Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áþján ungrafíkla ogþáttur
fíkniefnaneyslu í
fjölgun öryrkja í
samfélaginu er
umfjöllunarefni
Ingu Sæland,
þingmanns og formanns
Flokks fólksins, í pistli á leið-
arasíðu Morgunblaðsins í gær.
Í pistli sínum segir Inga frá
heimsókn til SÁÁ fyrr í mán-
uðinum og hrósar starfinu sem
þar er unnið. Síðan segir hún:
„Hugsið ykkur að árið 2017
létust 32 áfengis- og vímuefna-
sjúklingar undir fertugu, 14
þeirra voru undir þrítugu.
Dauðsföllin voru fimm fleiri en
árið áður. Þessa auknu dánar-
tíðni má rekja til aukningar á
notkun sterkra ópíóða eða
morfínskyldra lyfja í æð.“
Inga vitnar til orða Þórarins
Tyrfingssonar um að stíflan sé
brostin í þessum málum og á
síðustu tveimur árum hafi yf-
irvöld misst stjórn á vand-
anum. Peninga vanti til að
bregðast við og biðlistinn á
Vogi hafi aldrei verið lengri.
Fjallað hefur verið um
þennan vanda í fréttaskýr-
ingum í Morgunblaðinu und-
anfarið. Í byrjun mánaðar
kom fram að mikil fjölgun
hefði orðið í þeim hópi sem
leitar sér þjónustu í verkefni
sem nefnist Frú Ragnheiður
og snýst um að hjálpa fíklum
að takmarka skaðann af neysl-
unni.
Frú Ragnheiður er bíll sem
sex kvöld í viku er á ferð í
borginni og veitir heimilis-
lausum og þeim, sem nota
vímuefni í æð, hjúkrunar- og
nálaskiptaþjónustu. Í grein-
inni er rætt við Svölu Jóhann-
esdóttur, verkefnastýru Frú
Ragnheiðar, og kemur fram í
máli hennar að 120 ein-
staklingar leiti nú til Frú
Ragnheiðar á mánuði. 80%
þeirra noti vímuefni í æð og
meirihlutinn sé heimilislaus.
Hún segir að frá 2012 til 2017
hafi heimilislausum fjölgað um
95% í Reykjavík og nú séu 349
skráðir heimilislausir í borg-
inni. Fleiri sofi nú úti en áður
og við það geti líkamlegu og
andlegu ástandi hrakað mikið.
Ópíóðar eða morfínskyld lyf
á borð við Oxycotin, Contalgin
og Fentanyl hafa valdið mikl-
um skaða í Bandaríkjunum. Í
sumum landshlutum er
ástandið þannig að í heilu bæj-
arfélögunum er vart að finna
fjölskyldu, sem ekki hefur
misst einhvern nákominn
vegna þessara lyfja. Um 90
manns láta lífið á degi hverj-
um í Bandaríkjunum af völd-
um ópíóða eða svipaður fjöldi
og í bílslysum og er talað um
faraldur. Þessi lyf
eru notuð til að
stilla verki og eru
einstaklega ávana-
bindandi. Þeir,
sem ánetjast þeim,
byrjuðu oft að
neyta þeirra við
verkjum eftir slys. Vandinn er
rakinn til þess að lyfin hafi
verið gefin í of miklum mæli.
Notkun þeirra leiðir síðan iðu-
lega út í heróínneyslu.
Hér á landi hefur verið
brugðist við með því að tak-
marka aðgengi að morfín-
skyldum lyfjum. Það voru
tímabærar aðgerðir og nauð-
synlegar. Hins vegar hefur
það valdið erfiðleikum meðal
þeirra, sem eru háðir þessum
lyfjum.
Svala Jóhannesdóttir segir
að minna komi af morfín-
skyldum lyfjum inn á ólöglega
markaðinn eftir að nýr lyfja-
gagnagrunnur var tekinn í
notkun og þar með hert á eft-
irliti með lyfjaávísunum. Nú
kosti ein 100 mg tafla af Con-
talgin 8.000 krónur, en hafi
fyrir rúmu ári kostað 4.000 til
5.000 krónur. Þetta hafi leitt
þess að sumir hafi skipt yfir í
Fentanyl-plástra. Þá fáist
meira fyrir peninginn, en um
leið sé það hættulegasta efnið
til að sprauta sig. Afleiðingin
hafi verið aukning á of-
skömmtun af morfínskyldum
lyfjum hér á landi og í fyrra
hafi nokkrir skjólstæðingar
Frú Ragnheiðar dáið úr of-
skömmtun.
