóra í Englandi. Ég hef ferðast mikið til norðurslóða- þjóða, ekki síst í tengslum við sam- starf þeirra í umhverfismálum. Í fjöldskylduferðir hefur verið farið m.a. til Alaska, Flórída, Kína og til fjölmargra Evrópulanda.“ Fjölskylda Eiginkona Ævars er Sólveig Bergs, f. 28.1. 1948, kennari. For- eldrar hennar voru Helgi Bergs, f. 9.6. 1920, d. 28.4. 2005, verkfræð- ingur, alþingismaður og banka- stjóri, og Lís Bergs, f. í Danmörku 9.10. 1917, d. 14.8. 1997, húsfreyja. Börn Ævars og Sólveigar eru 1) Anna Björg Petersen, f. 23.7. 1971, lyfjafræðingur í Reykjavík en eig- inmaður hennar er Magnús Pálmi Örnólfsson hagfræðingur og eru barnabörnin Matthías Ævar Magn- ússon, f. 2002, Benedikt Ernir Magnússon, f. 2003, Kolbeinn Helgi Magnússon, f. 2006, og Sólveig Bríet Magnúsdóttir, f. 2008, og 2) Magnús Helgi Petersen, f. 16.7. 1975, tæknistjóri öryggismála hjá Royal Bank of Scotland, búsettur í Edinborg, en kona hans er Rosanne Margaret Petersen (f. Falconer), heimilislæknir í Edinborg og eru barnabörnin Oscar Alexander Pet- ersen, f. 2012, og Amelia Jane Pet- ersen, f. 2014. Systkini Ævars: Bernhard Pet- ersen, f. 13.1. 1939, fyrrv.fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Inge- borg Petersen, f. 26.5. 1940, MA og kennari í Reykjavík, og Othar Örn Petersen, f. 8.1. 1944, hrl. á Sel- tjarnarnesi. Hálfbróðir Ævars, samfeðra, er Gunnar Petersen, f. 11.10 1923, d. 4.1. 2004, fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hálfbræður Ævars, sammæðra, eru Gunnar Bender, f. 3.1. 1958, fjölmiðlamaður í Kjósinni, og Ingv- ar Júlíus Bender, f. 1.4. 1960, bókari hjá Brimborg, búsettur í Reykjavík. Kjörforeldrar Ævars voru Bern- hard Alfred Meyer Petersen, f. 28.3. 1886, d. 8.4. 1962, stór- kaupmaður í Reykjavík, og Anna Magnúsdóttir, f. 25.8. 1914, d. 1.3. 2003, húsfreyja. Efemía Bóasdóttir húsfr. á Kleifum, síðar á Blönduósi Anna Magnúsdóttir Petersen húsfr. í Rvík Ríkey Eiríksdóttir húsfr. á Gjögri Bóas Jónsson sjóm. á Gjögri Bernhard Petersen fyrrv. framkvstj. Elsa Ingeborg Petersen kennari Othar Örn Petersen Andrés Magnúss. b. á Drangsnesi Ríkey K. Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Óskar I. Magnússon b. í Brekku Guðbjörg Magnúsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Guðrún Loftsdóttir vinnuk. á Kleifum Andrés Jónsson b. á Kleifum Magnús Andrésson b. og sjóm. á Kleifum í Kaldbaksvík á Ströndum Ingeborg Serine Salomonsdatter Johansen frá Hillesöy í Noregi Petter Kristian Johansen Lanes frá Lenvik í Noregi Johan Salomonsen frá Finnlandi Úr frændgarði Ævars Petersen Christiane W. L. Dass frá Lenvik í Noregi Bernhard Petersen stórkaupm. í Rvík Sven Erik Nielsen húsamálari frá Danmörku Guðrún Elísa Magnúsdóttir húsfr. í Keldudal í Skagafirði Páll Sigurðsson b. í Keldudal Ingvar J. Bender bókari Gunnar Bender fjölmiðla- maður Magnhildur Pálsd. Bender húsfr. í Rvík Ævar Petersen ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga frá kl 8:30-17:00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | fastus.is NÍÐSTERKIR HÁGÆÐA BLANDARAR 95 ára Sólveig Aðalheiður Hjarðar 85 ára Friðbjörn Gunnlaugsson Gunnhildur Pálsdóttir Ingi S. Guðmundsson Karl Ásgeirsson Óli Jóhannsson 80 ára Gígja Árnadóttir 75 ára Árný M. Guðmundsdóttir Guðmundína Ingadóttir Guðrún H. Arndal Ingibjörg Friðbertsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Pablo Diaz Ulloa Sigríður F. Sigurðardóttir 70 ára Anna Friðrikka Jensdóttir Auður Elísabet Ásbergsd. Lilja Pálsdóttir Margrét Pétursdóttir Sigrún Steinþóra Magnúsd. Símon Símonarson Steinbjörg Elíasdóttir Torfhildur Margrét Torfad. Úlfhildur Hafdís Jónsdóttir Ævar Petersen 60 ára Anna Tim Gíslason Bjarni Jóhannsson Bozena Zofia Tabaka Grétar Jóhannes Jónasson Hera Garðarsdóttir Jóhanna Gréta Möller Kolbrún Pálína Hafþórsd. Magnús G. Benediktsson Oddur Rúnar Oddsson Sandra Sveinbjörnsdóttir Sigurður Davíðsson 50 ára Baldur Vilhjálmsson Björn Ingi Pálsson Freddy Cortes Villarreal Guðni Björn Hauksson Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Jón Egill Bragason Kristján Jóhannsson Stefán Öxndal Reynisson