Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 22
Reykjavíkurborg undirbýr innkaup á nýjum tækjabúnaði fyrir borgarstjórnarsal Ráðhússins. Um er að ræða tækja- og hugbúnað til stjórnunar funda borgarstjórnar, þ.m.t. rafræna atkvæðagreiðslu og viðverukerfi, mælendaskrá auk annars er tengist umsjón og útsendingu fundanna. Hluti af undirbúningi fyrir innkaupin er að kalla eftir upplýsingum frá aðilum á markaði sem bjóða slík kerfi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna virkni sinna kerfa, búnaðar og þjónustu skulu vinsamlegast hafa samband við Hugrúnu Ösp Reynisdóttur verkefnastjóra hjá upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar fyrir 1. febrúar nk. á netfangið hugrun.osp.reynisdottir@reykjavik.is Athugið að þessi markaðskönnun felur ekki í sér neina skuldbindingu um innkaup, hvorki af hálfu Reykjavíkurborgar né áhugasamra aðila. Gert er ráð fyrir að innkaupaferlið hefjist í vor en það verður framkvæmt í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 og innkaupareglur Reykjavíkurborgar. reykjavik.is/borgarstjornarsalur Tækjabúnaður fyrir borgarstjórnarsal Markaðskönnun vegna innkaupa 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 20. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.87 103.37 103.12 Sterlingspund 142.4 143.1 142.75 Kanadadalur 82.7 83.18 82.94 Dönsk króna 16.883 16.981 16.932 Norsk króna 13.078 13.156 13.117 Sænsk króna 12.792 12.866 12.829 Svissn. franki 107.04 107.64 107.34 Japanskt jen 0.9238 0.9292 0.9265 SDR 148.01 148.89 148.45 Evra 125.73 126.43 126.08 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9051 Hrávöruverð Gull 1335.8 ($/únsa) Ál 2224.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.53 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala byggingakostnaðar, reiknuð um miðjan mánuðinn, hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað um 5,1%. Á síðustu tólf mánuðum nemur mesta mánaðarhækkunin 1,5% og mældist hún í september síðastliðnum. Vísitalan hefur aðeins einu sinni lækkað á síðustu tólf mánuðum en það var í mars á síðasta ári. Þá lækkaði hún um 0,2%. Að þessu sinni voru það innlend efni sem hækkuðu vísitöluna að lang- mestu leyti en þau hækkuðu um 0,8% frá fyrra mánuði. Byggingakostnaður hækkaði nú í janúar STUTT Sala sumarhúsa hefur aukist nokkuð jafnt og þétt síðasta áratuginn eftir mikla lægð sem markaðurinn lenti í árið 2008. Fyrir þann tíma var tölu- verð velta á markaði með dýrari sumarbústaði en sú eftirspurn hefur ekki náð sér á strik með sama hætti síðan. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Landsbankans. Bent er á að um helmingur allra íslenskra sumarhúsa sé á Suður- landi. Á landinu öllu eru ríflega 13 þúsund bústaðir og hafði þeim árið 2016 fjölgað um 74% frá 1997. Samkvæmt tölum Landsbankans hefur verð á sumarbústöðum hækk- að í takti við aukna eftirspurn. Það eigi hins vegar einkum við um mjög vinsæl svæði, nærri höfuðborgar- svæðinu. Mest hækkaði markaður- inn með sumarbústaði á Suðurlandi í fyrra eða um 16%. Á sama tíma hækkaði markaðurinn aðeins um 1% á Vesturlandi, sem þó er næsteftir- sóttasta svæðið á þessum markaði. Bendir Landsbankinn á að eigið fé kaupenda virðist nú meira í viðskipt- um með sumarbústaði en áður var og að því séu lántökur í þessum við- skiptum hlutfallslega minni en þær voru á árum áður. Morgunblaðið/Ómar Sumar Helmingur bústaða er á Suð- urlandi en fjórðungur á Vesturlandi. Minni markaður með dýr sumarhús  Kaupin eru fjár- mögnuð meira með eigin fé en áður BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Við teljum að gagnaversiðnaður á Íslandi þurfi á því að halda að meiri heildstæð þjónusta sé seld út úr þeim en fyrr. Síminn og dótturfélagið Sensa hafa því hafið samstarf við gagnaverið Verne Global um að bjóða þjónustu sína hér heima og al- þjóðlega,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í