Svala segir að bregðast
þurfi við. Með því að leyfa Frú
Ragnheiði að nota lyfið Nalox-
one mætti til dæmis koma í
veg fyrir dauðsföll af völdum
of stórra skammta. Naloxone
kemur í veg fyrir ofskömmtun
morfínskyldra lyfja, en er
hættulaust og víða dreift til
fíkla.
Hún nefnir einnig að með
því að opna neyslurými hér
yrði til athvarf þar sem fólk
geti komið með sín vímuefni
og notað í öruggu, hreinu og
áhættulausu umhverfi þar sem
sérþjálfað starfsfólk er til
taks. Nú er hafinn undirbún-
ingur í velferðarráðneytinu á
vegum Svandísar Svavars-
dóttur að opnun slíkrar að-
stöðu fyrir langt leidda vímu-
efnaneytendur.
Það þarf að horfast í augu
við það að samhliða aðstoð við
að fara í meðferð og hætta
neyslu þarf að hjálpa þeim
fíklum sem ekki ráða við að
stíga það skref. Með slíkri að-
stoð væri hægt að koma í veg
fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma
og draga úr þeim skaða sem
neyslan veldur og veita at-
hvarf án þess að dæma.
Neysla morfínlyfja
eykst og dauðs-
föllum vegna of
stórra skammta hef-
ur fjölgað}
Aðstoð við fíkla
H
inn 12. janúar árið 1993 var
spenna á Alþingi. Greidd voru
atkvæði um samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið
(EES). EES var í upphafi
hugsað sem biðstofa fyrir fulla aðild að Evr-
ópusambandinu, því með samningnum var
Evrópulöggjöf samræmd á flestum sviðum.
Þrír menn eiga öðrum fremur heiðurinn af
því að skipa Íslandi í fylkingu Evrópusam-
bandsþjóða, með aukaaðild að sambandinu:
Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra og Björn
Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar
Alþingis. Samningurinn er mesta pólitíska
afrek þeirra allra. Þar var við ramman reip
að draga og andstæðingar fóru með fleipur
eins og oft vill verða í slíkum umræðum.
Páll Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, var
stóryrtur: „Við afsölum okkur frumburðarrétti okkar
Íslendinga til landsins og auðlinda þess til lands og
sjávar. Þessi samningur kemur til með að færa okkur
ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.“
Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði
samninginn jafngilda innlimun: Það liggur nú fyrir að
við höfum látið undan þrýstingi EB sem krefst auð-
linda okkar í stað tollfríðinda. Það blasir við að EB fái
aðgang að landhelginni. Spyrja má: Til hvers var þá
barist fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu ef EB á að móta
fiskveiðistefnu Íslendinga hér eftir? Og til hvers var
barist við Dani fyrir sjálfstæði og lýðveldi um aldarað-
ir?“
Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins,
taldi sig geta séð fyrir óorðna tíma. „Séð út
frá hagsmunum Íslendinga er Evrópska
efnahagssvæðið tilraun sem mistókst.“
Allir vita að þetta reyndust hrein öf-
ugmæli. EES-samningurinn færir Íslend-
ingum mikla velsæld og sem og fjórfrelsið
um frjálsa för fólks, fjármagns, vöru og
þjónustu. Jafnframt tryggir hann að hér er
sama löggjöf og annars staðar á svæðinu.
Enn vantar okkur samt evruna, betri land-
búnaðarstefnu og sæti við ákvarðanaborðið.
Björn Bjarnason skýrði aðalatriðin: „Þátt-
takan í Evrópska efnahagssvæðinu kallar á
ný vinnubrögð, meiri aga og virðingu fyrir
almennum reglum. Geðþóttaákvarðanir
stjórnvalda verða að víkja fyrir almennum
skilyrðum sem öllum eru sett. Á svæðinu
eiga stórir og smáir að sitja við sama borð.
Komið er á fót sameiginlegum stofnunum til að tryggja
það. Það hljómar því eins og argasta öfugmæli að
heyra íslenska þingmenn hallmæla þessum stofnunum
eða telja þátttöku í þeim brjóta í bága við íslenska
stjórnskipun.“
Það þarf hugrekki til þess að vera þjóð meðal þjóða.
Alþingi sýndi djörfung árið 1949 þegar Ísland gekk í
NATO, árið 1970 þegar þjóðin gekk í EFTA og árið
1993 þegar samþykkt var aukaaðild að Evrópusam-
bandinu í gegnum EES-samninginn. Sérhagsmunir
viku fyrir almannaheill.
Takk, Davíð, Jón Baldvin og Björn. Til hamingju
með 25 ára afmælið!
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Til hamingju með afmælið
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Lærdómurinn fyrir íslenskaunglinga, sem eru enda-laust að senda nekt-armyndir af sér í gegn-
um Snapchat, er sá að þegar fólk
áframsendir nektarmyndir af fólki
sem er börn í lagalegum skilningi,
þá er það að deila barnaklámi,“
segir María Rún Bjarnadóttir,
doktorsnemi í lögfræði við háskól-
ann í Sussex á Bretlandi.
