Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Tímabilið frá fjörutíu ogfimm ára til fimmtíu ogfimm ára er oftast nefntbreytingaaldur, tengt tíða-
hvörfum kvenna. Á þessu tímabili
upplifa margar konur ýmis óþæg-
indi tengd því að hormónafram-
leiðsla líkamans dregst saman.
Helstu einkennin sem konur upplifa
geta verið truflanir á blæðingum,
hitakóf, kvíði, líkamleg vanlíðan,
óöryggi, svefnleysi og beinþynning.
Til að bregðast við þessu hefur
í fjölda ára aðallega verið gripið til
þess að gefa konum samsett kven-
hormón. En slík hormón geta haft
neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi,
þar með talið aukna blóðtappa-
áhættu og auknar líkur á brjósta-
krabbameini.
Þegar Arnar Hauksson fæð-
ingar- og kvensjúkdómalæknir er
spurður að því hversu mikil áhætt-
an sé þegar konur taka inn hormón
segir hann að hún sé ekki rosalega
mikil.
„En hún er þó marktækt aukin,
og þar fer mest eftir heilsu, lifnaði
og líkamlegu ástandi kvennanna
sem taka hormón, hvort sem er í
töflum, plástrum eða kremi. Þau
virka á sömu viðtæki og hafa sömu
áhættuþætti. Aðaláhættuþættirnir
koma fram ef konur reykja, eru of
þungar eða hafa undirliggjandi
hjarta- og/eða æðasjúkdóma.“
Til langs tíma var ekki val á
öðru en slíku kvenhormóni til að
meðhöndla konur með mikil ein-
kenni á breytingaskeiðinu, en eftir
að upplýsingar komu fram árið 2001
um áhættuna sem fylgir því að taka
slík hormón hefur orðið þrýstingur
frá samfélaginu um að finna aðrar
leiðir sem ekki innihalda hormón.
Aragrúi náttúrulyfja hefur því
komið á markaðinn en af þeim hafa
fá verið prófuð vísindalega með til-
liti til raunverulegrar virkni og
áhættuþátta. Eitt af þessum nátt-
úruefnum sem hafa verið prufuð er
Femarelle, en í því er TOFU-
peparat (virka efnið DT56a). Það
hefur sýnt sig í byrjunarrann-
sóknum að þetta efni virkar á sér-
hæfð viðtæki í líkamanum, með
sama hætti og östrógen virkar á sín
viðtæki. Og getur fyrir vikið haft já-
kvæð áhrif á mörg þeirra óþægilegu
einkenna sem fylgja breytingaaldr-
inum.
Reynst betra en gervilyf
Arnar fór í haust á ráðstefnu
evrópskra kvensjúkdómalækna í
Barcelona en þar hélt dr. Andrea R.
Genazzani, fyrrverandi formaður
evrópskra hormónasérfræðinga í
kvensjúkdómum, erindi um fyrr-
nefnt virkt efni DT56a.
„Andrea Genazzani horfir mjög
jákvæðum augum á Femarelle sem
Einkenni stundum
mikil, stundum lítil
Sumar konur fá heiftarleg einkenni á breytingaskeiðinu en aðrar finna varla fyrir
þeim. Arnar Hauksson læknir segir að breytingaaldurseinkenni geti dregið veru-
lega úr lífsgæðum og þá skipti máli að eitthvað sé í boði fyrir konur sem þær geta
tekið án þess að það skapi þeim áhættu.
Morgunblaðið/Hari
Læknir Arnar Hauksson fæðingar- og kvensjúkdómalæknir.
Hin árlega sýning, Þetta vilja börnin
sjá! verður opnuð kl. 14 á morgun,
sunnudaginn 21. janúar, í menningar-
húsi Borgarbókasafnsins í Gerðu-
bergi. Á sýningunni gefur að líta
myndskreytingar 14 íslenskra mynd-
listarmanna við 17 barnabækur sem
komu út 2017, ásamt bókunum sjálf-
um. Þarfir barna eru sérstaklega
hafðar í huga við uppsetningu sýn-
ingarinnar.
