Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Ljósmynd/Getty Images Breytingar í lífinu Við tíðahvörf er allur gangur á því hverju og hversu miklu konur finna fyrir. valkost fyrir konur sem fyrsta val á breytingaskeiði, fyrir þær sem vilja síður taka hormón, sérstaklega í upphafi breytingaaldurs, þótt þær þurfi kannski seinna að taka öflugri lyf, hormón. Í erindi Andrea kom fram að gerðar hafa verið fjölmarg- ar rannsóknir á Femarelle bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undan- farin 14 ár og bandaríska lyfjaeftir- litið hefur samþykkt að TOFU sé skaðlaust og það hafi engin neikvæð áhrif, hvorki á brjóstakrabbamein, blóðtappa né á blæðingar eða aðra áhættuþætti sem hormón geta haft neikvæð áhrif á. Það virðist því ekki vera áhætta fyrir konur að prófa að taka Femarelle, nema þær hafi of- næmi fyrir einhverju innihaldsefni þess.“ Arnar segir að það hafi komið fram á ráðstefnunni að þótt þessar rannsóknir séu flestar litlar þá sýni þær að virka efnið DT56a hefur já- kvæð áhrif á beinþéttni. „Það hefur líka haft jákvæð áhrif á að draga úr vanlíðan og svefntruflunum á breytingaaldri. Í nokkrum rannsóknum, að vísu mjög litlum, hefur efnið haft jákvæð áhrif á hitakóf, þegar þau eru af vægri gerð, en efnið virkar síður á öflug hitakóf. Einnig hefur sýnt sig að það hefur jákvæð áhrif á slímhimnu í leggöngum, með svipuðum hætti og staðbundin hormón í leggöngum geta haft. Í öllum þessum rann- sóknum sem birtar hafa verið hefur Femarelle reynst betra en gervi- lyf,“ segir Arnar og bætir við að fyrir konur með áhættuþætti skipti miklu máli að þær geti fengið ein- hverja bót með öðru en hormóna- inntöku. „Breytingaaldurseinkenni geta dregið verulega úr lífsgæðum og þá skiptir máli að eitthvað sé í boði fyrir konur sem þær geta tekið án þess að það skapi þeim áhættu.“ Annað kom í ljós þegar konurnar máttu kvarta En konur finna mismikið fyrir þessum einkennum breytinga- skeiðsins; sumar fá heiftarleg ein- kenni en aðrar finna varla fyrir þeim. Þegar Arnar er spurður hverju þetta sæti segir hann að það sé ekki enn þekkt hvað valdi þess- um mun. „En það verið að rannsaka þetta og munurinn virðist liggja í ættum og jafnvel þjóðum. Það var haldið að konur í Suður-Ameríku og Asíu væru lausar við einkenni breytingaskeiðsins en í ljós kom að konur í þessum löndum urðu ekki eins gamlar og þær á Vest- urlöndum, sem skekkti myndina. Í Japan og Indlandi voru þær konur sem nutu virðingar, þær elstu í ættunum, ekkert að kvarta hér áður fyrr. En þegar konur átt- uðu sig á að þær mættu kvarta fóru að koma fram sömu tölur og í Evr- ópu og líka þegar ævi kvenna á þessum svæðum lengdist. Rétt und- ir tuttugu prósentum kvenna í heiminum finna nánast aldrei fyrir breytingaeinkennum, en þær geta samt verið með beinþynningu.“ Ljósmynd/Getty Images Hormónabreytingar Við tíðahvörf dregur úr framleiðslu kvenhormóna. „Rétt undir tuttugu prósentum kvenna í heiminum finna nánast aldrei fyrir breytinga- einkennum.“ Goes Iron & Cobalt Fjölhæf fjórhjól á góðum verðum með vs k Verð frá 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 2 á r!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.