Tvö mál er snúast um staf-
rænt kynferðisofbeldi hafa vakið
athygli að undanförnu. Í Dan-
mörku hafa 1.004 ungmenni verið
ákærð fyrir að hafa deilt kynlífs-
myndbandi af 15 ára krökkum í
gegnum Facebook Messenger. Á
Norður-Írlandi fór 14 ára stúlka í
mál við Facebook eftir að maður
birti nektarmynd af henni á svo-
kallaðri „skammar“-síðu.
Í báðum tilvikum hefur Face-
book sýnt að miðillinn hefur stjórn
á efni sem þar birtist. Því vakna
spurningar um hvort hægt sé að
lögsækja Facebook vegna óviður-
kvæmilegra myndbirtinga. María
Rún telur að bæði þessi mál eigi
sér mikilvægan samnefnara og að
ekki sé endilega hægt að líta svo á
að þetta eigi við öll mál.
Flokkað sem barnaklám
„Lykilatriðið í þessum tveimur
málum er að þarna er um myndir
af börnum að ræða. Þetta er flokk-
að sem barnaklám og löggjöfin í
öllum ríkjum er miklu stífari þegar
um slíkt er að ræða. Nektarmyndir
af börnum undir 15 ára flokkast
sem barnaníð. Ef þessi mál hefðu
varðað fullorðna einstaklinga þá
hefðu þau ekki endilega farið
svona.“
María segir að af fréttaflutn-
ingi frá Danmörku að dæma virðist
sem Facebook hafi látið lögregluna
vita að verið væri að dreifa þessu
efni á Messenger-forriti miðilsins.
„Sem er athyglisvert því það
sýnir að fylgst er með innihaldinu.
Þeir eru að fylgjast með því hvort
verið sé að brjóta þeirra reglur.
Það gilda sömu reglur um Facebo-
ok og Messenger en aðeins aðrar
reglur um Whatsapp og Instagram.
Þetta kemur almennum notendum
við. Ef þú ert að dreifa einhverju
ólöglegu máttu vita að Facebook er
á vaktinni. Þetta er merki um það
að miðillinn er vakandi fyrir því
hvort það eigi sér stað lögbrot í
gegnum hann eða ekki.“
María segir að málið á Norð-
ur-Írlandi sé öðruvísi, það hafi ver-
ið einkamál sem samið var um áð-
ur en það fór fyrir dóm. Því sé
ekki hægt að vita nákvæmlega
hvað lá til grundvallar niðurstöð-
unni.
„Dreifing þessarar myndar er
í andstöðu við reglur Facebook.
Þar er kerfi sem virkar þannig að
ef mynd er hlaðið inn og einhver
tilkynnir að hún sé barnaklám og
hún er í kjölfarið merkt sem slík,
þá eigi ekki að vera hægt að hlaða
viðkomandi mynd aftur inn á Fa-
cebook. En í þessu tilviki var það
hægt.
Það er kannski ekki hægt að
draga víðtæka niðurstöðu af þessu
máli en það er hins vegar áhuga-
vert hvort samfélagsmiðlar verði
látnir sæta ábyrgð á efni sem aðrir
einstaklingar hlaða inn á þá. Hug-
myndafræðin á bakvið þá hefur
grundvallast á því að miðillinn beri
ekki ábyrgð á því sem þriðji aðili
setur upp.“
Ábyrgð samfélags-
miðla nú til umræðu
AFP
Facebook Margir velta fyrir sér ábyrgð samfélagsmiðla á dreifingu efnis
eftir að tvö mál er snúa að stafrænu kynferðisofbeldi komu upp.
„Ég held að
þetta ár og
það næsta
verði tíma-
mótaár í um-
ræðum um
ábyrgð fyr-
irtækja sem
starfa á net-
inu. Það var
fyrirséð að
það myndi sjóða upp úr þessum
potti fyrr en síðar,“ segir María
Rún Bjarnadóttir í samtali við
Morgunblaðið.
María nefnir sem dæmi að ný-
lega hafi Þjóðverjar sett stranga
löggjöf um hatursorðræðu á net-
inu. Þá séu fyrir dyrum meiri-
háttar breytingar á persónu-
verndarlöggjöf í Evrópu. Í
Bandaríkjunum sé nú mikil um-
ræða um ábyrgð netmiðla.
„Það er sótt að þessu kerfi
beggja vegna Atlantshafsins.“
Sýður upp úr
pottinum
TÍMAMÓTAÁR FRAM UNDAN
María Rún
Bjarnadóttir