Þórunn Dögg Harðardóttir 40 ára Árni Jóhann Elfar Ásgeir Einarsson Berglind Ósk Þorsteinsd. Irina Mistovte Karim Askari Kristján Ágúst Kjartansson Lóa Auðunsdóttir María Ingibjörg Vilborgard. Marteinn Þór Ásgeirsson Thang Manh Vu Yuko Motoyanagi Eiríksson 30 ára Arnar Ármannsson Axel Þór Margeirsson Baldur Smári Elfarsson Eyjólfur Fannar Eyjólfsson Hannes H. Ragnarsson Hákon Traustason Heiða Björg Valbjörnsdóttir Huzaifa A.M. Suliman Jóhannes G. Þorsteinsson Jón Rúnar Gíslason Judyta Kurkowska Kristín Kristinsdóttir Kristný Steingrímsdóttir Matthías Máni Erlingsson Ólafur Örn Ingason Paulina Kasztelan Sigurður Smári Fossdal Sólmundur G. Bergsveinss. Tomasz Jasek Vitalij Avsiejev Þórsteinn Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Heiða er Kópa- vogsbúi og vinnur á far- fuglaheimilinu Reykjavík hostel. Hún er með BA- gráðu í myndlist. Systkini: Hörður Freyr, f. 1990, og Höskuldur Hrafn, f. 2007. Foreldrar: Valbjörn Hösk- uldsson, f. 1965, sölu- fulltrúi hjá N1, bús. í Kópavogi, og Hrönn Ön- undardóttir, f. 1967, deild- arstjóri á Hrafnistu í Hafn- arfirði, bús. í Kópavogi. Heiða Björg Valbjörnsdóttir 30 ára Sigurður er frá Blönduósi en býr í Mos- fellsbæ. Hann er umsjón- armaður í Hlaðgerðarkoti. Maki: Tara Björk Gunn- arsdóttir, f. 1995, vinnur á bílaleigunni Hertz og er í námi. Foreldrar: Einar Óli Foss- dal, f. 1966, sjúkraflutn- ingamaður á Blönduósi, og Sigríður Helga Sigurð- ardóttir, f. 1970, leik- skólakennari á Húnavöll- um. Sigurður Smári Fossdal 30 ára Sólmundur er úr Stykkishólmi en býr í Hafnarfirði. Hann er blikk- smiður hjá Blikksmíði ehf. í Hafnarfirði. Maki: Arna Eir Árnadóttir, f. 1986, snyrtifræðingur hjá Manhattan. Stjúpsonur: Bjartur Leon, f. 2005. Foreldrar: Bergsveinn Björn Hallgrímsson, f. 1967, vélstjóri, og Helga Lilja Sólmundsdóttir, f. 1967, fiskverkunarkona. Sólmundur Gísli Bergsveinsson Agnes Gísladóttir hefur varið doktors- ritgerð sína í lýðheilsuvísindum Við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi (Pregnancy and childbirth among wo- men previously exposed to sexual vio- lence). Umsjónarkennari og leiðbein- andi var dr. Unnur Anna Valdimars- dóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lítur á kynferðisofbeldi sem lýð- heilsuvá á heimsvísu, en það er bæði algengt og getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir brotaþola. Markmið dokt- orsverkefnisins var að skoða hugs- anlegt samband á milli kynferðis- ofbeldis á unglings- eða fullorðins- árum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Verkefnið byggist á samkeyrslu gagna. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. Útsettar konur voru yngri, síður á vinnumarkaði, síð- ur í sambúð og reyktu oftar á meðgöngu (41,4% vs. 13,5%; aRR 2,59, 95% CI 2,19- 3,07) en óútsettar konur. Saman- borið við óútsettar konur voru útsettar konur í aukinni áhættu á að fá grein- ingarnar móðurnauð í hríðum og fæð- ingu (RR 1,68, 95% CI 1,01-2,79) og lengt fyrsta stig fæðingar (RR 1,40, 95% CI 1,03-1,88) og að beita þyrfti áhöldum eða bráðakeisaraskurði (RR 1,16, 95% CI 1,00-1,34). Nýburar út- settra mæðra voru léttari að meðaltali en nýburar óútsettra mæðra, í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann og vera fluttir á vökudeild en nýburar óút- settra mæðra. Niðurstöðurnar benda til þess að konur sem hafa orðið fyrir kynferðisof- beldi reyki frekar á meðgöngu en óút- settar konur og séu í aukinni áhættu á lengri útvíkkunartíma, inngripum í fæðingu og fyrirburafæðingu. Flestar fæðingarnar gengu þó vel. Agnes Gísladóttir Agnes Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1983. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2002, BS-prófi frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2006 og MPH-prófi frá Læknadeild Háskóla Íslands fjórum árum síðar. Foreldrar hennar eru Elín Alma Arthursdóttir, viðskiptafræðingur, og Gísli Sigurgeirsson, múrari. Agnes er í sambúð með Þórði Inga Guðmundssyni, framhaldsskólakennara. Þau eiga soninn Arthúr Inga, eins árs. Doktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.