Sýnendur eru: Áslaug Jónsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir Brian Pilk-
ington Böðvar Leós Ellisif Malmo
Bjarnadóttir Freydís Kristjánsdóttir
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Högni
Sigurþórsson Íris Auður Jónsdóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir Logi Jes
Kristjánsson Ragnheiður Gestsdóttir
Rán Flygenring Sigrún Eldjárn
Þetta er í 16. sinn sem sýningin
Þetta vilja börnin sjá! er haldin í á
vegum Gerðubergs og vekur hún
jafnan verðskuldaða athygli. Sýn-
ingin verður í Gerðubergi til 4. mars,
en fer þá í ferðalag um landið. Börn
úr 3. bekkjum grunnskóla munu
heimsækja sýninguna, fá leiðsögn og
taka þátt í skemmtilegum leikjum.
Sýningar í Gerðubergi eru opnar
virka daga kl. 8-18 og um helgar kl.
13-16.
Myndskreytingar 14 myndlistarmanna við 17 barnabækur
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! er haldin í 16. sinn á vegum Gerðubergs.
Hvað vilja börnin sjá?
Víóluleikarinn Ásdís Valdimarsdóttir
og píanóleikarinn Marcel Worms
flytja metnaðarfulla efnisskrá með
verkum fyrir víólu og píanó eftir of-
sótt tónskáld 20. aldarinnar í Salnum
í Kópavogi kl. 16-18 í dag, laugardag
20. janúar. Tónleikarnir eru í Tíbrá
tónleikaröðinni og er yfirskrift þeirra
Sálin meðal strengjanna – víólan.
Flest hafa ekki áður verið flutt á Ís-
landi, en þau eru eftir tónskáld sem
voru gyðingar og þurftu að flýja
heimaslóðir sínar og/eða voru of-
sóttir. Eru þetta verk eftir tónskáldin
Mieczyslaw Weinberg, Felix Mendels-
sohn, Dmitri Shostakovich og Dick
Kattenburg.
Sálin meðal strengjanna – víólan
Verk eftir ofsótt tónskáld
Morgunblaðið/Golli
Víóluleikari Ásdís Valdimarsdóttir.
Frumsýning hjá Leikfélagi Hveragerðis í dag
Glanni glæpur Í Latabæ býr fjölskrúðugur hópur fólks , m.a. Glanni glæpur.
Glæpamaður fyrir austan fjall
valdsson. Næsta sýning er kl. 14 á
morgun, sunnudaginn 21. janúar, og
verður leikritið síðan á fjölunum
laugardaga og sunnudaga næstu
tvær helgar á sama tíma. Miðaverð
3.000 kr. fyrir fullorðna. 1.500 kr.
fyrir börn yngri en 12 ára. Miðapant-
anir í síma 863-8522
Leikfélag Hveragerðis frumsýnir leik-
ritið Glanni glæpur í Latabæ eftir þá
Magnús Scheving og Sigurð Sigur-
jónsson kl. 14 í dag, laugardag 20.
janúar, í Leikhúsinu Austurmörk 23.
Söngtextar eru eftir Karl Ágúst,
tónlistin eftir Mána Svavarsson og
leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þor-
Pop-Up Ævintýraleikvöllurinn verður
haldinn á Kjarvalsstöðum kl. 13-16 í
dag, laugadaginn 20. janúar. Viðburð-
urinn er á vegum er RIE foreldra-
félagsins Meðvitaðir foreldrar og er
leikvöllurinn innblásinn af uppeld-
isstefnunni RIE sem stendur fyrir Re-
spectful Parenting (Virðingarríkt
tengslauppeldi) í tengslum við frjáls-
an leik barna. Boðið er upp á efnivið
sem börn fá að leika með og rann-
saka á eigin forsendum og nota
ímyndunaraflið.
Ævintýraleikvöllur
í smástund
Börn Leikið af fingrum fram.
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK14.700
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK27.400
Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur.
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bæklingurinn
okkar fyrir 2018 er
kominn út. Í honum
finnur þú fullt af
tilboðum og
verðdæmum. Hægt
er að nálgast hann á
www.smyrilline.is
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss