Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú kemst í álnir, til metorða og uppskerð virðingu samferðamanna sama hver bakgrunnur þinn er. Eldmóður þinn er óslökkvandi. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að hafa stjórn á sjálfum þér á öllum sviðum, sérstaklega skaltu gæta hófs í mat og drykk. Ekki leggja árar í bát þótt á móti blási. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu afleiðingum gjörða þinna og mundu að til þess að ná árangri þarftu að leggja þitt af mörkum. Valdamiklir ein- staklingar leggja eyrun við þegar þú talar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú sinnir nú mikilvægu ábyrgð- arstarfi er óþarfi að taka sjálfan sig of há- tíðlega. Spennandi möguleikar á ferðalögum eða námi gætu boðist. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er til lítils að láta einhver minni- háttar mál pirra sig og eyðileggja daginn. Frestaðu nú ekki lengur því sem þú hefur lofað að framkvæma. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hindranir dagsins í dag eru ímynd- aðar eða að minnsta kosti miklu auðveldari viðureignar en þú hefðir haldið. Ekki gefast upp þótt á móti blási því þú munt uppskera ríkulega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er létt og bjart í kringum þig og fólk laðast að þér. Reyndu að vera raunsæ/r og heiðarleg/ur gagnvart sjálfri/ sjálfum þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Haltu höfðinu hátt svo þú getir séð allar þær hindranir sem leynast milli þín og hins fullkomna dags. Víkkaðu sjóndeild- arhringinn og prófaðu eitthvað nýtt og framandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Horfðu framhjá því fólki sem reynir að espa þig upp því það er ekki þess virði að kasta perlum fyrir svín. Vertu því varkár í umgengni þinni við aðra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er að grípa tækifærið og gera tilboð í það sem þú hefur lengi haft auga- stað á. Hið óvænta færir þér gleði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að hafa augu á hverjum fingri í fjármálum því það er aldrei að vita hvenær gefur á bátinn. Með réttu hugarfari gæti margt jákvætt komið í ljós. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér gefst tækifæri til að kynnast nýju fólki og það lætur þér líða stórkost- lega. Nú er ákjósanlegur tími til að ryðja gömlum ágreiningi úr vegi. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Svæði afgirt fyrir fé. Í fjósinu ég hygg að sé. Hestakofi opinn er. Umferð gegnum túnið ber. Helgi Seljan á þessa lausn: Tröð ég hafði fyrir fé, í fjósi líka tröð ég sé. Hestakofi heiti ber, heim að bænum tröðin er. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Hjá tröð bíður rollan í röðinni. Við rassa og flór liggur tröðin. Hesturinn töltir að tröðinni. Tröðin létt heim eftir vöðin. Og bætir við: „En stundum tekst mér engan veginn að ráða gáturnar og þá: Ekki gátur allar fæ ég ráðið. Ábyrgðarlaus alla stund, ásaka ég helst Guðmund.“ Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Tröð er gerði fyrir fé. Í fjósi tröð ég ætla að sé. Hesthús tröð hér opið er. Umferð tröð að húsi ber. Þá er limra: Tjörvi í Tröð var sætur, og töfraði heimasætur, en engin hans naut. Þau örlög hann hlaut, að átu hann soltnar mannætur. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Árar hafa að mér sótt, illa svaf ég þessa nótt, hrökk loks upp og bænir bað, beit á jaxl og gátu kvað: Feikna stór er fóturinn. Fláráður sá þrjóturinn. Við smjörgerð fyrrum þarfaþing. Þetta er skór á stórfætling. Hér yrkir Helgi R. Einarsson um „Leti“: Þegar ærnar byrjuðu’ að bera um Bólstaðarhlíðina þvera fór Alli í frí aðeins af því það var allt of mikið að gera. Kristján Fjallaskáld orti við drykk: Drekkum, bræður iðu öls, árnum mæðu bana, þegar hræða hrannir böls hjarta næðisvana. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Land var lagt í tröð „ÞAÐ ER EINGÖNGU VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER KONA AÐ ÞEIR ÆTLAST TIL ÞESS AÐ ÉG SJÁI UM ALLAN PENINGAÞVOTTINN.“ „ÞAÐ STENDUR: „VEGNA HÆKKANDI ÚTGJALDA KOSTAR NÚNA 200 KALL AÐ ÓSKA SÉR.““ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ímynda sér að hún sé aftur í örmum þínum. HANN VIRKILEGA HATAR ÚTILEGUR ER ÞAÐ EKKI? ÞETTA ER LANGT PRIK! HELGA! ÉG ER KOMINN HEIM ÚR GOLFINU! VARSTU MIKIÐ UNDIR PARI? ÓSKABRUNNUR Víkverji er ánægður með þá tískuað fólk sé farið að vera með lif- andi plöntur í meira mæli á heimili sínu. Hann er meðlimur í hópnum „Stofublóm inniblóm pottablóm hóp- urinn“ á Facebook þar sem hægt er að fá mörg góð ráð um meðferð stofu- plantna. Það er mjög gaman að fylgj- ast með umræðum í þeim hópi. Potta- plöntur hafa vart verið í viðlíka tísku síðan á sjöunda áratug síðustu aldar enda rímar margt í heimilistískunni við tísku þess tíma en áttundi áratug- urinn kemur líka sterkt inn á heim- ilinu um þessar mundir, ef eitthvað er að marka dönsku bolig-blöðin sem Víkverji les gjarnan. x x x Græni liturinn á plöntunum seturskemmtilegan blæ á heimilið og til viðbótar bæta margar algengar plöntur inniloftið mikið eins og frið- arlilja (Spatiphyllum), rifblaðka (Monstera Deliciosa) og indíánafjöður (Sanseveria). Þessar plöntur gera mikið fyrir gæði innilofts og getur það munað miklu eins og á Íslandi þar sem það getur verið erfitt að lofta út í frostinu um hávetur. x x x Pinterest spáir því að röndóttarplöntur verði næst vinsælar enda eru það margir sem kaupa plönturnar fyrir útlitið frekar en út af því að þeir séu með svo græna fingur. Víkverji uppgötvaði að honum finnst gaman að hugsa um plöntunar en það er margt sem þarf að varast. Sumar plöntur þurfa mikla vökvun á meðan aðrar mega ekki vera í mikilli sól. Þetta er nokkuð sem þarf að lærast svo plönturnar lifi af. Græni liturinn er fallegur og röndóttar plöntur líka en Víkverja finnst líklegt að vínrauð- ar plöntur muni bráðum njóta vin- sælda. Það eru til mörg sérstaklega falleg stofublóm sem eru vínrauð og þau njóta sín til dæmis vel í hóp. x x x Kryddjurtirnar á heimilinu eigahins vegar erfitt í mesta skamm- deginu en þær virðast ætla að lifa vet- urinn af eins og í fyrra. Það er gaman að hafa nóg af kryddjurtum úti í glugga, það er svo dásamlega góð lykt af þeim, lykt af sumri. vikverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálm: 103:13) HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.