Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 8

Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Sumir telja að gluggaumslögin séubest afgreidd með því að opna þau ekki. Þannig megi forðast óþæg- indin af því að vita hversu mikið mað- ur skuldar umfram það sem maður getur greitt.    Svo eru það þeirsem taka þann kost í kulda að pissa í skóinn sinn og eru sælir og glaðir í yln- um um hríð.    Þá eru það strútarnir, sem sagðireru stinga höfðinu í sandinn þegar hættu ber að höndum. Þetta er áhugaverð aðferð eins og hinar fyrr- nefndu, en strútarnir vita að vísu að hún virkar ekki og hún er þess vegna ekki notuð nema í dæmisögum.    Loks er það aðferðin sem meiri-hlutinn í Reykjavík notar til að takast á við skort á þjónustu og óánægju borgarbúa.    Sú aðferð er frumleg og felst í þvíað kaupa ekki og kynna sér því ekki þjónustukönnun sem gerð er í sveitarfélögum landsins og þau geta notað til að bera sig saman við önnur sveitarfélög og fá upplýsingar um eigin þjónustu.    Þetta er auðvitað ein leið til að tak-ast á við skort á þjónustu, en að vísu ekki líkleg til árangurs.    Og þegar það lekur út að þjónustu-könnunin sýni að þjónusta við íbúa og ánægja íbúa sé minnst í Reykjavík þá fara óneitanlega að vakna grunsemdir um að þar sé skýr- ingin komin á því að meirihlutinn vill ekki kynna sér niðurstöðurnar eða sýna borgarbúum þær.    Getur verið að svo sé? Dagur B. Eggertsson Nokkrar aðferðir sem ekki duga STAKSTEINAR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mat- hallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upp- lýsingaskjám og jafnvel miða- sjálfsölum. Strætó er byrjaður að hanna lausnir fyrir upplýsingaskjái í rýmið og munu þeir verða settir upp á næstunni. Þetta kemur fram í umsögn skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni varðandi tillögu borg- arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukna þjónustu við stræt- isvagnafarþega á Hlemmi. Í tillög- unni lögðu þeir til að sala farmiða yrði tekin upp að nýju á Hlemmi, e.t.v. með sjálfsala. Jafnframt var lagt til að leiðakerfisupplýsingar yrðu bættar, t.d. með því að setja leiðakort upp á áberandi stað og koma fyrir skjá þar sem hægt er að fylgjast með ferðum vagna á raun- tíma. Loks var óskað eftir því að klukka yrði sett upp á áberandi stað á Hlemmi. Fram kemur í umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að farþegar Strætó geti keypt miða í verslun 10/ 11 sem er í um það bil fjörutíu metra fjarlægð frá miðrými Hlemms. „Umbylting hefur orðið í tækni- lausnum Strætó. Þannig voru ein- ungis 10% ferða árið 2017 greidd með staðgreiðslu en 27% með raf- rænni greiðslu. Strætó er þó ávallt með augun opin fyrir nýjum tækni- lausnum og hafa miðasjálfsalar verið til skoðunar,“ segir í umsögninni. Klukkan sett upp á ný Varðandi klukku segir að lengi hafi lítill turn með klukku verið á Hlemmtorgi. Í sumar séu fyrirhug- aðar framkvæmdir við Hlemmtorg og þá er gert ráð fyrir að klukkan verði sett upp aftur. Í lok árs 2017 bauð Reykjavík- urborg þremur arkitektastofum, Landslagi, DLD land design og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. Hugmyndaleitinni er ætlað að leiða til deiliskipulags og nýs heildarútlits svæðisins. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í mars 2018. Morgunblaðið/Eggert Hlemmur Mathöll var opnuð í ágúst í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda. Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi  Árið 2017 voru einungis 10% fargjalda strætisvagna staðgreidd Páskadraumur íDubrovnik sp ör eh f. Vor 2 Austurlenskur blær, hefðir, minjar og náttúrufegurð hrífa okkur í glæsilegri ferð til Dubrovnik og Opatija í Króatíu við Adríahafið. Við siglum yfir til sögufrægu borgarinnar Split, komum við í Mostar í Bosníu Hersegóvínu, sjáum gömlu brúnna Stari Most og heimsækjum Svartfjallaland. 31. mars - 12. apríl Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 248.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Veður víða um heim 19.1., kl. 18.00 Reykjavík -6 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri -2 snjókoma Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn -3 léttskýjað Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 4 léttskýjað Dublin 3 léttskýjað Glasgow 2 slydduél London 5 skúrir París 6 léttskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Hamborg 1 rigning Berlín 3 skýjað Vín 2 léttskýjað Moskva -9 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 11 súld Aþena 11 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal -3 snjókoma New York 0 heiðskírt Chicago 0 heiðskírt Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:43 16:36 ÍSAFJÖRÐUR 11:11 16:18 SIGLUFJÖRÐUR 10:55 15:59 DJÚPIVOGUR 10:18 15:59 Með úrskurði héraðsdóms Reykja- víkur uppkveðnum 10. janúar 2018 var eignarhaldsfélagið 17. júní tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirt- ingablaðinu er heimilisfang félagsins Hraunbær 62. Félagið, sem skartar svona þjóðlegu nafni, var stofnað í september 2012. Samkvæmt tilkynningunni var til- gangur félagsins rekstur bars, veit- ingasala, svo og kaup, sala og rekst- ur fasteigna og lausafjár, ásamt lánastarfsemi tengdri rekstrinum, og annar skyldur rekstur. Á heimasíðu Ríkisskattstjóra er einnig tilkynning um gjaldþrotið. Þar kemur fram að 17. júní ehf. hafi verið skráð í atvinnugreinaflokkinn „krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.“. Kröfum í búið skal skila til skipta- stjóra sem er Guðjón Ármann Jóns- son hrl. Skiptafundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2018. Héraðsdómur úrskurð- ar 17. júní gjaldþrota

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.