samtali við Morgunblaðið. Samstarfið felst í því að Verne Global rek- ur gagnaverið sjálft, gætir að ör- yggi, kælingu og gerir samninga um rafmagn. Sím- inn tengir gagnaverið við umheiminn og upplýsingatæknifyrirtækið Sensa veitir viðskiptavinum gagnaversins meiri þjónustu ef eftir því er óskað. Miklir möguleikar Síminn mun flytja fjóra af sex hýs- ingarsölum sínum í gagnaver Verne Global sem starfrækir nú þegar stærsta gagnaver landsins. Samn- ingurinn við Verne Global er því líka innra hagræðingarverkefni Síma- samstæðunnar. Að sögn Orra eru möguleikarnir miklir í rekstri gagnavera og þjón- ustu við þau hér á landi. Lögð verði áhersla á að þjónusta þá alþjóðlegu viðskiptavini sem þurfi á mikilli reiknigetu að halda en hraði netteng- ingar skipti ekki höfuðmáli. Þekkt sé að tenging Íslands við Bandaríkin er ekki eins hröð og þekkist víða annars staðar. „Við þurfum því að finna okk- ur syllu sem við getum keppt á,“ seg- ir hann. Bitcoingröftur krefst til dæmis mikillar staðbundinnar reiknigetu og treystir ekki um of á tengingar við útlönd. Af þeim sökum hafi mörg slík fest hér rætur. En Orri segir að bitcoingröftur þurfi ekki mikla þjónustu, aðeins hráa að- stöðu. Hann segir að til dæmis fyrirtæki í líftækni þurfi á mikilli reiknigetu að halda og viðbótarþjónustu. Vinnslan sé keyrð á sérstökum vélbúnaði auk þess sem öryggisþarfir þeirra séu miklar. „Enn fremur mætti reyna að krækja í fleiri atvinnugreinar er- lendis frá sem treysta ekki á að lág- marka fjölda millisekúndna í sam- skiptum milli landa, t.d. framleiðslu- iðnað með flókna verkferla og fjártækni sem krefst mikillar grein- inar. “ Tveir fuglar enn í skógi Viðskiptavinir Verne Global eru fyrst og fremst erlendir og þar hafi verið byggðir upp innviðir til að selja alþjóðlega, að hans sögn. Upplýs- ingatæknifyrirtækið Sensa hafi einn- ig góð sambönd erlendis í gegnum Cisco, Netapp, Amazon Web Servi- ces og fleiri. „Cisco vill gjarnan geta boðið viðskiptavinum sínum aðstöðu víða um heim, til dæmis á Íslandi. Við eigum því möguleika á að byggja á þeim viðskiptasamböndum sem þeg- ar eru til staðar hjá þessum birgjum okkar og fleirum,“ segir Orri Hauks- son. „Þetta eru enn tveir fuglar í skógi en hvorugur eru í hendi,“ segir Orri, spurður um hvort hann vænti mikils vaxtar á þessu sviði. „Við ætlum því ekki að vekja of miklar væntingar strax og eigum eftir að sjá hvernig uppbyggingin mun ganga. Við byggjum á traustum innviðum og ég held að hægt sé að sækja fram af krafti, en við erum þolinmóð í upp- hafi.“ Síminn sækir út með Verne  Gagnaver þurfa að veita aukna þjónustu, segir forstjóri Símans  Fyrirtæki í líftækni og fjártækni eru vænlegir viðskiptavinir  Eru með sambönd erlendis Gagnaver Verne Global starfrækir stærsta gagnaver landsins. Líka til hagræðingar » Síminn mun flytja fjóra af sex hýsingarsölum sínum í gagnaver Verne Global sem starfrækir nú þegar stærsta gagnaver landsins. » Samningurinn við Verne Global er því líka innra hag- ræðingarverkefni Síma- samstæðunnar Orri Hauksson Bréf Icelandair Group hækkuðu um 2,8% í viðskiptum gærdagsins og nam velta með bréf félagsins tæp- um 580 milljónum króna. Mest var veltan í viðskiptum dagsins með bréf Marel eða 635 milljónir króna en í þeim lækkaði félagið um tæp 0,9%. Bréf Símans hækkuðu um 0,7% í ríflega 227 milljóna króna við- skipum. Þá hækkuðu bréf Haga um 1,26% í ríflega 196 milljóna við- skiptum. N1 lækkaði mest allra fé- laga í Kauphöll í gær og nam lækk- unin frá fyrri degi 1,2% í ríflega 96 milljóna viðskiptum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar færðist lítið úr stað í viðskiptum gærdagsins en frá áramótum hefur hún hækkað um 7,32%. Heildar- vísitalan hefur hækkað ögn minna eða um 6,34%. Icelandair hækkaði mest í Kauphöllinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.